Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 11 FRÉTTIR Á morgun fimmtudaginn 24. nóvember efnir Fjölskylduráð til morgunfundar í Nýja bíói á Akureyri og í Reykjavík undir yfirskriftinni: Að neyta eða njóta jólanna? Morgunfundur í Nýja bíói á Akureyri kl. 9-10 Dagskrá • Jólaminningar. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri. • Jólin sem breyttust. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík og fulltrúi í fjölskylduráði. • Fæðingarorlof fyrir jólin, undirbúningur fjölskyldunnar. Óskar H. Óskarsson, sóknarprestur á Akureyri. Fundarstjóri: Soffía Gísladóttir, framkvæmdastjóri SÍMEY og fulltrúi í fjölskylduráði. Á báðum fundunum býður ráðið upp á kaffi og kleinur. Allir velkomnir. Fjölskylduráð. Að neyta eða njóta jólanna? Sjálfstæðismenn - Íslensk þjóð Jóhann Páll Símonarson sjómaður Netfang: stakkhamrarv@simnet.is - sími 863 2094 Tökum höndum saman. Veitum heimilislausum konum og útigangsmönnum birtu og yl. Þakka starfsmönnum Kastljóssins á RÚV fyrir að vekja íslenska þjóð til umhugsunar. Kvenfélagið Heimaey heldur sína árlegu kökusölu í Mjóddinni fimmtudaginn 24. nóv. og föstudaginn 25. nóv. nk. Félagskonur! Munið jólafundinn 5. desember. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku. Stjórnin. ÁSTANDIÐ á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar mannaráðningar hefur ekki lagast mikið undanfarnar vikur. Droplaugarstaðir við Snorrabraut eru einna verst settir þar sem ekki hefur tekist að opna nýja hæð hjúkr- unarheimilisins að fullu en hún var tekin í notkun í síðasta mánuði. Fólk í fimmtán stöðugildi vantar til starfa en Ingibjörg Þórarinsdóttir talsmað- ur hjúkrunarforstjóra segir að vel væri viðunandi þótt ekki fengist nema fólk til að fylla tíu stöðugildi. Sem stendur er ekki tekið við nein- um nýjum innlögnum á Droplaugar- staði vegna manneklunnar. „Við vor- um nokkuð vel stödd framan af sumri en um leið og við ætlum að auka starfsemina þá strandar á skorti á fólki,“ segir hún. Eins og víða á hjúkrunarheimilum, starfar allstór hópur erlends starfsfólks á Droplaugarstöðum og segir Ingi- björg að þeir sem komi til vinnu ílengist þar. „Við reynum líka að styðja fólkið til íslenskunáms og til að afla sér meiri þekkingar og annað. Þau eru því okkur mjög trygg.“ Síð- ast var auglýst eftir starfsfólki fyrir hálfum mánuði en það hafði ekkert að segja og svipaða sögu er að segja af öðrum hjúkrunarheimilum. Aðeins betra ástand á Eir Á hjúkrunarheimilinu Eir hefur ástandið þó batnað aðeins frá því í ágústlok að sögn Birnu Svavarsdótt- ur hjúkrunarforstjóra þótt álag á fast starfsfólk sé mjög mikið við að kenna nýju fólki að komast inn í störfin. „Frá opnun hjúkrunarheim- ilisins árið 1993 hefur ekki þurft að grípa til neinna lokana en á hinn bóg- inn er ljóst að drjúgur hluti dagsins hjá stjórnendum Eirar fer í að manna deildirnar. [...] Það er þyngri róður nú en oft áður, en samt er stað- an örlítið betri en í ágúst.“ Um 300 manns starfa á Eir, að- allega konur í hlutastörfum og segir Birna að mikil hjálp hafi verið í til- komu erlends starfsfólks. „Þetta er hörkuduglegt fólk sem gerir okkur kleift að halda hjúkrunarheimilinu opnu. Við þurfum að vera með mikla fræðslu í gangi alla daga og hér hef- ur hjúkrunarfræðslustjóri það hlut- verk að kenna réttar starfsaðferðir og fylgjast með að hlutirnir séu gerðir eins og ætlast er til.“ „Við höfum aldrei dregið þjón- ustuna saman vegna þess að við ger- um okkur grein fyrir því hvernig ástandið í samfélaginu er. Það myndi skapa mikla erfiðleika fyrir sjúka aldraða einstaklinga ef Eir færi að loka plássum og því reynum við að komast hjá því í lengstu lög.“ Mikið hefur verið auglýst eftir starfsfólki í hlutastörf bæði innan- lands og utan. Sóst er eftir skólafólki auk þess sem fólk frá Norðurlönd- unum hefur verið ráðið til starfa í gegnum vinnumiðlunina Nordjobb. „Það felur í sér mikið álag á starfs- fólk deildanna að leiðbeina nýju fólki jafnoft og raun ber vitni, samhliða því að vinna sína eigin vinnu. Það er í raun alveg einstakt hvað starfsfólkið er samtaka um að sinna þessari aukaskyldu vel.