Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 29 MINNINGAR Þegar barnabörnin fóru að koma í heiminn var yndislegt að fylgjast með Þórhalli, þeirri barnslegu gleði og hlýju sem hann sýndi hverju einu þeirra. Afkomendur okkar systkina nutu einnig umhyggju og athygli þessa góða frænda. Þórhallur var kominn fast að átt- ræðu þegar hann greindist með Alz- heimersjúkdóm og heilsu hans hrak- aði stöðugt. Þetta voru erfið ár fyrir hann og fjölskylduna. Börn Þórhalls og Lillyar hafa sannarlega erft mannkosti foreldranna. Því kom ekki á óvart sú einstaka umhyggja og natni, sem þau sýndu föður sínum í veikindum hans. Og ekki brást Lilly eiginmanni sínum. Hún er sannköll- uð hetja. Megi Guð styrkja ástvini Þórhalls við brottför hans. En það eiga allir sem kynntust Þórhalli miklu meira að þakka en syrgja. Blessuð sé minning Þórhalls. Ásgeir og Sigurður G. Thoroddsen. Án efa þekkja flestir til starfa Þór- halls Ásgeirssonar frá þeim áratug- um sem hann var ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytisins. Ráðuneytið gegndi þá enn viðameira hlutverki í athafnalífi landsmanna og stjórn- sýslu en nú á dögum viðskiptafrelsis. Starfið var vandasamt en fáir emb- ættismenn nutu jafn mikillar virð- ingar og Þórhallur fyrir þekkingu sína og vammlaust starf. Aðrir verða án efa til að skrifa um margháttuð og merk störf Þórhalls fyrir þjóðina og á alþjóðavettvangi en við viljum kveðja ástkæran frænda. Þórhallur, Vala og móðir okkar Björg voru samrýnd systkin. Þau sáu til þess að stórfjölskyldan hittist og héldi saman eftir að ömmu Dóru og afa Ásgeirs naut ekki lengur við. Við frændsystkinin vorum hreykin af Þórhalli og nutum þess öll að eiga slíka fyrirmynd sem hann var. Við minnumst hans sem hins barn- góða frænda sem unni sínum nán- ustu og vildi þeim allt hið besta. Vel getur verið að hinn nákvæmi, reglu- sami og kurteisi ráðuneytisstjóri hafi virkað á ýmsa sem fjarlægur. Hann bar vissulega ekki sín persónulegu mál á torg en var gleðigjafi í góðra vina hópi. Það var sjónhverfingu lík- ast að sjá Þórhall þegar hann gældi við smábörnin eða hlustaði á ung- lingana. Hjartahlýjan og gleðin skein úr andliti hans og öllu fasi. Hann var frábær pabbi, afi og frændi. Margar minningar sækja að og oft eru það hinir litlu, hversdagslegu hlutir sem koma upp í hugann. Þór- hallur var t.d. tæknilega sinnaður og langt á undan sínum tíma í ýmsu. Hann var sá sem kynnti okkur sem unglingum fyrir Bítlunum því hann keypti alltaf nýjustu plöturnar þegar hann skrapp til útlanda. Þórhallur var líka sífellt að taka bæði ljós- myndir og kvikmyndir. Sem börn vorum við ekki hrifin af þessu áhuga- máli hans en margoft síðan höfum við glaðst innilega við að geta horft á myndir frá uppvaxtarárum okkar. Stórfjölskyldan hittist enn hver jól og gaman er við slík tækifæri þegar sýndar eru gamlar kvikmyndir Þór- halls, m.a. frá jólum á Bessastöðum. Myndirnar eru dýrmætur fjársjóður fyrir alla fjölskylduna. Í veikindum Þórhalls síðustu árin kom vel fram einstök umhyggja Lillyar og fjölskyldu þeirra. Fyrir hönd okkar, afkomenda okkar og Páls Ásgeirs föður okkar viljum við kveðja Þórhall með þakklæti í huga fyrir