Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. M eginhluti Vatnajökuls var mældur með íssjá á árunum 1976 til 1997. Helgi Björnsson segir að þá hafi verið eftir að kanna landið undir skriðjöklunum sem ganga suður úr Vatnajökli, allt frá Hornafirði að Öræfajökli. „Að vísu höfðum við skoðað Breiða- merkurjökul 1991,“ segir Helgi. „Það tengdist vandamálum með þjóðveginn yfir Breiðamerkursand framan við Jökulsárlón þar sem sjórinn nálgast stöðugt veginn vegna mikils land- brots. Það kom í ljós að austurhluti Breiðamerkurjökuls, upp af Jökuls- árlóninu, er 200–300 metra undir sjáv- armáli rúmlega 20 km leið til norðurs. Það er því engin von um að jökullinn dragi sig í bráð upp úr lóninu svo að þar verði vegarstæði milli jökuls og lóns.“ Íssjárrannsóknirnar lágu að mestu niðri um tíma þar til stuðningur fjár- laganefndar Alþingis fékkst hvert ár frá 2001 til að ljúka könnun Vatnajök- uls. Helgi bendir á að íbúar Austur- Skaftafellssýslu búi á örmjórri land- ræmu milli hafs og jökuls. Nábýlið við jökulinn móti allt mannlíf á svæðinu. Jökulfljót falla frá jöklunum og hafa flæmst um sandana og herjað á byggð, gróið land og vegi. „Menn hafa staðið í eilífri baráttu við að hemja jökulfljótin með varn- argörðum svo þau fari ekki yfir rækt- að land og eyðileggi bújarðirnar,“ sagði Helgi „Á því verður ekkert lát á komandi árum. Það skiptir því miklu fyrir byggðina að þekkja jökulinn sem best og það er ástæðan fyrir því að fjárveitingavaldið hefur sýnt því áhuga að kanna þetta og Landgræðsla ríkisins bent á mikilvægi þess.“ Erfiðar vinnuaðstæður Skriðjöklarnir eru erfiðari yfirferðar en á hájöklinum þar sem er hægt að draga íssjána yfir hjarnið með jökla- jeppa eða vélsleða eftir fyrirfram ákveðnum mælilínum. Þegar skrið- jöklar og sprungnir jökulsporðar voru mældir með íssjánni þurftu menn hins vegar að klöngrast með allan tækja- búnaðinn á bakinu milli mælistaða. Margar óvæntar niðurstöður um land okkar hafa komið í ljós í þessu loka- átaki við að kanna botn undir Vatna- jökli. Byrjað var á að kanna Hoffellsjökul upp af Hornafirði. Þar kom í ljós að land undir jöklinum var langt undir sjávarmáli, álíka djúpt og undir Breiðamerkurjökli en Hoffellsjökull hafði ekki grafið sig jafn langt inn í land. Farvegur Hoffellsjökuls nær rúma 200 metra niður fyrir sjávarmál og nær farvegurinn undir sjávarmáli um átta km inn undir jökulinn. „Við héldum svo í vesturátt og könnuðum hvern jökulsporðinn af öðr- um,“ segir Helgi. „Upp af Mýrunum eru einnig jöklar sem hafa grafið sig niður fyrir sjávarmál. Fláajökull, Heinabergsjökull og Skálafellsjökull fara allt að 100 metra niður fyrir sjáv- arborð. Ef farið er enn vestar, að skriðjöklunum sem ganga niður úr Öræfajökli, reynist land undir þeim einnig vera undir sjávarmáli. Kvíár- jökull, Svínafellsjökull og Skaftafells- jökull skríða sums staðar allt að því 100 metra niður fyrir sjó. Við höfðum áður séð að Skeiðarárjökull fer langt niður fyrir sjávarmál. Landslagi undir honum svipar til þess sem er undir Breiðamerkurjökli. Undir Skeið- arárjökli er einnig 20 km löng renna undir sjávarborði.