Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SUNNUDAGINN 11. desember sl. birti Morgunblaðið lesendabréf frá Guðjóni Braga Benediktssyni undir yfirskriftinni hér að ofan. Þar lýsir Guðjón Bragi því yfir að hann muni ekki styðja Framsókn- arflokkinn lengur vegna frumvarps rík- isstjórnarinnar um réttarstöðu homma og lesbía. Aðdróttanir Guðjóns Braga um áhrif þess að alast upp hjá samkyn- hneigðum foreldrum eru í andstöðu við niðurstöður allra rannsókna og dæma sig auðvitað best sjálfar. En þar sem ég, eins og Guðjón Bragi, hef ver- ið stuðningsmaður Framsókn- arflokksins í fjölda ára og hef auk þess unnið nokkuð á vettvangi flokksins, get ég ekki á mér setið vegna orða hans varðandi flokk- inn. Ég vil nefnilega ekki að Framsóknarflokkurinn breytist í flokk kristinna bókstafstrúar- manna. Af hverju Fram- sóknarflokkurinn? Ég er hommi og ein af helstu ástæðum míns stuðnings við Framsóknarflokkinn er hversu vel flokkurinn hefur staðið við bak okkar samkynhneigðra í mann- réttindabaráttu okkar. Framsókn- arflokkurinn hefur farið með sveitarstjórnarmál í ríkisstjórn síðan 1995 og á þessum tíma hafa markverðustu áfangar náðst í réttindabaráttunni, má þar nefna lög um staðfesta samvist frá 1996 og síðar lagaheimild til stjúpætt- leiðinga. Nú hafa Árni Magnússon félags- málaráðherra og Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra lagt fram stórt frumvarp þar sem rétt- arstaðan er enn bætt. Í raun má segja að sé verið að stoppa í síð- ustu götin sem skilin voru eftir fyrir nær tíu árum, t.d. varðandi óvígða sambúð, tæknifrjóvganir og frumættleiðingar. Eitt stórt gat er þó eftir; frumvarpið inniheldur nefnilega ekki breyt- ingar varðandi kirkju- lega vígslu. Aftur á móti hefur Guðrún Ögmundsdóttir þing- kona Samfylkingar- innar líst því yfir að hún muni í sambandi við þetta frumvarp leggja fram breyting- artillögu við hjúskap- arlög þar sem söfn- uðum og trúfélögum verður gefin heimild til að vígja tvo menn eða tvær konur í stað- festa samvist. Fjölskyldugildin Með lesendabréfi Guðjóns Braga virðist mótbarátta „hinna sannkristnu“; til varnar „fjöl- skyldugildunum“ hafin og þá eru greinilega öll brögð leyfð. Í frétt í DV miðvikudaginn 13. desember segir: „Í frumvarpinu er það gefið frjálst og er prestum í sjálfsvald sett hvort þeir kjósa að gefa sam- kynhneigða saman í hjónaband.“ Þetta er eins og áður segir al- rangt, og hefur þegar verið leið- rétt í DV. Í frétt DV er enn fremur vitnað í hvítasunnumanninn Gest Gests- son formann Framsóknarfélagsins í Reykjavík norður þar sem hann m.a. segir að það sé „allt of langt gengið að þvinga kirkjuna til að ganga gegn orði Guðs. Þeir prest- ar sem það ætla að gera eru að hlaupa á eftir tískubylgju“. Hér er ekki annað að skilja en að Gestur haldi því fram að í frumvarpi fé- lagsmálaráðherra sé tillaga um kirkjulega vígslu. Mér þykir mjög miður að Gest- ur Gestsson sé ekki fróðari en svo um þau þingfrumvörp sem hann kýs að tjá sig um opinberlega að hann fari með hreinar rangfærslur um innihald þeirra. Ég vil a.m.k. ekki að ætla Gesti það að hann geri þetta vísvitandi í þeim til- gangi að auka andstöðuna við frumvarpið. Framsóknarflokkurinn og samkynhneigðir Ég vil minna Gest og aðra for- ystumenn flokksins á að Fram- sóknarflokkurinn hefur síðastlið- inn áratug biðlað mjög til samkynhneigðra kjósenda í und- anfara Alþingiskosninga, sér í lagi í Reykjavík, og að því er ég best veit hefur flokkurinn þar upp- skorið ágætan stuðning homma og lesbía. Auk þess hafa skoðana- kannanir undanfarinna missera sýnt að umtalsverður meirihluti þjóðarinnar styður réttindabaráttu samkynhneigðra. Það yrði því mikill álitshnekkir fyrir Fram- sóknarflokkinn færu þingmenn hans allt í einu að hlíta skipunum frá „hinum sannkristnu“. Að lokum vil ég benda á að hat- ur, fordómar og andstaða við mannréttindi geta ekki talist já- kvæð fjölskyldugildi! Samkynhneigðir og Framsóknarflokkurinn Reynir Þór Eggertsson fjallar um samkynhneigða og Fram- sóknarflokkinn ’Ég er hommi og ein afhelstu ástæðum míns stuðnings við Fram- sóknarflokkinn er hversu vel flokkurinn hefur staðið við bak okkar samkynhneigðra í mannréttindabaráttu okkar.