Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Færsla Hringbraut-arinnar er án efaein af umdeildari framkvæmdum síðari tíma á höfuðborgarsvæðinu. Lá hugmyndin undir gagn- rýni Samtaka um betri byggð frá upphafi og ligg- ur enn undir gagnrýni, nú þegar reynsla er komin á akstur á henni. Þá hafa gangandi og hjólandi veg- farendur kvartað ítrekað yfir seinagangi við það sem kallað er „frágangur“, en er í raun lagning göngu- og hjólreiðaleiða. Í skýrslu Línuhönnunar hf. um færslu Hringbrautar kemur fram að kostnaður við framkvæmdina verði um 1.240 milljónir króna, en hún muni spara sem nemur 100 milljónum í slysakostnað á ári. Það virðist því ekki neinum blöðum um það að fletta að aðgerðin er hag- kvæm hvað varðar umferðarör- yggi. Gagnrýnisraddir hafa þó ver- ið uppi um áhrif þessarar sex akreina hraðbrautar á þróun byggðar í Vatnsmýrinni þegar Reykjavíkurflugvöllur víkur það- an, enda gerir hávaði af umferð og landhelgunarsvæði umferðar- mannvirkjanna um 11 hektara lands ónýtanlega og verðlausa, að mati Samtaka um betri byggð. En hverjar eru upphaflegar for- sendur færslu Hringbrautar? Samkvæmt skýrslu Línuhönnunar var megintilgangur færslunnar að sameina Landspítalalóðina og færa meginstrauma umferðar frá Landspítala – háskólasjúkrahúsi (LSH), sem ákveðið hafði verið að sameina á svæðinu við Hring- brautina frekar en í Fossvogi. Færsla Hringbrautar átti þannig að leysa úr brýnni þörf á bættu að- gengi að LSH og gera kleift að byggja upp lóð LSH beggja vegna eldri Hringbrautar, sem mun liggja áfram gegnum svæðið. Fullyrt hefur verið að sameining LSH við Hringbraut styrki mið- borgina, en ólíkar raddir eru einn- ig uppi um það og segja gagnrýn- endur fólk sjaldan gera sér ferð niður í miðborg þegar það liggur á spítala. Ennfremur vinni heil- brigðisstarfsfólk þannig vaktir að það „skjótist“ ekki á kaffihús, hvorki á vinnutíma né þegar hon- um lýkur. Þannig benda gagnrýn- endur á að í fæstum erlendum borgum séu stór sjúkrahús svona nálægt miðborginni. Bætt aðkoma að háskólasvæð- inu frá Njarðargötu er einnig for- senda frekari uppbyggingar þar, skv. skýrslu Línuhönnunar, og verða gönguleiðir og öryggi gang- andi og akandi vegfarenda stór- bætt. Með minni umferð á eldri Hringbraut muni mengun og há- vaði frá umferð minnka. Byggist á gömlum samningi Meðal þeirra sem hafa lýst yfir efasemdum um að færsla Hring- brautar hafi verið skynsamlega út- færð er Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi R-listans, en hann sagðist í viðtali við Stöð 2 fyrr í þessum mánuði ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikið pláss nýja Hringbrautin myndi taka. Þá sé hönnun gatnamóta við Snorra- braut gölluð á margan hátt. Borgarfulltrúar hafa bent á að færsla Hringbrautar hafi verið hluti af gömlum samningi milli rík- is og borgar sem erfitt hefði verið að komast undan. Óneitanlega vakna spurningar um hvort ára- tugagamlir samningar geti verið í gildi þegar nýjar hugmyndir koma fram um skipulag. Dagur B. Eggertsson, borgar- fulltrúi og formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að þótt vissulega megi líta til einhverra vankanta á útfærslu færslunnar hafi hún verið mjög skynsamleg til þess að LSH gæti byggst upp á einni og óskiptri lóð. „Það byggði á viðauka við samning sem að stofni til var frá 1969 og gerður 1976. Á grundvelli hans var gerður nýr samningur 1998 í tilefni af bygg- ingu barnaspítala,“ segir Dagur. Spurður um hagkvæmni staðsetn- ingar LSH við Hringbraut frekar en í Fossvogi segir Dagur það hafa verið til skoðunar lengi og gerðar mjög ítarlegar úttektir á því máli sem leiddu til þessarar niðurstöðu. „Þar horfðu menn í fyrsta lagi til þess hvort landrýmið væri nægt. Það var sannarlega svo, en til þess þurfti færslu Hringbrautar. Hins vegar horfðu menn til sóknarfær- anna sem liggja í návíginu við há- skólaumhverfið og meðal þeirra sem voru í nefnd um staðarval var rektor HÍ. Borgaryfirvöld hafa alltaf haft þá stefnu að leiðarljósi að LSH byggist upp á einum stað og því greitt götu ríkisstjórnarinn- ar, sem hefur einnig þá stefnu. Þannig geti spítali verið miklu meira en einangraður heimur að- skilinn frá samfélaginu og orðið hvati að nýsköpun og öflugra at- vinnulífi með hálaunastörfum.