“ Helgi segir að það hafi komið vís- indamönnum mjög á óvart að svo margir jöklar skuli ná svo langt niður fyrir sjávarmál. Einnig að það skuli ekki aðeins eiga við um hina kraft- miklu Skeiðarárjökul og Breiðamerk- urjökul heldur einnig smærri jökla. Þegar komið er vestur að Öræfa- jökli beinist athyglin ekki síst að mögulegum farvegum jökulhlaupa við eldgos undir jöklinum. Öræfajökull hefur tvisvar gosið eftir að land byggðist. Hið fyrra varð 1362 og það síðara 1727. Nálægar byggðir urðu fyrir miklum skakkaföllum í báðum eldgosunum. Með íssjánni má sjá far- vegi jökulhlaupanna út úr öskjunni og nú er unnið að því að kortleggja þessa farvegi undir Öræfajökli. Helgi segir að enn sé eftir að mæla þrjú svæði á sunnanverðum jöklinum með íssjánni. Þau eru Viðborðsjökull í Hornafirði, svæði upp af Morsárjökli og efstu drög Skaftafellsjökuls, einnig Hrútárjökull og Fjallsárjökull sem falla austur úr Öræfajökli. Jöklarnir móta strandlengjuna Ef jöklarnir halda áfram að hopa, líkt og þeir hafa gert undanfarna öld, tel- ur Helgi víst að jökullón eða stöðuvötn myndist fyrir framan hvern jök- ulsporðinn á fætur öðrum sunnan Vatnajökuls. Þessi lón verða vænt- anlega svipuð Jökulsárlóni á Breiða- merkursandi og hafa svipuð áhrif og Jökulsárlónið hefur haft. Framburð- urinn undan jöklunum sest í lónin í stað þess að berast fram til sjávar og styrkja ströndina. Þetta mun vænt- anlega hafa áhrif á strandlengjuna á löngum kafla. Mikið sjávarrof hefur verið á ströndinni framan við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, um átta metrar á ári að meðaltali í nokkra áratugi. Nú eru ekki eftir nema 300 metrar frá sjávarborðinu að brúnni og þjóðveg- inum. Helgi segir ástæðuna þá að áð- ur fyrr barst stöðugt framburður und- an jöklinum með Jökulsá til sjávar og bætti upp það sem sjórinn rauf. Eftir að Jökulsárlónið fór að koma í ljós á árunum 1933–34 hefur framburðurinn að mestu sest í lónið. Ef svo fer fram sem horfir, að jöklarnir haldi áfram að hopa, má vænta þess að sjávar- ströndin breytist mikið í Austur- Skaftafellssýslu á komandi áratugum. Þessi þróun hefur einnig sína kosti. Árnar sem falla úr lónunum verða tærari en áður og falla til sjávar í stöðugum vatnsrásum, í stað þess að flæmast um alla sanda eftir því sem þær hlaða undir sig með aurburði. Gögnin úr íssjármælingunum nýtast til þess að meta hvernig farginu muni létta af landinu ef jöklar rýrna og hvernig landið muni rísa í kjölfar þess. Ef jöklarnir halda áfram að hopa mun land rísa þegar jökulfargið, sem þrýsti því niður um aldaskeið, minnkar. Helgi segir einungis spurningu um hversu hratt landrisið verður. Þegar landið seig undan vaxandi jökli á kuldaskeiði frá um 1400–1900 varð landræman sunnan Vatnajökuls stöð- ugt votlendari, vegna nálægðar við jökulinn, en mun nú þorna þegar land rís á ný. „Landlyftingin er þegar byrjuð og hefur þegar mælst. Við erum að tala um landris sem er nú þegar um einn sentimetri á ári við þjóðveginn og gæti fjórfaldast fyrir lok aldarinnar. Verkfræðingar, sem vinna að vega- gerð og öðrum mannvirkjum, taka þessa vitneskju þegar með í sína reikninga. Það munar um það að land rísi um einn metra niðri við þjóðveg og enn meira inn við jökuljaðarinn.