Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 94
94 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 2 og 5.20 B.i. 12
Sýnd kl. 2 og 5.20
eee
-M.M.J. Kvikmyndir.com
eee
-H.J. Mbl.
eee
-L.I.B.Topp5.is
ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE
ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ
SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR
FÓR BEINT Á TOPPINN Í
BANDARÍKJUNUM!
eee
S.K. DV
eee
Topp5.is
eee
S.V. Mbl.
Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára
fór beint á toppinn í bandaríkjunum
Alls ekki fyrir viðkvæma
Áætlunin er margbrotnari, útfærslan
er flóknari og leikurinn skelfilegri en
nokkru sinni fyrr
Sýnd kl. 8 og 10.10 B.i. 16 ára
FRÁ LEIKSTJÓRA GROUND-
HOG DAY OG ANALYZE THIS
Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20
Yndisleg jólamynd fyrir alla fjölskylduna
kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20
fór beint á toppinn
í bandaríkjunum
hversu langt myndir þú
ganga til að halda lífi
hversu langt myndir þú
ganga til að halda lífi
FRÁ LEIKSTJÓRA GROUNDHOG
DAY OG ANALYZE THIS
HÆTTULEGIR
ÞJÓFAR Á
HÁLUM ÍS!
BAD SANTA
JÓLAMYND Í ANDA
eeee
Ó.Ö.H / DV
Sýnd kl. 6 og 8 B.i. 16 ára
Sýnd kl. 4, 8 og 10
Yndisleg jólamynd
fyrir alla fjölskylduna
Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára
KOLSVARTUR HÚMOR!
MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI!
...ÞAÐ GERÐIST
Á AÐFANGA-
DAGSKVÖLD
HÆTTULEGIR
ÞJÓFAR Á
HÁLUM ÍS!
BAD SANTA
JÓLAMYND Í ANDA
eeee
Ó.Ö.H / DV
Sími 564 0000Miðasala opnar kl. 13.30
Jólamyndin 2005
Upplifðu ástina og kærleikann
Hún er að fara að hitta foreldra hans
…hitta bróður hans
…og hitta jafnoka sinn
Jólamyndin 2005
Upplifðu ástina og kærleikann
Hún er að fara að hitta foreldra hans
…hitta bróður hans
…og hitta jafnoka sinn
Sara Jessica Parker
tilnefnd til Golden Globe
verðlaunanna
Sara Jessica Parker
tilnefnd til Golden Globe
verðlaunanna
Forsýnd kl. 4
Sýnd kl. 6 B.i. 16 ára kl. 10 - KRAFTSÝNING B.i. 16 ára
TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400 KR.
ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU
***
M.M.J. / Kvikmyndir.com
“The Family Stone er bráðfyn-
din en ljúfsár gamanmynd”
***
M.M.J. / Kvikmyndir.com
“The Family Stone er bráðfyn-
din en ljúfsár gamanmynd”
LEIKARINN Sylvester Stallone
sést hér á tökustað nýjustu myndar
sinnar, Rocky Balboa, í Las Vegas á
dögunum. Eins og nafnið gefur til
kynna er hér um að ræða mynd um
hnefaleikarann víðfræga Rocky sem
Stallone gerði ódauðlegan á áttunda
og níunda áratugnum.
Myndin nýja segir frá Rocky sem
kominn er af léttasta skeiði en fær
tilboð um að stíga í hringinn í síðasta
sinn.
Reuters
Rocky
upprisinn!
VIÐ Íslendingar erum yfir höfuð þakklátir þegar
kemur að innlendu afþreyingarefni í sjónvarpi og
gleðjumst yfir litlu. Spaugstofan er búin að ganga
lengur en elstu menn muna og er fyrir löngu orðin
stofnun í þjóðfélaginu þó gæðin séu upp og ofan.
Stelpurnar eru á svipuðu róli en spurning hvort
þær og höfundarnir hafi áhugann, hæfilekana og
úthaldið sem til þarf að verða ódauðlegar líkt og
kollegar þeirra á Sjónvarpinu. Tvíhöfði og Fóst-
bræður áttu sína spretti, en að mínum dómi hefur
engum tekist að hitta naglann jafnhnitmiðað á
hausinn og Heilsubælið á sínum tíma. Þeir voru
annars eðlis, hreinræktaðir farsar, skyldari öðru,
sígildu skemmtiefni, Áramótaskaupinu.
Tylftin af Kallakaffi, sem sýnd var í Sjónvarpinu
á haustmánuðum, flokkast sem gamanþættir,
uppakomugrín, eða „sitcom“ (situation comedy),
líkt og þeir kallast upprunalega, en formið er
bandarískt og jafngamalt sjónvarpsútsendingum.
Við höfum reynt nokkrum sinnum við það áður í
þáttaröðum eins og einhverri skelfingu sem gerðist
í raðhúsi og heitir Undir sama þaki. Þá rak Laddi
knæpu (eða var hann aðal kúnninn?), í örfáum þátt-
um, sem enginn man lengur hvað heita. Forn-
bókabúðin, Reykjavíkurnætur, sjálfsagt eru þær
eitthvað fleiri þessar afar auðgleymdu tilraunir
sem skotið hafa upp kollinum í íslensku sjónvarpi.
