Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 37 DAGBÓK Við vonumst til að geta farið að æfa ínýja hluta Laugardalshallarinnar ámánudaginn kemur og þó svo maðurgeri sér ekki alveg grein fyrir hversu mikil áhrif tilkoma þessarar nýju aðstöðu hefur á frjálsíþróttir þá vitum við að þetta verður al- gjör bylting,“ segir Egill Eiðsson, fram- kvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands, um aðstöðu fyrir frjálsíþróttir í nýjum sal í Laugardalshöll. Stefnt er að því að opna formlega nýjan hluta Hallarinnar á þriðjudaginn en æfingar hefjast á mánudaginn og fyrsta mótið í nýja salnum verð- ur í janúar. Í húsinu verður 200 metra hlaupa- braut þar sem fjórar brautir eru og er hægt að lyfta gólfinu aðeins upp í beygjunum. „Þessu er lyft með vökvatjökkum og tekur ekki langan tíma þannig að það þarf ekki að bíða neitt á meðan beygjunum er lyft upp eða þær settar niður aftur,“ segir Egill, en til stóð að taka að- stöðuna í notkun nokkru fyrr og stefnan var sett á lok síðasta sumars. Nýi hluti Hallarinnar er líka hugsaður sem sýningarhöll og á að geta nýst vel sem slík og eins fyrir frjálsíþróttir. „Aðstaðan þarna stenst fyllilega samanburð við það besta sem gerist í Evrópu hvað frjáls- íþróttaaðstöðuna varðar. Stærstu hallir hafa reyndar sex hringbrautir en það eru fjórar brautir hér. Það eina sem er kannski ekki eins og í þessum stóru höllum er áhorfendaaðstaðan. Ég veit ekki hvað komast margir áhorfendur þegar mót er haldið þarna en það á að vera hægt að tylla bláu bekkjunum sem eru í gamla salnum yfir í þennan nýja og setja þá upp við vegg þar. Ég gæti trúað að það mætti koma ríf- lega 1.000 áhorfendum í þá,“ segir Egill. FRÍ stefnir að því að halda hér á landi ein- hver stórmót í frjálsum. „Já, nú er aðstaðan til staðar og það er næst á dagskrá hjá okkur að fá eitthvert mót hingað. Hvort það verður strax í vetur veit ég ekki ennþá en trúlega reynum við að læra á aðstöðuna fyrst áður en við tökum að okkur stórmót. Þróunin hin síðari ár hefur verið þannig í Evrópu að innanhússmótin eru orðin mun meira áberandi. hér áður fyrr voru þetta aukamót en nú mæta allir þeir bestu og EM og HM inni eru orðin stórmót. Upphaflega stóð til að opna aðstöðuna með móti 15. október í tengslum við mótaþing Evr- ópusambandsins. Það var því miður ekki hægt en við fórum með alla þingfulltrúana, 280 manns, og sýndum þeim Höllina og það var mjög gott að geta sýnt þeim að við erum komin með fína aðstöðu. Menn vita þá að hverju þeir ganga þegar við sækjum um að halda alþjóðlegt mót hér,“ sagði Egill Eiðsson, framkvæmda- stjóri FRÍ. Íþróttir | Nýr salur í Laugardalshöllinni með frábærri aðstöðu fyrir frjálsíþróttir Sambærilegt við það besta  Egill Eiðsson er fæddur og uppalinn á Borgarfirði eystra en kom á mölina í mennta- skóla sautján ára gam- all og hefur búið meira og minna í Reykjavík síðan. Hann fór í nám til Þýskalands 1984 og dvaldi þar í fjögur ár við nám í íþróttafræðum. Hann byrjaði sem ung- lingalandsliðsþjálfari hjá FRÍ árið 1997 og var það fram til ársins 2000 þegar hann tók við starfi framkvæmdastjóra sambandsins og því starfi gegnir hann enn. Egill er giftur og þriggja barna faðir. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Óli „litli“ Tynes LAUGARDAGINN 12. nóvember hlustaði ég á þá félaga Eirík Jóns- son og Reyni Traustason á Talstöð- inni, hjá þeim var Óli Tynes, frétta- maður og formaður hjóla- brettafélags. Tilefnið var að Óli hafði í grein í Morgunblaðinu notað orðið „hjólabrettagengi“ yfir óvand- aða blaðamenn DV. Margítrekað reyndu þeir að fá Óla til að biðjast afsökunar á um- mælum sínum, en það var sama hvernig þeir létu í honum, hann fékkst alls ekki til þess, heldur tal- aði hann bara um óvönduð vinnu- brögð blaðamanna DV. Ekki dettur mér í hug að verja þá blaða- mennsku sem stunduð er á DV, síð- ur en svo, en hvers á hjóla- brettafólk að gjalda? Hann hefði auðveldlega getað lýst vanþóknun sinni á fréttamönnunum á DV án þess að hreyta ónotum í aðra í leið- inni. Mér fannst Eiríkur og Reynir í rauninni vera að gefa Óla frábært tækifæri til að bæta fyrir þessi mis- tök sín og hann hefði átt að grípa það og segja „fyrirgefðu, mér urðu á mistök, þetta var vanhugsað af mér“. En nei, það gat hann bara alls ekki, ekki