“ Landrisið sem verður við hjöðnun jök- ulsins lyftir á löngum tíma upp botni lónanna við jökuljaðarinn og flýtir fyr- ir því að þau grynnk berst aur til sjávar. vega á móti sjávarr Helga. Helgi nefnir höfn firði sem dæmi um landriss. Þegar jöku seig landið og höfni verri. Með auknu la betur varin fyrir sjá tekur einnig dæmi a Suðursveit. Þar var áður allt fram um 1 skipahöfn. Norðlend yfir jökulinn í verið ar jökullinn óx á litl landið og árabátahö varð ótrygg. Þar va legt sjóslys þegar fó manna. Í framhaldi gerð af á þessum st gæti þessi forna höf hafi. Rýrnun jöklanna hefur áhrif á jarðsk kann einnig að hafa kviku undir henni. H sérfræðinga telja lík geti aukist í kjölfar rýrni. Það hafi gers Djúpir farveg Íssjármælingar dr. Helga Björnssonar jöklafræð- ings og samstarfsmanna hans við Jarðvísindastofn- un Háskólans hafa leitt í ljós að margir skriðjökl- anna, sem ganga suður úr Vatnajökli, hafa grafið sig langt niður fyrir sjávarmál. Dýpst ná þessir far- vegir um 300 metra undir sjávarmál og eru allt að 20 km langir. Guðni Einarsson ræddi við Helga.    $% Dr. Helgi Björnsso hefur kannað land landsins. Hann hef Vatnajökul ítarleg ist að mörgu óvæn ir dalir eru undir s ’Ef jöklarnirað hopa, líkt o gert undanfa Helgi víst að stöðuvötn my framan hvern inn á fætur öð Vatnajökuls.‘ BREYTINGAR HJÁ ÁRVAKRI Í gær voru til lykta leiddartöluvert miklar breytingar áeignarhaldi að Árvakri hf., útgáfufélagi Morgunblaðsins, sem hófust fyrr á þessu ári. Þá seldu tveir aðilar, sem átt höfðu umtals- verða hluti í útgáfufélaginu í ára- tugi, hlutabréf sín, annars vegar Haraldur Sveinsson og fjölskylda hans og hins vegar Johnson hf. Samtals áttu þessir tveir aðilar liðlega fjórðung í útgáfufélaginu. Nokkru síðar seldu Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra og fleiri meðlimir í fjölskyldu hans lítinn hlut, sem þau áttu í blaðinu. Nokkrir af þeim eigendum, sem áttu fyrir hluti í útgáfufélaginu festu kaup á þeim hlutabréfum, sem til sölu voru með það í huga að selja þau nýjum hluthöfum. Í sumar og haust hefur verið unnið að því að finna nýja samstarfs- aðila. Jafnframt tók stærsti hlut- hafinn í félaginu, Valtýr hf., sem er í eigu erfingja Valtýs Stefáns- sonar, ritstjóra Morgunblaðsins um fjögurra ára tuga skeið fram yfir miðja 20. öldina, ákvörðun um að minnka hlut sinn nokkuð og einn af dóttursonum Valtýs, Björn Thors, tók jafnframt ákvörðun um að selja sinn hlut. Í síðustu viku var tilkynnt að Straumur fjárfestingarbanki hefði fest kaup á helming þess hluta- fjár, sem til sölu var eða um 16,7% og jafnframt að Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og einn af æðstu stjórnendum Time Warner, eins stærsta fjölmiðlafyrirtækis heims, hefði keypt hinn helming- inn af því, sem var til sölu. Í gær var svo kjörin ný stjórn í útgáfufélaginu og komu tveir nýir fulltrúar í stjórn, þau Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrum forstjóri FL Group, og Skúli Valberg Ólafsson, einn af æðstu stjórnendum Straums. Bæði eru þau ung að ár- um, hafa komið mjög við sögu í viðskiptalífinu seinni árin og flytja með sér bæði ferskleika og kraft. Þar með hafa mestu breytingar á eignarhaldi að Árvakri hf., út- gáfufélagi Morgunblaðsins frá stofnun þess upp úr 1920, verið farsællega til lykta leiddar. Að baki þessum breytingum