Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 51 Og hér heima hefur hann líka fallið í gleymsku. En nú verður breyting þar á. Í mörg ár lá Skriðu- klaustur undir skemmdum. Svo tóku menn á sig rögg; þar á meðal góðir alþingismenn á Austur- landi og forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, en þó verður að segja, að það var ekki fyrr en fyrir til- stilli Björns Bjarnasonar, þáverandi mennta- málaráðherra, að málefni Skriðuklausturs voru leidd til lykta og langafa og Austurlandi sýndur sá sómi að reisa þetta tigna setur úr öskustónni. Gunnarsstofnun var ýtt úr vör. Samstarfið um Skriðuklaustur hefur gengið óskaplega vel og það sýnt sig hvern hlýhug Austlendingar bera til Gunnars Gunnarssonar. Langafi var alltaf Aust- firðingur og samstaðan um Skriðuklaustur og Gunnarsstofnun á Austurlandi hefur skapað mjög fallegt andrúmsloft. Gunnarsstofnun er ekki einungis hugsuð sem minnisvarði um Gunnar Gunnarsson, heldur hefur hún að leiðarljósi að hugsa stærra og vera fyrir alla þjóðina. Það liggur nú fyrir að fjölskyldan mun færa Gunnarsstofnun höfundarréttinn að verkum Gunnars Gunnarssonar. Við teljum að það muni hleypa nýju lífi í útgáfu bóka hans, en sú umræða sem hefur skapazt um hann á síðustu árum hefur vakið áhuga á verkum hans. Vissulega er það svo að sum verka hans voru skrifuð á þannig máli og í þeim tíðaranda að þau eru ekki líkleg söluvara nú. En aðrar bækur hans; ég nefni Aðventu og Fjallkirkjuna, eiga fullt er- indi við okkur og framtíðina. Nú er verið að vinna að gerð teiknimyndar eftir Aðventu, Sjón skrifar handritið, og það stefnir í að þetta verði stórmynd á heimsmælikvarða. Talandi um teiknimyndir. Ég sagði frá því áðan að langafi hefði reiðzt og skellt á nóbelsnefndina, þegar hann hefði ef til vill betur haldið því samtali áfram og fallist á skiptan hlut með Laxness. Einu sinni hringdi Walt Disney í hann og vildi gera teikni- mynd eftir Aðventu. Hver eru mín höfundarlaun? spurði langafi, en höfundarlaun voru alltaf grund- vallarmál í hans huga. Heiðurinn, sagði Disney. Heldur þú að ég láti þig svipta mig höfundarrétti mínum? spurði afi, hló við þessum bandaríska stórkallahætti og endaði samtalið. Eftir á að hyggja getum við rétt ímyndað okkur hvað það hefði þýtt ef Disney hefði gert mynd eftir Aðventu í sama anda og myndirnar um Mjallhvíti og Ösku- busku.“ Gunnar! Sådan görer man ikke! – Átt þú persónulegar minningar um langafa þinn? „Það á ég sem betur fer. Hann var ákaflega reglusamur maður, næstum eins og tölva. Hann vaknaði jafnan um sexleytið og settist við skriftir. Hann hélt meðal annars dagbók. Klukkan 11.30 fór hann út að ganga og var kominn heim aftur klukkan tólf. Þá átti hádeg- ismaturinn að bíða hans á borðinu. „Franzisca! Er maturinn ekki til?“ kallaði hann, ef maturinn var ekki mættur eina mínútu yfir. Eftir hádegismat- inn tók hann það rólega, las bréf og blöð og eftir þrjú tók hann á móti gestum. Það þýddi ekkert að koma í heimsókn fyrir það. Þá sagði langamma hann alltaf vant við látinn! Á kvöldin las hann svo í bókum. Hann beitti sjálfan sig þvílíkum aga, að þegar við Skúli Björn fórum í gegnum gögnin hans, þá gátum við ekki annað en hlegið, því af- köstin voru með ólíkindum. Fyrir utan sína hefð- bundnu vinnu hélt hann dagbækur, sinnti gríð- armiklum bréfaskriftum, hreinritaði gömul bréf, safnaði frímerkjum, stúderaði skák og ég veit ekki hvað og hvað! Langafi minn var mjög hlýr maður, þegar hann var ekki upptekinn. En þegar hann var upptekinn, þá var hann upptekinn! Einu sinni braut ég hús- reglurnar og læddist upp til hans, þegar hann var að vinna. Það varð uppi fótur og fit á neðri hæð- inni, en ég komst mína leið. Afi, hvað ertu að gera? spurði