alla þá gleði og allan þann stuðning sem Einimelsfjölskyldan hefur veitt okkur gegnum árin og þá ekki síst þegar móðir okkar Björg stríddi við veikindi sín. Blessuð sé minning Þórhalls Ásgeirssonar. Dóra, Tryggvi, Herdís, Ásgeir og Sólveig Páls- og Bjargarbörn. Kær vinur minn og skólabróðir, Þórhallur Ásgeirsson, er látinn eftir langvarandi veikindi. Við vorum bekkjarsystkini alla okkar skóla- göngu í Miðbæjarbarnaskólanum og síðar í Menntaskólanum í Reykjavík allt til stúdentsprófs 1937. Ég minnist þess hve Þórhallur var strax í barnaskóla sérstaklega kurt- eis drengur og þessir eiginleikar hans héldust alla tíð. Þórhallur var einstakt prúðmenni og ljúflingur mikill, sannkallaður heiðursmaður með mikla persónutöfra. Síðar styrktust tengsl okkar enn frekar, þegar Gunnar bróðir minn kvæntist Völu systur hans. Vala lést einnig á þessu ári, aðeins fyrir sjö mánuðum. Það var sama reisn yfir þeim systkinum, hávöxnum og tígu- legum, auk hinnar ljúfu framkomu. Mikill sjónarsviptir er að þeim báð- um. Við Einar og börnin okkar nut- um þess mikið að hitta Þórhall og Lilly í fjölskylduboðum hjá Gunnari og Völu. Um áramótin 1943-44 var ég ásamt fleiri Íslendingum frá New York í boði hjá Thor Thors, sendi- herra í Washington. Þar hitti ég Þór- hall, sem var orðinn sendiráðsritari, ásamt sinni yndislegu og glæsilegu konu Lilly, voru þau þá nýgift. Þremur vikum síðar lagði ég af stað með Goðafossi til Íslands í her- skipafylgd og vorum við 30 daga á leiðinni. Þetta var á stríðsárunum og held ég að enginn úr fjölskyldu Þór- halls hafi þá verið búinn að hitta Lilly. Það þótti því mjög fréttnæmt þegar ég kom heim að ég hefði ný- verið hitt hana og var ég því mikið spurð innan fjölskyldunnar. Við samstúdentarnir frá 1937 höf- um komið saman árlega, þó að hóp- urinn sé farinn að þynnast mikið. Vorum við aðeins fimm af 54, sem treystum okkur til að mæta s.l. sum- ar. Þórhallur var einn af frumkvöðl- um að þessum vinafundum. Reyndar hefur hann ekki getað verið með okkur undanfarin ár og höfum við saknað hans mikið. Okkur er sér- staklega minnisstætt þegar Þórhall- ur og Lilly opnuðu heimili sitt fyrir okkur og buðu okkur öllum heim til sín á 50 ára stúdentsafmælinu en þá var hópurinn töluvert fjölmennari. Að lokum vil ég fyrir hönd stúd- enta 1937 færa Þórhalli innilegar þakkir fyrir samfylgdina og veit ég að hans verður sárt saknað þegar við komum saman á næstu árum. Hjartanlegar samúðarkveðjur sendum við þér, elsku Lilly, og fjöl- skyldu þinni. Blessuð sé minning Þórhalls. Margrét Thoroddsen. Við Þórhallur Ásgeirsson kynnt- umst fyrst í menntaskóla þar sem hann var einu ári á undan mér, en hittumst svo brátt aftur í Svíþjóð, þar sem hann var við nám í stjórn- málafræði og hagfræði. Um þetta leyti voru íslenskir stúdentar í vax- andi mæli að leita til náms í Svíþjóð þar sem námstilhögun var mun frjálslegri en á öðrum Norðurlönd- um. Aðalkennari Þórhalls þau tvö ár er hann dvaldi í Svíþjóð var Herbert Tingsten, nafntogaður sem skarpur fræðimaður og mælskur baráttu- maður. Undir handleiðslu hans var Þórhallur byrjaður á ritgerð um sögu Framsóknarflokksins, sem hann síðar lauk sem prófritgerð