“ Hvað varðar neikvæð áhrif sex akreina Hringbrautar á uppbygg- ingu íbúðarbyggðar í Vatnsmýri segir Dagur mikilvægt að horfa til tilkomu Hlíðafótar og Öskjuhlíðar- ganga, en þegar þessi tvö umferð- armannvirki verði komin í gagnið verði mögulegt að mjókka Hring- brautina aftur í tvær akreinar í báðar áttir og bæta þannig stöð- una gagnvart landnýtingu umtals- vert. Fréttaskýring | Færsla Hringbrautar byggist á heildarmynd LSH Öflug tengsl LSH við HÍ Sameinaður Landspítali styrki nýsköpun og öflugra atvinnulíf Umferð gengur greitt á nýju Hringbrautinni. Samtök um betri byggð: Dýrt land fer til spillis  Samtök um betri byggð hafa lýst því yfir að verðmæti þess lands sem verður óbyggilegt vegna helgunarsvæðis Hring- brautar sé nálægt 10 milljörðum króna. Spyrja þeir því hvort ódýrara hefði verið að flytja LSH í Fossvog, þrátt fyrir að sjálf framkvæmdin hefði verið ein- hverjum milljörðum dýrari. Dag- ur B. Eggertsson bendir á mik- ilvægi tengsla LSH við HÍ. Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is M E T S Ö L Pen nan s/E 9. -1 5. nó Sæ ti Me tsö lul isti Mb l.3 1. 10 .-1 4 11. Æ v i s ö g ur HEILLANDI ÆVISAGA B Ó K A F O R L A G B R Æ Ð R A B O R G A R S T Í G 9 , S Í M I 4 1 4 1 4 5 0 w w w . v e r o l d . i s • v e r o l d @ v e r o l d . i s Auður Eir og Edda Andrésdóttir „Skyldulesning.“ —Hemmi Gunn, Íslandi í bítið. „...lífleg og fróðleg frásögn ... ætti að bæta margan manninn.“ —Sigríður Albertsdóttir, DV p 1. p ren tun up seld 2. p ren tun væ nta nle g STARFSSTÖÐ fyrir eftirfylgni geðsjúkra var tekin formlega í notkun í gær af Jóni Kristjánssyni, heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra. Er starfsstöðin starfrækt á vegum Heilsugæslunnar og Hugarafls. Auð- ur Axelsdóttir iðjuþjálfi er í forsvari fyrir starfsstöðina og segir hún þjónustu hennar vera eftirfylgni út í sam- félagið fyrir fólk með geðraskanir og sé hún sett upp með þessum hætti svo fólk með geðræn vandamál eigi auðveldara með að leita þjónustu í sínu nærumhverfi og það fái jafnfram stuðning út í samfélaginu við að ná valdi á þeim hlutverkum sem einstaklingar takast á við, hvort sem er í vinnu, skóla eða inni á heimilinu. Segir Auður verkefnið hafa verið tilraunaverkefni síð- ustu tvö árin sem nú hafi verið fest í sessi með eigin starfsstöð en árangursmat á vordögum leiddi í ljós að starfið skilaði góðum árangri. Auk Auðar hafa tekið til starfa annar iðjuþjálfi og einn sálfræðingur við starfs- stöðina. Segir Auður að starfsemin felist í eftirfylgni sem byggir á þjálfun, fræðslu og ráðgjöf og fer hún gjarnan fram á heimili einstaklinganna þannig að ein- staklingurinn nái að viðhalda bata sínum og geti tekist á við daglegt líf og eins byggi starfið á því að byggja upp tengslanet þar sem aðstandendur og vinir eru virkjaðir og skilgreint er hver sinni hvaða hlutverki í tengslanet- inu. Þá fari starfsemin einnig fram í hópastarfi með að- standendum og Hugarafli, og viðtölum inni á starfsstöð- inni. Reynt að minnka þörf á sjúkrahúsinnlögnum Verkefnið hefur Auður byggt upp á notendarann- sóknum, hugmyndafræði iðjuþjálfa og valdeflingar þar sem farið er eftir því sem aðstandendur og notendur segja að virki í bataferli. Markmið verkefnisins er að efla möguleika á eftirfylgni utan stofnana gagnvart fólki með geðraskanir og aðstandenda þeirra. Miðað er að því að hægt sé að grípa inn í ferli sem gjarnan leiði af sér óvirkni og færnisskerðingar og að efla með því fyr- irbyggjandi þátt sem minnkar þörf á sjúkrahús- innlögnum. Unnið er að því að efla virkni og þátttöku einstaklingsins í samfélaginu og að efla og viðhalda færni þannig að hann geti sinnt hlutverkum sem vilji, geta og þörf krefur. Þá er markmiðið að fyrirbyggja fé- lagslega einangrun. Starfsstöðin er til húsa að Bolholti 4 í Reykjavík. Morgunblaðið/Ásdís Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslunnar, og Jón Kristjánsson ráðherra ásamt starfsmönnum starfsstöðv- arinnar, þeim Auði Axelsdóttur iðjuþjálfa, Ásu Guðmundsdóttur sálfræðingi og Þórhildi Sveinsdóttur iðjuþjálfa. Þjónusta sem stuðlar að bata geðsjúkra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.