Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 33
MINNSTAÐUR
– stæði fyrir alla
... svo í borg sé leggjandi
Nú er einnig hægt að greiða
fyrir stæði við stöðu- og miða-
mæla í gegnum gsm-síma.
Upplýsingar um skráningu
á www.rvk.is/bilast
Á bíl í jólaösinni í miðborg Reykjavíkur.
Hvað má bjóða þér? Miðastæði,
stöðumæli eða bílahús. Viltu greiða
með korti eða krónum, eða kannski
gsm símanum þínum?
Tímamiðar úr miðamælum gilda
áfram þegar lagt er við stöðumæli
innan sama gjaldsvæðis.
Ótakmarkaður tími býðst á stöðu-
mælum í miðborginni.
N
æ
st
Ertu að leita að gjöf?
Bílahúsin eru nú opin tveimur
klukkustundum lengur en verslanir
í miðborginni en frá 15. desember
og fram til jóla verða þau opin til
kl. 24:00. Gleðilega aðventu!
SUÐURNES
Reykjanesbær | Barnajól í Duus-húsum eru
orðin fastur liður á aðventunni í Reykja-
nesbæ.
Þá bjóða listasafnið, byggðasafnið og
bókasafnið elstu leikskólabörnum bæjarins
og yngstu grunnskólabörnunum upp á
skemmtidagskrá í listasafninu.
Í ár kom Hallveig Thorlacius íklædd
sögusvuntunni og sagði börnunum
ævintýrið „Súpan hennar Grýlu“. Grýla ætl-
ar að fara að leggja litlu ósýnilegu trölla-
stelpuna sér til munns en með aðstoð
barnanna tekst sögumanni og músinni að
bjarga stelpunni frá þeim illu örlögum.
Þegar Hallveig ætlaði að fljúga burt á
ferðaregnhlífinni í lokin bað hún börnin að
loka augunum, halda í stóru tá og telja upp
að tíu. Á meðfylgjandi mynd sést að börnin
tóku vel í þá beiðni, þótt einstaka rauð
augu komi upp um nokkra.
Börnin skemmtu sér hið besta og fengu
að taka mikinn þátt í sýningunni. Sum
meira en aðrir, eins og Sóley, leikskóla-
stelpa á Hjallatúni, sem aðstoðaði tröll-
astelpuna ósýnilegu við að halda á sér hita í
upphafi leikritsins.
Allir vildu hjálpa
litlu tröllastelpunni
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Reykjanesbær | Bæjarstjórar
Reykjanesbæjar og Húsavíkur-
bæjar hafa undirritað yfirlýsingu
um samstarf söguverkefna í bæj-
arfélögunum. Annars vegar er um
að ræða Garðarshólma á Húsavík og
hins vegar Víkingaheim í Reykja-
nesbæ. Kemur þetta fram á vef
Húsavíkurbæjar.
Um er að ræða gerð margmiðl-
unarefnis sem unnið verður fyrir
hinar væntanlegu sýningar og gagn-
kvæmar kynningar í sýningarhús-
unum. Undanfarin ár hafa verið
undirbúin metnaðarfull verkefni,
hvort í sínu bæjarfélagi sem m.a.
fjalla um þá miklu siglingarkunnáttu
sem lá til grundvallar útrás nor-
rænna manna til Færeyja, Íslands,
Grænlands og að lokum til Vínlands.
Sýningin á Reykjanesi hefur að
þungamiðju varðveislu Íslendings, í
miðju sýningar frá Smithsonian-
safninu í Bandaríkjunum. Um er að
ræða heildarkynningu á sögu vík-
inga Norður-Atlantshafsins. Þar
verður jafnframt boðin söguslóða-
kynning þar sem áhugaverðir sögu-
staðir á landinu eru kynntir.
Á Húsavík er í undirbúningi að
koma á fót fræðasetri sem tileinkað
er sænska landkönnuðinum Garðari
Svavarssyni og samferðamanni
hans, Náttfara, sem sigldu til Ís-
lands árið 870. Þar verður fjallað um
samspil vistfræði og menningar á
landnámsöld og siglingaafrek þeirra
manna sem fyrstir námu hér land.
Það er markmið samstarfsins að
stuðla að hagkvæmri úrvinnslu
kynningarefnis, sérstaklega marg-
miðlunarefnis, sem getur um margt
verið svipað að grunnefni.
Vinna saman að
gerð marg-
miðlunarefnis
Reykjanesbær | Unnið er að
því að setja upp skíða- og sleða-
brekku fyrir börn á útivistar-
svæði í hinu nýja Tjarnahverfi í
Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ.
Áhersla er lögð á það að nýta
alla mold sem til fellur við
framkvæmdir í Tjarnahverfi.
Efnið er flutt að Brennuhólnum
við körtubrautina í Innri-
Njarðvík og hleðst þar upp. Að
sögn Viðars Más Aðalsteins-
sonar, framkvæmdastjóra um-
hverfis- og skipulagssviðs
Reykjanesbæjar, verður þarna
útivistarsvæði fyrir nýju hverf-
in, meðal annars skíðabrekka.
Hóllinn fer í að minnsta kosti
fimmtán metra hæð.
Áhersla verður lögð á að
ganga frá svæðinu, meðal ann-
ars með gróðursetningu, næsta
sumar. Skíða- og sleðabrekkan
verður þá tilbúin til notkunar
fyrir börnin næsta haust ef það
skyldi festa snjó, en því treystir
Viðar Már sér ekki til að lofa.
Skíða-
brekka í
Tjarna-
hverfi