Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 68
68 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þórdís Þor-grímsdóttir fæddist í Baldurs- haga í Ólafsvík 13. október 1917. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 8. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigrún Málfríður Sigurðardóttir (f. 20. júlí 1889, d. 16. maí 1949) og Þor- grímur Marteinn Vigfússon (f. 25. mars 1887, d. 27. ágúst 1953). Systkini Þórdísar voru Kristín, Laufey og Kristinn sem öll eru látin. Þórdís giftist 25. október 1947 Benjamín Guðmundssyni vélstjóra (f. 1. ágúst 1925, d. 13. desember 1988). Þórdís eignaðist fimm börn og ól auk þess upp tvær fósturdæt- ur (dótturdóttur og bróðurdóttur). Börn Þórdísar eru: 1) Anna Sig- urborg Þórarinsdóttir, f. 12. októ- ber 1939, gift Sigursteini Sævari Hermannssyni og eiga þau fimm börn og 13 barnabörn. 2) Sólveig Jóhannesdóttir, f. 31. janúar 1943, gift Ívari Steindórssyni og eiga þau þrjú börn og 11 barnabörn. 3) Þorgrímur Marteinn Benjamíns- son, f. 15. júlí 1947, kvæntur Krist- ínu Björgu Kjartansdóttur og eiga þau fjögur börn og fimm barnabörn. 4) Rúnar Benjamíns- son, f. 6. desember 1948, maki Ragn- hildur Albertsdóttir, og eiga þau þrjú börn og sex barna- börn. 5) Svavar Finnbogi Benja- mínsson, f. 2. febr- úar 1950, d. 15. júní 1968. 6) Sigrún Mál- fríður Arnarsdóttir, f. 23. desember 1956, gift Kristjáni Sturlusyni og eiga þau tvö börn. 7) Ólína Björk Kristinsdóttir, f. 3. febrúar 1963, gift Þórði Stefáns- syni og eiga þau tvær dætur. Þórdís ólst upp í Baldurshaga í Ólafsvík en fluttist til Reykjavíkur þar sem hún vann við verslunar- og þjónustustörf. Þegar móðir hennar lést fluttust þau Benjamín til Ólafsvíkur þar sem þau bjuggu allan sinn búskap. Í Ólafsvík starf- aði Þórdís við fiskvinnslu ásamt því að standa fyrir stóru heimili. Ári eftir að Benjamín lést fluttist Þórdís á dvalarheimili aldraðra í Ólafsvík og 1993 á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Þórdísar verður gerð frá Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Nú þegar þú ert horfin birtast í huga mínum margar myndir af þér, elsku mamma mín. Af gestrisinni konu sem alltaf var með fullt hús af fólki. Konu sem ekki mátti sjá ryk- korn eða illa umbúið rúm, hvað þá þvott sem var illa hengdur upp. Konu sem alltaf hafði allt í röð og reglu. Konu sem alltaf var tilbúin að rétta hjálparhönd. Myndir af glæsilegri vel klæddri konu í háhæluðum skóm, sama hvort hún var á leið á ball, út í búð eða upp í sveit. Þessum stíl hélst þú alla tíð. Ég vissi ekki hvert þú ætl- aðir þegar ég bauðst til að kaupa fyr- ir þig flatbotna gönguskó fyrir skemmtiferð með Hrafnistu þegar þú varst 83 ára. Nei, þú ætlaðir að fara á þínum háu hælum og þannig fórst þú í ferðina. „Til þess að kona sé tíguleg þarf hún að vera í pilsi og háum hælum,“ sagðir þú. Fyrir mér varst þú, mamma, eins og björt stjarna. Þú tókst mig unga í faðm þér. Þar var ég örugg og þið pabbi óluð mig upp af miklum kær- leika og ást. Þú slepptir ekki af mér hendinni og þegar bjátaði á varstu alltaf til staðar. Til dæmis þegar ég lenti í bílslysi þá varstu strax komin til að hjálpa til með heimilishaldið. Ég verð þér ætíð þakklát fyrir að vera mamma mín, amma og vinkona sem gerðir líf mitt bjartara og létt- ara. Þú munt alltaf eiga þér stað í hjarta mínu. Hugur minn verður allt- af hjá þér. Það var sárt að