Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 41 MENNING EITT af því merkilegasta við Listahátíðina Íslandsmyndir, sem nú stendur yfir í hinni miklu menn- ingarborg Köln í Þýskalandi, er að sýningarstjórar eru allir sem einn þýskir. Sýnin á íslenskt lista- og menningarlíf kemur því utan frá í þessu tilfelli, hér eru Íslendingar ekki að „plögga“ sér og sínu heldur er önnur þjóð að setja okkur undir smásjána að eigin frumkvæði. Þessi metnaðarfulla – og einkar vel heppnaða – hátíð er í umsjá þriggja sýningarstjóra; þeirra Matthias Wagner K, Christiane Stahl og Dirk Raulf. Blaðamanni tókst að króa þann síðastnefnda af eftir tón- leika í Stadtgarten tónleikasalnum og koma honum inn á skrifstofu til skrafs um hátíðina. Raulf, sem er tónlistarmaður, tónskáld og í seinni tíð listahátíðarskipuleggjandi, hafði yfirumsjón með tónlistar- og kvik- myndaþætti hátíðarinnar en hátíðin í heild sinni var í nánu samstarfi allra þriggja og starfssviðin flöktu frjálslega inn á hvert annað þegar við átti. Þess virði „Við þrjú settumst niður upp- haflega og stikuðum út einhvers konar áætlun,“ segir Raulf, að- spurður um hvernig verklag var viðhaft við skipulagningu hátíð- arinnar. „En síðan treystum við hvort öðru fyrir því að landa viss- um verkefnum sem við skiptum niður á milli okkar. Grunnhugmynd hátíðarinnar var að hafa víðfeðma samtímalistasýningu sem myndi lúta því sem við teldum sjálf að væri mest spennandi í íslensku listalífi í dag. Og til að hafa einhver bönd á sýningunni var t.d. ákveðið að sleppa sígildri tónlist og djassi og einbeita sér að þeirri senu á Ís- landi sem er mitt á milli popps og raftónlistar/tilraunamennsku. Við pössuðum okkur á að halda okkur við nokkuð skýrar afmarkanir að þessu leytinu til.“ Raulf segir að leikhús og dans- menntir hafi t.d. verið skildar út- undan – einfaldlega vegna þess að það hefði verið of mikið að ráðast í það einnig. „Fjármagn, mannekla og svoleið- is hlutir stýra þessu jafnan. Við er- um bara búin að vera þrjú í þessu og það koma tíma þar sem manni finnst við hafa ráðist í fullmikið verkefni. En svo þegar maður kem- ur af vel heppnaðri opnun þá verða þessi tvö ár sem við eyddum í und- irbúninginn algerlega þess virði.“ Raulf segist glaður með hvernig hátíðin hafi farið af stað. „Formlega opnunin var t.d. geysivel sótt og okkur hefur verið mjög vel sinnt af blaða- og frétta- mönnum sem er ekki sjálfgefið. Okkar hlutverk hefur m.a. snúist um það að teljaa fólk hér á að koma og skoða hluti sem það þekkir ekki. Það hefði verið lítið mál að boða fólk á tónleika með Björk en það er erfiðara að fá það til að eyða tutt- ugu evrum í tilraunatónlist frá Ís- landi.“ Snjóboltaáhrif „Af hverju Ísland?,“ spyr blaða- maður og Raulf segir hlæjandi, „Ja…ég veit það ekki...“ Hann segir síðan í framhaldinu að hátíðin hafi eiginlega orðið að veruleika fyrir dálitla tilviljun. „Þetta byrjaði með því að Chris- tiane langaði til að setja upp sýn- ingu með Íslandsmyndum Alfred Ehrhard vegna afmælis Íslands- vinafélagsins hér í borg. Hún sagði mér frá því og ég bauðst þá til að skipuleggja tónleika með íslenskum tónlistarmönnum í kringum þá sýn- ingu. Matthias frétti af þessu einn- ig og fór að pæla í því hvort það væri ekki hægt að fá íslenska myndlistarmenn einnig. Og í fram- haldinu mynduðust einhvers konar snjóboltaáhrif. Við fórum svo til Ís- lands til að kynna okkur málin bet- ur og þá urðum við öll mjög hrifin af íslensku listalífi og Íslandi sem slíku. Okkur fannst og finnst margt svo verulega sérstakt við menning- arlífið þar og urðum nánast heltek- in af íslensku listalífi. Með sýning- unni erum við að gera tilraun til að veita öðrum löndum okkar – og vonandi sem flestum öðrum – tæki- færi til að deila þessari upplifun okkar.“ Hátíðinni lýkur formlega næsta laugardag en nokkrar sýningar munu standa uppi fram í janúar. Þá munu frekari kynningar fara fram víðar um Þýskaland næstu miss- erin á t.a.m. hönnuðum, myndlist- armönnum og rithöfundum sem þátt tóku í sýningunni. Listahátíð | Íslandsmyndir í Köln „Urðum nánast heltekin af ís- lensku listalífi“ Morgunblaðið/Arnar Eggert Thoroddsen Dirk Raulf dvaldi langdvölum á Íslandi með það að markmiði að velja hæfandi tónlistarfólk inn á hátíðina. Hér má sjá Arnar Geir Ómarsson, trymbil Orgelkvartettsins Apparats, í Stadtgarten-tónleikahöllinni síðasta föstudag. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is www.islandfestival.de kemur næst út 3. desember fullt af spennandi efni um listina að gera vel við sig og sína í mat og drykk á aðventunni. Meðal efnisþátta í næsta blaði eru: • Jólaréttir í nýjum búningi • Sætt og seðjandi - smekklegir smáréttir og smákökur • Kynjaskepnur á veisluborðið • Ljúfir og litríkir drykkir • Lystilegar jólagjafir ásamt ýmsum sælkerafróðleik. Auglýsendur! Pantið fyrir þriðjudaginn 29. nóvember. Allar nánari upplýsingar veitir Sif Þorsteinsdóttir í síma 569 1254 eða sif@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.