Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SPAKUR maður mælti endur fyr- ir löngu að meta mætti þjóðfélag eft- ir því hvernig öldruðum vegnaði. Hver virðing þeim væri sýnd og hverrar umsýslu þeir nytu. Það voru orð og að sönnu. Ráðstjórnarmenn stæra sig óspart af velgengni og ríkidæmi íslenzku þjóðarinnar. Og víst er um það að mjög margt hefir gengið oss í haginn, þrátt fyrir mistæka landsstjórn. En hvernig skyldi matið verða á að- stæðum ef dæmi væru tekin af afkomu aldr- aðra sérstaklega? Myndi þá íslenzka þjóðarbúið mælast í fremstu röð? Vegnar öldruðum eins og bezt verður á kosið? Er umönnun ráðamanna þeim til handa til fyr- irmyndar? Þessum spurn- ingum má svara í einni setningu: Öll frammi- staða ríkjandi stjórn- valda í málefnum aldr- aðra hefir verið til háborinnar skammar. Var þó ekki til neinnar fyr- irmyndar þar áður, enda hið op- inbera þá ekki löngum í færum um að sinna hagsmunum aldraðra á borð við það sem við blasir í dag. Hvernig má það vera að tekjur aldraðra hafa ekki fylgt verðlagi og kaupmáttur ráðstöfunartekna þess vegna stórum rýrnað? Persónuafsláttur og skattleys- ismörk hafa heldur ekki fylgt hækk- un verðlags. Af 100 þúsund króna rauntekjum fyrir 15 árum greiddi viðkomandi engan skatt. Í dag greiðir hann rúm 9%. Og maður spyr mann: Hvernig er farið að því að komast af með 90 – níutíu þúsund krónur – á mánuði? Svör gefast engin en staðreynd er það m.a. að þriðjungur aldraðra hef- ir ekki fjárhagslegt bolmagn til að halda heimili og á ekki annarra kosta völ en hrekjast á stofnanir með auknum kostnaði fyrir hið opinbera. Ef menn halda að þessi staða aldr- aðra sé tilviljun þá er það misskiln- ingur. Stefna stjórnvalda hefir síð- asta áratuginn verið sú, að færa fjármagnið á sem fæst- ar hendur, og heitir ný- frjálshyggja. Enda mata fósarnir krókinn og skemmta sér ótæpi- lega. Yfirmenn banka hrammsa til sín hundr- uð milljóna – Íslands- bankamaður 200 millj- ónir í aukagetu á þrem mánuðum og KB-stjóri 400 milljónir – og greiða af hnyskjunum 10% fjármagns- tekjuskatt. Að ekki sé minnzt á gripdeild sjáv- arauðlindarinnar. Spurning: Hvernig í ósköpunum má það vera að ráðstjórn skuli leyfa sér slíka fram- komu við aldraða, sem raun ber vitni? Níðast á þeim og svíkja gerða samninga? Hvernig stendur á því að héðnar, sem stunda atkvæða- kaup með fullar hendur fjár frá stórgróðamönnum og léns- herrum, skuli haga sér með þessum hætti gagnvart öldruðum? Svarið er einfalt. Sáraeinfalt. Þeir hafa reynslu fyrir því að aldr- aðir Íslendingar eru trygglyndir menn og kjósa flokkinn sinn fram í rauðan dauðann. Þó er vissara að treysta því ekki alveg og þess vegna er áróður hafinn fyrir hverjar kosningar og loforð gefin um bót og betrun – en allt svik- ið að kosningum loknum, eins og reynslan sýnir. Aldraðir eiga aðeins eitt ráð: Að velja svikarana ekki áfram til valda. Hversvegna? Sverrir Hermannsson fjallar um kjör aldraðra Sverrir Hermannsson ’Öll frammi-staða ríkjandi stjórnvalda í málefnum aldr- aðra hefir verið til háborinnar skammar.‘ Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins. SÍÐASTLIÐIÐ ár var ég búsett í París, reyndar í hinu frekar fína 16. hverfi og því í góðri fjarlægð frá út- hverfunum sem verst hafa orðið úti í óeirðunum sem ríkja í Frakklandi um þessar mundir. Þó kynntist ég fólki sem þar bjó, innflytjendum sem innfæddum, og heimsótti oftar en einu sinni. Óeirðirnar og kynni mín af hinu franska samfélagi hafa komið mér til að hugsa um mál innflytjenda og þá fordóma og erf- iðleika sem þeir mæta í sínum nýju sam- félögum, sem virðast vera rót reiðinnar sem fær nú útrás í Frakk- landi (og reyndar fleiri löndum Evrópu). Óeirðirnar, ofbeldið og skemmdarverkin eru á engan hátt afsakanleg eða líðandi, en mér virðist augljós sá dýrmæti lærdómur sem draga má af þessum atburðum. Ís- lendingar eru í þeirri sérstöku að- stöðu að innflytjendur eru fáir miðað við í mörgum nágrannalöndunum, þótt þeim fari fjölgandi. Þess vegna er upplagt fyrir okkur að læra af mis- tökum annarra þjóða til þess að við getum tekið betur á móti þeim sem hingað flytjast og afkomendum þeirra, til að koma í veg fyrir svipuð vandamál og Frakkar horfast nú í augu við. Til að svo megi verða þurfa allir að taka höndum saman, ekki nægir að benda á stjórnvöld eða skort á tungumálakennslu, fordómar úti í samfélaginu eru skaðlegri en margan grunar, og útbreiddari en virðist við fyrstu sýn. Við lestur Morgunblaðsins þriðju- daginn 8. nóvember var mér illa brugðið. Í stórri frétt á bls. 16 sem fjallaði um óeirðirnar var sagt frá því að maður hefði látist af völdum sára sinna „sem hann hlaut er ungir mús- limar misþyrmdu honum“. Ekki get ég séð að trúarbrögð komi málinu á neinn hátt við í þessu samhengi, en ef svo er, af hverju var þá ekkert minnst á trúarbrögðin sem franska fórn- arlambið aðhylltist? Og af hverju var ekki útskýrt í greininni hvað trúar- brögð koma málinu við? Haft er eftir lögreglunni í sömu frétt að „mús- limarnir séu beinlínis farnir að ögra lögreglunni og beita skotvopnum“. Aftur skar þetta í augun. Allir mús- limar kannski? Eru þetta íslamskir heittrúarmenn? Ef einhverjir ögra yfirvöldum með skotvopnum er sann- arlega ástæða til að óttast þá sem það gera. En er þar með ástæða til að ótt- ast múslima eða ætti óttinn að beinast að þeim óeirðaseggjum sem um ræðir, óháð því hvaða trú þeir aðhyll- ast? Áfram hélt fréttin og sagði frá því að „mestu hervirkin hafa ungu múslimarnir unn- ið í eigin hverfum þar sem þeir hafa brennt bíla í eigu trúbræðra sinna“. Enn og aftur rak ég upp stór augu; eru óeirðirnar trúarlegs eðlis? Getur verið að ísl- amskir öfgamenn séu að snúast hver gegn öðrum? Rétt er að í úthverfunum þaðan sem flestir óeirðaseggirnir koma búa margir innflytjendur, og flestir þeirra koma frá fyrrum nýlendum Frakka í Norður-Afríku, sem aftur eru lönd byggð að mestu af múslimum. En er samt rétt að gefa óeirðaseggjunum þennan trúarlega stimpil? Að sjálf- sögðu gefur það fréttinni meira gildi að minnast á bakgrunn óeirðaseggj- anna en mér finnst einum of langt gengið þegar, í frétt um óeirðirnar, orðið múslimar er notað þrisvar sinn- um til að vísa til óeirðaseggjanna, en orðin óaldaflokkar og ungmenni not- uð aðeins einu sinni hvort í sama til- gangi. Í þremur tilfellum var orðið múslimar sett inn í setningu í staðinn fyrir orð eins og óeirðaseggi eða eitt- hvað sambærilegt. Sama dag á for- síðu Morgunblaðsins er haft eftir de Villepin, forsætisráðherra Frakka, að ástæðulaust sé að ætla að ofstæk- isfullir íslamistar eigi verulegan hlut að máli, þótt ekki megi horfa alger- lega framhjá þætti þeirra. Ekki get ég skilið hvernig Morgunblaðið, sem kemur inn um lúguna á heimili mínu alla morgna, getur réttlætt svona fréttaflutning sem að mínu mati felur í sér dulda fordóma og er líklegur til að hafa neikvæð áhrif á viðhorf fólks til múslima og kynda undir hræðslu við þá. Í lok fréttarinnar beið mín ógn- vænleg staðreynd. Svo virðist sem 57% Frakka séu sammála Sarkozy, innanríkisráðherra Frakka, í um- mælum hans um múslima þar sem hann kallaði þá „lýð“. Ef fréttaflutn- ingur og umræða er óvönduð er ef til vill auðvelt að komast að þeirri for- dómafullu niðurstöðu að múslimar séu „lýður“. Víða heyri ég talað um að innflytjendur og afkomendur þeirra nái illa að aðlagast sínum nýju sam- félögum, en of oft gleymist að þau samfélög sem bjóða innflytjendur vel- komna verða einnig að aðlagast sín- um nýju þegnum. Eru múslimar óeirðaseggir? Berglind Eygló Jónsdóttir fjallar um fréttaflutning af óeirðunum í Frakklandi ’Ef fréttaflutningur ogumræða er óvönduð er ef til vill auðvelt að kom- ast að þeirri fordóma- fullu niðurstöðu að múslimar séu „lýður“.