Líkt og nafnið bendir til gerist Kallakaffi á ein-
um þeirra fjölda lítilla veitingastaða með vínveit-
ingarleyfi sem eru orðnir eins og mý á mykjuskán
um land allt, ekki síst á SV-horninu. Það er fjöl-
skyldufyrirtæki rekið af Kalla (Valdimar) og konu
hans Möggu (Rósa Guðný) og dótturinni Silju
Dröfn (Lovísa Ósk). Helstu fastagestir eru Gísli
(Laddi), strætisvagnabílstjóri og bróðir Möggu,
Sjonni (Davíð), kærasti Silju Drafnar og lækna-
neminn Áslákur (Ívar Örn).
Persónur í gamanþáttum þurfa að vera fyndnar
og nokkuð fastmótaðar, talsvert skortir upp á að
svo sé í flestum tilfellum Kallakaffis. Burðar-
ásarnir eru hjónin, til að hressa upp á heldur lit-
lausa tilveru þeirra eru þau nýskilin í upphafsþætt-
inum, ástæðan kvensemi og framhjáhald Kalla.
Eftir því sem best er vitað dugar það fullkomlega
til að áframhaldandi samvinna er þríkrossað eitur
úti í raunveruleikanum og verður aldrei trúverðugt
né fyndið í þessum pakkningum. Aukinheldur fær
Kalli lítið af fyndnum línum og Magga er daufur
karakter.
Dóttirin Silja Dröfn, er gullfalleg, dugleg og
virðist þokkalega skýr í kollinum og farnast ágæt-
lega í höndunum á Lovísu Ósk. Einn, slæmur ljóð-
ur er á ráði Silju Drafnar, af öllum karlpening
borgarinnar situr hún uppi með Sjonna; atvinnu-
lausan poppgemling, tæpast talandi á íslensku,
húðlatan, eigingjarnan, með kvarnir í hausnum.
Gangandi martröð allra foreldra ungra, sætra
stúlkna.
Sem einn slíkur, þoli ég ekki afstyrmið og væri
búinn að fleygja honum öfugum út fyrir margt
löngu! Davíð leikur hann af mikilli sannfæringu í
ofanálag. Gaurinn er hreinlega til einskis nýtur,
heldur framhjá Silju Dröfn, fær kynsjúkdóma af
öðrum stelpum, þetta er vægast sagt hallærislegt
samband sem gengur ekki í áhorfandann. Áslákur
læknanemi er vingluð rola sem enginn heilvita
maður mundi treysta til að skipta um plástur, hvað
þá heldur meira. Hann er skotinn í Silju Dröfn en
uppburðarleysið er yfirgengilegt.
Þá er Gísli strætóbílstjóri einn eftir og þó að
Laddi hafi ekki alltaf úr miklu að moða tekst hon-
um að skapa einu áhugaverðu persónuna í hópnum.
Einn og einn gestaleikari slapp skammlaust, líkt og
Elva Ósk sem dó ofan í súpuskálina (í líklega besta
þættinum), en flestir aðrir voru á svipuðum nótum
og frelsaða smurbrauðsdaman í síðasta þætti, og
minnti á skemmtiatriði á Héraðsmóti framsókn-
armanna á sjöunda áratugnum.
Sviðsmynd Jóns Þórissonar, tónlist og leikstjórn
Hilmars Oddssonar var til bóta, Kallakaffi líður
einkum fyrir skrykkjótt handrit Guðmundar Ólafs-
sonar. Snellin tilsvör (punchlines) eru einfaldlega
of fátíð, þó þau stingi upp kollinum af og til og per-
sónurnar vantar meira líf og lit. Verst af öllu var
gjörsamlega óþolandi dósahláturinn. Þættirnir
enduðu á spurningarmerkjum sem virtust gefa vís-
bendingar um væntanlegt framhald. Það eru
örugglega ekki allir mér sammála, en ég tek undir
með þjóðskáldinu, „… ekki meir, ekki meir“. En ef
svo kynni að fara, þá skrúfið niður í dósahlátrinum,
í öllum guðanna bænum.
Íslenskur dósahlátur
„Persónur í gamanþáttum þurfa að vera fyndnar og nokkuð fastmótaðar, talsvert skortir á að svo sé í
flestum tilfellum Kallakaffis,“ segir m.a. í gagnrýni.
SJÓNVARP
RÚV
Sjónvarpsþáttaröð. Leikstjóri og höfundur kynningar-
lags: Hilmar Oddsson. Handrit: Guðmundur Ólafsson.
Framleiðandi: Jón Þór Hannesson. Aðalleikendur: Valdi-
mar Örn Flygering, Rósa Guðný Þórsdóttir, Lovísa Ósk
Gunnarsdóttir, Þórhallur „Laddi“ Sigurðsson, Davíð Guð-
bjartsson, Ívar Örn Sverrisson. Saga Film/RUV. Sjón-
varpið okt.–des. 2005. Ísland 2005.
Kallakaffi
Sæbjörn Valdimarsson