Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 25 ka og frá þeim Það mun síðar rofinu, að mati nina í Höfn í Horna- áhrif landsigs og ullinn stækkaði in varð verri og andrisi verði hún ávargangi. Hann af Hálsaskerjum í r útræði á öldum 600 og góð ára- dingar komu m.a. í Suðursveit. Þeg- lu ísöldinni seig öfnin við Hálsasker arð að lokum hræði- órust tugir sjó- i af því lagðist út- tað. Við landris fn risið aftur úr a og þrýstiléttirinn korpuna og það a áhrif á bráðna Helgi segir ýmsa klegt að eldvirkni þess að jöklar st í lok síðustu ís- aldar, fyrir 10 þúsund árum. Þegar jökullinn fór af landinu óx eldvirknin og margar dyngjur urðu til. „Virkasta gosbelti landsins er undir Vatnajökli vestanverðum. Það gengur frá Vestmannaeyjum, undir Mýrdals- jökul og síðan undir Vatnajökul,“ seg- ir Helgi. „Menn eiga ekki síst von á að gosvirkni aukist í Grímsvötnum og jafnvel í Bárðarbungu. Það má vel vera að rýrnun jökla örvi einnig Öræfajökul.“ Vatnajökull gæti horfið Veðurathugunarstöðvar hafa verið starfræktar á ýmsum stöðum á Vatna- jökli til að kanna tengsl veðurfars og afkomu jökuls frá degi til dags og samhengi loftslags og jöklabreytinga. Helgi segir að nú liggi fyrir fróðleg gögn um veðurathuganir á jöklinum. „Við þekkjum núverandi botn og yf- irborð jökulsins og getum þá metið, að gefnum forsendum um loftslagsbreyt- ingar, hvernig hann muni bregðast við og rýrna við hlýnandi loftslag sem bú- ist er við á næstu áratugum. Á þess- um gögnum okkar eru byggðar spár um framtíð alls Vatnajökuls. Ef lofts- lag helst svipað og það hefur verið síð- ustu tíu árin bendir allt til þess að Vatnajökull verði orðinn mjög ræf- ilslegur eftir 200 ár og nær horfinn eftir 300 ár. Reyndar eru til spár um að þetta geti gerst mun hraðar. Hann mun fyrst greinast upp í smærri jökla. Það gæti setið eftir jökull á vest- urhlutanum, á Bárðarbungu og eins í Kverkfjöllum. Á þessum fjallstoppum hefur hann væntanlega orðið til í upp- hafi og síðan hafa smájöklarnir vaxið saman í einn Vatnajökul,“ segir Helgi. Minntur á forna heitið Klofajökull á Vatnajökli segist Helgi trúa Eggert Ólafssyni og Sveini Pálssyni sem hafi talið nafnið lýsa klofum inn í jökulinn. Sú hugmynd að hann hafi verið klof- inn í tvennt sé ekki nema 60–70 ára gömul. „Ég tel að þótt jökullinn hafi vaxið mikið frá landnámi hafi hann verið orðinn ein heild þegar land byggðist,“ sagði Helgi. Fortíðin í nýju ljósi Rannsóknir á jöklinum fletta einnig hulu af fortíðinni, auka skilning á sögu okkar. „Breiðamerkursandurinn er nær- tækt dæmi, en hann var gróið land um landnám,“ segir Helgi. „Þar var Breiðamörk og allt gróið eins og sögur greina frá. Þar voru landnámsjarðir, bæði Breiðá og Fjall, sem fóru undir jökul um árið 1700. Þótt þetta land sé nú undir jökli höfum við flett honum af og skyggnst undir ísfeldinn og þekkjum nú landið þarna undir, skilj- um því aðstæður allt frá landnámstíð.“ Helgi telur sama gilda um Hoffells- jökul og Breiðamerkurjökul. Þar fyrir framan hafi einnig verið rennisléttir og allgrónir sandar. „Við þekkjum vel að undan þessum jöklum kemur stöð- ugt töluverður mór og eins vænir trjá- lurkar sem menn sjá þegar þeir ganga um sandana. Einu sinni var því vel gróið land þar sem jökullinn lagðist yfir þegar Vatnajökull varð til fyrir 2.000–3.000 árum.