Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Mig langar að segja nokkur orð um tengdamóður mína, hana Magnþóru. Síðsumar árið 1996 kynntist ég konu minni og við felldum hugi saman. Magnþóra og Arna voru þá búnar að búa saman alveg frá því að maður Magnþóru, Guðjón Helga- son, féll frá. Þegar ég kem inn í líf þeirra þá bjuggu þær á Reynimel 90 í Vesturbænum. Ekki langt frá mínum æskustöðvum. Magnþóra var mögnuð kona, hefur hjálpað mörgum með ýmsa kvilla frá því að vera slæmur í bakinu, með gyllinæð eða hvað sem var. Ég er henni ævinlega þakklátur því að það var hún sem tók eftir því að annar fóturinn á mér var styttri en hinn og MAGNÞÓRA G. MAGNÚSDÓTTIR ✝ Magnþóra GróaMagnúsdóttir fæddist í Vestur- Landeyjum í Rang- árvallasýslu 17. júlí 1921. Hún lést á Landakotsspítala 11. nóvember síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Bú- staðakirkju 22. nóv- ember. ráðlagði mér að fara til Össurar í skógreiningu og fá mér innlegg í skóna. Góðmennsku Magn- þóru naut við hvar sem var. Eitt dæmið var það að gömul kona sem bundin er við hjólastól bjó á neðstu hæðinni á Reynimel 90 og setti Magnþóra alltaf Morg- unblaðið í plastpoka og hengdi pokann á hún- inn hjá henni. Magnþóra var mikill mannþekkjari. Ég bjó með konu minni og tengdamóður til haustsins 2000 þegar boð kom frá Félagsþjón- ustu aldraðra í Reykjavík að tengda- móðir mín fengi inni íbúð á Furugerði 1 hér í bæ. Ég og konan mín tókum því frekar illa og hágrétum þegar hún fór frá okkur af Reynimelnum. Tengdamóðir mín var rosalega pólitísk og það skemmtilegasta af öllu var að sitja með henni og horfa á eld- húsdagsumræður í sjónvarpinu með henni. Við hjónin eignuðumst chihuahua hund sem heitir Snorri sumarið 2003. Tengdamóðir mín dýrkaði hann, og það var alveg sama hvað hann gerði svo sem að pissa á vitlausum stöðum eða bíta mann til blóðs þá gerði hún gott úr því líka. Það sem Snorri er orðinn í dag, ósköp ljúfur og góður hundur, er tengdamóður minni að þakka, hún hjálpaði okkur með upp- eldið. Elsku tengdamóðir mín, ég vil þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Ég sakna þín sárt en veit að þú verður alltaf hjá okkur hér á Reynimelnum, og ég er tekinn við af þér að vernda hana Örnu þína. Þinn tengdasonur Sigurður Jónsson. Í dag er kvödd mikil öðlingskona, Magnþóra G. Magnúsdóttir. Hún var fædd og uppalin í Vestur-Land- eyjum í Rangárvallasýslu. Foreldrar hennar voru bændur, Þóra Þor- steinsdóttir og Magnús Bjarnason, er bjuggu í Álfhólahjáleigu. Nóttina sem Magnþóra fæddist lést faðir hennar Magnús úr lungna- bólgu. Það hefur ekki verið auðvelt. Hún var sjötta barn þeirra hjóna. Magnþóru var komið fyrir til skammrar dvalar að Arnarhóli hjá Katrínu og Jóhanni er þar bjuggu, ásamt fullorðinni dóttur þeirra Sig- ríði. Sú dvöl varð þó lengri, því að þar var Magnþóra alin upp við gott atlæti og varð mikill gleðigjafi á því heimili. Hafði hún alla tíð gott sam- band við móður sína og systkini. Á Arnarhóli var tvíbýli. Síðar giftist Þóra, móðir Magnþóru, bóndasynin- um í austurbænum á Arnarhóli, Þor- geiri Tómassyni. Svo það var ekki langt á milli þeirra. Ég kynntist Magnþóru á Arnar- hóli, en þar var ég í sveit í átta sum- ur. Man ég ekki eftir að við Magn- þóra rifumst nokkurn tíma, en Magnþóra var vel skapi farin og yf- irveguð. Leið mér þar mjög vel, ann- ars hefði ég ekki farið þangað sumar eftir sumar. Vildi ekki hafa misst af þeim kafla í lífi mínu. Árið 1945 giftist Magnþóra Guð- jóni Helgasyni, samsveitunga sínum. Var hann glaðlyndur maður og mjög handlaginn. Eignuðust þau eina dóttur í Landeyjunum sem lést í fæðingu. Magnþóra og Guðjón fluttu til Reykjavíkur og bjuggu þar, lengst af í Háagerði 13, húsi sem þau byggðu. Var Guðjón lengi verkstjóri í Sænska frystihúsinu, sem staðsett var þar sem nú er Seðlabankinn. Eignuðust þau hjónin hér í Reykja- vík fimm myndarleg börn, þrjár dætur og tvo syni. Eiga þau hér marga afkomendur, dugnaðarfólk. Magnþóra átti svo sannarlega eft- ir að launa Jóhanni og Sigríði fóstrið, því að hún tók þau bæði inn á sitt heimili þegar þau voru orðin fullorð- in og lasburða. Veitti hún þeim góða aðhlynningu þegar þau þurftu á því að halda. Katrín var þá látin, lést árið 1942. Það var mikið áfall fyrir fjölskyld- una í Háagerði þegar Guðjón, heim- ilisfaðirinn, varð bráðkvaddur á leið til vinnu í febrúar árið 1981. Arna, yngsta