Morgunblaðið - 23.11.2005, Page 34

Morgunblaðið - 23.11.2005, Page 34
34 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tillaga að Aðalskipulagi Innri-Akraneshrepps 2002—2014 Hreppsnefnd Innri-Akraneshrepps hefur tekið aðalskipulag Innri-Akraneshrepps til fyrri um- ræðu sbr. 2. mgr. 17. gr. skipulags- og bygging- arlaga nr. 73/1997. Hreppsnefnd Innri-Akraneshrepps auglýsir hér með tillögu að Aðalskipulagi Innri-Akranes- hrepps 2002-2014 samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Greinargerð og skipulagsuppdrættir verða til sýnis frá og með 23. nóvember 2005 til og með 21. desember 2005 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu sveitarfélagsins í Miðgarði. Á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hvalfjörður.is. Hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 105 Reykjavík. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við skipulagstillöguna. Athuga- semdir skulu hafa borist eigi síðar en 6. janúar 2006. Skila skal athugasemdum á skrifstofu sveitarfé- lagsins, Miðgarði, 301 Akranes. Þeir, sem ekki gera athugasemdir við skipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest, teljast samþykkja hana. Innri-Akraneshreppi, 15. nóvember 2005, Ása Helgadóttir, oddviti. Fundir/Mannfagnaðir Fundur Efnahagur og búseta aldraðra Fundurinn verður haldinn laugardaginn 26. nóv- ember kl. 13.30 að Bjargi, Akureyri. Fundarstjóri: Björg Finnbogadóttir, formaður félags eldri borgara Akureyri. Ávarp: Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri. Lífskjör og búseta: Ólafur Ólafsson formaður eldri borgara og Benedikt Davíðsson fv. for- maður Landssambands eldri borgara. Þingmönnum er boðið að mæta á fundinn. Kaffi og meðlæti í boði bæjarstjórnar. LEB, félag eldri borgara, Akureyri og Eyjafirði ásamt bæjarstjórn Akueryrar. Félagslíf  Njörður 6005112319  HELGAFELL 6005112319 VI  GLITNIR 6005112319 I  EDDA 6005112320 I Frf. Kl 20 I.O.O.F. 7  18611237½  ET.I.III I.O.O.F.1818611238E.T.I Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Raðauglýsingar 569 1100 Raðauglýsingar sími 569 1100 SAMBAND ungra sjálfstæð- ismanna vill að íslensk stjórnvöld krefji bandarísk stjórnvöld skýrra svara um hvort fangar, sem sætt hafa pyntingum og ómannúðlegri meðferð, hafi verið fluttir með flug- vélum bandarísku leyniþjónust- unnar, CIA, eða annarra aðila á vegum Bandaríkjastjórnar, um ís- lenska lögsögu. Afar mikilvægt sé að öll tvímæli verði tekin af um þetta mál. „Ef í ljós kemur að slíkir fanga- flutningar hafi átt sér stað um ís- lenska lögsögu ber íslenskum stjórnvöldum að fordæma slíkt og fá fyrir því fullvissu hjá bandarísk- um stjórnvöldum að slíkt muni ekki endurtaka sig,“ segir í ályktun stjórnar SUS. SUS krefst svara um fangaflug Í TILEFNI af 35 ára afmæli Raf- iðnaðarsambandsins 28. nóvember nk. hefur sambandið í samstarfi við margmiðlunarfyrirtækið Gagarín útbúið víðtæka kynningu á námi og störfum rafiðnaðarmanna. Kynn- ingarefnið er í formi margmiðlunar- disks sem kynntur var við hátíðlega athöfn sl. fimmtudag og fengu Val- gerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamála- ráðherra, afhent fyrstu eintökin. Diskurinn skiptist í þrennt, fyrst og fremst er hann kynning á fjöl- breyttum störfum rafiðnaðar- manna, en einnig á þeim náms- möguleikum sem í boði eru eftir grunnskóla, s.s. hvaða skólar bjóða upp á kennslu og brautirnar sem velja má um. Einnig er kynning á Rafiðnaðarsambandinu og störfum innan þess, lífeyrissjóðsins, rafiðn- aðarskólans, samtaka atvinnurek- enda í raf- og tölvuiðnaði. Björn Ágúst Sigurjónsson, for- maður Félags íslenskra rafvirkja, segir í raun allt sviðið vera tekið fyrir en margir geri sér ekki grein fyrir því hversu mikið greinin hefur stækkað undanfarin ár og hversu fjölbreytt störf rafiðnaðarmanna eru í dag, allt okkar líf byggist á rafmagni og rafmagnstækjum. Björn segir hugmyndina vera að dreifa kynningarefninu í grunn- skóla, til þeirra sem áhuga hafa á og í bígerð sé sérstakt kynningará- tak þar sem farið verður í skóla og krökkum kynntur sá valkostur að fara í starfsnám þegar grunnskóla lýkur. Aðspurður hvort nauðsyn sé á slíkri kynningu nú segir Björn að ekki séu vandamál í rafiðnaðinum í dag og „varðandi sveinspróf til dæmis eru margir að læra þannig að styrkurinn er sá að við erum ekki í nauðvörn eins og kannski margar aðrar iðngreinar. Hins veg- ar þarf að viðhalda áhuganum og kynna fjölbreytnina.