er mikil vinna, sem hvílt hefur á herðum Stefáns Péturs Eggertssonar, stjórnarformanns Árvakurs hf., Kristins Björnssonar, varafor- manns stjórnar, og Hallgríms B. Geirssonar, framkvæmdastjóra blaðsins. Bakhjarlar þeirra, sem sitja áfram í stjórn og varastjórn félagsins hafa verið þeir Halldór Þór Halldórsson og Leifur Sveins- son. Aðkoma hinna nýju hluthafa mun verða útgáfufélagi Morgun- blaðsins til eflingar. Straumur fjárfestingarbanki er gífurlega öflugt fjármálafyrirtæki og Ólafur Jóhann Ólafsson býr yfir yfir- gripsmikilli þekkingu á fjölmiðlum vegna starfa sinna í Bandaríkj- unum. Hann þekkir sennilega bet- ur hina nýju fjölmiðlun, sem er að ryðja sér til rúms, en nokkur ann- ar Íslendingur. Sérþekking Straums á svo- nefndum umbreytingaverkefnum í atvinnulífinu mun koma Árvakri hf. til góða en Straumur hefur tekið að sér að leiða slíkar breyt- ingar í rekstri og starfi félagsins. Auk útgáfu Morgunblaðsins hef- ur Árvakur hf. síðustu árin lagt mikla áherzlu á að byggja upp um- fangsmikinn netmiðil, mbl.is, sem er mest notaði netmiðill landsins. Ólafur Jóhann Ólafsson hefur víð- tæka þekkingu á því sviði og mun hún koma Árvakri til góða í enn frekari uppbyggingu á því sviði og í þróun nýrra fjölmiðla að öðru leyti. Jafnframt er ljóst að Ólafur Jóhann mun leggja sitt lóð á vog- arskálarnar til þess að Morgun- blaðið geti staðið undir því menn- ingarlega hlutverki, sem blaðið hefur sinnt í sívaxandi mæli á mörgum undanförnum áratugum. Samkeppnin á fjölmiðlamark- aðnum hefur stóraukizt. Morgun- blaðið hefur fagnað þeirri sam- keppni og mikil vinna hefur verið lögð í það innan blaðsins að laga rekstur þess og blaðið sjálft að henni. Það hefur annars vegar verið gert með því að auka aðhald og sparnað og þar með hag- kvæmni í rekstri og hins vegar með því að endurskipuleggja sölu- og markaðsstarfsemi blaðsins. Auk þess, sem eðlilegri þróun og endurnýjun blaðsins ritstjórnar- lega hefur verið haldið áfram. Stærstu skrefin, sem stigin hafa verið í þeim efnum er útgáfa blaðsins á mánudögum og fjölgun útgáfudaga um stórhátíðir auk þess, sem hafin hefur verið útgáfa á Tímariti Morgunblaðsins á sunnudögum. Það hefur yfirleitt verið stíll Morgunblaðsins að láta verkin tala en láta aðra um hávaðann á fjölmiðlamarkaðnum, sem hefur gefizt blaðinu vel í áranna rás. Stundum hefur verið sagt um fjölmiðlafyrirtæki að verðmætasta „eign“ þeirra sé starfsfólkið. Það er rétt. Hús og tækjabúnaður koma fyrir lítið í rekstri fjölmiðla ef þeir hafa ekki yfir að ráða hæfu starfsfólki. Morgunblaðið hefur verið heppið með eigendur sína en blaðið hefur ekki síður verið far- sælt í ráðningu starfsmanna. Á Morgunblaðinu er nú og hefur verið um langt skeið samhentur hópur starfsmanna, sem kann að gefa út dagblað og hefur byggt upp reynslu og þekkingu á net- miðlum. Í starfsfólkinu er að finna mestu „eign“ Morgunblaðsins. Ef tekið er mið af fréttatilkynn- ingu Árvakurs hf. á dögunum, þegar tilkynnt var um nýja hlut- hafa, er ljóst að nú verður blásið til nýrrar sóknar á öllum sviðum fjölmiðlunar. Það eru því spenn- andi tímar fram undan fyrir út- gáfufyrirtækið, starfsmenn þess og viðskiptavini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.