síðustu dagar lífs þíns skyldu verða eins og raun varð. Þeir voru erfiðir þó að allir reyndu að hjálpa til. Ég vil þakka starfsfólki á deild E-2 og öðrum starfsmönnum Hrafnistu fyrir þá frábæru þjónustu sem veitt var. Megi góður guð blessa störf ykkar. Elsku mamma mín. Nú ertu búin að hitta pabba sem við misstum allt of snemma. Nú þegar þið eruð saman aftur þá veit ég að ykkur líður vel. Guð blessi þig. Sigrún. Hún Dísa í Baldurshaga er látin. Þegar mamma sagði sögur af lífinu í Baldurshaga breyttist svipur henn- ar og hún hvarf inn í horfinn heim fortíðar. Með bros á vör sagði hún mér sögur af ömmu og afa sem ég aldrei þekkti, sögur sem urðu lifandi myndir í huga mér. Baldurshagi var lítið hús sem hýsti fólk með stórt hjarta. Allir voru velkomnir í Bald- urshagann, alltaf var skjól og hjálp að finna þar á bæ – allir voru öruggir í Baldurshaga. Þessar sögur munu lifa með mér um ókomna tíð – þessar sögur mun ég segja dætrum mínum, svo og sögur af lífinu í Lindarholtinu þar sem ég ólst upp undir áhrifum boðskaparins úr Baldurshaga. – Það er alltaf rúm fyrir einn í viðbót. Elsku mamma, ég er svo óendan- lega þakklát fyrir þig og Benna. Þakklát fyrir að þið skylduð opna heimili ykkar fyrir mér, þakklát fyrir að eiga ykkur sem foreldra og þakk- lát fyrir að dætur mínar áttu góða ömmu. Hjá ykkur átti ég öruggt skjól. Ég, Þórður og dætur okkar Þórdís Lilja og Marsibil Lísa kveðjum þig með söknuði, stúkurnar okkar hafa skreytt kistu þína með teikningum og demöntum og við biðjum guð að blessa þig. Farðu í friði, elsku mamma, með þökk fyrir allt og allt. Ólína. Ég hitti Dísu fyrst fyrir 19 árum. Móttökurnar í Lindarholtinu voru hlýjar og strax var boðið í eldhúsið í kaffi. Ég kláraði úr bollanum en þeg- ar ég ætlaði stuttu síðar að fá mér meira var bollinn horfinn. Heimafólk hló þegar ég spurði um bollann. Dísa hafði þá tekið hann og vaskað upp en snaraði í staðinn nýjum bolla á borð- ið. Það átti að láta nýja tengdasoninn sjá að á þessu heimili væri passað upp á að hafa allt hreint og fágað. Seinna þegar Dísa kom suður í heimsókn gat ég verið viss um að fá frí frá uppvaskinu og Sigrún fékk orð í eyra fyrir að láta manninn sem væri búinn að vera að vinna allan daginn standa í húsverkum. Þannig hugsaði hún um húsmóðurhlutverkið sem hafði verið hennar líf og yndi í gegn- um tíðina. Þegar Dísa flutti suður fyrir 12 ár- um og fór að koma oftar í heimsókn breyttust viðhorfin og samskiptin og hún fór að samþykkja að ég gæti gert húsverkin nokkurn veginn skamm- laust. Dísa var tíguleg og létt á fæti. Hafði gaman af því að dansa og skemmta sér. Hún naut þess líka að vera í góðum hópi og spjalla. Þegar heyrnin fór að daprast misskildi hún stundum það sem sagt var en enginn hló meira en hún að þeim misskiln- ingi sem þá skapaðist. Að heyrninni frátalinni var heilsan lengst af góð en síðasta árið var erfitt. Nokkrum sinnum á árinu veiktist Dísa og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús en alltaf hresstist hún aftur. Í lok nóv- ember var hún lögð inn og útlitið virtist vera allgott. Þá datt hún og slasaðist. Afleiðingar þess slyss urðu að hún andaðist sjö dögum seinna án þess að komast nokkurn tíma vel til meðvitundar. Þrátt fyrir háan aldur kom fráfallið því snöggt. Við vitum ÞÓRDÍS ÞORGRÍMSDÓTTIR ✝ Ragnar Bolla-son fæddist á Stóra-Hamri í Eyja- firði 16. janúar 1919. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 7. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Bolli Sig- tryggsson, f. 21. jan. 1884, d. 21. okt. 1956, og Guðrún Jónsdóttir, f. 13. maí 1881, d. 7. sept. 1959. Þau bjuggu alla sína tíð á Stóra-Hamri. Systk- ini Ragnars eru bæði látin en þau voru Eyþór Bolli Bollason, f. 11. mars 1910, kvæntur Guðrúnu Stefánsdóttur, bjuggu á Akureyri, og Bryndís Bolladóttir, f. 21. okt. 1915, gift Eiríki Skaftasyni, bjuggu á Stóra-Hamri. Árið 1948 kvæntist Ragnar, Jónínu Þórðardóttur frá Önguls- stöðum II, f. 25. sept. 1927. For- ari, f. 1973, gift Vigni Sigurðssyni og eiga þau þrjár dætur. Sam- býlismaður Katrínar er Vífill Val- geirsson. 3) Bolli, vélfræðingur, f. 8. ágúst 1959, kvæntur Laugheiði Gunnarsdóttur. Þeirra börn eru: Ragnar, f. 1995, Elvar Kári, f. 1997, Bryndís, f. 1999. Árin 1939–41 stundaði Ragnar nám í Héraðsskólanum á Laugum í S-Þing. og lærði þar meðal ann- ars smíðar sem hann stundaði talsvert í tómstundum. Þá var hann einnig á tréskurðarnám- skeiðum. Ragnar og Jónína bjuggu fyrstu árin á Öngulsstöðum II en reistu nýbýlið Bjarg í landi Öngulsstaða II árið 1956 og bjuggu þar síðan. Aðalstarf Ragnars var akstur vörubifreiða og flutti hann mjólk og annan varning fyrir bændur í rúma fjóra áratugi. Hann var smíðakennari við Grunnskóla Öngulsstaðahrepps 1971-1984. Ragnar var áhugamaður um söng, söng í Kirkjukór Munka- þverárkirkju í áratugi og var þar einnig hringjari um skeið. Ragnar Bollason verður jarð- sunginn frá Munkaþverárkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. eldrar hennar voru Þórður Jónatansson, f. 2. júlí 1893, og Katrín Sigurgeirs- dóttir, f. 9. mars 1905. Börn Ragnars og Jónínu eru: 1) Æv- ar Ragnarsson, fram- haldsskólakennari, f. 22. maí 1949, kvænt- ur Rögnu Pálsdóttur grunnskólakennara. Þeirra börn eru: Freyr, líffræðingur, f. 1977, sambýliskona Hildur Bergsdóttir og eiga þau tvo drengi; Bergþór, rafmagnsverkfræðingur, f. 1979, sambýliskona Hafdís María Tryggvadóttir og eiga þau einn son; Eygló, háskólanemi, f. 1985; og Sunna, nemi, f. 1985. 2) Katrín, grunnskólakennari, f. 31. okt. 1951, var gift Garðari Lárussyni áfangastjóra. Þeirra börn eru: Júl- ía, háskólanemi, f. 1970, á tvö börn; og Jónína, grunnskólakenn- Það var undarleg tilfinning sem fór um mig þegar ég frétti að hann afi minn væri dáinn. Þrátt fyrir að ég hafi ekki hitt hann svo oft eftir að ég flutti suður var hann alltaf fastur punktur í tilverunni, sem aldrei mátti breytast, aldrei átti að fara. Afi í sveitinni, lakkrís-afi. Þegar ég var lítil og kom í sveitina til afa og ömmu átti hann alltaf lakkrísrör til að gefa okkur systrunum. Stundum hafði hann geymt lakkrísinn úti í Stóra- bílnum og þá var hann frosinn á vet- urna og linur á sumrin, þegar heitt var. Hann var bara betri fyrir vikið. Hann var alltaf ótrúlega þolinmóð- ur við okkur barnabörnin sín. Þegar við vorum í heyskap í sveitinni á sumrin þegar ég var lítil fannst mér matar- og kaffitímar fullorðna fólks- ins oft dragast mjög á langinn. Þá sat ég oft á bakinu á stólnum hjá afa og plokkaði sandkorn úr hárinu á hon- um með tannstöngli. Ég man ekki til þess að honum hafi fundist nokkuð að því eða beðið mig að hætta. Það var vaninn hjá honum að hafa eitt barnabarnið í fanginu á öllum máltíðum. Sem þýddi að hann borð- aði þá aðeins með annarri hendinni. Mjólkina út í kaffið sitt fékk hann líka alltaf