Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands heldur tvenna jólatónleika í dag. Þeir fyrri verða klukkan 14 og þeir seinni kl. 17. Jólatónleikarnir hafa í gegnum ár- in verið vettvangur ungs listafólks sem er að stíga sín fyrstu skref og verður engin breyting þar á nú. Fram kemur Arngunnur Árnadóttir klarinettuleikari, en hún mun leika klarinettukonsert eftir Johann Sta- mitz. Arngunnur mun þar að auki leika sína eigin kadensu. Barnakór- ar frá Flúðum og Selfossi munu koma fram sameinaðir á tónleik- unum og hafa þeir æft af kappi síð- ustu daga og vikur undir stjórn þeirra Edit Molnár og Glúms Gylfa- sonar. Nemendur úr Listdansskóla Íslands dansa við Svanavatn Tsjaj- kovskíjs en það er Anna Sigríður Guðnadóttir sem hefur samið dans- inn og þjálfað stúlkurnar. Ingólfur Gylfason verður í hlutverki Litla trommuleikarans, hann er einungis níu ára gamall en hefur náð mikilli leikni á slagverkshljóðfærin. Líkt og undanfarin ár verður Bernharður Wilkinson við stjórnvöl- inn. Kynnir á tónleikunum er leik- arinn og Geirfuglinn Halldór Gylfa- son sem mun auk hefðbundinna starfa kynnis lesa jólasögu, stýra fjöldasöng og margt fleira. Hver veit nema að sá rauðklæddi komi í heim- sókn! Morgunblaðið/Ásdís Ingólfur Gylfason, 9 ára, verður í hlutverki Litla trommuleikarans. Jólatónleikar Sinfóníunnar FERÐABÆKUR og -sögur hvers konar hafa löngum verið vinsælt lesefni víða um heim. Fyrr á tíð, þegar færri áttu þess kost að ferðast en síðar varð, skrifuðu rit- glaðir ferðalangar gjarnan frásagn- ir af ferðum sínum, jafnvel þótt þeir færu ekki nema um tiltölulega skamman veg. Þetta var öðru fremur gert þeim er heima sátu til upplýsingar og fræðslu og stund- um var ekki örgrannt um að ferða- langarnir sjálfir hefðu drjúga ánægju af því að rifja ferðir sínar upp með þessum hætti; sumir vildu jafnvel sýna að þeir væru „sigldir. Sögur af ferðalögum um sögu- frægar og fjarlægar slóðir sem fáir lesendur höfðu átt kost að heim- sækja nutu að öðru jöfnu mestra vinsælda, vöktu mesta forvitni og þóttu fróðlegastar, en þess voru einnig mörg dæmi að þeir sem að- eins brugðu sér bæjarleið segðu frá för sinni og reynslu. Slíkar frá- sagnir voru tíðum byggðar á meiri þekkingu en hinar og höfðu, þegar öllu var á botninn hvolft, síst minna menntunargildi. Hafa þær og margar lifað góðu lífi og heim- ildargildi þeirri þeirra hefur aukist eftir því sem á hefur liðið. Ísland var lengi vinsælt frásagn- arefni ferðalanga. Landið lá allt fram yfir síðari heimsstyrjöld langt utan alfaraleiðar en var í hugum margra sveipað einhverskonar dul- ar- eða ævintýraljóma. Af þeim sökum fýsti marga að fræðast um landið og margir urðu til þess að segja frá ferðum sínum hingað til lands. Ferðabækur um Ísland frá 19. öld og öndverðri 20. öld eru því tiltölulega margar og sumar einkar fróðlegar og mikilsverðar heimildir fyrir nútíma Íslendinga sem vilja kynna sér hvernig land og þjóð komu útlendingum fyrir sjónir fyr- ir einni eða tveimur öldum. Skiptir þá einnig máli að ýmsir þeirra er sóttu okkur heim á fyrri tíð voru vel menntaðir og ritfærir menn sem hingað bárust öðru fremur vegna áhuga á Íslendinga sögum og forni menningu þjóðarinnar. Ferðasagan sem sögð er á þess- ari bók er tiltölulega ung og áherslur höfundarins nokkuð aðrar en þeirra ferðabókahöfunda er hingað komu á 19. öld. Höfundur hennar er Iivari Leiviskä, en hann var prófessor í jarðfræði við há- skólann í Helsinki og þekktur vís- indamaður í heimalandi sínu. Jökl- ar og jökulruðningar voru sérgrein hans og hingað kom hann tvívegis á árunum 1925–1926 og ferðaðist víða um land. Megintilgangur Ís- landsferðanna var að kynna sér jökla en hann kynnti sér einnig sitthvað fleira og er frásögn hans athyglisverð heimild um hvernig land og þjóð komu honum fyrir sjónir. Frásögnin var öðru fremur samin finnskum lesendum til fróð- leiks. Hún er lipurlega stíluð og oft skemmtileg aflestrar en íslenskum lesendum segir hún meira um höf- und sinn og viðhorf hans en um land og þjóð á þessum tíma. Borgþór S. Kjærnested hefur þýtt bókina og tekist mætavel, að því er virðist. Ég hef að vísu ekki lesið bókina á frummálinu og kann því ekki að dæma um rétt og rangt í þýðingunni (veit reyndar ekki hvort Borgþór hefur þýtt hana úr finnsku eða öðru máli), en íslenski textinn