ég. Ég er bara að skrifa eitthvað, vinur, sagði hann og skipti ekki skapi við þessa truflun, heldur leiddi mig fram og ég fór niður aftur; sigri hrósandi. En sá sigur varð nú nokkuð blandinn fyrir augnaráði langömmu! Hún langamma var hvorki stóryrt né hávær. Hún skammaði langafa nær aldrei. Ég man eftir sögu, sem mamma sagði mér um eina skiptið, sem hún sá langömmu skipta skapi við langafa. Hann átti það til að vera stríðinn. Þegar þetta gerðist var hann kominn um áttrætt. Hann var þá að fara í háttinn og kominn með ísvatnskönnuna sína. Í sömu andrá kom mamma heim, funheit í lopa- peysu, og í sömu andrá og hún gekk framhjá, þar sem langafi faldi sig, hellti hann úr ískönnunni of- an í hálsmálið hjá henni. Svo hló hann og skríkti eins og smástrákur, en mamma hljóp hágrátandi til langömmu og sagði frá. Þá fór hún upp og sagði leiftrandi af reiði: Gunnar! Sådan görer man ikke! Og langafi varð lúpulegur og horfði í gaupnir sér!“ velt að skrumskæla þessa hluti og erfitt fyrir lang- afa að verjast því. Ástæða fundar í Berlín í ársbyrjun 1940 var að Hitler vildi gera langafa að sínu megin-ger- manska skáldi, sem hann afþakkaði. Hann notaði þetta tækifæri til þess að ræða Finnastríðið, sem varð til þess að Hitler brjálaðist, öskraði í allar áttir og fór allt í einu að tala eins og honum fyndist langafi vera finnskur rithöfundur. Þannig skildi með þeim. Skömmu síðar fékk langafi tilkynningu frá skandinavíska félaginu í Þýzkalandi um að honum væri hyggilegast að koma sér úr landi inn- an 24 tíma. Langafi var í danska heimavarnaliðinu og tók algjöra afstöðu gegn nazismanum. Hann var að vísu mikill Þýzkalandsvinur, en hann vingaðist ekki við nazismann! En svo er á hitt að líta, að það er ekki hægt að bera saman stöðuna í Þýzkalandi á síðari hluta fjórða áratugarins og þess sem síðar varð. Þeir voru að kveða niður verðbólgu og atvinnuleysi og fleirum en langafa þótti til um það. En sú aðdáun var fljót að gufa upp, þegar nazisminn sýndi sitt rétta andlit. Nei. Langafi var langt í frá nazisti. En hann þurfti að burðast alla ævi með þessa drauga. Þeir sóttu meira að segja að honum í sjónvarpsþætti, sem hann tók þátt í hálfum mánuði áður en hann lézt. „Getið þið ekki látið manninn í friði,“ sagði Halldór Kiljan Laxness, sem líka var í þættinum, en langafi var þá svo hrumur orðinn að hann las orð sín upp af blaði, en sagði ekkert utan þess.“ Getur þú einhvern tímann fyrirgefið mér? – Vörpuðu nóbelsverðlaunin engum skugga á samband langafa þíns og Laxness? „Það held ég í raun ekki. Þeim var vel til vina áður og sú vinátta hélzt. Þeir báru djúpa virðingu hvor fyrir öðrum og þýddu bækur hvor annars. Ég held að það hafi verið einhver ólýsanlegur sterkur þráður á milli þeirra og langafa fannst alltaf að Halldór ætti skilið að fá nóbelsverðlaunin. Enda var Laxness ekki aðili að þeim undir- málum sem höfðu nóbelsverðlaunin af langafa. Þar lögðu aðrir hönd á plóg.“ – Einn fjórmenninganna, sem skeytið sendu, vildi friðmælast við langafa þinn. „Já, það var á 75 ára afmæli hans, þegar hann fékk stórriddarakross Fálkaorðunnar í Ráð- herrabústaðnum. Þar hélt langafi ræðu og í fyrsta og eina skiptið talaði hann opinberlega um aðförina að sér 1955, en allt undir rós. Þeir sem til þekktu gátu þó ráðið það af orðum hans að hann vissi málavexti. Þegar hann var svo að fara, var að klæða sig í frakkann, kom Sigurður Nordal, tók í höndina á honum og sagði klökkur eitthvað á þessa leið: Forni vinur. Getur þú einhvern tímann fyrirgefið mér? Langafi horfði í augun á honum og gekk orðalaust út.