Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 44
DAGLEGT LÍF urhúðuðu hvern einasta hlut inn- an frá gegnum lítið rör og máluðu hann svo að utan með styrkri hendi. Frá þessum tíma er ekki til mikið af glerjóla- skrauti en það hafa fundist nokkr- ar glerkúlur síðan um 1900. Í an- tíkbúðum í Lauscha er hægt að finna glerjólaskraut sem er 50–70 ára gamalt. Glerlistin er enn í hávegum höfð í Lauscha og halda þeir enn í gömlu aðferðirnar við framleiðsl- una. Jólaskrautið er gert samkvæmt hefðum, stundum í hundrað ára gömlum mótum, og málað fyrir framan lampa. Sem tákn um gler- hefðina í bænum hefur Glerprins- essa verið kosin þar, úr hópi kvenna, á hverju ári síðan 1992. Glerlistasafn er í Lauscha, þar sem hægt er að sjá sögu glerlistar í þorpinu og skoða glerlistamuni. ÞÝSKI bærinn Lauscha er í skóg- ardal í Thüringen. Glermunir hafa verið framleiddir þar í rúm 400 ár, eða allt frá því að hertoginn af Coburg lofaði tveimur flóttamönn- um að stofna bæinn árið 1597. Þeir voru glerblást- ursmenn og þróuðu iðn sína í daln- um. Í þessi árhundruð hefur fram- leiðsla í Lauscha náð yfir öll af- brigði glerlistarinnar og listamenn þar verið frumkvöðlar á mörgum sviðum. Fyrir utan nytjahluti og leikföng voru framleiddar þar styttur og glerperlur í skartgripi, um miðja 19. öld hófu þeir fram- leiðslu á því glerjólaskrauti sem bærinn er þekktur fyrir í dag. Lauscha er líka þekkt fyrir fram- leiðslu á gervigleraugum. En árið 1835 byrjaði einn glerblásarinn að gera gervimannsaugu úr gleri og eru þau enn þann dag í dag fram- leidd þar. Þekking og reynsla glerlist- arinnar hefur erfst frá kynslóð til kynslóða í Lauscha. Framleiðsla glerskrautsins var heimilisiðnaður þar sem fjölskyldufaðirinn stóð við glerblásturinn og konurnar silf-  FERÐALÖG Þýski glerbærinn Lauscha í vetrarbúningi. Þýski glerbærinn Nánari upplýsingar um Lauscha og glerframleiðsluna má finna á www.lauscha.de og www.glasmuseum-lauscha.de 44 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Ég var búin að ákveða aðfara þetta fyrir 20 til 30árum þegar ég var aðlæra suður-amerískar bókmenntir í Bretlandi. Sem fræð- ingur í þessum heimshluta átti ég að vera löngu farin í þessa ferð,“ segir Guðrún. Þetta var tveggja vikna ferðalag og komu tvær vin- konur Guðrúnar með í ferðina, þær Anna Sigrún Björnsdóttir og Dagný Halldórsdóttir. „Við byrj- uðum á því að ganga Inkaveginn, það tekur fjóra daga. Því næst vor- um við þrjár nætur í Amason- héraðinu og gistum svo hjá fóst- urdóttur minni í Lima. Ég skipu- lagði ferðina í gegnum hana og ferðaskrifstofu í Lima.“ Guðrún segir þær hafa búist við að fylgja hópi í Inkagöngunni en svo varð ekki. „Morguninn sem við leggjum af stað mætum við í litla rútu fyrir utan hótelið, hún er hálf- full af fólki sem við teljum ferða- félaga okkar. Í þorpi á leiðinni bætast nokkrir í viðbót við og er- um við orðin tólf í heildina. Rútan keyrir 82 kílómetra á upphafsstað göngunnar. Þegar við komum þangað skildum við að þetta sam- ferðafólk var í raun og veru þjón- arnir okkar og burðarmenn, þannig að við vorum bara þrjár í ferðinni. Það er mikill hæðarmunur í göng- unni og því er ekki ráðlegt að ferðamenn beri þungar byrðar,“ segir Guðrún en þær báru ekkert nema nesti til dagsins og Guðrún kvikmyndatökuvél sem hún tók með sér. „Við gengum styst fyrsta daginn og svo átta til níu klukku- stundir næstu daga. Gönguferðin endaði á skoðunarferð um rústir Machu Picchu. Ferðin gekk vel og var mikil og sterk upplifun, sér- staklega að komast á þessar fornu Inkaslóðir.“ Veiddu píranafiska í Amason Eftir gönguna lá leið þeirra í búðir í Amasonfrumskóginum. „Þegar við vorum á Amasonfljótinu að sigla til búðanna þá rigndi því- líkt með þrumum og eldingum, við vorum úti í miðju fljóti og héldum bara að þetta yrði okkar seinasta en svo var víst ekki,“ segir Guðrún og hlær. „Við veiddum meðal ann- ars píranafiska í fljótinu, með bambusveiðistöngum og svínakjöti sem beitu. Eina nóttina sigldum við svo um það í svartamyrkri bara til að heyra í dýralífinu, sem er há- vært á næturnar.“ Það hittist svo skemmtilega á að Guðrún átti fimmtugsafmæli í ferð- inni. „Það var mjög gaman að labba inn í Machu Picchu á fimm- tugsafmælinu. Kokkarnir bökuðu handa mér köku um miðja nótt uppi í Andesfjöllunum og svo var sunginn fyrir mig afmælissöng- urinn.“ Fósturdóttir Guðrúnar sem býr í Lima í Perú hýsti þær stöllur svo í nokkrar nætur. „Hún var hjá mér fyrir löngu sem aupair-stúlka í eitt ár, en endaði svo á að búa á Ís- landi í nokkur ár ásamt manni sín- um. Það eru um ellefu ár síðan þau fluttu út og því var yndislegt að hitta þau,“ segir Guðrún. Ljóðabók og húsin fljótandi Í ferðinni fékk Guðrún hugmynd að því að þýða frægasta ljóðabálk  FERÐALÖG | Guðrún fór til Perú og fylltist ævintýraþrá Machu Picchu, hátt í hlíðum perúsku Andesfjallanna. Guðrún H. Tulinius lét langþráðan draum ræt- ast um páskana í fyrra og fór til Perú. Hún sagði Ingveldi Geirs- dóttur frá því að hún hefði veitt í Amason- fljótinu og hitt ættingja í Lima auk þess sem hugmynd að ljóðabók- arþýðingu kviknaði. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Gekk loksins Inkaveg og sigldi á Amasonflj Vika á Spáni Fiat Punto eða sambærilegur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 00 09 12 /2 00 5 frá12.500 kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. Sími: 50 50 600 www.hertz.is Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta Mikið úrval af æfingaboltum, nuddboltum, yogadýnum og ýmsum búnaði tengdum íþróttum. Trönuhrauni 6, 220 Hafnarfirði // Sími: 565 1533 // polafsson@polafsson.is // www.polafsson.is Æfingaboltar Nuddboltar Yogadýnur Kubb spilið Vinsælt spil fyrir alla fjölskylduna 2 til 6 í hverju liði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.