úr glösunum okkar. Það var alltaf best að sitja hjá afa og ég man að ég fann fyrir nokkurri af- brýðisemi þegar systir mín tók við sætinu mínu þar. Síðan fengu mörg barnabörn þetta heiðurssæti á eftir okkur. Oftast fengum við að vera með honum þegar við vorum í sveitinni. Við systurnar fórum oft með honum í Stórabílnum í ferðir, vorum hjá hon- um á traktornum og hjálpuðum hon- um að gefa kindunum. Hann var allt- af til staðar, alltaf traustur og alltaf þolinmóður. Alveg eins og hún Jón- ína amma mín sem ennþá er fasti punkturinn heima á Bjargi. Elsku amma mín, mamma, bræð- ur, barnabörn, barnabarnabörn og fjölskyldan öll. Þar sem afi er, þar líður honum vel. Við minnumst hans öll með væntumþykju og vitum að hann verður alltaf hjá okkur í hjart- anu. Júlía Garðarsdóttir. Við leiðarlok mágs okkar, Ragn- ars Bollasonar, langar okkur systk- inin til að kveðja hann með nokkrum orðum og þakka samfylgdina á liðn- um áratugum. Við vorum ung að ár- um, börn og unglingar, þegar Jónína systir okkar og Ragnar hittust og ákváðu að rugla saman reytum sín- um. Minnisstæð er gifting þeirra á jólum 1948, og kom þá stórfjölskyld- an á Öngulsstaðabúunum saman hér á heimili foreldra okkar, en þá var reyndar eitt okkar systkinanna statt í fjarlægum landshluta. Þau Ragnar og Jónína höfðu þá þegar stofnað heimili hér á Öngulsstöðum II í nánu sambýli við foreldra okkar, og hér bjuggu þau fyrstu árin þegar eldri börn þeirra, Ævar og Katrín, fædd- ust. Sem nærri má geta, í ekki stæra húsi, voru samskipti okkar í þessum tveimur fjölskyldum afar náin og breyttist það ekki mikið eftir að þau hjónin byggðu sér nýtt íbúðarhús, sem þau nefndu Bjarg, á hluta Öng- ulsstaða, og hófu þar nokkurn bú- skap. Og þar fæddist þeim yngsta barnið Bolli. Öll samskipti okkar systkinanna við Ragnar mág okkar voru frá upphafi mjög góð og náin þótt hann væri okkur nokkru eldri, enda átti Ragnar ætíð ákaflega auð- velt með að samlagast börnum og unglingum og má þá sérstaklega geta þess að hann var í miklu uppá- haldi hjá unglingum sem voru til sumardvalar hér á Öngulsstöðum. Það skapaðist fljótlega sú venja að á stórhátíðum komu báðar fjölskyld- urnar saman annað hvort á Önguls- stöðum II eða á Bjargi og oft var það yfir sumarið að farið var í smá ferða- lag á milli mála og þá notaður til þess mjólkurbíllinn hans Ragnars, enda rúmuðust þar allmargir. Oft þurfti líka að leita til Ragnars hér á bæ ef eitthvað kom upp sem erfitt var að ráða við, enda var hann bóngóður mjög, og stundum var hann fenginn með mjólkurbílinn til heyflutninga, þegar stundaður var heyskapur á bökkum Eyjafjarðarár. Ragnar tók mikinn þátt í félags- málum á yngri árum og reyndar fram eftir öllum aldri. Hann starfaði mikið fyrir Munkaþverárkirkju, var einn af stofnendum kirkjukórsins þar og starfaði í fleiri kórum, enda bassamaður ágætur. Þá kenndi hann einnig handavinnu við barnaskólann á Laugalandi nokkra vetur. Öll þessi ár frá því fljótlega eftir að Ragnar kom í Öngulsstaði og síðan árin á Bjargi stundaði hann akstur með flutningabíl, fyrst var hann lengi vel mjólkurbílstjóri en síðar eftir að tankflutningar mjólkur hóf- ust, stundaði hann alls kyns flutn- inga fyrir bændur í fjölda ára meðan þrek entist. Er óhætt að segja að öll þessi ár sem hann stundaði þessa flutninga var hann með eindæmum farsæll í starfi og lenti aldrei í meiri- háttar óhöppum í þessu