Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 59 UMRÆÐAN                                                  !  næ st F rásagnir sem l‡sa raunverulegum glæpa-málumog a›fer›um lögreglumannanna sem fást vi› a› leysa flau. Í bókinni er l‡st n‡legum íslenskum og norrænum sakamálum, sem vöktu mikla athygli. Spennandi lesning, sem gefur um lei› raunsanna mynd af ranghverfunni á samfélaginu og réttvísinni a› störfum. Trygg›u flér eintak af alvöru „krimma“. EITT það versta sem reykinga- menn geta gert er að ákveða að hætta að reykja á miðnætti um áramót eða reyna að drepa í til frambúðar snemma þann 1. jan- úar. Það er kannski ekki ómögulegt að hætta á þessum degi en fólk er yfirleitt að gera sér lífið miklu erfiðara en það þarf að vera. Um áramót eru margir í óhóflegu neyslumunstri, jafnt á mat og drykk. Í andrúmslofti undanláts- og eft- irlátssemi getur verið geysilega erfitt að ganga á móti straumnum eða breyta djúpstæðu vanam- unstri, hvað þá taka á fíkn! Af minni reynslu að dæma (og ég hef rætt við hundruð reykingamanna í gegnum árin) þá eru slík áramóta- heit sjaldan virt og afleiðingarnar eru yfirleitt skamm- vinnar. Með þessari stuttu grein er ég ekki að mæla gegn því að fólk setji sér áramótaheit sem snúa að því að hætta að reykja. Þvert á móti. Vel undirbúið reykstopp á við nánast hvenær sem er á árinu – að undanskildum 1. janúar. Tíminn eftir áramót er oft kjörinn til að endurskoða líf sitt og hefja nýjar venjur. Til þess að áramótaheit haldi til frambúðar þarf það að vera vel undirbúið. Hið mikilvæga varðandi reyk- stoppið er að vita hvernig maður ætlar að bera sig að, hvað maður ætlar að gera í staðinn, hvernig maður ætlar að takast á við nikó- tínfráhvarf og hvernig maður ætl- ar að breyta hugarfarinu til fram- búðar. Ef þú ert í hópi þeirra sem ætla að nota þessi áramót til að hætta að reykja – en veist ekki al- veg hvernig þú ætlar að bera þig að – skaltu íhuga að fá hjálp frá einhverjum sem hefur náð árangri og mundu, ekki hætta fyrr en eftir 1. janúar. Ekki hætta að reykja 1. janúar! Guðjón Bergmann fjallar um áramótaheit og reykingar Guðjón Bergmann ’Til þess að áramóta-heit haldi til frambúðar þarf það að vera vel undirbúið.‘ Höfundur hefur haldið námskeið til að hjálpa fólki að hætta að reykja frá árinu 1997. NÝSAMÞYKKT lög um úr- vinnslugjald gefa fyrirtækjum kost á að hagræða hjá sér við meðferð og losun á umbúðum. Sem dæmi gætu verslanir lækkað kostnað við gámal- eigu, flutning og úr- vinnslu umbúða. Samkvæmt lögunum bera allar umbúðir úr pappa, pappír og plasti úrvinnslugjald frá og með 1. janúar 2006. Ber innflytj- endum og framleið- endum að annast og/ eða greiða fyrir úr- vinnslu þeirra umbúða sem viðkomandi setur á markað, þ.e. endurnýtingu, endurvinnslu eða förgun. Á þetta bæði við um um- búðir utan um vöru og umbúðir sem fluttar eru inn sem slíkar eða framleiddar hér og settar á mark- að. Mengunarbótareglan Með lagasetningu þessari eru Ís- lendingar að sinna skyldum sem þeir hafa gengist undir með þátt- töku í Evrópska efnahagssvæðinu. Álagning úrvinnslugjalds er í sam- ræmi við mengunarbótaregluna, þ.e. að sá sem mengar ber kostn- aðinn af menguninni. Úrvinnslu- gjald á einnig að virka sem hvati til að minnka umbúðanotkun og vekja forráðamenn fyrirtækja til vitundar um hvernig koma megi í veg fyrir eða draga úr áhrifum umbúða á umhverfið eins og kostur er. Ein- faldasta leiðin er auð- vitað að minnka magn umbúða en markmiðið hlýtur að vera að minnka magn þess um- búðaúrgangs sem farga þarf endanlega, t.d. urða. Eftirmarkaður með umbúðir Úrvinnslugjald rennur í Úr- vinnslusjóð sem síðan greiðir skil- greindum aðilum, t.d. gámaþjón- ustufyrirtækjum, fyrir að skila pappa, pappír og plasti til úr- vinnslu. Úrvinnslugjaldið á þannig að standa undir kostnaði við úr- vinnslu þessara umbúða á sama hátt og við úrvinnslu á drykkjar- umbúðum. Kerfinu, sem hér er komið á, er þannig ætlað að tryggja skil á notuðum umbúðum eða um- búðaúrgangi. Flokkun umbúða úr pappa, papp- ír og plasti og greiðsla fyrir skil þeirra breytir umbúðum, sem ann- ars væri fargað, í verðmæti. Með úrvinnslugjaldi myndast eftirmark- aður með þessar umbúðir þar sem hlutaðeigandi aðilar hafa hag af því að sem mest af umbúðum fari í úr- vinnslu. Með þessu fyrirkomulagi gæti kostnaður hjá fyrirtækjum sem nú þurfa að greiða fyrir gámal- eigu, flutning og úrvinnslu umbúða minnkað. Fyrirtæki sem skipta við gámaþjónustufyrirtæki ættu að endurskoða samninga sína í ljósi endurgreiðslunnar sem gámaþjón- ustufyrirtækin fá frá Úrvinnslusjóði og þeirrar staðreyndar að förg- unargjald mun falla á mun minni hluta þessa úrgangs en áður. Mark- miðið er að allir hafi hag af úr- vinnslugjaldinu. Jafnræðis gætt Því verður ekki neitað að umbúð- ir hafa félagslegt og efnahagslegt gildi sem slíkar og því mega ráð- stafanir eins og gripið er til með þessum lögum ekki hafa áhrif á kröfur um gæði eða flutning vara. Framkvæmd laganna á enda að vera með þeim hætti að jafnræði ríki með rekstraraðilum og sam- keppnisstaða þeirra raskist ekki. Við undirbúning á framkvæmd lag- anna var áhersla lögð á samráð þeirra sem hagsmuna eiga að gæta og var verkefnisstjórn skipuð fulltrúum Úrvinnslusjóðs, Samtaka iðnaðarins, Félags íslenskra stór- kaupmanna, SVÞ – Samtaka versl- unar og þjónustu, Landssambands íslenskra útvegsmanna, Tollstjóra og tollmiðlara. Ég hvet forráðamenn fyrirtækja til að kynna sér lögin og gera við- eigandi ráðstafanir vegna inn- heimtu úrvinnslugjalds hafi þeir ekki þegar gert það. Nánari upplýs- ingar má nálgast á vefsvæði SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, www. svth.is / vefsvæði Úrvinnslu- sjóðs, www. urvinnslusjodur.is. Fyrirtæki lækki úrvinnslukostnað Sigurður Jónsson fjallar um úrvinnslugjald ’Flokkun umbúða úrpappa, pappír og plasti og greiðsla fyrir skil þeirra breytir umbúð- um, sem annars væri fargað, í verðmæti.‘ Sigurður Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu og í stjórn Úrvinnslusjóðs. Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.