Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur kveðið upp dóm þar sem við-
urkennt er að einkahlutafélagi sé
óheimilt að flytja inn og höndla með
eftirlíkingar af Bombo-barstólum
sem framleiddir eru af Magis Spa.
Voru birgðir af stólunum gerðar
upptækar og félagið dæmt til að
greiða Magis Spa jafnvirði rúmlega
230 þúsund króna í skaðabætur fyr-
ir fjárhagslegt tjón auk 15 þúsund
króna skaðabóta vegna kostnaðar
við förgun birgða. Að sögn Erlu S.
Árnadóttur hrl. sem flutti málið
fyrir stefnanda mun þetta vera
fyrsti dómur hérlendis um höfund-
arrét á nytjalist.
Málssóknin var byggð á því m.a.
að Bombo-stóllinn nyti verndar hér
á landi sem nytjalist skv. ákvæðum
höfundalaga sbr. lög um heimild
ríkisstjórnarinnar til að staðfesta
Bernarsáttmálann til verndar bók-
menntum og listaverkum. Um
vernd Bombo-stólsins sem verk
hins þekkta hönnuðar Stefano Giov-
annoni var vísað til 5. gr. sáttmál-
ans og um vernd sæmdarréttar til
höfundalaga. Stefndi hafnaði kröf-
um stefnanda og taldi sölu stólsins
ekki brjóta gegn höfundarrétti eða
samkeppnislögum. Hélt hann því
fram að lögun stólanna sem hann
seldi væri ekki sú sama og Bombo-
stólanna. Dómurinn taldi hins vegar
að stólarnir væru svo líkir að erfitt
væri fyrir venjulegan viðskiptavin
að greina þar á milli og væri veru-
leg ruglingshætta fyrir hendi.
Dómurinn taldi þá að áframhald-
andi sala á stólnum hefði skaðað
Magis Spa ekki einungis fjárhags-
lega heldur einnig út frá höfund-
arréttalegu sjónarmiði. Var talið að
stefndi hefði með innflutningi, sölu
og dreifingu á umræddum stól
brotið gegn lögvörðum rétti stefn-
anda og bæri að bæta fjártjón.
Stefnandi byggði kröfu sína á því
að stefndi hefði selt 61 stól og ágóð-
inn af hverjum stól hefði verið 52
evrur. Hefði stefnandi selt þennan
stólafjölda hefði ágóðinn numið
rúmum 3 þúsund evrum og féllst
dómurinn á þá viðmiðun við ákvörð-
un bóta.
Kristjana Jónsdóttir héraðsdóm-
ari dæmdi málið. Baldvin Björn
Haraldsson hdl. flutti málið fyrir
stefnda.
Bannað að flytja inn eft-
irlíkingar af Bombo-stól
Í DAG, 17. desember 2005, eru 70 ár
liðin frá því að fyrsta flugvélin af
gerðinni Douglas DC-3 fór í sitt
jómfrúarflug. Bretar, sem notuðu
mikið Douglas-vélina í heimsstyrj-
öldinni síðari, gáfu henni heitið Da-
kota, og er hún þekktust undir því
nafni víðast hvar, en hér á landi hef-
ur vélin ýmist verið nefnd Dakota,
Þristur, eða bara Douglas. Margar
bækur hafa verið ritaðar um Þrist-
inn og eru þjóðsögurnar um hann
nær óteljandi.
Það var flugfélagið American Air
Lines sem sneri sér til Douglas-
flugvélaverksmiðjanna með ósk um
að smíðuð yrði flugvél sem líktist
DC-2, en hefði lengri og breiðari
búk, aukið vænghaf, aflmeiri hreyfla
og stærri stélfleti til að auka stöð-
ugleika í flugi. Flugfélagið hugðist
m.a. nota flugvélina til farþegaflugs
að næturlagi milli austur- og vest-
urstrandar Bandaríkjanna, frá Bost-
on til Los Angeles með viðkomu í
Dallas í Texas, og skyldi vélin því
búin svefnrými fyrir 14 farþega. Vél-
in átti að sameina nýtísku hönnun
hinnar hraðfleygu Douglas DC-2 og
hið rúmgóða farþegarými Curtiss
Condor-vélanna, sem American not-
aði þá til næturflugsins. Flugvélin
hlaut nafnið DST (Douglas Sleeper
Transport), en jafnframt þeirri gerð
var þróuð venjuleg farþegaflugvél er
rúmaði 21 farþega í sæti, til notk-
unar að degi til og á styttri flug-
leiðum félagsins. Hlaut hún heitið
DC-3 (Douglas Commercial 3, eða
þriðja gerð Douglas-farþega-
flugvéla).