flutninga- vafstri, þótt oft væri verið á ferð í ófærð og á misjöfnum vegum. Síðustu árin reyndust Ragnari erfið og þeim hjónum báðum, eftir að heilsu hans hrakaði og nú um nokk- urt skeið hafði hann dvalið á hjúkr- unarheimilinu Hlíð á Akureyri. Þau hjón hafa átt barnaláni að fagna og kom það best í ljós þessi síð- ustu erfiðu ár, sem Ragnar hefur þurft að dveljast utan heimilis síns. Þá hafa börn þeirra ásamt sínum fjölskyldum, verið óþreytandi í þeirri viðleitni að foreldrum þeirra liði sem best með tíðum heimsóknum til Ragnars og að sjá um að móðir þeirra gæti heimsótt hann sem oft- ast. Um leið og við systkinin kveðjum nú Ragnar mág okkar hinstu kveðju, viljum við færa Jónínu systur okkar, börnum hennar og þeirra fjölskyld- um, innilegar samúðarkveðjur og óskir um að birta komandi jóla megi lýsa upp þá dimmu daga sem nú hafa liðið. Sigurhelga, Birgir og Ragnheiður. Nú er Ragnar Bollason genginn á vit feðra sinna. Mér finnst svo ör- stutt síðan hann snaraðist inn í nautastíu með rörbút að vopni til að vera viðbúinn ef eitthvað óvænt henti og múlbatt fullvaxið naut, henti í mig bandinu með orðunum: „Hérna, togaðu nú,“ og hló síðan svo undir tók í húsunum. Áður en varði var nautið komið á sinn stað á bílnum og þar vigtuðu örugglega mest kraft- ar þess sem samkvæmt árunum átti að vera sestur í helgan stein. En svona var Ragnar, gekk glaður og reifur að hverju verki og leit á hvern nýjan dag sem ævintýri og hafði oft- ast áður en dagurinn var allur „aldr- ei lent í öðru eins“. Við krakkarnir sem vorum að alast upp á Öngulsstaðatorfunni á sjötta og sjöunda áratug síðustu ald- ar getum seint fullþakkað Ragnari skilninginn á uppátækjum okkar. Það sem fullorðna fólkinu var tamt að líta á sem óttalega vitleysu eða í besta falli tímasóun leit Ragnar á sem eðlilegan þátt í viðleitni okkar til þess að takast á við lífið og var alltaf tilbúinn til þess að taka þátt í leikjum okkar og leggja okkur lið bæði í orði og verki. Það var þess vegna óneit- anlega skemmtilegt þegar sumar- strákar hjá mér, áratugum seinna, fóru upp í Bjarg til þess að spila fót- bolta við Ragnar. Eins og ráða má af þessum orðum þá var Ragnar félagslyndur maður en ekki vissi ég til þess að hann væri skráður félagsmaður í nokkru félagi. En það sagði ekki alla söguna. Það var sama hvort kvenfélagið var að setja upp jólatré, leikhópur leik- mynd eða ungmennafélagið stóð fyr- ir umhverfisátaki; alltaf var leitað til Ragnars. Hann hafði auk þess gam- an af tónlist og áratugum saman söng hann með kirkjukór Munka- þverárkirkju. Sögur kunni hann auk þess fjölmargar og naut þess að segja frá. Ragnar var alla tíð gætinn og öruggur atvinnubílstjóri og tókst þar oft á við erfiðar aðstæður þar sem hvorki manni né farartæki var hlíft. Hann hugsaði vel um bílana sína sem sést best á því að Bensinn hans fylgdi honum frá miðjum sjötta ára- tugnum og þar til hann hætti akstri atvinnubíls laust fyrir aldamótin. Það var hins vegar oft gaman að fylgjast með honum heimavið þar sem hann tók dráttarvélina til kost- anna með töktum unglingsins og gráar hærurnar flöksuðust í vindin- um þegar hann gaf í á beinu köfl- unum. Ég vil að síðustu senda Jón- ínu, Ævari, Kötu, Bolla og barnabörnunum mínar innilegustu samúðarkveðjur um leið og ég þakka Ragnari samfylgdina. Jóhannes Geir Sigurgeirsson. RAGNAR BOLLASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.