‘ Berglind Eygló Jónsdóttir Höfundur er heimspekinemi í HÍ. SÚ ÁNÆGJULEGA þróun á sér stað að æ fleiri ungmenni kjósa að fermast borgaralega á vegum Sið- menntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Í fyrsta sinn frá því að félagið var stofnað 1990 nær þátt- takan yfir 100 manns og er tæplega 120 ungmenni nú þegar umsóknarfrestur fyrir fermingu 2006 hefur runnið út. Ferming- arnámskeið félagsins undir traustri umsjón Jóhanns Björnssonar kennara og heimspek- ings er ákaflega vand- að og tekur á þeim fjölmörgu þáttum lífs- ins sem gott er að huga að þegar fullorð- insárin eru rétt hand- an við hornið. Mark- mið námskeiðsins eru m.a. að efla víðsýni, jafnréttiskennd, ábyrgðartilfinningu, rökhugsun, umburð- arlyndi og skilning á þjóðfélaginu. Engin trú er boðuð á nám- skeiðinu en fjallað um trúarhugtök og trú- leysi í víðu samhengi. Vegna hinnar góðu þátttöku er líklegt að það þurfi að halda tvær athafnir í vor. Skipulag er í höndum Hope Knútsson, for- manns Siðmenntar en hún er upp- hafsmaður borgaralegrar fermingar á Íslandi og á mikinn heiður skilinn fyrir linnulaust og mikið óeigin- gjarnt starf sl. 17 ár en fyrsta borg- aralega fermingin fór fram 1989 í Norræna húsinu. Siðmennt er svokallað lífsskoð- unarfélag og berst nú fyrir því að fá lögum um skráningu á trúfélögum breytt í þá veru að lífsskoðunarfélög sem fjalla um siðferði og bjóða uppá þjónustu við lífsatburði líkt og nafn- giftir, fermingu, giftingu og greftr- un, fái notið sömu réttinda og trú- félög. Þau réttindi fela í sér lög- bundna skráningu og öflun sóknar- gjalda gegnum ríkið. Siðrænn húmanismi er viðurkenndur til jafns við trúfélög víða um hinn vestræna heim og hefur m.a. náð mjög sterkri fótfestu í Noregi. Þar hafa lífs- skoðunarfélög jafnan rétt, hvort sem að þau aðhyllast trú á yfirnátt- úruleg fyrirbæri eða eingöngu almenn siða- lögmál. Það er kominn tími til að allar lífsskoð- anir með traustar ræt- ur í þjóðfélaginu njóti jafnréttis á Íslandi. Í október sl. veitti Siðmennt í fyrsta sinn sérstaka húmanistavið- urkenningu fyrir fram- úrskarandi starfsemi í þágu mannréttinda á Íslandi við hátíðlega at- höfn. Viðurkenningin féll í skaut samtök- unum Samtökin ’78. Það er mikið gleðiefni að nú hillir undir að sam- og tvíkynhneigðir fái jafnrétti með sam- þykkt nýrra laga. Þó að við búum við gott rétt- arfar og að mestu sann- gjarna löggjöf, má enn bæta um betur og efla mannréttindi hérlendis. Gott skref í þá átt væri að rækta betur Mann- réttindaskrifstofu Íslands og veita henni þá fjárveitingu sem sómi væri að en ekki það fjársvelti sem nú er í gangi. Við verðum að halda vöku okkar og m.a. koma fram af sann- girni og virðingu við þá erlenda rík- isborgara sem hingað sækja vinnu og vilja e.t.v. stofna til búsetu hér. Palli var einn í heiminum þar til að hann vaknaði upp af vondum draumi. Metþátttaka í borgaralegri fermingu Svanur Sigurbjörnsson fjallar um borgaralega fermingu Svanur Sigurbjörnsson ’Þó að við búumvið gott réttar- far og að mestu sanngjarna lög- gjöf, má enn bæta um betur og efla mann- réttindi hér- lendis.‘ Höfundur er læknir og stjórnarmaður í Siðmennt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.