Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ að eru margþættar tilfinningar sem fylgja því að þessi mál skuli komast í opinbera umræðu,“ byrjar hann. „En ég vil taka tvennt fram í upphafi þessa sam- tals okkar: Öll fjölskylda Gunnars Gunnarssonar er sammála um það, að Halldór Kiljan Laxness hafi verið stór- skáld og vel að Nóbelsverðlaununum kominn. Þetta mál snýst ekki um hann. Í öðru lagi vorum það ekki við, sem hleyptum þessari umræðu af stað nú. En þegar bók Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar, Laxness, er nú komin út og grein Hall- dórs Guðmundssonar; Hefði Gunnar fengið Nób- elinn, birtist í Lesbók Morgunblaðsins, er ekki annað hægt en að segja söguna með okkar orð- um.“ Gunnar Björn Gunnarsson er sonur Gunnars Jónssonar Gunnarssonar og Franziscu Gunn- arsdóttur, sonardóttur skáldsins, en hún ólst upp hjá afa og ömmu, var trúnaðarmaður afa síns, fór með höfundarréttarmál hans og var hans mál- svari. Eftir að hún dó, 3ja marz í fyrra, hefur Gunnar Björn í æ ríkari mæli talað fyrir mál- efnum Gunnars Gunnarssonar. Hann situr í stjórn Gunnarsstofnunar, tilnefndur af mennta- málaráðherra. „Þessi atburðarás í kringum nóbelsverðlaunin 1955 eyðilagði langafa minn á margan hátt og hreint út sagt hefði verið hreinlegra að taka hann af lífi. Hann var svikinn af sínum eigin tryggð- arvinum og útgefanda. Á margan hátt finnst mér langafi hafa lagt árar í bát eftir þessa atburði. Hann gerði fátt annað en að koma bókum sínum yfir á íslenzku og held ég að þar hafi ráðið sam- vizkubit vegna umræðu um að hann hefði ekki þýtt sjálfur bækur sínar á íslenzku. Nafn langafa kom mörgum sinnum upp í sam- bandi við nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Hann var tilnefndur 1918, 1921 og 1922 svo að þegar kom að 1955 var hann orðinn vel sjóaður í því að nafn hans kæmi upp í sambandi við þessi verð- laun. Það var því ekki til í honum að hlaupa upp til handa og fóta af því tilefni einu saman, enda vissi hann manna bezt að margt gat gerzt frá tilnefn- ingu til útnefningar. En atburðarásin 1955 var með öðru sniði en áður og byrjaði honum betur þótt á endanum væri gengið fram hjá honum.“ Ég fæ nóbelsverðlaunin „Ég hef skipt þessari atburðarás niður í þrjá meg- inþætti; 1) langafi átti að fá nóbelsverðlaunin einn, 2) vegna ásakana um nazisma biður nób- elsverðlaunanefndin hann um að deila verðlaun- unum með Halldóri Kiljan Laxness, 3) Halldór Kiljan Laxness fær einn Nóbelsverðlaunin í bók- menntum. Allir vita um þátt þrjú og þáttur tvö hefur nú verið leiddur í ljós. Um þátt eitt er þetta að segja; fulltrúi sænsku nóbelsnefndarinnar hringdi í lang- afa heim og spurði hann, hvort hann myndi ekki alveg örugglega veita Nóbelsverðlaununum í bók- menntum viðtöku. Honum var í kjölfarið tilkynnt að nefndin hefði endanlega ákveðið að hann hefði unnið til verðlaunanna, honum óskað innilega til hamingju og hann beðinn um að senda nefndinni upplýsingar um sig. Þetta var frágengið mál. Langafi varð óskaplega glaður og deildi gleði sinni með fjölskyldunni, sem var viðstödd. Það fór ekk- ert á milli