Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 41
Síðumúla 3, sími 553 7355.
Opið virka daga frá kl. 10-21, laugardag frá kl. 11-21 og sunnudag frá kl. 13-21.
Glæsilegt úrval jólagjafa
• Náttföt
• Náttkjólar
• Sloppar
• Undirföt
Munið
gjafakortin
DAGLEGT LÍF
„MÉR finnst gaman hvað krakk-
arnir sem koma hingað eru áhuga-
samir um allt sem er gamalt,“ segir
Snæbjörg Ólafsdóttir sem er fædd
árið 1914 og hefur því einn um ní-
rætt, en hún vílar ekki fyrir sér að
sitja í sínu fínasta pússi uppi á lofti
í gamla Árbæ í Árbæjarsafni á ár-
legri jólasýningu þar og sýnir gest-
um og gangandi hvernig roðskór
eru búnir til. Undanfarin fimmtán
sumur hefur hún setið við þá iðju í
Árbæjarsafni að sauma roðskó til
að leyfa þeim að njóta sem aldrei
hafa séð slíkt gert. Snæbjörg man
tímana tvenna og kann handbragð
sem mörgum er framandi. „Ég
gekk sjálf eingöngu í roðskóm þar
til ég varð sextán ára en þá eign-
aðist ég mína fyrstu alvöru skó.“
Óvæntur jólakjóll
Snæbjörg ólst upp við mikla fá-
tækt á Vestfjörðum á fyrrihluta síð-
ustu aldar. „Við vorum sextán
systkinin og mér var komið fyrir á
öðrum bæ hjá gamalli ekkju þegar
ég var sex ára til að vinna fyrir mér
og ég flutti aldrei aftur heim eftir
það. Þessi ekkja var efnalítil, hjá
henni var moldargólf og eldað á
hlóðum og þar var engin hátíð á jól-
unum. Ég saknaði fólksins míns
sárt og ég man hvað mig langaði
óskaplega mikið heim til mömmu og
pabba á fyrstu jólunum eftir að mér
var komið fyrir þarna, en það var of
langt í burtu til að ég kæmist til
þeirra. En seinna þegar ekkjan
hafði flutt á bæ sem var nær for-
eldrum mínum fékk ég að skjótast
heim um jólin. Hún ætlaði ekki að
leyfa mér að fara í sparikjólnum
mínum af því hann mátti ekki
óhreinkast fyrir jólamessuna. Ég
var mjög leið yfir þessu og sagði að
allir krakkarnir myndu vera svo fín-
ir, svo ég fékk að lokum að fara í
honum. Og mikið var gaman að
koma heim á þeim jólum og ég man
hvað mér þótti jólatréð fallegt sem
hann pabbi hafði smíðað, en á því
voru logandi kerti. Foreldrar mínir
komu mér heldur betur á óvart og
gáfu mér nýjan jólakjól, svo ég
hefði alveg getað komið í gamla
kjólnum.“
Roðskór Snæbjargar í Japan
Snæbjörg þurfti að vinna mikið
alla sína barnæsku og þegar hún
var aðeins sex ára hjá ekkjunni
hafði hún mörg störf á sinni könnu.
„Ég þurfti að fara fyrst á fætur á
morgnana til að setja kýrnar út í
svolitla stund áður en þær voru
mjólkaðar og ég þurfti að reka úr
túnunum á kvöldin þegar allir voru
að fara að sofa,“ segir Snæbjörg
sem hefur mikið yndi af því að sýna
roðskógerðina í Árbæjarsafni. „Mér
finnst eins og ég sé komin heim til
mömmu þegar ég kem hingað upp á
baðstofuloftið í Árbæ. Og mér
finnst gaman hvað roðskórnir hafa
gert mikla lukku og það er meira að
segja til eintak af slíkum skóm eftir
mig í Japan,“ segir Snæbjörg sem
leggur mikið upp úr því að gera
skóna nákvæmlega eins og tíðkaðist
í gamla daga og hún prjónaði líka
leppinn inn í þá.
JÓLIN | Snæbjörg Ólafsdóttir hefur lifað níutíu jól
Jólatréð sem pabbi
bjó til var svo fallegt
Morgunblaðið/Sverrir
Snæbjörg með roðskó í baðstofunni í Árbæ, þar sem allt minnir á gamla
tíma og henni líður eins og hún sé komin heim til mömmu.
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is