til meistaragráðu vestur í Bandaríkjun- um, þangað sem hann hvarf eftir að styrjöldin braust út í Evrópu. Næst lágu leiðir okkar Þórhalls saman hér heima að styrjöldinni lok- inni. Hann hafði þá hafið störf í utan- ríkisráðuneytinu, en orðið ráðuneyt- isstjóri í viðskiptaráðuneytinu þegar Emil Jónsson varð viðskiptaráð- herra í stjórn Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar. Viðskiptaráðuneytið var lítið ráðuneyti sem hafði verið verk- efnalítið allt frá því það var stofnað árið 1939. Nú fékk það hins vegar í hendurnar mikið og merkilegt hlut- verk sem var þátttaka Íslands í þeirri efnahagssamvinnu Evrópu- landa sem var að hefjast með tilstyrk Bandaríkjanna. Má heita að upp frá þessu hafi ævistarf Þórhalls Ásgeirs- sonar snúist um þessa samvinnu og um þá alþjóðasamvinnu sem fram fór á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins og Alþjóðabankans í Wash- ington. Frá þessu upphafi á árinu 1947 má rekja vaxandi þátttöku Ís- lands í alþjóðlegu efnahagssamstarfi og þá opnun landsins gagnvart um- heiminum sem smátt og smátt, með töfum og rykkjum, hefur miðað áleiðis allt fram til aðildarinnar að Evrópska efnahagssvæðinu á tíunda áratug aldarinnar. Undir þetta ævi- starf var Þórhallur vel búinn, annars vegar vegna dvalar sinnar á Norð- urlöndum og náinnar viðkynningar við Bandaríkin, en hins vegar vegna hæfileika sinna, lipurðar og lagni, til að vinna með mönnum af ólíkri gerð og með ólíkar skoðanir. Á fyrstu árunum eftir 1947 voru verkefni viðskiptaráðuneytisins að- allega tengd Marshall-áætluninni og þátttöku Íslands í Efnahagssam- vinnustofnun Evrópu (OEEC), en þessu skeiði hefur Þórhallur sjálfur gert ítarleg skil í grein um Marshall- áætlunina í Fjármálatíðindum árið 1956. Annað og gjörólíkt verkefni kom þó til sögunnar upp úr 1950, en það voru tvíhliða viðskiptasamningar við lönd Austur-Evrópu, sem tóku að skipta miklu máli eftir að landhelg- isdeilan leiddi til erfiðleika í viðskipt- um við Vestur-Evrópu. Viðamiklir samningar við Sovétríkin árið 1953 skiptu í þessu efni höfuðmáli. Það kom því í hlut viðskiptaráðuneytisins undir stjórn Þórhalls að fást annars vegar við tengsl landsins við Vestur- Evrópu og Bandaríkin, og sinna þar á meðal upphafi samninga um frí- verslunarsvæði í Evrópu, og hins vegar að greiða fyrir tvíhliða við- skiptum við austurhluta álfunnar. Árið 1958 átti Ísland í fyrsta sinn kost á að skipa sæti varafulltrúa Norðurlanda í stjórn Alþjóðagjald- eyrissjóðsins í Washington til tveggja ára og sæti aðalfulltrúa í tvö ár í viðbót. Þórhallur hafði mikinn áhuga á þessu starfi, og kom ekki síst til sögunnar að faðir hans hafði verið einn af þremur fulltrúum Ís- lands á Brettan Woods-ráðstefnunni 1944 þar sem Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn var stofnaður og nýrri skipan peningamála heimsins komið á. Raunar má fullyrða að Ásgeir Ás- geirsson hafi á þeim tíma verið sá eini meðal íslenskra stjórnmála- manna sem áttaði sig á þessari ný- skipan og skildi hvaða þýðingu hún gæti haft hér á landi. Það var þó ekki greitt aðgöngu fyrir Þórhall að fá að taka við starfinu vegna þess við- kvæma jafnvægis sem varð að gæta í