Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Aðalfundur
Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra verður haldinn
fimmtudaginn 24. nóvember nk. og ER ÖLLUM OPINN.
Fundurinn verður haldinn í sal Umhyggju á 4. hæð á Háaleitisbraut 11-13
og hefst klukkan 19:00 með léttum veitingum.
ATH! Fundurinn verður táknmálstúlkaður.
Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra
Society of Parents and Benefactors of the Hearing Impaired.
http://www.fsfh.is • fsfh@fsfh.is
Þetta er ekkert mál fyrir okk-ur. Mamma er svo geðgóðog við höfum alltaf veriðmjög nánar, enda er ég eina
dóttir hennar,“ segir Sigríður María
Sigurðardóttir aðspurð hvort það sé
ekkert erfitt fyrir þær að vera svona
mikið saman, sérstaklega í ljósi þess
að mæðgnasambönd hafa tilhneig-
ingu til að vera þó
nokkuð dramatísk.
„Auðvitað erum við
ekki alltaf sammála,
en okkur tekst að
leysa málin án þess
að hnakkrífast. Ég
reyni að koma
nýjum sjón-
armiðum að og
mamma miðlar
mér af sinni
reynslu, sem
er orðin mikil,
því hún stofn-
aði þennan ball-
ettskóla fyrir tuttugu og þremur ár-
um.“
Guðbjörg Björgvinsdóttir móðir
hennar tekur undir það að þær þurfi
stundum að miðla málum og segist
vera af gamla skólanum, en hún hefur
lifað og hrærst í ballett frá því hún
var lítil stúlka. „Ég byrjaði að læra
ballett þegar ég var sex ára, hjá Sig-
ríði Ármann. Seinna fór ég í Ballett-
skóla Þjóðleikhússins og þegar ég var
sautján ára byrjaði ég að aðstoða við
kennslu þar. Ég tók „advanced“ próf
frá Royal Academy of Dancing árið
1969 og einnig fór ég til Bretlands til
náms. Ég kenndi í einkaskóla alveg
þar til ég stofnaði minn eigin skóla
árið 1982.“
Öll fjölskyldan í dansi
„Síðasta skiptið sem ég dansaði á
sviði, þá var ég með Siggu í mag-
anum, komin fjóra mánuði á
leið,“ segir Guðbjörg til að
leggja áherslu á hversu
samstiga þær mæðgur hafi
alla tíð verið í ballettinum.
Sigga lærði líka ballett,
rétt eins og mamma og var
í Ballettskóla Þjóðleik-
hússins. Hún fór að leggja
móður sinni lið í Ballettskól-
anum strax á unglingsaldri. „Ég hef
verið að kenna með henni síðan þá,
fyrir utan fjögur ár sem ég bjó í Nor-
egi,“ segir
Sigga og bætir við að það sé nánast
skylda allra fjölskyldumeðlima að
prófa ballettinn. Þau systkinin eru
tvö og bróðir hennar æfði ballett lít-
illega á yngri árum og var auk þess í
samkvæmisdönsum. Barnabörn Guð-
bjargar, tveir strákar og tvær stelp-
ur, æfa öll ballett.
Barnabörn fyrrverandi nemenda
Viðvera þeirra mæðgna er mikil í
ballettskólanum, þar er kennsla alla
virka daga og auk þess á laug-
ardögum. „Stundum
þurfum við líka að vinna
á sunnudögum, þegar
undirbúa þarf sýningar.
Þá er heimili mitt und-
irlagt, sér hvergi í sófa
eða borð fyrir tjulli og
allt flýtur í efnum og
spottum, því við Sigga
sjáum um að sauma
búningana fyrir sýningar
skólans,“ segir Guðbjörg
með glampa í augum,
enda er ballett líf hennar
og yndi. Nemendurnir í
skólanum hennar eru frá
þriggja ára aldri og alveg
upp í rúmlega tvítuga
krakka. „Mér finnst
svo gaman að sjá
framfarirnar og fylgj-
ast með þeim þroskast.
Og til mín koma barnabörn þeirra
sem voru að læra hjá mér á fyrstu ár-
um skólans. Mér þykir voðalega vænt
um það.“
Ballettskóli Guðbjargar hefur alla
tíð verið með aðstöðu í Íþróttahúsinu
á Seltjarnarnesi, þar til nú nýlega að
hún flutti sig yfir á Eiðistorg. „Við er-
um alsælar að vera komnar í stærra
og fullkomnara húsnæði
sem við hönnuðum frá
grunni sem ballettskóla.“
Rán leiddi af sér
ballettbúð
Sigga hefur nýlega opnað
sérverslunina Arena í nýja
húsnæði ballettskólans, en
þar fæst allt sem viðkemur
ballett, djassi og samkvæm-
isdönsum. Hugmyndin fædd-
ist í London í sumar, þegar
hún var rænd í ballettbúð-
inni Freed of London.
„Vegabréf, farseðlar og pen-
ingar fóru forgörðum og það
voru aðeins þrír tímar í flugið
okkar heim. Þetta var mikið
mál en varð til góðs að því leyti
að í framhaldinu þá ákvað ég að
opna búð hérna heima með þessum
Freed vörum sem eru þekktar um
allan heim.“ Freed vörumerkið hefur
þó nokkurt tilfinningalegt gildi fyrir
Guðbjörgu mömmu hennar, því svo
skemmtilega vill til að fyrstu ball-
ettskórnir sem hún eignaðist voru
einmitt frá Freed. „Þetta voru rauðir
æfingaskór sem frændi minn keypti
handa mér í útlöndum þegar ég var
nýbyrjuð í ballett.“
Stór sýning á hverju vori
Guðbjörg segir að sér þyki vænt
um þegar foreldrar fyrrverandi nem-
enda hennar segi henni að börnin
þeirra búi vel að ballettinum þegar
þau komist á fullorðinsár. „Þau búa
að örygginu og sjálfstraustinu sem
þau öðlast við það að koma fram fyrir
fólk. Það krefst töluverðs sjálfsaga að
koma fram á svið fyrir framan fullan
sal af fólki og skila af sér því sem búið
er að læra, en skólinn er með stórar
nemendasýningar í Borgarleikhúsinu
á hverju vori. Við
gerðumst svo djarfar síðasta vor að
setja upp annan þátt af Svanavatninu
með elstu nemendunum okkar. Ég
hefði ekki þorað að láta mig dreyma
um að gera þetta þegar ég var að
byrja með skólann, en þessi sýning
tókst rosalega vel. Ég sat sjálf
frammi í sal með áhorfendum á seinni
sýningunni, en það hef ég aldrei gert
áður. Þetta var ógleymanleg stund.
Ég fékk tár í augun og fann hvað ég
var stolt af nemendum mínum.“
BALLETT | Guðbjörg Björgvinsdóttir og Sigríður María Sigurðardóttir reka saman balletskóla og verslun
Hafa alltaf verið mjög nánar mæðgur
Þær reka saman ballett-
skóla og vinna saman
sex daga vikunnar við
ballettkennslu. Kristín
Heiða Kristinsdóttir
hitti dansandi mæðgur
sem elska tjull og táskó.
khk@ mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
Samhentu mæðgurnar Guðbjörg og Sigríður í kennslusalnum.
Hvíldarstaða er líka nauðsynleg.
Alltaf vantar
stráka í ballett. Einar
Jarl, sonarsonur Guð-
bjargar, lætur ekki
sitt eftir liggja að
mæta á æfingar.
Í lausu lofti!