Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI Upplestur | Þráinn Bertelsson og Solveig Einarsdóttir kynna bækur sínar á Amtsbókasafninu á Ak- ureyri í dag kl. 17.15.    Ungir | Stofnfundur Ungra vinstri grænna á Akureyri verður haldinn í kvöld, 23. nóvember, kl. 20 í húsi VG, Hafnarstræti 98. ORKUSETUR Orkustofnunar tekur formlega til starfa á Akureyri á morg- un fimmtudag. Sigurður Ingi Frið- leifsson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri en hann hefur verið búsettur í Svíþjóð í rúm tvö ár, þar sem hann var að ljúka námi í um- hverfisfræðum. Að auki er hann líf- fræðingur og kennaramenntaður. Í tengslum við formlega opnun Orku- setursins verður haldin ráðstefna um orkunotkun og orkusparnað á Hótel KEA á morgun. Þá hefur Ágústa Loftsdóttir eðlis- fræðingur einnig hafið störf hjá Orku- stofnun á Akureyri en hún mun hafa með höndum verkefnið Vettvangur um vistvænt eldsneyti. Auk Orkustof- unar koma iðnaðarráðuneytið, Sam- orka og Kaupfélag Eyfirðinga að rekstri Orkusetursins. Þá er starf- semin einnig styrkt af Evrópusam- bandinu. Með þessari viðbót fjölgar starfsmönnum Orkustofnunar á Ak- ureyri um ríflega helming. Sigurður sagði að starfsemi Orku- setursins gengi út á skilvirka orku- notkun, betri orkunýtingu og orku- sparnað, hjá heimilum, fyrirtækjum, í tengslum við samgöngur og einnig hvað varðar nýja orkugjafa. „Það er mikið að gerast í orkugeiranum, m.a. breytingar á raforkulögum nú um áramótin, sem munu hreyfa við mörg- um. Vonandi verður hægt að nýta það tækifæri til að leggja meiri áherslu á orkusparnað, bæði í orði og verki. Við erum að bruðla með orkuna og það græðir enginn á því. Allt snýst þetta um hagkvæmari orkunotkun, hvort sem er hjá einstaklingum eða fyrir- tækjum. Það skiptir miklu máli að fara vel þessi auðæfi sem við eigum og möguleikarnir eru miklir,“ Of fáir vita hvað orkan kostar Sigurður sagði að stór hluti af sínu starfi sneri að fræðslumálum. Hann sagði að stærsta vandamálið sem við blasti væri hversu litla innsýn fólk hefði í eigin orkunotkun. „Á Norður- löndunum þar sem ég þekki til eru menn mun betur að sér í þessum mál- um. Hér á landi eru það allt of fáir sem vita hvað orkan kostar, hvað þeir nota mikla orku og hvað þeir eru að borga í orkukostnað. Oft er hægt að bregðast við orkureikningunum, með því að skoða eigin notkun, ekki síst ef menn sjá einhverjar breytingar.“ Sigurður sagði að þótt við Íslend- ingar værum svo heppnir að búa við endurnýjanlega orku, þegar kemur að húshitun og rafmagni, væri ekki þar með sagt að við þyrftum að bruðla með hana. „Því betur sem nýtum þessi auðæfi, því meira fáum við út úr þeim.“ Þetta á þó ekki við hvað varðar samgöngur og sagði Sigurður Ingi að orkusparnaður á þeim vettvangi væri ekki síður mikilvægur og þá frá um- hverfislegu sjónarmiði. Hann sagði ýmsar leiðir til, t.d. með því að kaupa sparneytnari bíla, með breyttu akst- urslagi, eða með því að draga úr bíl- notkun. Orkusetur Orkustofnunar mun taka yfir ákveðin orkusparnaðarverk- efni sem þegar eru í gangi. Þar nefnir Sigurður verkefni sem tengist orku- sparnaði í fiskeldi, sem unnið er í sam- starfi við Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins. „Einnig verkefni þar sem er verið að gera úttekt á húshitun á svo- kölluðum köldum svæðum, í sam- starfi við Rannsóknadeild byggingar- iðnaðarins og verkfræðideild Háskóla Íslands. Niðurstöður verkefnsins verða kynntar á ráðstefnunni á Hótel KEA. „Húshitun á köldum svæðum er niðurgreidd og það er því tvöfaldur ávinningur ef hægt er að ná fram sparnaði á þeim svæðum, bæði fyrir notendur og ríkið,“ sagði Sigurður. Á ráðstefnunni á Hótel KEA á morgun, verða flutt fjölmörg erindi um orkunotkun og orkusparnað. Ráð- stefnan sem er öllum opin og stendur frá kl. 9.30-14.30. Þeir sem vilja nýta sér hádegisverðartilboð og kaffi greiða 2.000 krónur. Að lokinni ráð- stefnu verður móttaka í nýrri starfs- stöð Orkuseturs og Vettvangs um vistvænt eldsneyti, að Borgum. Þar verður m.a. skrifað undir samstarfs- samninginn við KEA. Ráðstefna um orkunotkun og orkusparnað á Hótel KEA Aukin starfsemi Orku- stofnunar á Akureyri Morgunblaðið/Kristján Sigurður Ingi Friðleifsson, fram- kvæmdastjóri Orkuseturs. Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is KEA efnir til Kaupdaga KAUPFÉLAG Eyfirðinga efnir til svonefndra Kaupdaga, þeir hefjast í dag og standa til 18. desember næst- komandi. Þeir fela í sér að á áttunda þúsund félagsmenn KEA fá senda inneignarmiða að andvirði 6.000 krónur auk þess sem þeim bjóðast góð afsláttarkjör af vöru og þjónustu fyrirtækja á félagssvæðinu. Félagið ver allt að 50 milljónum króna í þetta verkefni og sagði Hall- dór Jóhannsson framkvæmdastjóri að ákveðið hafði verið að félagsmenn nytu góðs af góðu gengi félagsins á liðnu ári. Stjórn KEA hafi því ákveð- ið að verja þessum peningum til að leita hagstæðra viðskiptakjara fyrir félagsmenn sína. Að hluta kemur verkefnið til framkvæmda nú, með inneignarmiðunum en í framhaldi af Kaupdögum hefst vinna við útgáfu Fríðindakorts fyrir félagsmenn. Það verður þeim að kostnaðarlausu og er stefnt að því að það komi út í febrúar á næsta ári. Félagsmenn fá nú í vikunni sent heim hefti, sem hvert inniheldur þrjá inneignarmiða að verðmæti 2.000 krónur en jafnframt er í heftinu get- ið um þá sem eru í samstarfi við KEA vegna verkefnisins og þau kjör sem þeir bjóða á vörum og þjónustu. Markmiðið er að fjölga félags- mönnum segir Ingibjörg Ösp Stef- ánsdóttir markaðs- og kynningar- stjóri KEA og er átakið nú liður í því verkefni. Því fleiri félagsmenn, þess öflugra yrði félagið. Hún sagði að vissulega væri bróðurpartur fé- lagsmanna kominn yfir miðjan aldur og endurnýjunar væri þörf. Félagsmenn fá 6 þúsund krónur Kaupdagar Halldór Jóhannsson, kaupfélagsstjóri KEA, og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, kynningar- og markaðsstjóri, kynntu Kaupdaga KEA. Morgunblaðið/Kristján Seltjarnarnes | Útsvar á Seltjarnar- nesi lækkar úr 12,46 í 12,35% og fast- eignaskattur úr 0,32% af fasteigna- mati í 0,30%. Þá lækkar vatnsskattur úr 0,13% af fasteignamati í 0,115%. Enginn holræsaskattur verður lagð- ur á Seltirninga frekar en fyrri ár og þjónustugjöld hækka ekki. Þetta er meðal tillagna í fjárhagsáætlun bæj- arins, sem lögð verður fyrir bæjar- stjórn Seltjarnarness í dag til fyrri umræðu. Í tillögunum kemur fram að rekstrarhlutfall bæjarsjóðs er 85,4%. Engar lántökur eru fyrirhugaðar árinu og verða skuldir bæjarsjóðs áfram greiddar niður. Þá nemur veltufé frá rekstri um 230 milljónum króna. Fasteignaskattur af íbúðarhús- næði var lækkaður í janúar sl. úr 0,365% í 0,32% og lækkar nú enn. Engar hækkanir eru ráðgerðar á gjaldskrám sveitarfélagsins á næsta ári þrátt fyrir verðlagsbreytingar, en engin skerðing verður þó á þjónustu- stigi. Þannig munu leikskólagjöld, gjaldskrá skólamötuneyta og önnur þjónustugjöld haldast óbreytt en ekki hækka í takt við verðbólgu. Samkvæmt árlegri greinargerð Grant Thornton endurskoðunar um fjármál Seltjarnarnesbæjar er fjár- hagsstaða Seltjarnarnesbæjar sterk og hefur styrkst jafnt og þétt síðustu ár, hvort sem litið er til afkomu bæj- arsjóðs, veltufjár frá rekstri, veltu- fjárhlutfalls eða skuldastöðu. Unnt er að nálgast greinargerð Grant Thorn- ton í heild sinni á vef Seltjarnarnes- bæjar www.seltjarnarnes.is Seltirningar njóti góðs reksturs Jónmundur Guðmarsson, bæjar- stjóri Seltjarnarness, segist afar stoltur yfir því að hafa svigrúm til þess í rekstri bæjarins að lækka álög- ur. „Það hlýtur að vera markmið og metnaður allra sveitarfélaga að veita samkeppnisfæra þjónustu með hóf- legri gjaldtöku á íbúa,“ segir Jón- mundur. „Rekstur bæjarins hefur gengið afar vel á þessu kjörtímabili og fjárhagur bæjarins styrkst ár frá ári. Því fannst okkur bæði tilefni og full ástæða til að láta bæjarbúa, bæði fasteignaeigendur og skattgreiðend- ur njóta þess að vel hefur tekist til og vel árað í okkar búskap.