mála, að það var klár útnefning, sem kætti hann svona. Hann sagði nokkrum trún- l m h þ i i v þ m v h v h u h l m f þ h – m v h h þ þ aðarvinum sínum utan fjölskyldunnar frá henni, þar á meðal Matthíasi Johannessen. Ég fæ nób- elsverðlaunin, sagði hann. En aftur heim á Dyngjuveg. Daginn sem fjöl- skyldan fagnaði nóbelsverðlaunum langafa, kem- ur Ragnar í Smára í heimsókn, en hann var bæði vinur langafa og útgefandi hans. Í gleði sinni gerir langafi þau mistök að segja Ragnari tíðindin, sem bregzt mjög furðulega við og fer að ganga um gólf. Hann átti að vera í mat um kvöldið, en man nú allt í einu eftir einhverjum fundi, sem hann þarf að sækja og rýkur á dyr. Það næsta sem við vitum er að Andrés Þormar, frændi langafa og póst- og símamálastjóri, sýnir honum símskeyti til sænsku nóbelsnefndarinnar frá Ragnari í Smára, Sigurði Nordal, Jóni Helga- syni og Peter Hallberg, þar sem segir að það væri móðgun við hina íslenzku þjóð og íslenzku rík- isstjórnina að veita bókmenntaverðlaunin manni sem væri bendlaður við nazisma og væri ekki al- vöru íslenzkur rithöfundur, þar sem hann skrifaði á dönsku og hefði búið í Danmörku. Andrés Þormar braut trúnað með því að sýna langafa þetta skeyti, en hann taldi svik fjórmenn- inganna ærna ástæðu til þess. Hann tók hinsvegar loforð af langafa um að hann myndi ekki nefna þetta við nokkurn mann meðan hann lifði. Og langafi var maður orða sinna. Þá er komið að þætti tvö: Aftur hringir fulltrúi nóbelsnefndarinnar í langafa og fjölskyldan var vitni að því samtali. Það var hið vandræðalegasta fyrir nóbelsnefndina og fulltrúi hennar reyndi hvað hann gat til þess að fá langafa til að skilja nýja stöðu mála. Það var komið það babb í bátinn, að áhrifamiklir Íslendingar höfðu komið því áleið- is til nefndarinnar að útnefning Gunnars Gunn- arssonar væri vanvirðing við íslenzku þjóðina og ekki hægt að veita verðlaunin manni sem væri tengdur við nazisma og skrifaði ekki á íslenzku. Í ljósi þess var langafi spurður, hvort hann gæti sætzt á þá lendingu málsins, sem væri líklegri til þess að valda síður uppnámi í íslenzku þjóðfélagi; að deila verðlaununum með Halldóri Kiljan Lax- ness. Langafi var mikill skapmaður og sárindin og skapið báru hann í þetta skiptið sem oftar ofurliði. Hann sagðist hreinlega ekkert hafa meira við þá að tala, þeir skyldu bara gera það sem þeir vildu við sín blessuðu nóbelsverðlaun! Þar með fauk vafalaust hvort tveggja út af borðinu; að langafi fengi verðlaunin einn eða að hann deildi þeim með Halldóri Laxness.“ Brútusarstunga af ljótustu gerð „Þessi framkoma fjórmenninganna í garð langafa er bæði óskiljanleg og ótrúleg. Vilji menn endilega draga menn í dilka, þá hygg ég að langafi hafi ta- lizt til hægri, eins og bæði Ragnar í Smára og Sig- urður Nordal. Látum það liggja á milli hluta. En þeir voru vinir hans og Ragnar í Smára var útgef- andi hans. Þessi skeytasending þeirra var Brút- usarstunga af ljótustu gerð, sem ég held að langafi hafi aldrei náð sér almennilega af. Það má nefna, að margir af þekktustu rithöfundum í heimi hafa ekki fengið nóbelsverðlaunin