“ Ævisaga og teiknimynd eftir Aðventu Skjöl Gunnars Gunnarssonar hafa verið afhent Þjóðarbókhlöðunni. „Þegar mamma dó í fyrra, hafði hún gróf- flokkað um einn þriðja af skjalasafni langafa og komið því til varðveizlu ríkisins. Síðan héldum við Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunn- arsstofnunar, verkinu áfram og fyrir stuttu síðan afhentum við Þjóðarbókhlöðu safnið. Aðgangur að því verður þó lokaður um sinn meðan nánari flokkunarvinna fer fram á handritum, bréfasafni, úrklippum og fleiru. Það er verið að taka þetta mjög föstum tökum og útlit fyrir að þetta muni liggja endanlega fyrir mjög fljótlega og verður þá meðal annars góður grunnur að ævisögu langafa.“ – Sem hver skrifar? „Akkúrat núna vil ég ekki greina frá því, hver höfundurinn verður, en Edda útgáfa gefur bókina út. Sveinn Skorri Höskuldsson var byrjaður á ævisögu langafa. Honum entist ekki aldur til þess að ljúka því verki, en hann hafði viðað að sér gríð- arlegu magni af áhugaverðum gögnum, eins og samtölum við vini og samtíðarmenn langafa. En við einblínum ekki á ævisöguna. Það sem er jafnframt jákvætt við þessa úrvinnslu er að nú opnast gögnin öllum sem hafa áhuga á lífi og starfi langafa og þá á ég ekki bara við sértiltæka fræði- menn. Það er margt fróðlegt þarna og meðal ann- ars taldist okkur Skúla Birni svo til, að um 100 blaðagreinar hefðu birzt í Þýzkalandi við andlát langafa.“ – Hvernig má það vera, að bækur Gunnars Gunnarssonar eru vart fáanlegar hér á landi núna og hann virðist líka horfinn úr danskri bók- menntaumræðu? „Það er rétt að það er ekki vikið að honum einu orði í nýrri stórri danskri bókmenntasögu og var hann þó söluhæsti rithöfundur í Danmörku í ára- tugi. Og þar í landi voru þá 300 blöð, sem skrifuðu öll um hann stanzlaust meira og minna á hverjum einasta degi. Það er með ólíkindum að slíkur rit- höfundur skuli vera horfinn af bókmenntahimni Dana. Hann var alla tíð örlátur við Ísland og Íslend- inga, heima og erlendis. Hann kynnti Íslend- ingasögur í Danmörku og barðist meðal annars fyrir útgáfu verka Halldórs Kiljans Laxness þar í landi. Langafi var af gamla skólanum. Ég held að hann hafi trúað því, að þeir sem eru hugdjarfir og góðir menn og bera sannleikann fyrir brjósti, að þeir myndu uppskera. Eftir á að hyggja skorti hann efalaust öll slótt- ugheit; bæði persónuleg og pólitísk, til að tryggja sér nóbelsverðlaunin. Hann taldi einfaldlega að verk hans töluðu sínu máli. Staða mála í dag er sú, að almenningur hefur haldið að Halldór Kiljan Laxness einn tengist bókmenntaverðlaununum 1955. Stór hluti ís- lenzkra listamanna þekkir hins vegar þessa sögu, sem ég er að segja, þótt hún hafi ekki komið fram opinberlega fyrr en nú.“ – Af hverju ekki? „Fyrir utan það að langafi vildi ekki rjúfa trún- aðareið við frænda sinn og vin, Andrés Þormar, þá taldi móðir mín rétt, þegar afi hennar lézt, að við biðum þar til gögn nóbelsnefndarinnar yrðu gerð opinber.“ – Sem verður eftir áramótin. „Já. Það verður forvitnilegt að sjá, hvað þau hafa að geyma. Margt er nú komið fram, en ég efast um að margt skriflegt finnist um nazistahlið málsins. Hún var slíkt hitamál að menn voru ekki að festa eitthvað um hana niður á blað, heldur ræddu hana aðeins sín í milli, eins og Peter Hall- berg staðfesti við mömmu. En kannski kemur eitthvað fram í dagsljósið. Þá gott og vel.“ – Lítur þú á það sem einhver tímamót fyrir ykkur? „Mér finnst það vera ákveðinn áfangi að þess- um málum öllum hefur verið hleypt út. Í því felst viss léttir, því satt að segja hefur þetta mál hvílt nokkuð á fjölskyldunni. En nú setjum við punktinn aftan við söguna, vatnið er komið undir brúna og við getum haldið áfram.