“ Jónmundur segir bæjaryfirvöld ennfremur vera að bregðast við væntanlegri hækkun á fasteignamati fasteigna á Seltjarnarnesi. „Þetta er í annað sinn sem kemur fram tillaga í bæjarstjórn Seltjarnarnes um að lækka fasteignagjöld, einmitt til þess að kostnaði vegna hækkunar fast- eignamats verði ekki velt beint yfir á fasteignaeigendur í bænum,“ segir Jónmundur. Aðspurður hversu mikið hver Sel- tirningur græði á þessum lækkunum í krónum segir Jónmundur það mis- jafnt eftir því hvernig viðkomandi er í sveit settur, en ljóst sé að gjalda- stefna Seltjarnarnesbæjar, hvort sem litið er til útsvars, fasteigna- gjalda eða þjónustugjalda, spari hin- um venjulega bæjarbúa umtalsverða fjármuni ef mið er tekið af því sem gerist í nágrannasveitarfélögum. Það að þjónustugjöld hækki ekki í takt við verðbólgu hljóti að hafa umtalsverð áhrif á kaupmátt fjölskyldna. „Ég minni á að Seltjarnarnes er eina sveitarfélagið á landinu sem ekki tek- ur holræsagjöld, en kostnaður vegna þess gjalds eins getur numið tugum þúsunda fyrir hvert heimili á ári.“ Seltjarnarnes lækkar útsvar og fasteignagjöld Með lægsta útsvar á höfuðborgarsvæðinu Morgunblaðið/Þorkell HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Mosfellsbær | Róttækar breyting- ar verða á fuglalífi á Blikastaðanes- inu vestast í Mosfellsbænum þegar golfvöllur Mosfellsbæinga þar verð- ur stækkaður. Á milli mynnis Úlf- arsár í suðri og Leirvogs í Norðri hefur lengi verið mikið fuglalíf, þar sem bændur á Blikastöðum höfðu m.a. æðavarp áður fyrr. Þurfa æð- arfugl, tjaldur, kría, sílamávur og aðrir fuglar að þoka fyrir golfbraut- um við stækkun golfvallarins. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem Guð- jón Jensson, íbúi í Mosfellsbæ, hef- ur sent Umhverfisnefnd Mosfells- bæjar. Í bréfinu bendir Guðjón einnig á það sem hann kallar dauðagildru í grjótnámi á nesinu, en grafinn hef- ur verið djúpur skurður á Blika- staðanesinu norðanverðu og allt út í fjöru. Þar hefur verið lagt stutt plaströr og fyllt upp í til að reiðleið, sem lögð var fyrir nokkrum árum, verði áfram greið. Ræsið virðist þó hafa stíflast, svo vatnið í gryfjunni nær ekki að renna eðlilega niður í fjöruna og út í Leirvoginn. Því er skurðurinn fullur af vatni og beggja vegna hans snarbrattir bakkar sem geta reynst afar hættulegir, ef ein- hver skyldi falla niður í vatnið af bökkunum. Segir Guðjón engar girðingar eða hindranir þar og merkingar „ákaflega sparlegar,“ en einungis frumstæðu skilti hafi verið komið sem vari við sprengingum en engri annarri hættu á svæðinu. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæj- arstjóri Mosfellsbæjar, segir ekki nauðsynlegt að fuglalíf þoki fyrir golfbrautum. „Það var einfaldlega skoðað þegar þessi golfvöllur var hannaður,“ segir Ragnheiður og bendir á að fleiri golfvellir séu á landinu þar sem fuglalíf er ágætt, t.d. á Seltjarnarnesi og Akranesi. „Stærstur hluti nessins verður áfram ósnertur. Efnistakan verður undir tveimur brautum. Menn hafa riðið um nesið árum saman og það hefur ekki truflað fuglalífið, svo ég efast um að golfið trufli það.“ Varðandi efnistökuna og hættuna vegna skurðsins segir Ragnheiður alveg ljóst í samningum sem Mos- fellsbær hefur gert við verktakana vegna efnistökunnar að allar fram- kvæmdir eigi að vera innan girð- ingar og merkingar eigi að vera skýrar, sem vara bæði við hættu og sprengingum. „Ef ástandið er eins og Guðjón lýsir munum við ganga eftir því við verktakana að eftir samningum verði farið,“ segir Ragnheiður. Stækka golfvellir á kostnað fuglalífs? Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.