Í áætlun í júní 1936
Douglas DST flaug fyrsta sinn
hinn 17. desember árið 1935, en þá
hafði American Air Lines þegar
pantað átta vélar af DST-gerðinni og
12 vélar af DC-3-gerðinni, auk þess
sem samningur um forkaupsrétt á
20 vélum var gerður til viðbótar.
DST-gerðin var síðan tekin í notkun
á áætlunarleiðum félagsins í júní
1936 og DC-3 tveimur mánuðum síð-
ar.
Fljótlega kom í ljós ágæti hinnar
nýju Douglas-flugvélar, en Þrist-
urinn var fyrsta farþegaflugvélin
sem gat borið arðfarm án þess að til
þess kæmu póstflugsstyrkir stjórn-
valda. Arðfarmur vélarinnar var
50% meiri en DC-2-vélarinnar, en
rekstrarkostnaður þó aðeins 10%
hærri.
Framan af völdu flestir kaup-
endur Þristsins níu strokka Wright
Cyclone SRG-1820-hreyfla til að
knýja velar sínar, en undantekn-
ingar voru þó þar á. Flugfélagið
United Air Lines var fyrst flug-
félaga til að panta DST- og DC-3-
vélar með hinum 14 strokka Pratt &
Whitney R-1830 „Twin Wasp“-
hreyflum, sem síðar urðu allsráð-
andi. Allir Þristar sem framleiddir
voru til hernaðar voru knúnir þess-
um hreyflum, og þess má geta að
flestum Cyclone-knúnu vélunum var
síðar breytt, og fengu „Twin Wasp“-
hreyfla.
Á árinu 1941 hafði Douglas þegar
afgreitt um 400 Þrista, þar af um
fjórðung til útflutnings. Umboðs-
maður Douglas í Evrópu, Fokker-
flugvélaverksmiðjurnar í Hollandi,
hafði selt 63 flugvélar, en Fokker sá
ennfremur um samsetningu þeirra
flugvéla er seldar voru til Evrópu. Í
september 1940 gerði Bandaríkja-
her pöntun á 545 Þristum, en hern-
aðargerð flugvélarinnar hlaut teg-
undarheitið C-47. Þetta var þó
aðeins upphafið því áður en yfir
lauk, og heimsstyrjöldin síðari til
lykta leidd, höfðu alls 10.655 Þristar
verið smíðaðir, þar af 10.048 til hern-
aðar. Í styrjöldinni var Þristurinn
notaður til margvíslegra verkefna;
vöruflugs, farþegaflugs og flugs með
fallhlífarhermenn, en vélin gat borið
28 slíka fullbúna. Fjölmargar sögur
urðu til um Þristinn í stríðinu, og eru
margar þeirra um hin ótrúlegustu
afrek sem ekki var talið mögulegt þá
að flugvél gæti unnið.
Líka framleiddir
utan Bandaríkjanna
Mikil leynd virðist hvíla yfir fjölda
Þrista sem framleiddir voru utan
Bandaríkjanna, en framleiðsluleyfi
voru seld bæði fyrirtækjum í Japan
og Sovétríkjunum. Samkvæmt upp-
lýsingum fengnum frá helsta sagn-
fræðingi Douglas Aircraft Company
voru 14 DC-3-vélar seldar fyrirtæk-
inu Mitsui og sex fyrirtækinu Naka-
jima í Japan, ásamt framleiðsluleyf-
um á árinu 1938. Á yfirborðinu voru
flugvélarnar keyptar fyrir japönsk
flugfélög, en í reynd voru kaupin
gerð að ósk flotans.
Svipaða sögu er að segja um Sov-
étmenn, en þeir voru einnig iðnir við
framleiðslu DC-3.
Nær ómögulegt er að geta sér til
um hversu margir Þristar eru enn í
notkun nú 70 árum eftir að vélin fór
sitt fyrsta flug, en samkvæmt laus-
legri áætlun er talið að að minnsta
kosti 500 þristar séu enn í notkun í
heiminum. Hefur engin atvinnu-
flugvél önnur náð þeim ótrúlega ár-
angri að vera í sjötíu ára stöðugri
notkun, og hefur engum flug-
vélaframleiðanda tekist enn að
hanna flugvél sem að öllu leyti getur
leyst Þristinn af hólmi.