ríkjandi vinstri stjórn Hermanns Jónassonar. Ráðuneytisstjóri við- skiptaráðuneytisins þjónaði tveimur herrum, annars vegar ráðherra Al- þýðuflokksins að því er snerti efna- hagssamvinnu Evrópu og samskipt- in við alþjóðastofnanirnar í Washington, en hins vegar ráðherra Alþýðubandalagsins að því er snerti austur-viðskiptin og önnur störf ráðuneytisins. Báðir urðu þeir að fallast á fjarveru Þórhalls og koma sér saman um staðgengil hans. Það leit ekki vænlega út í fyrstu, en Þór- hallur var ráðagóður sem fyrri dag- inn og kom því til leiðar að ráðherr- arnir sættust á að ég tæki við starfinu þau ár sem hann yrði fjar- verandi. Þetta reyndist þegar til kom hið gagnlegasta fyrirkomulag, þar sem ég fékk góða aðstöðu til að undirbúa og framkvæma þær um- breytingar sem framundan voru og síðar gengu undir nafni viðreisnar, en Þórhallur gat í starfi sínu vestan hafs lagt þessum sömu umbreyting- um lið innan Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins sem mestan hlut átti í fjárhags- legum stuðningi við þær og ráðgjöf um það hvernig þeim yrði hagað. Áð- ur en Þórhallur hélt á brott innti ég hann eftir góðum ráðum í því nýja starfi sem ég hafði tekið að mér en vissi lítil skil á. Svarið var stutt og laggott: „Þú skalt bara tala við hann Gunnlaug Briem,“ en Gunnlaugur var Nestor ráðuneytisstjóranna, sem þegar þetta var nutu óskoraðs trausts ráðherra úr hvaða stjórn- málaflokki sem var og enginn efaðist um að þjónuðu öllum ráðherrum af sömu trúmennskunni. Þegar Þórhallur sneri aftur frá Washington árið 1962 urðu við- skiptamálin í Vestur-Evrópu aðal- viðfangsefni hans, og þá umfram allt undirbúningurinn að inngöngu Ís- lands í Fríverslunarbandalag Evr- ópu, EFTA, og sá samningur við Sameiginlega markaðinn sem henni fylgdi. Það verkefni var að líkindum það mikilvægasta sem hann nokkru sinni glímdi við, en það var um leið framhald þess sem á undan var gengið og upphaf þess sem nú er orð- ið. Ég á Þórhalli Ásgeirssyni fleira gott upp að inna en flestum sam- ferðamanna minna. Frá því við kynntumst fyrst í skóla auðsýndi hann mér velvild og vináttu. Hann hikaði ekki við að beina til mín verk- efnum og sýna mér traust í pólitísku ölduróti fyrstu áranna eftir styrjöld- ina, og hann valdi mig sem staðgeng- il sinn þegar hann hvarf af landi brott. Síðar störfuðum við saman að því áhugamáli okkar beggja að efla menningartengsl við Bandaríkin og greiða götu íslenskra námsmanna þar í landi. Lengi fram eftir ævi átt- um við saman góðar og skemmtileg- ar stundir ásamt eiginkonu hans, Lillý, sem hann hafði verið svo hepp- inn að kynnast þegar hann starfaði í Washington á styrjaldarárunum. Til hennar og barna þeirra fylgja hug- heilar kveðjur með þessum orðum. Jónas H. Haralz. Það var mér til láns á lífsleiðinni að við Þórhallur Ásgeirsson urðum nágrannar og vinir á skólaárum mín- um. Það er bjart yfir minningum þess tíma að þau glæsilegu hjón, Þórhallur og Lilly, og þeirra fallegu börn urðu nágrannar okkar í Vest- urbænum. Hann hafði þá tekið við ráðuneytisstjórastarfi en Þórhallur vildi hafa auga með mér þegar há- skólanám tók við vestanhafs. Á þeim árum bar Þórhallur meg- inábyrgð sem