Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Íslensku jólatrén, semhér eru á markaðifyrir jólin, koma að- allega frá Skógrækt ríkis- ins og skógræktarfélögun- um, að sögn Þrastar Eysteinssonar, fagmála- stjóra og sviðstjóra þróun- arsviðs Skógræktar ríkis- ins. Íslensku jólatrén eru aðallega úr skógum sem ekki eru sérstaklega ræktaðir til að framleiða jólatré heldur er um grisj- un skóganna að ræða. Að sögn Þrastar eru nokkrir skógræktendur komnir með sér- staka reiti til ræktunar jólatráa, þeirra á meðal Skógrækt ríkisins, nokkur skógræktarfélög og skóg- arbændur. Jólatrjárækt tekur 10– 20 ár áður en hún fer að skila jóla- trjám. Betur komið hjá einkaaðilum Íslendingar eiga talsvert langt í land með að verða sjálfum sér nógir í framleiðslu lifandi jóla- trjáa. „Við erum með um 20% af markaðnum og höfum verið alla- vega tvo undanfarna áratugi. Jólatrjáaframleiðsla hjá Skóg- rækt ríkisins hefur verið að dala. Við teljum að hún sé betur komin hjá einstaklingum. Það þarf að rækta jólatrén á stöðum sem henta vel, bæði hvað varðar veð- urfar og skjól og nálægð við vegi. Eins þarf að sinna trjánum í upp- eldinu, snyrta þau og klippa, jafn- vel formklippa og allt á réttum tíma. Þá þarf að bera hæfilega á þau til að þau fái góðan lit og haldi barrinu vel. Þetta er ræktun og meira í ætt við garðyrkju en skóg- rækt,“ sagði Þröstur. Jólatrjáaframleiðslan hér hefur aðallega byggst á grisjun skóga í uppvexti. Þegar t.d. stafafura er gróðursett hjá Skógræktinni er gert ráð fyrir því að á fimm ára tímabili, t.d. frá 12–17 ára, sé hægt að ná jólatrjám úr reitnum sem samsvara ef til vill 10–15% af gróðursetningunni. Í rauðgreni er hlutfallið 20–30%. Með meiri um- hirðu er hægt að ná þessu nýting- arhlutfalli upp í um 50%. Danir hafa náð miklum árangri í ræktun jólatrjáa og „eiga“ þeir Evrópumarkaðinn í stofutrjám, að sögn Þrastar. Þeir flytja jafn- vel út jólatré til skógræktarlanda á borð við Noreg, Svíþjóð og Finn- land auk þess að sitja nær einir að Þýskalandsmarkaði. „Danir eru með mikla jólatrjáa- akra og stunda þetta eins og land- búnað. Þeir formklippa trén, bera á þau, bæla illgresi með eitri og úða þau með skordýraeitri. Þann- ig fá þeir þessa söluvöru sem Nor- mannsþinurinn er og flestir Ís- lendingar kaupa sem jólatré,“ sagði Þröstur. Það þarf ekki að vera á bratt- ann að sækja að keppa við inn- flutninginn, að mati Þrastar, en það kostar þó vinnu. Það ættu fremur að vera einstaklingar og skógræktarfélög sem fást við ræktun jólatrjáa en Skógrækt rík- isins, að hans mati. Jólatrjáarækt ætti að vera hluti af landbúnaðar- framleiðslu Íslendinga. Hæstu trén 14 metra há Þröstur segir að lifandi jólatré séu sett upp á minna en helmingi heimila í landinu. Aðallega eru það fjölskyldur með börn sem hafa lifandi jólatré. Barnlausar fjölskyldur, bæði eldra fólk þar sem börn eru flutt að heiman og yngra fólk sem ekki er með börn, eru ýmist með gervitré eða ekkert jólatré. Útitrén eru langflest innlend, en af þeim seljast um 200 tré á ári, að sögn Þrastar. Aðallega eru það bæjarfélög, fyrirtæki og stofnanir sem kaupa þau. Einnig kaupa verslunareigendur „hálftré“, en greinarnar eru klipptar af annarri hlið þeirra, til að setja utan á veggi. Skógræktarmenn geta nýtt í þá framleiðslu tré sem eru mis- vaxin á einhvern hátt. Auk inn- lendu trjánna eru reist nokkur vinabæjartré fyrir hver jól. Nokkur metingur hefur verið meðal skógarvarða í hinum ýmsu landshlutum um hver getur út- vegað hæsta jólatréð á hverju ári. Þröstur segir að það hafi verið kappsmál Kaupfélags Héraðsbúa að vera með hæsta jólatréð fyrir framan sína verslun. Flest undan- farin ár hefur það tekist og í ár er tréð úr Hallormsstaðaskógi 12,8 m hátt. Nú eru skógar á Suður- og Vesturlandi farnir að veita Hall- ormsstaðaskógi harða samkeppni. Þröstur sagði að sala jólatrjáa hjá Skógrækt ríkisins næmi 10–11 milljónum króna á ári. Skógrækt- arfélögin selja eitthvað svipað svo íslenski markaðurinn gæti numið um 20 milljónum. Þröstur sagði að innfluttu stofujólatrén væru yfir- leitt dýrari en þau innlendu svo varlega áætlað nemur sala jóla- trjáa hér á landi um 100 milljónum króna á ári. Samkvæmt upplýs- ingum frá Hagstofu Íslands nam innflutningur jólatrjáa, án rótar, 233 tonnum í fyrra og var inn- kaupsverð þeirra með flutningi (Cif) 25,6 milljónir króna. Birgir Hauksson, skógarvörður á Vesturlandi, sagði að tvö 14 metra há jólatré hefðu verið höggvin á Stálpastöðum í Skorra- dal nú í haust. Þau voru sett upp við Húsgagnahöllina í Reykjavík og hjá verslun BYKO í Breiddinni í Kópavogi. Fréttaskýring | Um 40 þúsund lifandi jólatré Um 80% jóla- trjáa innflutt Skógrækt ríkisins telur að ræktun jóla- trjáa sé betur komin hjá einkaaðilum Flest torgtré eru íslensk að uppruna. Lifandi jólatré eru seld fyrir um 100 milljónir  Um 40 þúsund lifandi jólatré seljast hér á landi á ári og má áætla að markaðurinn velti um 100 milljónum króna. Fimmt- ungur stofutrjáa, 8.000 tré, kem- ur úr innlendum skógum, en um 80% eru flutt inn. Stærri jólatré, svonefnd torgtré , sem sett eru upp á vegum bæjarfélaga og stofnana og eins hálftré, sem sett eru utan á byggingar, eru flest íslensk. Á hverju ári eru einnig flutt inn nokkur vinabæjartré. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is HRÍMÞOKA lagðist yfir Eskifjörð á dögunum og var sama hvaða nafni hlutirnir nefndust, allir voru þeir ís- aðir, jafnvel trén. Þar hefur gengið á með hlýindum og frosti til skiptis og nokkrum umhleypingum í veðrinu. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Hrímþoka á Eskifirði Fréttir í tölvupósti Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.