“ Þýzkalandsvinur en ving- aðist ekki við nazismann – Var Gunnar Gunnarsson nazisti? „Nei! Langafi var ekki nazisti. Hann var húm- anisti og þjóðernissinni. Hann talaði fyrir samein- ingu Skandinavíu og að konungdæmin yrðu lögð niður. Það hafði ekkert með nazisma að gera, en langafi talaði títt um það, hve oft hugsjónum hans um sameinuð Norðurlönd var ruglað saman við nazisma. Allan seinni hluta ævi sinnar barðist langafi við að hvítþvo sig af ljótum ásökunum um nazisma. Hann hafði megintekjur af bókum sínum í Þýzkalandi, þar sem hann var næstsöluhæstur á eftir Goethe. Hann hafði því mikilla hagsmuna að gæta þar og þurfti oft að fara þangað til að kynna bækur sínar og sinna útgáfumálum. Honum hlotnaðist sá vafasami heiður að hitta Hitler og Göbbels nokkrum sinnum og hann var heiðursgestur Þjóðverja í Nürnberg. Það var auð- langt frá því að vera einhlítur mælikvarði á bók- menntir. Landafræði og pólitík spila þar oft inn í. Engu að síður hafa verðlaunin sína þýðingu og eru ákveðinn virðingarvottur við rithöfundinn og verk hans. Það var ekki einasta að langafi væri sviptur þessum virðingarvotti, sem honum átti að hlotnast að ganga sjötugum, heldur gerðist það með þeim ódrengilega hætti, sem hér er komið til skila. Að veifa nazistadulunni framan í Svía var að æra óstöðugan. Halldór Guðmundsson hefur und- ir höndum bréf eins nefndarmanna í nóbelsnefnd- inni 1955, þar sem hann segir að það megi ekki veita nazista bókmenntaverðlaunin. Hægt og bít- andi breyttist landið og loks átti langafi ekki næg- an stuðning í nóbelsnefndinni. Og hér heima fyrir var pólitíkin heiftúðug, en þó ekkert miðað við það sem ríkti í listapólitíkinni. Hún var í raun erfiður og óhugnanlegur heimur og ekki fyrir viðkvæman mann að þrífast þar. Mönnum var endalaust stillt upp í fylkingar; menn voru sagðir hægri menn og vinstri menn. Langafi var í hvorugri fylkingunni, hann var aldr- ei yfirlýstur sjálfstæðismaður, hann var ekki vinstri maður og hann var ekki kommúnisti. Sá sem ekki var til vinstri, hann var úti í kuldanum. Langafi var húmanisti fyrst og fremst. Hann stóð einn úti á sínum berangri og bar sig vel, þótt hann gæti ekki unnið úr sínu reiðarslagi. Hann var stórmenni, ekki vegna ríkidæmis og frægðar, heldur fyrir það með hvaða hætti hann brauzt áfram frá fátækt, hversu gott hjartalag hans var og hvernig hann beitti sjálfan sig ótrúlegum aga. Langafi var maður gjafmildur. Í áratugi hélt hann uppi heilu fjölskyldunum í Danmörku og hérna heima. Hann styrkti listamenn og borgaði meðal annars Jóhannesi Kjarval föst mánaðarlaun. Hann og langamma gáfu íslenzku þjóðinni Skriðu- klaustur í Fljótsdal, sem er stærsta gjöf sem nokkur Íslendingur hefur í lifanda lífi gefið ís- lenzka ríkinu. Mamma kynntist vel Peter Hallberg, einum mesta stuðningsmanni Laxness í Svíþjóð. Hann sagði henni frá atburðarásinni 1955 og bað hana afsökunar á sínum þætti þar í. Hann beitti sér svo fyrir því að bók mömmu; Vandratað í veröldinni, þar sem hún fjallar um uppvaxtarárin á Skriðu- klaustri, var gefin út í Svíþjóð. Mamma sagði að hann hefði efalaust gert það í yfirbótarskyni fyrir að eyðileggja nóbelsverðlaunin fyrir afa hennar!“ Veit engan mann meiri Íslending – En nú skrifaði Gunnar Gunnarsson verk sín á dönsku og bjó í Danmörku. „Ég veit engan mann meiri Íslending en lang- afa minn. Hann elskaði Ísland og barðist fyrir málstað þess hvar og hvenær sem hann fékk því viðkomið. Og eins og hann var Íslendingur tilheyra verk hans íslenzkum bókmenntum, þótt hann byggi í Danmörku og skrifaði þau á dönsku. Það er ekki hægt að liggja honum á hálsi fyrir að fara utan. Á þeim tíma var ekki um önnur úrræði að ræða til þess að koma sér áfram. nóbelsins freysteinn@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg n er af langafa hans, Gunnari Gunnarssyni skáldi, og eftir norskan málara, Laureng.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.