embættismaður á þátttöku Íslands í efnahagssamvinn- unni í Vestur-Evrópu. Þeim málum hafði ég kynnst í háskólanámi í Bost- on og með fulltingi Þórhalls fékk ég stöðu í Efnahagssamvinnustofnun Evrópu í París. Þar með var hafinn langur starfsferill en ég varð síðar náinn samstarfsmaður Þórhalls. Tví- vegis varð það um skeið í viðskipta- ráðuneytinu en þó að ég væri lengst af erlendis en hann heima var sam- band okkar alltaf náið. Ég er því til frásagnar um það mikla starfsfram- lag sem Þórhallur lét eftir sig í Evr- ópumálum sem var þó síður en svo það eina sem hann tókst á við. Eitt helsta stefnumál Viðreisnar- stjórnarinnar var aðild að EFTA. Það mál var erfitt í meðförum og leystist ekki fyrr en í lok sjöunda áratugarins. Það var loks 1968 að samningar gátu hafist en þá hafði málstaður okkar um langa hríð verið kynntur og þar brast Þórhall hvorki þolinmæði eða bjartsýni. Aðildar- samningur við EFTA hafði það aukna gildi að vera fyrirmynd frí- verslunarsamnings við Efnahags- bandalagið en þá voru aftur erfið- leikatímar vegna fiskveiðideilna. Enginn átti þar meiri þátt að málum en Þórhallur. Hér er þess minnst að Þórhallur Ásgeirsson átti drjúgan þátt í því að hornsteinar eru lagðir að því giftu- ríka samstarfi sem þátttaka í Evr- ópska efnahagssvæðinu felur í sér. Sé Þórhalls minnst skal því ekki gleymt að þar fór sérstakt prúð- menni og sá góði drengur sem orðin integer vitae scelerisque purus úr menntaskólasöngnum eiga best við. Við Elsa kveðjum þig nú, góði vinur, og þökkum þér þína miklu vináttu og tryggð. Lilly og fjölskyldunni flytj- um við innilegustu samúðarkveðjur. Einar Benediktsson. Við fregnina um andlát Þórhalls Ásgeirssonar rifjaðist upp í huga mínum margt frá okkar góðu kynn- um og margvíslegu samstarfi um langt árabil. Fundum okkar Þórhalls bar fyrst saman árið 1964 þegar ég kom til starfa í Efnahagsstofnun, nýkominn heim til Íslands að loknu háskóla- námi í Stokkhólmi. Ég var svo hepp- inn á fyrstu misserunum sem ég var þar við störf að hitta Þórhall á fund- um með forstjóra Efnahagsstofnun- ar, Jónasi H. Haralz, þar sem rædd voru efnahagsáhrif hugsanlegrar að- ildar Íslands að Fríverslunarsam- tökum Evrópu (EFTA), en Þórhall- ur var þá önnum kafinn við undir- búning aðildarsamninga. Mér er enn í minni hversu gott vald Þórhallur hafði á þessu viðfangsefni með hóg- værð sinni og hyggindum. Leiðir okkar lágu víða saman upp frá því. Við sátum saman í stjórn Nor- ræna fjárfestingarbankans (NIB) sem fulltrúar Íslands frá stofnun bankans árið 1976 allt til ársins 1987. Á þessum ellefu árum tókust með okkur góð kynni og vinátta. Þórhall- ur var vel kynntur og virtur í nor- rænu samstarfi á sviði viðskipta- og efnahagsmála og naut þess vel í far- sælum störfum í stjórn NIB. Með honum var gott að starfa. Það var einkar ánægjulegt að sjá NIB – sem við höfðum báðir tekið þátt í að koma á fót allt frá undirbúningsstigi árið 1975 – vaxa og dafna eins og raun ber vitni allt til þessa dags. Þór- hallur var sérstaklega áhugasamur um það að Íslendingar hefðu sem mest gagn af aðild sinni að NIB. Sú hefur orðið raunin að bankinn hefur átt drjúgan þátt í fjármögnun margra