“ Svipuð staða á Skjóli Á hjúkrunarheimilinu Skjóli við Kleppsveg er staðan áþekk og hún var í sumar; tekist er á við að halda í starfsfólk sem margt fær betri starfstilboð annars staðar. Aðalheið- ur Vilhjálmsdóttir hjúkrunarfor- stjóri segir að fólk hverfi til betur launaðra starfa og virði ekki upp- sagnarfrest eða annað. „En ég get aldrei fullþakkað hvað starfsfólkið mitt stendur vel með okkur í þessu stríði, hvort heldur sem eru hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar eða ófaglærða fólkið okk- ar,“ segir Aðalheiður um þann þátt starfseminnar sem lýtur að því að halda öllu gangandi frá degi til dags. „Fólk leggur sig virkilega fram um að sinna vinnunni sinni og taka auka- vaktir en vissulega kemur fyrir að við verðum að virða hvíldartíma því enginn heldur út viku eftir viku.“ Ástandið hefur lítið breyst á hjúkrunarheimilunum Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is HJÁ Eddu útgáfu er komin út bókin Ég elska þig stormur – ævisaga Hannesar Hafstein eftir Guðjón Friðriksson. Af því tilefni var boðað til athafnar við leiði Hannesar Hafstein í kirkjugarðinum við Suður- götu í gær þar sem Guðjón afhenti fulltrúum afkom- enda og niðja Hannesar eintök af bókinni. Við sama tækifæri afhenti höfundurinn Davíð Oddssyni, for- manni bankastjórnar Seðlabankans og fyrrverandi for- sætisráðherra, einnig eintak. Í þessari ævisögu beinir Guðjón Friðriksson sjónum að manninum Hannesi, meðal annars í ljósi einkabréfa og nýrra heimilda sem aldrei hafa komið fyrir almenn- ingssjónir. Guðjón hefur þrívegis hlotið Íslensku bók- menntaverðlaunin fyrir verk sín. Páll Valsson, útgáfustjóri skáldverka hjá Eddu út- gáfu, Guðjón Friðriksson, höfundur ævisögu Hann- esar Hafstein, og Davíð Oddsson, formaður banka- stjórnar Seðlabanka, við athöfnina í kirkjugarðinum. Morgunblaðið/Ásdís Ragnheiður Ásgeirsdóttir tekur við eintaki bókarinnar fyrir hönd afkomenda Hannesar Hafstein. Niðjum Hannesar Hafstein afhent eintak ævisögunnar TÆPLEGA 20 þúsund lífeyrisþegar eiga inneign hjá Tryggingastofnun ríkisins en tæplega 15 þúsund hafa fengið ofgreitt á árinu, þetta kemur fram í niðurstöðum endurreiknings tekjutengds bótaréttar ársins 2004. Tók endurreikningurinn til tæplega 43 þúsund einstaklinga en tilgang- urinn með honum er að tryggja að lífeyrisþegar fái þær greiðslur sem þeim ber, miðað við endanlegar tekjur samkvæmt skattframtali. Endurreiknaðar voru greiðslur líf- eyris, aldurstengdrar örorkuuppbót- ar, tekjutryggingar, heimilisuppbót- ar og vistunarframlags, en þessar greiðslur námu um 28 milljörðum króna á árinu 2004. Inneign er að meðaltali rúmlega 41 þúsund krónur og hefur lækkað um rúmlega tvö þúsund krónur á milli ára. Kröfurnar eru hins vegar að meðaltali um 120 þúsund krónur og hækka um tæpar 34 þúsund krón- ur frá síðasta ári. Inneignir verða greiddar út fyrir jólin en innheimta á kröfum hefst eftir áramót. Frestur til að koma að athugasemdum er veittur til 12. des- ember. Öryrkjabandalag Íslands hefur sent Jóni Kristjánssyni heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra bréf þar sem kemur fram að bandalagið muni leita allra leiða til að fá hnekkt reglu- gerð sem gerir Tryggingastofnun skylt að stöðva greiðslur til lífeyr- isþega sem fullnýtt hafa bótarétt sinn. ÖBÍ ritar ráðherra bréf Segir í bréfinu að þessi aðgerð bitni óvenju hart á hópi fólks sem eigi sér fárra kosta völ, einkum þeg- ar tekið er mið af tímasetningu að- gerðarinnar. ÖBÍ telur að reglu- gerðin standist ekki 50. grein laga um almannatryggingar og hefur krafist þess að hún verði þegar felld úr gildi. Í 50. gr. kemur m.a. fram að „ekki er heimilt að draga frá bótum meira en 20% af mánaðarlegum greiðslum til bótaþega, þó aldrei lægri upphæð en 3.000 kr., uns ofgreiðsla er end- urgreidd að fullu nema samið sé um annað“. ÖBÍ bendir jafnframt á að ákvæð- ið um endurgreiðslur skulda lífeyr- isþega hafi verið sett inn í lögin um almannatryggingar m.a. til þess að forðast slíkan gerning sem nú hefur verið framinn. 20 þúsund lífeyrisþegar eiga inni hjá TR en 15 þúsund hafa fengið ofgreitt Meðalkrafan um 120 þúsund Eftir Andra Karl andri@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.