“ Gamli ísaldarjökullinn, sem lá yfir öllu landinu og langt út á landgrunnið, var í hámarki fyrir um 20 þúsund ár- um. Hann var búin að grafa sig alveg niður á fast og víða djúpt niður í berg- grunninn, sem er undir öllu þessu svæði á um 200 m dýpi. Svo hörfaði ís- aldarjökullinn og framburður bar fram sand sem myndar 200 m djúpt sandlag ofan á þessu fasta bergi. Í lok ísaldar, fyrir um 10 þúsund ár- um, var landið að mestu hulið jöklum sem hurfu mjög fljótt þegar ísöld lauk. Þá mynduðust hinir miklu rennisléttu jökulsandar við framburð jökulánna og jöklar urðu loks miklu minni en þeir eru nú. Þeir kunna jafnvel að hafa horfið fyrir 6.000–7.000 árum, en þá varð svo hlýtt að menn telja að lítið hafi verið um jökla hér á landi. Helgi telur að jöklarnir hafi verið miklu minni þegar land var numið en nú. Við vöxtinn á litlu ísöldinni, á ára- bilinu 1300–1900, hafi jöklarnir ruðst fram og farið að grafa sig niður fyrir sjávarmál, niður í sandana sem mynd- ast höfðu eftir að ísaldarjökullinn hvarf. Rennurnar sem nú koma í ljós undir sporðum jökla í Austur- Skaftafellssýslu séu því að mestu grafnar eftir landnám. Helgi segir að sér kæmi ekki á óvart ef Breiðamerkurjökull væri nú kominn nokkurn veginn niður á fast þar sem hann nær dýpst í miðri renn- unni; þangað niður sem ísaldarjökull- inn náði að grafa. „Þegar þeir fara að hopa þá sest framburðurinn í lónin og þegar þau hafa fyllst verða þar renni- sléttir sandar sem vonandi fá að gróa upp og verða svipaðir Breiðumörk við landnám. Þannig endurtekst sagan að nokkru leyti.“ Gríðarleg orka í jöklunum Auðséð er að Helgi og félagar hafa all- ar klær úti til þess að kanna Vatna- jökul nánar. Eftir að hafa áratugum saman gegnumlýst jökulinn með íssjá hafa þeir nú hafið rannsóknir á ís- skriði jöklanna með gervitunglum sem sveima um jörðu. Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hefur undanfarin tvö ár átt samstarf við Frakka um gervi- tunglarannsóknir með hjálp SPOT- gervihnattarins. Verkefnið hefur notið styrks Rannís og Rannsóknasjóðs Há- skólans. Niðurstöður sýna greinilega þá óg- urlegu krafta sem búa í skriðjökl- unum. Í Breiðamerkurjökli mætast tveir ísstraumar. Sá austari er hrað- skreiðari og á fullri ferð meðan hinn vestari skríður um 100–150 metra á ári. Breiðamerkurjökull er hvað hrað- skreiðastur þar sem hann er dýpstur. Hann fer fram 400 metra á ári, eða meira en einn metra á sólarhring. Þessi jökulmassi er engin smásmíði, 800 metra þykkur, fimm km breiður og 20 km langur. Ísmagnið sem fer fram á hverjum sólarhring mælist í milljónum rúmmetra. Niður Hoffells- jökul kemur mestur ísstraumurinn úr norðvestri ofan úr Breiðubungu. Hann þrýstist milli Gæsaheiðar og Múla með tæplega 500 metra hraða á ári. Þar er hann 500 metra djúpur og er að skríða niður fyrir sjávarmál. gir skriðjöklanna 2 2                      !"# $%&               '(     ')*       ! " # #                                                           %&*    &         '(                                       Morgunblaðið/RAX on jöklafræðingur dið undir jöklum fur rannsakað ga í mörg ár og kom- tu, m.a. því að djúp- skriðjöklunum. r halda áfram og þeir hafa arna öld, telur jökullón eða yndist fyrir n jökulsporð- ðrum sunnan ‘ gudni@mbl.is MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfar- andi athugasemd frá forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. „Í Morgunblaðinu þriðjudaginn 22. nóv- ember er bent á að vandlega þurfi að meta hvaða málum forseti Íslands ákveður að sinna og spurt hvers vegna hann hafi sótt embætt- istöku furstans í Mónakó. Kjarninn í hinum nafnlausu skrifum er að draga í efa að forset- inn hafi átt að fara til Mónakó og hann beð- inn að upplýsa um ástæður þess að boðið var þegið. Í alþjóðatengslum Íslendinga eru margir strengir. Meðal þeirra eru tengslin við Norð- urlönd, Bandaríkin og