og þau eru Í skugga n Það var búið að tilkynna Gunnari Gunnarssyni að hann fengi nóbelsverðlaunin í bók- menntum 1955. En hann varð að sjá af þeim vegna undir- mála hér heima og í Svíþjóð, sem varð honum slíkt reið- arslag að hann náði sér aldrei af því. Þetta segir barna- barnabarn Gunnars, Gunnar Björn Gunnarsson, í samtali við Freystein Jóhannsson og rekur hverjum augum fjöl- skylda skáldsins lítur þetta mál, sem hún hefur látið liggja í þagnargildi í hartnær hálfa öld. Gunnar Björn Gunnarsson. Málverkið hægra megin PYNTINGABANN OG ÁSETNINGUR BUSH Bandaríkin hafa stigið skref í átt tilþess að bæta skaðann, sem unninn hefur verið á ímynd þeirra sem boðbera frelsis og mannréttinda. George W. Bush forseti hefur náð samkomulagi við öldungadeildarþingmanninn John McCain um orðalag frumvarps þess síð- arnefnda, sem bannar hvers kyns illa, ómannúðlega eða niðurlægjandi með- ferð eða refsingu fanga, sem eru í haldi Bandaríkjamanna, hvar sem er í heim- inum. McCain sagði á blaðamannafundi, sem hann hélt með forsetanum eftir að þeir handsöluðu samkomulag sitt, að Bandaríkin myndu koma eins fram við alla, hversu vondir menn sem þeir væru. „Við höfum sýnt heiminum að Bandaríkjamenn eru ekki eins og hryðjuverkamennirnir,“ sagði McCain. Undir þetta tók George W. Bush og sagði að Bandaríkin myndu ekki líða pyntingar á föngum, hvorki heima fyrir né erlendis. Það ætti ekki að koma nein- um á óvart að forseti Bandaríkjanna tæki þannig til orða. Vandi Bush er hins vegar sá að það trúir honum ekki nokk- ur maður eftir það sem á undan er gengið. Í fimm mánuði hafa Bush og stjórn hans reynt að stöðva frumvarp McCains, m.a. með því að hóta að beita neitunarvaldi. Því hefur verið haldið fram að frumvarpið takmarkaði vald forsetans og drægi úr getu leyniþjón- ustunnar til að afla upplýsinga. Dick Cheney varaforseti reyndi að fá fram undanþágu frá lögunum fyrir leyni- þjónustuna CIA. Þingmenn – bæði repúblikanar og demókratar – brugðust þannig við að frumvarpið var samþykkt með 90 at- kvæðum gegn 9 í öldungadeildinni og í vikunni samþykkti fulltrúadeildin með 308 atkvæðum gegn 122 yfirlýsingu um stuðning við frumvarpið. Bush átti því í raun engan annan kost en að kyngja frumvarpinu; hann hefði ekki getað beitt neitunarvaldi sínu. Bæði hann og Cheney biðu nánast algeran ósigur í málinu. Það eina, sem stjórnin fékk McCain til að fallast á, var að starfs- menn CIA, sem kunna að verða dregnir fyrir dóm vegna brota á reglum um pyntingar, njóti sömu lagalegu verndar og hermenn, sem sakaðir eru um sams konar afbrot. Í Washington hafa margir andstæð- ingar pyntinga áhyggjur af því að stjórn Bush skilji hugtakið ekki með sama hætti og þingið; þannig er t.d. óút- kljáð hvort bannið taki til þess að dýfa höfði fanga í vatn þannig að þeir haldi að þeir séu að drukkna, láta þá dveljast í ísköldum klefum eða geyma í járnum í óþægilegum stellingum. Þá vinnur stjórnin að því að koma í gegnum þingið öðrum ákvæðum, sem rýmka löggjöf um beitingu harðneskjulegra yfir- heyrsluaðferða og geta unnið gegn lög- unum, sem McCain vill