Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KEYPTU 50% HLUTAFJÁR Árvakur hf., útgáfufélag Morg- unblaðsins, hefur keypt 50% hlut í Ári og degi ehf., útgáfufélagi Blaðs- ins, og var samningur þess efnis undirritaður og samþykktur á hlut- hafafundi Árs og dags í gærdag. Hallgrímur B. Geirsson, fram- kvæmdastjóri Árvakurs, segir að samningar útgáfufélaganna skapi ný sóknarfæri fyrir fjölmiðla þeirra í þágu lesenda og styrki jafnframt stöðu miðlanna í hörðu samkeppn- isumhverfi. Höfðu al-Zarqawi í haldi Íraskar öryggissveitir handtóku Jórdanann Abu Musab al-Zarqawi, meintan höfuðpaur hryðjuverka- manna í Írak, á síðasta ári en slepptu honum eftir yfirheyrslur vegna þess að þeir gerðu sér ekki grein fyrir því hvaða mann þeir höfðu á sínu valdi. Alpan flytur starfsemi sína Ákveðið hefur verið að flytja ál- pönnuverksmiðju Alpan hf. frá Eyr- arbakka til Rúmeníu og verður framleiðslu hérlendis hætt í mars næstkomandi. Ástæða flutningsins er sögð vera óhagstætt rekstrar- umhverfi hér á landi. Stjórn Alpan mun vinna að því að hjálpa þeim sem sagt hefur verið upp að fá önnur störf í samvinnu við verkalýðsfélög á staðnum. Stofnfjárhlutir í SPV seldir MP Fjárfestingarbanki hefur keypt tæplega 5% af stofnfjár- hlutum í Sparisjóði vélstjóra, alls um 160 hluti á genginu 24. Nafnverð hvers hlutar er nú um 39 þúsund krónur og greiðir bankinn því um 936 þúsund krónur fyrir hvern stofnfjárhlut eða í hátt í 150 millj- ónir króna alls. Stjórn SPV sam- þykkti viðskiptin í gær. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Umræðan 54/64 Úr verinu 18 Kirkjustarf 64/67 Viðskipti 26/29 Minningar 68/77 Erlent 20/22 Brids 78 Heima 32 Skák 81 Suðurnes 33 Myndasögur 84 Akureyri 34 Dagbók 84/87 Landið 34 Víkverji 84 Árborg 35 Staður og stund 86 Daglegt líf 38/43 Velvakandi 86 Ferðalög 44/45 Ljósvakamiðlar 98 Menning 46/53 Staksteinar 99 Forystugrein 50 Veður 99 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %          &         '() * +,,,                      www.jpv.is BÓKIN SEM UNGA FÓLKIÐ ER AÐ TALA UM „Ekki á hverjum degi sem unglingar senda frá sér svo vel heppnaðar metsölubækur.“ Árni Matthíasson / MORGUNBLAÐIÐ „Algjörlega frábær bók.“ Hugi.is 1. sÆti HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær fimmtugan karlmann, Guðbjart J. Sigurðsson, í 5 ára fangelsi fyrir manndrápstilraun með því að skera leigubílstjóra á háls í fyrrasumar við hús á Vesturgötu. Leigubílstjórinn hafði ekið fjórum mönnum að húsinu og var að ganga eftir því að far- gjaldið yrði greitt þegar atlagan var gerð. Skurð- urinn var um 18 cm langur og munaði aðeins nokkrum millimetrum að barkakýlið færi í sundur. Leigubílstjórinn sagði að einn mannanna hefði setið í farþegasæti fram í og hinn ákærði verið kominn út úr bílnum. Þeir hefðu átt orðastað um hver ætti að greiða fargjaldið og því hefði glugg- inn bílstjóramegin verið opinn að fullu. Lýsti hann því að ákærði hefði farið með hönd í vasa, að því að hann taldi til að ná í peninga. Hann hefði þá litið til hægri en þá fundið eitthvað heitt leka niður háls- inn á sér. Hann hefði litið upp og séð ákærða yggldan á svip vera að draga höndina að sér. Leigubílstjórinn fór strax út úr bílnum, leitaði skjóls í anddyri hússins og hringdi í lögregluna. Hnífurinn fannst aldrei þrátt fyrir mikla leit. Árásargjarn með víni og hótaði lögreglu Ákærði neitaði sök og sagðist viss um að hann hefði ekki ráðist á leigubílstjórann, jafnvel þó að hann myndi afar lítið eftir atvikum næturinnar. Fyrir dómi kom fram að hann verður árásargjarn með víni og hafði áður en til árásarinnar kom hót- að mönnum með hnífi. Þá hótaði hann lögreglu- mönnum sem handtóku hann um nóttina að þeir yrðu skornir á háls, án þess að þeir hefðu nokkru sinni nefnt að hann hefði verið handtekinn vegna gruns um árásina. Héraðsdómur segir í niðurstöðu sinni, að fyrstu frásagnir leigubílstjórans og annars manns, bæði þegar þeir lýstu atburðinum í símtölum sínum við Neyðarlínuna af vettvangi og fyrir lögreglu stuttu síðar, gefi skýrt til kynna að enginn efi hefur þá verið í þeirra huga um að það hafi verið Guð- bjartur sem skorið hafi leigubílstjórann á háls. Enda þótt leigubílstjórinn hafi fyrir dómi ekki get- að beinlínis fullyrt að hann hafi horft framan í ákærða strax eftir atlöguna var lýsing hans þó mjög afdráttarlaus um að hann hafi séð ákærða hreyfa sig til hliðar við bílinn í áttina að Ánanaust- um og að engum öðrum geti þar hafa verið til að dreifa. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Guð- bjartur hafi í greint sinn lagt fyrirvaralaust til leigubílstjórans með óþekktu eggvopni. Taldi dómurinn að engum öðrum sé þar til að dreifa en Guðbjarti og að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greini. Málið dæmdu héraðsdómararnir Ásgeir Magn- ússon dómsformaður, Friðgeir Björnsson og Her- vör Þorvaldsdóttir. Verjandi ákærða var Hilmar Ingimundarson hrl. og sækjandi Kolbrún Sævars- dóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara. Fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps Á SNYRTISTOFUNA Dýrabæ koma kúnnar af öllum stærðum og gerðum í bókstaflegri merkingu. Sumir eru innan við tvö kíló, síð- hærðir og sprækir en aðrir eru um 70 kíló, loðnir og líflegir. Í Dýrabæ fá bæði kettir og hundar bað og klippingu fyrir jólin. Einnig er þar hægt að fá dýravörur af ýmsu tagi. „Það verða allir að vera hreinir og stroknir fyrir jólin,“ segir Guð- ríður Vestars, Gurrý í Dýrabæ, um þá miklu örtröð sem er hjá henni fyrir hver jól. Fastakúnnar, sem koma allt árið, eru meðal þeirra sem bókað hafa tíma í snyrtingu í desember en að auki koma aðrir heimilishundar af ýmsum teg- undum, allt frá smáum chihuahua- kjölturökkum upp í stóra sankti bernharðshunda. Hnoðri, sem er af tegundinni shih tzu, var afar stilltur þegar Gurrý snyrti hann, líkt og sjá má á mynd- inni. Hann fékk bæði bað og klipp- ingu og sat kyrr á meðan – í það minnsta meðan á myndatöku stóð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Loðnir, litlir og líflegir kúnnar MAÐUR á fertugsaldri var í gær úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 23. desember eftir að lögreglan í Hafn- arfirði fann fíkniefni, skotvopn og sprengiefni við húsleit í bænum í fyrradag. Einnig fundust ýmsir heimilismunir sem taldir eru stolnir. Lögreglan gerði húsleitina að fengnum dómsúrskurði og fundust þá í húsinu ríflega 100 grömm af am- fetamíni, álíka magn af hassi og rúm- lega 200 LSD-skammtar. Þá fundust haglabyssa og loftriffill, rúmlega 1 kg af dínamíti ásamt einni hvell- hettu, hnífar og hið ætlaða þýfi, s.s. sjónvarps- og myndbandstæki, DVD-spilarar, fartölvur, myndavél- ar og fleira. Þrír menn voru í húsinu þegar lög- regla fór þar inn og voru allir hand- teknir. Tveimur var sleppt að lokn- um yfirheyrslum en þeim þriðja haldið eftir. Farið var fram á gæslu- varðhald yfir manninum til 23. des- ember á grundvelli rannsóknarhags- muna, og úrskurðaði dómari við Héraðsdóm Reykjaness manninn í gæsluvarðhald seinnipart dags í gær. Að sögn lögreglu er málið talið viðamikið, og er það enn í rannsókn. Þá fór lögreglan í Reykjavík í hús- leit í borginni af sama tilefni, einnig að fengnum dómsúrskurði. Þar fund- ust ríflega 40 grömm af hassi og var einn íbúi hússins handtekinn og sleppt að loknum yfirheyrslum og telst málið upplýst. Við aðgerðir naut lögreglan í Hafnarfirði aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjórans, lög- reglunnar í Kópavogi, lögreglunnar í Reykjavík og tollgæslunnar í Reykjavík. Fundu fíkniefni og sprengiefni ÍBÚÐAVERÐ á höfuðborgarsvæð- inu hækkaði um 3,1% milli október- og nóvembermánaðar. Sérbýli hækk- aði hlutfallslega tvöfalt meira en fjöl- býli í mánuðinum, sem er svipuð þró- un og verið hefur síðustu misserin, að stærri eignir hafa hækkað meira en þær smærri. Þannig var hækkun á íbúðum í fjöl- býli um 2,5% milli október og nóvem- ber, en sérbýli hækkaði tvöfalt meira, eða um 5%, á sama tíma. Hækkun á sérbýli síðustu tólf mánuðina er þann- ig orðin 42% að meðaltali samkvæmt vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgar- svæðinu sem Fasteignamat ríkisins reiknar út. Hækkunin á íbúðum í fjöl- býli á sama tíma er 33,4%.                             !"#$%!!#&'("%" Sérbýli hækkaði um 5%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.