Evrópusambandið svo að dæmi séu nefnd. Annar strengur, einnig mikilvægur, eru tengslin við smáríki, einkum smáríkin í Evrópu, og hafa Íslendingar á undanförnum árum lagt aukna áherslu á að styrkja þau á margvíslegan hátt. Fyrir nokkru var stofnað hérlendis Rann- sóknasetur um smáríki og stóðu Háskóli Ís- lands, utanríkisráðuneytið, Samtök iðnaðar- ins og Samtök atvinnulífsins að þeirri stofnun. Hefur þar einkum verið lögð áhersla á að fjalla um smáríki í Evrópu. Forseti Ís- lands hefur stutt þessa starfsemi og flutti m.a. ávarp á opnunarhátíð rannsóknaseturs- ins. Smáþjóðaleikarnir eru mikilvægur þáttur í alþjóðastarfi íslensku íþróttahreyfingarinnar og hafa Ísland og Mónakó átt farsælt sam- starf á þeim vettvangi. Albert fursti sótti Smáþjóðaleikana sem haldnir voru á Íslandi árið 1997 og hefur á ýmsan hátt beitt áhrifum sínum til að efla þennan samstarfsvettvang evrópskra smáríkja á sviði íþrótta. Þá situr furstinn sem kunnugt er í stjórn Alþjóðaól- ympíusambandsins. Íslenskt íþróttafólk hefur metið mikils þátttökuna í Smáþjóðaleikunum og þjóðin ávallt fagnað þegar Íslendingar hafa náð þar glæsilegum árangri. Næstu Smáþjóðaleikar verða einmitt haldnir í Móna- kó árið 2007. Albert fursti hefur auk þess verið mikill áhugamaður um málefni norðurslóða og hvaða áhrif loftslagsbreytingar kunni að hafa á lífshætti og náttúru í norðurhluta heims. Hann fór til dæmis nýlega til Svalbarða ásamt hópi vísindamanna og skipuleggur nú leiðangur til norðurskautsins. Forseti Íslands og Albert fursti ræddu í Mónakó um þátttöku furstans í Rannsóknarþingi norðursins en Ís- lendingar áttu frumkvæði að stofnun þess fyrir nokkrum árum og er aðalskrifstofa Rannsóknarþingsins við Háskólann á Akur- eyri. Einnig ræddi forsetinn um þátttöku furstans í Alþjóðaþingi um loftslagsbreyting- ar (Global Roundtable on Climate Change) sem forseti Íslands átti ásamt hagfræðingn- um Jeffrey Sachs, sérstökum fulltrúa Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, þátt í að stofna fyrr á þessu ári en næsti fundur Alþjóðaþingsins verður á Ís- landi í vor. Það er mikill fengur fyrir umræður um málefni norðurslóða að Albert fursti með fjöl- þætt tengsl sín í Suður-Evrópu skuli reiðubú- inn að gerast virkur þátttakandi í samstarfi á þessum vettvangi. Í tilefni embættistökunnar lagði furstinn sérstaka áherslu á að bjóða fulltrúum smá- ríkja í Evrópu til hennar og vildi hann á þann hátt sýna vilja sinn til að styrkja samstarf þeirra enn frekar í framtíðinni. Þess vegna var fulltrúum Íslands, Lúxemborgar, Liech- tenstein, Andorra, Kýpur og San Marínó boð- ið að vera við embættistökuna, en þessi ríki mynda íþróttasamband Smáþjóðaleikanna. Þá má þess geta, að við embættistökuna voru fjölmargir áhrifamenn frá Bandaríkjunum og Evrópu, einkum á vettvangi viðskipta og menningar, og gáfust margvísleg tækifæri í Mónakó til að vekja athygli þessa fólks á ár- angri Íslendinga og möguleikum sem sam- vinna á þessum sviðum gæti skapað. Það þjónar fjölþættum hagsmunum Íslend- inga að leggja sérstaka rækt við að efla sam- starf smáríkja, einkum smáríkja í Evrópu, og mikilvægt að Íslendingar kappkosti að sýna öðrum smáríkjum fullan sóma og ræði um þau af virðingu. Orðalagið sem notað var í Morgunblaðinu um Mónakó er ekki við hæfi, einkum þegar í hlut eiga ríki og fursta- fjölskylda sem ávallt hafa sýnt Íslendingum vináttu. Bessastöðum 22. nóvember 2005.“ Athugasemd frá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands Samstarf smá- ríkja og emb- ættistaka furst- ans í Mónakó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.