er lipur og læsilegur. Frá- gangur bókarinnar er einnig snot- ur og hún er prýdd fjölda mynda frá þessum tíma. Ekki kemur fram hvort þær eru allar teknar af höf- undi og úr finnsku frumútgáfunni en margt bendir til þess að svo sé. Borgþór ritar stuttan inngang þar sem hann segir nokkuð frá höfundi bókarinnar og ræðir lít- illega samskipti Íslendinga og Finna. Þar segir fullum fetum, að í byrjun 20. aldar hafi þjóðirnar átt það sameiginlegt að vera hinar fá- tækustu í Evrópu. Þetta má vel vera rétt, en fer kannski nokkuð eftir því við hvað er miðað. Fátækt er afstætt hugtak, rétt eins og ríkidæmi. Í innganginum segir einnig að bókarhöfundur hafi væntanlega komið hingað í fyrri ferð sinni með jómfrúarferð skips- ins Dronning Alexandrine, ekki hafi tekist að færa sönnur á það. Þetta er ekki veigamikið atriði, en ég fæ ekki betur séð en að höf- undur segi sjálfur á fyrstu síðu frásagnar sinnar að hann hafi kom- ið hingað með fyrstu ferð skipsins. Engar villur rakst ég á við lest- ur þessarar bókar en þó er hætt við að örnefnanotkun og stað- fræðilýsingar höfundar geti á stöku stað komið íslenskum les- endum spánskt fyrir sjónir, t.d. þar sem hann kallar Hellisheiði hraun (bls. 28). Þá þótti mér kyn- legt að sjá Vaglaskóg nefndan Hálsskóg í myndatexta á bls. 132 en skýringin á því mun vera sú að mörk skóganna breyttust eftir að finnski prófessorinn var hér á ferð. Í þessum tveim tilvikum, og reynd- ar víðar, hefði verið bót að skýr- ingum og athugasemdum þýðand- ans. BÆKUR Ferðasaga Eftir Iivari Leiviskä prófessor. Borgþór S. Kjærnested íslenskaði. 178 bls., myndir. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2005. Ísland. Land frosts og funa Jón Þ. Þór Æsileg ferðasaga ERLING Klingenberg og Sirra Sigrún Sigurðardóttir opna sýn- ingar í Kling og Bang galleríi í dag kl. 17. Með sýningunni „Ég sýni ekkert en í nýju samhengi“ breiðir Erling út fagnaðarerindi góðrar listar og gefur fleirum aðgang að birting- armyndum góðs smekks og gildra mælikvarða, segir í kynningu. „Er- ling setur sig í spor bláeygra spor- göngumanna sem í góðri trú end- urtaka brattir það sem vel er gert, virkar og er viðurkennt. Ekki er gott að vita á þessari stundu hvort falleg, vel unnin og skemmtileg sýning Erlings T.V. Klingenberg í Kling og Bang gall- eríi við Laugaveg 23 skerpir eða skælir viðmiðunarkerfi listunnenda með því að taka afrit af fyrirliggj- andi mælieiningu. – Klósettkafarar eru óútreiknanlegir og aldrei að vita hvað þeir geta töfrað fram með sjónhverfingum sínum.“ Sjálfið leggst á bæn Um sýningu sína Hreyfingar – Movements segir Sirra Sigrún: „Það sem blasir við er sjálfs- mynd togstreitunnar. Sjálfið leggst á bæn – er með höfuðið falið eins og strúturinn í kassalaga heimi sem vindurinn og straumarnir leika um. Á milli sjálfsins og alt- arsins er köflött heimilisleg mót- spyrnan, bremsan eða viðspyrnan gegn kostaboðum dárafleysins. Dráttarverkið – vélin sem dregur er taflborðið eða hjartaskákin. Í rýminu er annar miðpunktur sem skapar togstreitu. Spíralstöngin röndótta sem er merki rakara um víða veröld táknaði í upphafi blóð- töku – spíralböndin voru upp- haflega sárabindi. Á miðöldum trúðu menn á lækningamátt blóð- tökunnar og það voru rakarar sem tóku verkið að sér. Þeir sem þekkja Feneyjar vita hins vegar að þar sem spíralstangirnar standa er hægt að taka gondóla á leigu og þar er dárafleyið komið til sög- unnar. Dárafleyið er farartæki listamannsins inn í heim hins mögulega raunveruleika. Rönd- óttar spíralstangir merkja upp- haf fararinnar. Þar sem mark- miðið er förin sjálf en ekki einhver sérstakur ákvörð- unarstaður. Alveg eins og ham- ingjan sjálf sem er ekki ákvörð- unarstaður heldur förin sem slík. Flaggið skal upp og haldið skal af stað með sirkusinn. Flugið skal tekið. Fáninn sem leik- ur sér í ljósinu og blaktir í vél- rænum vindinum er frummyndin en skuggarnir eftirmyndirnar – hreyfingarnar í tíðarandanum. Þar er gaman – Þar er hamingjan.“ Kling og Bang gallerí er opið fimmtudaga til sunnudaga milli kl. 14 og 18. Aðgangur er ókeypis og sýning- unum lýkur 22. janúar næstkom- andi. Hreyfingar og Ég sýni ekkert en í nýju samhengi Verk á sýningu Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur í Kling og Bang.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.