“ Björn benti ennfremur á að fjölg- un í rafiðnaðarnámi sé aðeins af hinu góða og hljóti að gefa af sér betri nemendur. Fleiri stelpur í starfsnám Þorgerður Katrín menntamála- ráðherra gerði það að umtalsefni í ræðu sinni hversu fáar stúlkur sækja í starfsnám og sagðist vilja breyta því, meðal annars með öfl- ugu kynningarstarfi. Þorgerður sagðist hafa orðið áþreifanlega vör við þörfina á markvissari kynningu á starfs- menntun og þeim kostum sem í boði eru. „Á framhaldsskólastigi er í boði starfsnám á um 80 náms- brautum. Mikill minnihluti, eða færri en þrjátíu af hundraði, nýtir sér þetta fjölbreytta framboð starfsmenntunar. Sé hlutfall kynjanna skoðað með tilliti til námsvals skekkist myndin enn frekar,“ sagði Þorgerður og er full- viss um að til þurfi hugarfarsbreyt- ingu á þjóðinni. Hún segir að við- horf foreldra og nemenda verði að breytast svo að fleiri ungir Íslend- ingar velji sér iðn- og starfsnám eftir grunnskóla. Í ljósi þess benti hún á að náms- og starfsráðgjöf þyrfti að hefjast fyrr til að aðstoða nemendur að skynja styrkleika sína á hönd og bók. Að endingu fagnaði Þorgerður því frumkvæði Rafiðnaðarsam- bandsins að gefa út kynningarefnið og sagði það vera gott fordæmi, öðrum fagfélögum og hagsmuna- samtökum til eftirbreytni. Rafiðnaðarsambandið gefur út kynningarefni um nám og störf Þörf á að viðhalda áhuganum og kynna fjölbreytni rafiðnaðar Morgunblaðið/Golli Kuldinn var þessum rafvirkjum engin hindrun við vinnu sína enda klæddir eftir veðri. Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÞEGAR upp er staðið held ég að við höfum verið með alveg frábæra sýningu,“ segir Dagmar Haralds- dóttir, framkvæmdastjóri sýning- arinnar Hönnun & heimili, sem haldin var í Laugardalshöllinni um helgina. Dagmar segir aðsóknina hafa farið fram úr björtustu vonum en á milli 25 og 30 þúsund manns mættu í Höllina. Þar að auki voru fimm til sex þúsund gestir við- staddir kaupstefnu sem haldin var á fimmtudag og föstudag en þá var jafnframt ráðstefna, og fyrir- lestraröð, á vegum Hönnunar- vettvangs. Stefnt verður að því að halda sýninguna annað hvert ár og segir Dagmar það liggja fyrir að næsta sýning verði enn stærri og veg- legri. Margir þeirra sem nú tóku þátt hafa ákveðið að vera með að nýju ásamt því að mikið hafi verið spurt út í næstu sýningu. Sýningin var sú fyrsta sem hald- in er í nýrri viðbyggingu Laug- ardalshallar og segir Dagmar alla aðstöðu til fyrirmyndar. „Loks höfum við eignast okkar sýning- arhöll, þar sem hugsað er fyr- irfram um hlutina þ.e. hvernig þeir henta til sýningarhalds, tengi, raf- magn og aðgengi að öllu er til fyr- irmyndar.“ Á milli 25 og 30 þúsund gestir sóttu sýningu um hönnun um helgina Loks höfum við eignast sýningarhöll Morgunblaðið/Sverrir Fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar sýndu vörur sínar í nýrri viðbyggingu Laugardalshallar um helgina. 25–30 þúsund manns skoðuðu sýninguna. FRJÁLSHYGGJUFÉLAGIÐ segir í ályktun að ráðamenn eigi að hætta að styrkja óhagkvæman fyrirtækja- rekstur í landinu með starfrækslu opinberra lánastofnana á borð við Byggðastofnun. Byggðastofnun hef- ur hætt útlánum og er eigið fé stofn- unarinnar komið niður fyrir það sem leyfilegt er. „Með því að ýta undir rekstur og stofnun fyrirtækja, sem hefðu ekki hlotið brautargengi á frjálsum mark- aði, eykur ríkið á vanda landsbyggð- arinnar – vanda sem felst fyrst og fremst í því að halda heilbrigðum fyrirtækjum gangandi. Með opinber- um lánum og fyrirgreiðslum veitir ríkið óskynsamlegum hugmyndum og taprekstri brautargengi. Það skapar falskar vonir sem munu á endanum bresta, auk þess sem það skaðar heilbrigðan fyrirtækjarekst- ur í samkeppni. Frjálshyggjufélagið leggur til að Byggðastofnun verði lögð niður í heild sinni og starfsemi hennar með öllu felld niður. Ekki er ráðlegt að færa sóun fjármuna til annarra emb- ætta líkt og nefnt hefur verið. Hætta þarf allri sóun og afskiptum ríkisins af markaði sem fyrst,“ segir í álykt- un félagsins. Vill leggja Byggða- stofnun niður ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.