dóttirin var þá sex- tán ára. Magnþóra bar harm sinn í hljóði. Seldi Magnþóra hús þeirra í Háa- gerði fljótlega eftir lát Guðjóns. Arna og Magnþóra bjuggu lengi saman, síðast á Reynimel. Nú er Arna gift. Magnþóra flutti í Furugerði 1, bjó þar síðustu árin og leið þar vel. Magnþóra var sérstaklega vel gerð kona. Hún vildi alltaf hjálpa þar sem eitthvað bjátaði á. Ef einhver sem hún þekkti til var veikur og fékk ekki fljótan bata bað hún fyrir þeim eða leitaði til annarra sem hún taldi sér færari í þeim efnum. Hún var mjög vinföst og trygg og hafði gott minni til hinstu stundar. Trúi ég að hún sé þegar búin að hitta Guðjón og aðra ástvini hinum megin. Ef Himnaríki er til er Magnþóra komin þangað. Ég sendi ástvinum Magn- þóru einlægar samúðarkveðjur. Sem kona hún lifði í trú og tryggð það tregandi sorg skal gjalda við ævinnar lok ber ást og dyggð sinn ávöxtinn þúsundfalda, og ljós þeirra skín í hjartans hryggð svo hátt yfir myrkrið kalda. (E. B.) Sigríður Guðbrandsdóttir. Elskulegur bróðir minn, mágur og frændi, JÓN AGNAR FRIÐRIKSSON, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður til heimilis á Hólatorgi 6, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðju- daginn 15. nóvember. Sungin verður sálumessa fyrir hann í Kristkirkju Landakoti fimmtudaginn 24. nóvember klukkan 15.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð Kristkirkju Landakoti (sími 552 5388) Gunnar J. Friðriksson, Elín Kaaber og systkinabörn. Okkar kæri bróðir, GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON húsasmiður, Hraunbæ 176, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 15. nóvember, verður jarð- sunginn frá Árbæjarkirkju föstudaginn 25. nóv- ember kl. 13.00. Systkini hins látna. Elskulegur eiginmaður minn, bróðir okkar, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN KJARTANSSON verktaki, Fitjakoti, Kjalarnesi, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtu- daginn 24. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna. Svala Árnadóttir, Hallgrímur Þór Björnsson, Herdís Tómasdóttir, Hreiðar Ingi Hallgrímsson, Halldór Örn Hallgrímsson, Ólafur Hannesson, Halldóra Árnadóttir, Unnur Margrét Arnardóttir, Bjarki Snær Ólafsson, Kristinn Hannesson, Dagný S. Finnsdóttir, Finnur Ingvi Kristinsson, Sigríður María Róbertsdóttir, Guðný Kristinsdóttir, Guðmundur Eggertsson, Kristinn Dagur Guðmundsson og aðrir aðstandendur. Elskuleg eiginkona mín, VALGERÐUR MARTEINSDÓTTIR, Gullengi 21, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju föstu- daginn 25. nóvember kl. 13.00. Guðrún Elísabet Jónsdóttir. Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs sambýlismanns og bróður, ÞÓRHALLS ÁGÚSTAR ÞORLÁKSSONAR leigubílstjóra frá Skógum í Öxarfirði. Steinunn Indriðadóttir og systkini hins látna. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÍVAR MAGNÚSSON fyrrverandi verkstjóri, Lyngbraut 9, Garði, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudag- inn 25. nóvember kl. 14.00. Jarðsett verður í Útskálakirkjugarði. Ursula Magnússon, Friðrik Örn Ívarsson, Anna Dóra Garðarsdóttir, Guðjón Tyrfingur Ívarsson, Erla Elísdóttir, Magnea María Ívarsdóttir, Jón Rósmann Ólafsson, Óskar Ívarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRÐAR ÓSKARSSONAR fv. útgerðarmanns á Akranesi, Urðarási 8, Garðabæ. Halldóra Björnsdóttir, Halldóra R. Þórðardóttir, Björn Þórðarson, Óskar Þórðarson, Rósa Jónsdóttir, Þórður Þórðarson, Guðbjörg Þórðardóttir, Arnar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR JÓHANN HENDRIKSSON, lést af slysförum sunnudaginn 20. nóvember sl. Útför verður gerð frá Grafarvogskirkju mánu- daginn 28. nóvember kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hjördís Björg Kristinsdóttir, Rebekka María Sigurðardóttir, Valdimar Karl Guðmundsson, Jóhann Ágúst Sigurðarson, Þórunn Ragnarsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GYÐA ERLINGSDÓTTIR, Þórðarsveigi 1, áður Framnesvegi 55, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 25. nóvember kl. 13:00. Aðalsteinn Dalmann Októsson, Hjörtur O. Aðalsteinsson, Hildur Jónsdóttir, Eygló Aðalsteinsdóttir, Flosi Valgarðsson, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Jón G. Guðmundsson, Erling Ó. Aðalsteinsson, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Magnea Davíðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.