‘ Reynir Þór Eggertsson Höfundur er hommi og fyrrv. stjórnarmaður í FUF í Reykjavík. ÞEGAR fréttin um samninga borgarinnar við ýmsar umönn- unarstéttir birtist, gladdist ég. Þegar ég sá borgarstjóra í sjón- varpinu skýra að þau tvö markmið sem hún hefði sett sér, það að hækka laun kvenna í umönn- unarstörfum og að gera borgina samkeppnishæfa um vinnuafl, gladdist ég. Ég hef hrósað borgarstjóra og varið fyrir að þora að rjúfa vítahring láglaunastefnu gagn- vart konum. Ég sá í þessum samningum langþráð tækifæri fyrir allar konur í umönnunarstörfum. Í Reykjavík eru reknir tugir leikskóla með metnaðarfullu starfi. Þar vinnur starfsfólk með mismunandi bakgrunn, sumir eru ófaglærðir, aðrir koma eftir háskóla- próf í ýmsum grein- um. En sá hópur sem leiðir starfið og hefur aflað sér til þess sérstakrar há- skólamenntunar eru leikskólakennarar. Aðför? Ég velti því hins vegar fyrir mér í fullri alvöru hvort þessir samningar séu aðför að Fé- lagi leikskólakennara. Þetta er sagt í því ljósi að ef leikskólakenn- arar hjá borginni segja starfi sínu lausu, fela prófskírteinið og end- urráða sig á sama stað en í nýju stéttarfélagi bjóðast þeim hin nýju kjör. Ef tilgátan er rétt finnst mér það einstaklega sárt þar sem leik- skólakennarar hafa fram til þessa átt í góðu sambandi við borgina. Að höggva í sama knérunn Borgarstjóri virðist ekki gera sér grein fyrir að það er óskyn- samlegt að höggva ítrekað í sama knérunn, einsog hún gerir nú. Fyrst þegar hún sagði í haust í fréttum að það vantaði ófaglært starfsfólk við leikskóla, í annað sinn með eingreiðslu sem náði ein- ungis til ófaglærðra og í þriðja sinn nú þegar leikskólakennarar eru settir skörinni lægra en aðrir jafnvel sem nemur hundruð þúsunda á ári. Afleiðingar fyrir leikskólann Umsóknum um kennaramenntun eru enn margar en hefur fækkað. Við Háskól- ann á Akureyri þar sem ég starfa hefur umsóknum fækkað svo að ég er áhyggjufull um framtíð leik- skólabrautarinnar ef þróunin verður á sama veg. Það kostar að mennta sig en flestir sjá ávinninginn meðal annars í formi betri launa og skemmti- legrar og gefandi vinnu. Undanfarin ár hef ég dáðst að þol- lyndi leikskólakenn- aranema sem sitja saman á bekk með grunnskólakenn- aranemum en látið sig hafa það eftir útskrift með sömu gráðu að vera á umtalsvert lægri launum. Alltaf bjartsýnar um að í næstu samningum verði kúrsinn réttur. En núna er ég áhyggjufull. Hvers vegna ætti ungt fólk sem er að velja sér framtíðarstarfsvett- vang að velja að vera leikskóla- kennarar? Menntun sem sam- kvæmt þessum samningum virðist vera minna virði inni í leikskól- anum en t.d það að vera sagn- fræðingur. Er það ekki öfugsnúið þegar óskyld háskólamenntun gef- ur meira í aðra hönd en sér- menntun á fagsviði? Nú spyr ég hvað finnst öðrum borgarfulltrúum um það? Spurt er hver er þeirra er skoðun. Á að leyna próf- skírteini sínu? Kristín Dýrfjörð fjallar um ný- gerðan samning borgarinnar við ýmsar umönnunarstéttir Kristín Dýrfjörð ’Ég velti þvíhins vegar fyrir mér í fullri al- vöru hvort þess- ir samningar séu aðför að Fé- lagi leikskóla- kennara.‘ Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri og leikskólakennari. ÞAÐ kom mér ekki á óvart að skýrsla Stefáns Ólafssonar pró- fessors um Örorku og velferð á Íslandi í vestrænu samhengi ylli nokkrum titringi. Ég hefði hins vegar ekki búist við því fjaðrafoki sem varð og oft á tíðum á einkar ómálefnalegum nótum. Þannig var því haldið fram á Alþingi að um væri að ræða pólitískt plagg og jafnvel ónýtt. Sannleikurinn er sá að úttekt Stefáns markar tímamót í allri umræðu um stöðu mála á Íslandi. Í fyrsta sinn höfum við í höndum ýtarlega stöð- ugreiningu og vegvísi í senn. Við vitum nú að velferðarkerfið ís- lenska stendur höllum fæti. Um það þarf ekkert að deila. Við vitum að skattbyrði öryrkja hefur þyngst verulega, að endurhæfing er miklu