frekar en svo margir aðrir litlir kallar. Sumum virðist bara vera lífsins ómögulegt að játa á sig mistök, hvað þá að biðjast af- sökunar á þeim. Svo las ég þessa grein hans Óla og viti menn, hann hafði fengið þessa „snilldar“hugmynd hjá Össuri Skarphéðinssyni, ég man ekki betur en að það hafi einmitt verið Össur sem með ógætilegu orðalagi móðg- aði okkar ágætu öskukalla, sagði að þeir sem ekki stæðu sig í starfi ættu bara að fara í öskuna. Svo er það auðvitað möguleiki að Óla finnist hjólabrettafólk bara al- mennt vera pakk. Þóra Guðmundsdóttir. Bókatíðindi ÉG var um daginn hjá vinkonu minni og var hún þá búin að fá Bókatíðindi heim til sín en hún býr við Kleppsveg. Þegar ég kom heim til mín (bý í Álfheimum sem er rétt hjá), tilbúin að merkja við þær bækur sem mig langar í í Bókatíðindum, þá voru þau ekki komin. Svo sá ég auglýsingu þar sem sagt var að Bókatíðindi myndu koma „heim“ í nóvember. En af hverju ekki til allra á sama tíma? Jojo. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 60 ára afmæli. Á morgun, fimmtu-daginn 24. nóvember, verður sextug Anna Lóa Marinósdóttir, Holtsbúð 22, Garðabæ. Eiginmaður hennar er Pálmi Sigurðsson. Þau hjón- in munu taka á móti gestum í tilefni dagsins í Golfskálanum í Grafarholti frá kl. 18 til 22 hinn 24. nóvember. 80 ÁRA afmæli. Í dag, 23. nóv-ember, er áttræð Guðrún Jóns- dóttir frá Hítardal, Borgarbraut 65a, Borgarnesi. Í tilefni dagsins tekur hún á móti gestum frá kl. 15 laugardaginn 26. nóvember í sal eldri borgara á efstu hæð að Borgarbraut 65a, Borgarnesi. Hnitmiðuð vörn. Norður ♠K865432 ♥96 S/NS ♦94 ♣K4 Vestur Austur ♠97 ♠ÁD10 ♥105 ♥42 ♦ÁKG8765 ♦1032 ♣82 ♣DG1093 Suður ♠G ♥ÁKDG873 ♦D ♣Á765 Vestur Norður Austur Suður Manoppo Debonnaire Lasut Teixeira – – – 2 hjörtu 3 tíglar 3 spaðar Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Lasut og Manoppo eru vafalítið þekktustu spilarar Indónesa á heims- vísu. Þeir hafa áratugum saman verið akkerispar þjóðar sinnar í opna flokkn- um, en tíminn líður og menn eldast, og í ár spiluðu þeir í öldungadeildinni. Þar komust þeir alla leið í úrslitaleikinn, en lutu þá í lægra haldi fyrir Bandaríkja- mönnum. Spilið að ofan er frá leik Indónesíu og Portúgal í fjórðungsúrslitum. Opn- un Teixeira á tveimur hjörtum er sterk (Acol) og síðan kaupir hann samning- inn í fjórum hjörtum (á hinu borðinu fórnuðu AV í fimm tígla). Manoppo kom út með tígulás og La- sut sýndi þrílit. Nú er aðeins ein vörn til og þeir félagar fundu hana fyr- irhafnarlaust: Manoppo skipti yfir í smátt hjarta í öðrum slag. Sagnhafi spilaði laufi þrisvar, en Manoppo trompaði með tíunni, spilaði Lasut inn á spaða, sem aftur trompaði út. Þar með komst Teixeira ekki hjá því að gefa fjórða slaginn á lauf. Góð nýting á tromphundum varn- arinnar. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is TINNA Gunnarsdóttir iðnhönn- uður hlaut Hönnunarverðlaunin 2005 en þau voru veitt á Hönn- unardögum sem Hönnunarvett- vangur efndi til í fyrsta sinn um liðna helgi. Verðlaunafé var 500.000 kr. og tók Tinna við viðurkenningu sinni úr hendi Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra og Ás- rúnar Kristjánsdóttur, formanns dómnefndar. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Tinna Gunnarsdóttir fær Hönn- unarverðlaunin 2005 fyrir nýstár- lega hönnun á gangstéttarhellum úr áli, og framleiðslu á gúmmídúk- um og gólfmottum þar sem frum- leg notkun efnis og listræn úr- vinnsla í munsturgerð fer saman. Á síðasta ári hefur hönnun Tinnu vakið athygli á sýningum víða um heim. Dómnefnd var sammála um að hér væri um framúrskarandi hönnun að ræða sem vekti athygli á góðri íslenskri hönnun langt út fyrir landsteinana.“ Í dómnefnd sátu Guðbjörg Ingvadóttir skartgripahönnuður í Aurum, Egill Kalevi iðnhönnuður, Stefán Snæbjörnsson innanhús- arkitekt, og Ásrún Kristjánsdóttir hönnuður sem var formaður dóm- nefndar. Tinna Gunnarsdóttir hlaut Hönnunarverðlaunin Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Höfum trausta kaupendur að atvinnuhúsnæði, allt frá 200 fm til 10.000 fm. Sérstök eftirspurn er eftir atvinnuhúsnæði sem er í útleigu. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. EIGENDUR ATVINNUHÚSNÆÐIS ATHUGIÐ - STAÐGREIÐSLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.