Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 342. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Tvífarar fræga fólksins Fjöldi fólks hefur lifibrauð af að líkjast öðrum | 90 Lesbók | Kyrrðin í hreyfingunni: Í Kína  Rithöfundurinn Cormac McCarthy  Thor Heyerdahl Börn | Jólasveinar í Þjóðminjasafninu  Verðlaunaleikur  Teikningar barna Íþróttir | Önnur orrusta Chelsea og Barcelona  Vieira sárt saknað  HK lagði Val NÁTTHRAFNAR gátu í fyrrinótt barið augum stóran og skýran baug í kringum tunglið. Hér var um svonefndan rosabaug að ræða en slíkir baugar myndast þegar ljósbrot verður í ískrist- öllum, sem eru einsleitir að formi, og sést baugurinn vel í tæru lofti. Óvenju tunglbjart hefur verið undanfarna daga og hefur máninn sést á himni allan sólarhringinn. Þorsteinn Sæmundsson stjörnu- fræðingur segir það stafa af því að braut tunglsins hallist miðað við jarðbrautina. „Þessa dagana geng- ur það hringinn en sest aldrei hér á Íslandi. Í Reykjavík kom það síðast upp 13. desember kl. 13.32 en sest svo ekki aftur fyrr en kl. 14.37 hinn 18. desember,“ segir Þorsteinn. Ljósmynd/Helgi J. Hauksson Rosabaugur um tunglið Bagdad. AFP, AP. | Íraskar öryggis- sveitir handtóku Jórdanann Abu Musab al-Zarqawi, meintan höfuð- paur hryðjuverkamanna í Írak, á síð- asta ári en slepptu honum eftir yf- irheyrslur vegna þess að þeir gerðu sér ekki grein fyrir því hvaða mann þeir höfðu á sínu valdi. Aðstoðarinn- anríkisráðherra Íraks, Hussain Kamal, greindi frá þessu í gær. Kamal sagði að öryggissveitir í Fallujah hefðu talið al-Zarqawi, sem sagður er bera ábyrgð á ótalmörgum hryðjuverkum í Írak undanfarin misseri, grunsamlegan og var hann í þeirra haldi í þrjár til fjórar klukku- stundir. „Íraskar lögreglusveitir sem voru í Fallujah bjuggu ekki yfir tækjabúnaði til að geta tekið af hon- um ljósmyndir eða fingraför,“ sagði Kamal. Mun þetta hafa verið áður en Bandaríkjaher réðst til atlögu gegn uppreisnar- mönnum í Fall- ujah í nóvember á síðasta ári. Kamal greindi ekki frekar frá til- drögum þess að al-Zarqawi var handtekinn en í frétt CNN sagði að írösku lög- reglumennirnir hefðu ekki borið kennsl á hann sökum þess að al-Zar- qawi hefði verið holdugri en á mynd- um sem til eru af honum, hann bar alskegg, hafði fjarlægt húðflúr af lík- ama sínum og framvísaði kúrdísku vegabréfi. Bandarískir stjórnarerindrekar sögðu ekki útilokað að það væri rétt, að al-Zarqawi hefði um tíma verið á valdi írösku lögreglunnar. Heitið er 25 milljónum bandaríkjadala fyrir upplýsingar er leitt gætu til hand- töku al-Zarqawi. „Hann er mannleg- ur, hann býr ekki yfir hæfileikum guðs almáttugs,“ sagði Kamal. „Við munum hafa hendur í hári hans.“ Handtóku al-Zarqawi en slepptu honum aftur Íraskir lögreglumenn báru ekki kennsl á Jórdanann Abu Musab al-Zarqawi  Samstarf/26 Moskvu. AP. | Saksóknaraembættið í Tétsníu hefur ákveðið að efna til lög- reglurannsóknar eftir að í ljós kom að geislavirkni í efnaverksmiðju einni í Grosní er á mörkum þess að valda „stórslysi“. Hættan stafar af geislavirkum úr- gangi en fullyrt er að geislavirknin sé á sumum svæðum 58.000 sinnum meiri en eðlilegt má teljast og að íbú- um Grosníu stafi mikil hætta af þessu, en verksmiðjan mun vera í útjaðri borgarinnar. Verksmiðjan er sögð hafa skemmst í loftárásum rússneska hersins á Grosní 1999 og hefur lítið eftirlit verið haft með henni síðan þá. Lúta áhyggj- ur manna einmitt ekki síst að þeim möguleika að öfgamenn í Tétsníu kynnu að reyna að ræna