minni en í löndunum í kringum okkur og sömuleiðis atvinnuþátttaka fatl- aðra. Verkefnið er að breyta þessu. Ég trúi því ekki að nokkur stjórnmálamaður vilji óbreytt ástand og muni standa í vegi fyrir nauðsynlegum breytingum. Hvað þarf að gera? Að mínu mati stendur tvennt upp úr sem brýnast er að breyta. Annars vegar eru það lög um almannatrygg- ingar. Þau eru margstagbætt og úrsérgengin og þjóna illa hlutverki sínu í dag. Öryrkjabandalagið hef- ur lagt það til við ráðherra rík- isstjórnarinnar að fram fari sam- eiginleg vinna ÖBÍ og stjórnvalda um að gerbreyta lögunum eða að semja ný frá grunni. Bótaþegar þekkja þá raun að leita réttar sins hjá Tryggingastofnun ríkisins og án þess að nokkuð sé hallað á starfsmenn þeirrar stofnunar virk- ar hún ekki sem skyldi. Vandræða- lögum og ruglingslegum reglu- gerðum er fyrst og fremst um að kenna. Um þessar breytingar ætti að geta tekist víðtæk sátt. Í þeirri vinnu þarf að miða við að einfalda lögin og gera þau gegnsæ. Tryggja þarf öryrkjum almennilegar grunnbætur og draga úr tekju- tengingum. Hitt snýr að menntunarmálum fatlaðra, starfsendurhæfingu og atvinnuþátttöku. Þarna þarf að gera stórátak. Miðað við almenna atvinnuþátttöku er hlutfallsleg þátttaka öryrkja í atvinnulífinu hér á landi einkum sambærileg við Pólland og Grikkland. Svona vilj- um við ekki hafa þetta í einu af ríkustu löndum heims og þar sem atvinnuleysi er lítið. Það þurfa allir hlutverk í lífinu og skylda okkar nú er að svara kallinu og bregðast ákveðið við þessu ófremdarástandi. Hvernig förum við að þessu? Það brýnasta er að hafa um þessar breytingar víðtækt samráð og samvinnu milli heildarsamtaka fatlaðra, stjórnvalda og stjórn- arandstöðu. Ég tel sömuleiðis mik- ilvægt miðað við umfang breyting- anna að aðilar vinnumarkaðarins komi að verkinu. Við höfum ekki mikinn tíma því þolinmæði fólks er á þrotum. Sérstaklega á þetta við um almannatryggingarnar. Innan Öryrkjabandalagsins munu starfsnefndir móta grunn- tillögur að breytingum og síðan munum við leyta eftir víðtæku samstarfi um þær. Það segir sig sjálft að afar mikilvægt er að ÖBÍ gegni stóru hlutverki í þessari vinnu þannig að sem best sam- félagssátt megi verða um hana. Um leið reynir á hvort stjórnvöld hafi raunverulegan vilja til sam- ráðs við samtök fatlaðra því það er grundvöllur þess að vel takist til. Það verður eftir því tekið hvort einhverjir hafna okkur um þetta samstarf. Ég tel hér um eitt stærsta tæki- færi okkar að ræða til að skapa fötluðum og sjúkum nýjan til- verugrundvöll á Íslandi. Þótt málið sé stórt njótum við smæðarinnar í þessu landi og því getum við vel sett okkur það að markmiði að inn- an árs hafi fullmótaðar tillögur að nýjum lögum um almannatrygg- ingar litið dagsins ljós. Öryrkjar eiga það inni að allir standi nú saman um bættan hag þeirra. Stöndum saman um bættan hag öryrkja Sigursteinn Másson fjallar um málefni öryrkja ’Það brýnasta er aðhafa um þessar breyt- ingar víðtækt samráð og samvinnu milli heildar- samtaka fatlaðra, stjórnvalda og stjórn- arandstöðu.‘ Sigursteinn Másson Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Hulda Guðmundsdóttir: „Ég tel að það liggi ekki nægilega ljóst fyrir hvernig eða hvort hinn evangelísk-lútherski vígsluskilningur fari í bága við það að gefa saman fólk af sama kyni …“ Birgir Ásgeirsson: Opið bréf til vígslubiskups Skálholtsstift- is, biskups Íslands, kirkjuráðs og kirkjuþings. Jakob Björnsson: Útmálun helvítis. „Álvinnsla á Íslandi dregur úr losun koltvísýrings í heiminum borið saman við að álið væri alls ekki framleitt og þyngri efni notuð í farartæki í þess stað, og enn meira borið saman við að álið væri ella framleitt með raforku úr elds- neyti.“ Þorsteinn H. Gunnarsson fjallar um rjúpnaveiðina og auglýsingu um hana, sem hann telur annmarka á. Eggert B. Ólafsson: Vega- gerðin hafnar hagstæðasta til- boði í flugvallarrútuna. Örn Sigurðsson: Bornir eru saman fjórir valkostir fyrir nýj- an innanlandsflugvöll. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.