setja. Þótt Bandaríkjaþing hafi þannig stigið mikilvægt skref, mun það litlu breyta nema ríkisstjórn Bush sýni raunverulegan ásetning í því að banna með öllu pyntingar og ómannúðlega meðferð fanga og geri rækilega hreint fyrir sínum dyrum. Það er næsta ótrú- legt að leiðtogar Bandaríkjanna skuli ekki skilja, hvílíkt tjón það hefur unnið málstað þeirra í stríðinu gegn hryðju- verkum að taka ekki einarða afstöðu gegn þvílíkum mannréttindabrotum. ÖFLUGASTA DAGBLAÐA- ÚTGÁFA Á ÍSLANDI Í gær voru undirritaðir samningarum kaup Árvakurs hf., útgáfu-félags Morgunblaðsins, á 50% hlut í Ári og degi ehf., útgáfufélagi Blaðsins, fríblaðs, sem hóf göngu sína fyrr á þessu ári. Með þessu samstarfi er til orðin öflugasta dagblaðaútgáfa á Íslandi. Sameiginleg sala og dreifing Morgunblaðsins og Blaðsins er um- talsvert meiri en helztu keppinauta í dagblaðaútgáfu. Samstarf þessara tveggja blaða á sér nokkurn aðdraganda. Blaðið hefur frá upphafi verið prentað í prent- smiðju Morgunblaðsins. Í haust var útgáfudögum Blaðsins fjölgað um einn. Á sama tíma hóf Morgunblaðið aldreifingu að hluta, á mánudögum og laugardögum og dreifir Blaðinu á laugardögum. Gera má ráð fyrir að uppbyggingu á víðtækara dreifikerfi Morgunblaðsins verði haldið áfram á næstu mánuðum. Samlegðaráhrifin af samstarfi þess- ara tveggja blaða eru augljóslega mikil. Morgunblaðið býr yfir það öfl- ugu framleiðslukerfi að tiltölulega auðvelt er að sjá um framleiðslu á Blaðinu í því kerfi. En jafnframt er ljóst að á blöðunum tveimur starfa áfram tvær sjálfstæðar ritstjórnir og sölukerfi blaðanna munu einnig starfa hvort með sínum hætti. Þetta er í fyrsta sinn, sem Árvakur hf., útgáfufélag Morgunblaðsins, kem- ur að útgáfu annars dagblaðs. Það er eðlileg þróun í ljósi þeirra breytinga, sem orðið hafa á fjölmiðlamarkaðnum og í samræmi við stefnumörkun nýrr- ar stjórnar Árvakurs hf. í kjölfar að- komu nýrra hluthafa að útgáfufélag- inu. Í nálægum löndum er algengt að út- gáfufélög áskriftarblaða eignist hluti í fríblöðum, sem hafa náð að hasla sér völl á dagblaðamarkaðnum með afger- andi hætti. Þannig stendur Berl- ingske Tidende að útgáfu fríblaðs í Kaupmannahöfn og Helsingin Sano- mat hefur eignazt annað af tveimur fríblöðum, sem gefin eru út í Helsinki. Fyrr á árum átti Árvakur hf. kost á því að eignast síðdegisblað en þeim tilboðum var hafnað á þeirri forsendu, að ekki væri æskilegt að útgáfufélag Morgunblaðsins réði yfir stærri hlut af dagblaðamarkaðnum en þá var. Nú eru breyttir tímar eins og allir vita. Þegar horft er til útbreiðslu þess- ara tveggja blaða, Morgunblaðsins og Blaðsins og víðtækrar notkunar fólks, ekki sízt yngra fólks, á netútgáfu Morgunblaðsins, mbl.is, er ljóst að staða þessara þriggja fjölmiðla, sem ýmist eru að öllu leyti í eigu Árvakurs eða að hluta til, er gífurlega sterk. Það er því ljóst að bæði eigendur og starfsmenn þessara þriggja fjölmiðla horfa með bjartsýni fram á veg og stefna að aukinni uppbyggingu, sem augljóslega mun að einhverju leyti mótast af tengingu sjónvarps og nets.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.