þjóðþrifaframkvæmda hér á landi á þeim þrjátíu árum sem liðin eru frá stofnun hans. Fyrir utan gott samstarf við verk- efni stjórnar NIB var ekki síður gott að eiga Þórhall að ferðafélaga. Hann var jafnvandvirkur og stundvís á ferðalögum sem í öðrum daglegum störfum. Það var engin hætta á því að hann eða þeir sem með honum voru í för misstu af flugvélum í milli- landaferðum fengi hann nokkru um ráðið. Samstarf okkar Þórhalls varð enn nánara síðustu starfsár hans sem ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneyt- inu. Þegar ég tók við starfi viðskipta- ráðherra í júlí 1987 þótti mér gott að vita að dagleg stjórn og rekstur ráðuneytisins var í öruggum hönd- um hans. Hann hafði þá gegnt starfi ráðu- neytisstjóra í fjóra áratugi ef frá eru talin fjögur ár, 1958–1962, er hann var fulltrúi Norðurlanda í stjórn Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins í Wash- ington. Óvenjumikil starfsreynsla og víðtæk þekking Þórhalls á íslenskum og alþjóðlegum viðskiptamálum gerðu hann að einstaklega öflugum fulltrúa Íslands á alþjóðavettvangi. Þetta kom ekki síst í ljós í samning- unum um aðild Íslands að EFTA á síðari helmingi sjöunda áratugarins og síðar í starfinu innan Fríverslun- arsamtakanna. Þau fjörutíu ár sem Þórhallur var ráðuneytisstjóri komu og fóru ekki færri en 12 viðskiptaráðherrar í 16 ríkisstjórnum og stóðu sumir stutt við. Hann varð þannig fulltrúi fyrir samhengið í framvindu viðskipta- mála á Íslandi eftir stríð. Þórhallur var af þeirri kynslóð sem færði Ís- land inn í nútímann að lokinni seinni heimsstyrjöld. Honum fylgdi and- blær nýrra tíma – nýrra sjónarmiða – þegar hann tók við starfi sem ráðu- neytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu í ársbyrjun 1948 eftir störf í utanrík- isþjónustu hins unga lýðveldis og há- skólanám í Svíþjóð og Bandaríkjun- um. Hann skildi vel að Íslandi vegnar best þegar það tekur virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi – að það er einmitt slík þátttaka sem skil- greinir sjálfstæðið, gerir þjóðina gilda meðal þjóða. Þórhallur var mikill mannkosta- maður. Heilindi og heiðarleiki ein- kenndi dagfar hans allt. Gætni hans og hyggindi gerðu hann að fyrir- myndarembættismanni. Það er mik- ils virði að hafa kynnst og starfað með slíkum drengskaparmanni. Þórhallur var kvæntur hinni ágætustu konu, Lillý Knudsen. Þau hjón voru höfðingjar heim að sækja og saman voru þau glæsilegir full- trúar Íslands. Til Lillýjar og fjöl- skyldunnar allrar leitar nú hugurinn með innilegri samúð. Guð blessi minningu Þórhalls Ás- geirssonar. Jón Sigurðsson. Þórhallur Ásgeirsson var um marga hluti yfirburðamaður sem skilur eftir sig óvenju árangursríkt ævistarf. Hann sótti sér háskóla- menntun til Svíþjóðar og Bandaríkj- anna og hóf að því loknu árið 1942 störf við nýstofnað sendiráð kon- ungsríkisins Íslands í Washington. Þar þurfti íslensk utanríkisþjónusta að leysa úr fjölda erfiðra vandamála sem upp komu í þeim ófriði sem þá ríkti og tryggja stöðu lands og þjóð- ar að honum loknum. Hann flutti svo til starfa í utanrík- isráðuneytinu í Reykjavík á árinu SJÁ SÍÐU 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.