Ljósmynd/Snorri Snorrason
Douglas DC-3 Dakota 70 ára
Enn eru allmargir
Þristar í flughæfu
ástandi í heiminum.
Pétur P. Johnson
stiklar hér á stóru í
sögu þessarar
gamalgrónu flugvélar
sem í dag fagnar
70 ára afmæli.
Höfundur er félagi í Þristavinum.
„VAFASAMT er að nokkur önnur flug-
vélategund hafi haft jafn mikil áhrif á þróun
flugsamgangna í heiminum,“ segir Tómas
Dagur Helgason, formaður Þristavinafélags-
ins, í bréfi til félagsmanna í tilefni af því að í
dag, 17. desember, eru 70 ár frá því Douglas
DC-3 fór í fyrsta flug sitt. Eins og kunnugt er
var Þristavinafélagið stofnað hér snemma á
árinu til að varðveita og reka DC-3 flugvélar
og sögu þeirra á Íslandi og segir Tómas Dag-
ur félagsmenn nú kringum 630.
„Við höfum fengið aðstöðu í Ólafsvöllum,
húsi sem Landvirkjun á í Elliðaárdalnum og
lánar félaginu endurgjaldslaust. Þar er ætl-
unin að vinna að þrifum, lagfæringum og
endursmíði á vélinni TF-ISB sem félagið á en
fyrst þarf að standsetja húsnæðið,“ segir
Tómas Dagur í samtali við Morgunblaðið.
Hann segir nú unnið að því að áætla kostnað
við endurnýjun TF-ISB.
Þrettán Þristar á Íslandi
Þrettán DC-3 flugvélar hafa verið skrásett-
ar hérlendis frá árinu 1946, flestar voru hjá
Flugfélagi Íslands en einnig áttu Loftleiðir og
Flugsýn slíka vélar. Í dag er landgræðsluvél-
in Páll Sveinsson, TF-NPK, sem Þristavina-
félagið rekur í dag, eini flughæfi Þristurinn
hérlendis en TF-ISB er ekki flughæf. Þá eiga
Arngrímur Jóhannsson og félagar Þrist sem
keyptur var frá Afríku og er væntanlegur
hingað til lands.
„Á hinum Norðurlöndunum er einn flug-
hæfur Þristur í hverju landi svo það verður
áhugavert þegar Íslendingar geta státað af
tveimur Þristum hérlendis,“ segir Tómas
Dagur. Hann segir félögin eiga með sér sam-
starf m.a. um útvegun varahluta og verið er
að kanna hvort bjóða eigi sameiginlega út
tryggingar fyrir þessar vélar. Tómas segir
það mikinn kostnaðarlið enda krefjist trygg-
ingafélög svokallaðrar stríðs- og hryðju-
verkatryggingar á þessar vélar rétt eins og
vélar í atvinnuflugi. Eru uppi hugmyndir um
það hjá flugklúbbum víða um heim sem varð-
veita gamlar vélar að fá þær undanþegnar
slíkum tryggingum enda sé þeim helst flogið
kringum flugsýningar eða við önnur slík til-
efni.
Icelandair er bakhjarl Þristavinafélagsins
og segir Tómas Dagur stuðning fyrirtækisins
mikilvægan. Hugmyndin er að Þristavina-
félagið geti verið með einn Þrist flughæfan í
farþegaútfærslu.
Vantar fólk
„Okkur vantar í raun duglegt fólk til að
taka að sér ýmis verkefni fyrir félagið, sjá um
fréttabréf, standsetja Ólafsvelli, vinna í TF-
ISB og huga að varðveislu þeirra muna sem
eru í vörslu okkar og hvaðeina sem þarf til að
klúbbur sem þessi geti vaxið og dafnað. Þeir
sem gætu hugsað sér að leggja okkur lið á
einhvern hátt geta sent tölvupóst á netfangið
okkar, dc3@dc3.is og menn þurfa ekki að
vera tæknimenn eða flugsérfræðingar til að
geta liðsinnt okkur,“ segir Tómas Dagur og
bendir um leið á að félagsmenn séu úr öllum
stéttum og greinum þjóðfélagsins.
Þristavinir orðnir um 630
Eftir Jóhannes Tómasson
joto@mbl.is