hinum geislavirka úrgangi í því skyni að búa til geislavirka sprengju, eða svokall- aða „skítuga sprengju“. Hættulega mikil geisla- virkni Eyrarbakki | Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu. Framleiðslu hér verður hætt í mars og hún hafin aftur í maí í húsnæði sem keypt hefur verið í Rúmeníu. Ástæða flutningsins er að sögn framkvæmdastjórans óhag- stætt rekstrarumhverfi framleiðsl- unnar hér á landi. Nú vinna 25 manns hjá Alpan. Alpan hf. hefur starfað á Eyrar- bakka síðastliðin 20 ár og framleitt hágæða eldunaráhöld sem næstum öll fara á erlendan markað og hafa verið seld í yfir tuttugu löndum víðs- vegar um heim. Þegar flest var hjá fyrirtækinu voru starfsmenn um 50. Erfitt rekstrarumhverfi Þórður Bachmann framkvæmda- stjóri segir að fyrirtækið keppi á al- þjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum, á sama tíma og rekstrarum- hverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnu- afli og mjög hás gengis krónunnar. Ekki er við því að búast að starfs- umhverfið batni á næstunni, að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja, hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár. Því telja eig- endur fyrirtækisins sig ekki eiga annan kost en fara með framleiðsl- una þangað sem skilyrðin eru betri. Targoviste er 100 þúsund manna bær í nágrenni Búkarest, höfuðborg- ar Rúmeníu. Móðurfélag Alpan, Look Cookware Íslands hf., hefur fest kaup á 4.800 fermetra húsnæði í Targoviste og verður framleiðsla fyrirtækisins flutt þangað í maí. Að sögn Þórðar eru flestir kostn- aðarliðir mun lægri í Rúmeníu en hér á landi og nefnir hann orku og vinnuafl í því sambandi, auk þess sem flutningsleiðir verði styttri til aðal-markaðslandanna. Skortur á vinnuafli hefur valdið því að ekki hefur verið unnt að full- nægja eftirspurn eftir framleiðslu Alpan. Síðustu ár hefur verksmiðjan að mestu stuðst við innflutt vinnuafl og nú er svo komið að hagkvæmara er að fara með reksturinn til fólksins sem vill vinna þessi störf. Framleiðslan verður stöðvuð hér á landi í lok marsmánaðar og þá verð- ur farið í að taka niður vélarnar og búa til flutnings, sem verður í maí. Starfsfólkinu hjálpað Næstu mánuði munu allt að átján Rúmenar verða hér við þjálfun í hin- um ýmsu störfum. Sá háttur var einnig hafður á þegar Alpan hf. fór af stað með rekstur eftir kaup á verk- smiðju Look í Danmörku. Fyrirhugað er að ráða 50 manns til vinnu þegar verksmiðjan tekur til starfa í Rúmeníu og stefnt að því að innan tveggja ára verði starfsmenn orðnir allt að eitt hundrað. Stjórn Alpan hf. mun í samvinnu við verkalýðsfélögin á staðnum vinna að því að hjálpa þeim, sem sagt hefur verið upp, að fá önnur störf. Alpan hættir starfsemi á Eyrarbakka Álpönnuverk- smiðjan flutt til Rúmeníu Eftir Óskar Magnússon Lesbók, Börn og Íþróttir í dag NÚ er unnið að gerð teikni- myndar eftir Að- ventu Gunnars Gunnarssonar. Sjón skrifar handritið og að sögn Gunnars Björns Gunn- arssonar, barna- barnabarns skáldsins, er stefnt að „stórmynd á heimsmælikvarða“. Einnig er ákveðið að Edda útgáfa gefi út ævi- sögu skáldsins. Gunnar Björn segir að Walt Disn- ey hafi á sínum tíma hringt í lang- afa hans og viljað gera teiknimynd eftir Aðventu, en vegna ágreinings um höfundarrétt varð ekkert af því. Þá segir Gunnar Björn að það hafi verið búið að tilkynna Gunnari ákveðið að hann fengi bókmennta- verðlaun Nóbels 1955. | 50 Teiknimynd eftir Aðventu Gunnar Gunnarsson ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.