Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 61 UMRÆÐAN : Skóverslun - Kringlunni Sími 553 2888 www.skor.is Teg. BBA 27 Stærð 36-41 Litir: Svart, brúnt, beige og koníak Verð 16.995 Teg. 706 Stærð 36-41 Litur: Svart og brúnt Verð 12.995 Teg. 835 Stærð 36-41 Litur: Svart og brúnt Verð 12.995 Teg. 611 Stærð 36-41 Litur: Brúnt og svart Verð 12.995 Ný sending af leður- stígvélum Teg. 11 F 56 Stærð 36-41 Litur: Svart og grænt Verð 16.995 Nýtt kortatímabil BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is VIÐTAL við Kjarval í Kirkju- blaðinu Jólin 1947: Jóhnnes Kjarval málari leit inn til mín fyrir skömmu. Og eg greip tækifærið og spurði hann tíðinda. Hvar hefir þú aðallega dvalið í sumar? Í austri og vestri, svarar Kjarval. Um skeið dvaldi ég að Galtalæk og virti fyrir mér Heklu- eldana. Málaðir þú margar myndir af Heklugosinu? Enga sem get- ur lýst því eins og það er. Ég læt ljósmyndavélina um það það sem hún nær. Heklugosið er furðulegt og ægilegt fyrirbrigði. þeir sem horfa á það geta tekið undir með skáldinu. Verður litt úr ljóði, lamast rómur veikur. Dvaldir þú ekki einnig fyrir vest- an í sumar? Jú. Á Snæfellsnesi. Margar myndir? Fáeinar. Var ekki sólarlítið vestra? Stundum. En landið á sína töfra. Sumir staðir eru fegurstir þegar dimmt er yfir. Einn morgun hvíldi ég mig á melhrygg. Það var upp við fjöllin, langt frá byggð. Snjór var nýfallinn. Það var stór slétta fram- undan. Eitthvað kvikt var þarna niðri á sléttunni. Það var tófa, silf- urlit, falleg og snyrtileg tófa. Hún hafði stór, dökk augu. Hún kom hér um bil fast að mér, þar sem ég sat undir steini á melnum. Þá tók hún eftir mér og nam staðar. Ég sagði við hana: „Þú getur verið róleg. Ég er ekki í neinum veiðihug.“ Tófur skilja íslensku. Þessi hlustaði gaum- gæfilega á mig. Svo breytti hún of- urlítið um stefnu og hélt leiðar sinn- ar. Öðru skipti elti mig lítil mús. Ég fór að tala við hana. Hún hægði á sér, kúrði sig niður og hlustaði. Þetta var á sléttum malarvegi. Hún hafði víst gaman af að ganga eftir svona góðum vegi. Það var tilbreyt- ing frá því að klöngrast um úfið hraunið eða vaða mosann. „Það er náttúrulega slétt og ágætt að ganga hérna,“ sagði ég við hana. „En það fara bílar hér um stundum, svo þú skalt fara gætilega. Það er ekki víst, að þeir taki eftir þér, þó ég geri það.“ Svo hélt ég áfram. Hún fór líka af stað og hljóp eins og hún gat, til þess að geta orðið mér samferða. Og ég hélt lengi áfram að tala við hana. En menn geta ekki alltaf orðið samferða ekki heldur menn og mýs. Hún sveigði af veginum útá hraunið og mosann. Þar fann hún ofurlitla holu og hvarf þar inn. Að vörmu spori kom hún aftur út í holudyrnar og horfði lengi á eftir mér. Ég veif- aði til hennar í kveðjuskyni og svo skildi með okkur. Heldurðu að þú málir ekki ein- hverntíma músina og tófuna? Spurði ég. Það væri stórt verkefni svaraði Kjarval. S.S. Tilvitnun lýkur. Minning, stolt, eilífð, hægt er að skrifa um, hægt er að mála, hægt er að elska, hægt er að vera stolt af því. Er manneskjan skynsöm, sagt er að skynsemi sé eðlishvöt. Tígr- isdýrið þarf að nota eðlishvöt sína til að ná í bráðina til að gefa ungum sínum. Manneskjan er elskuð og hún elskar. Hún elskar fjall, hún elskar jeppa, hún elskar börnin, hún elskar nátt- úruna, hún elskar allt sem gefur henni og hún gefur líka, hún ræktar garðinn, ræktar börnin sem enginn vill missa, að uppgvötva að elska er eitt markmið í lífinu, að hafa misst barn sitt eða einn nákominn þarf aðauðnast ást og umhyggju og von á ný. Að geta hlustað á náttúruna þarf manneskjan að vera nálægt henni, einsog dýrin þau eru næm fyrir náttúruhamförum. Svo manneskjan geti bjargað sér þarf hún að hlusta af alúð á dýrin og náttúruna, bera virðingu fyrir henni. Hægt er að koma í veg fyrir miklar hörmungar eins og þegar litla stúlkan elti krumma og hún bjargaðist frá hraunflóði. Rækta þarf sálina og upphefja hana og hlúa að henni. Það kemur í veg fyrir að ungir karlmenn og konur verði þunglynd og kom- andi kynslóð vaxi og dafni. Óttist eigi hann er hér, segir hann og við erum hér og við erum með krafta í kringum okkur núna og höldum því áfram fyrir barnið í náttúrunni. Einsog Halldór Laxness skrifaði fyrstu bók um ungu stúlkuna sem langar að elska og vera elskuð. Sem er tákn Íslands í fegurstu mynd unglingsins. Verndum náttúru Ís- lands. Mótmæli vegna stórvikjanna. Mottó: verum nægjusöm á verald- legum hlutum, eflum fegurðuna í hjartslætti nattúrunnar. Eflum ný- sköpun og sjálfstæði. HULDA VILHJÁLMSDÓTTIR listakona. Vinnur Ísland, hrópar sonur minn Frá Huldu Vilhjálmsdóttur: Huldu Vilhjálmsdóttir HIÐ árlega Meistaramót Íslands í víkingaskák var haldið fyrir upp- haf jólahalds. Mótið fór fram á heimili Magnúsar Ólafssonar höf- undar leiksins, sem síðan gaf keppendum vegleg verðlaun. For- láta heimasmíðaða víkinga. Sig- urvegari varð Gunnar Fr. Rún- arsson og var þetta í fyrsta skipti sem Gunnar nær titlinum, en hann hefur þurft að verma annað sætið frá árinu 2002, annaðhvort tapað á hlutkesti eða í lokaeinvígi. Sveinn Ingi Sveinsson sigurvegari síðustu ára varð að láta sér lynda annað sætið. Víkingaklúbburinn er sá eini sem starfræktur er í Reykjavík, en Vestfirðingar hafa haldið sín eigin mót (sem þeir kalla Alheims- meistaramót) frá árinu 1999 og krýnt sína eigin alheimsmeistara. Nokkuð langt er um liðið frá því að Magnús Ólafsson samdi hið nýja tafl. Á taflborðinu í vík- ingatafli eru 85 sexstrendir reitir sem skipað er í níu raðir og eru í þremur litum. Manngangurinn er mjög svipaður og í klassískri skák og auðveldur þeim sem hana kunna. „Manngangur víkingaskák- arinnar er auðlærður en það tekur svolítinn tíma að átta sig á stefn- unum á borðinu,“ sagði Friðrik Ólafsson stórmeistari þegar hann hafði kynnt sér taflið. „Ég býst við að það verði að byggja upp skákfræði fyrir vík- ingaskákina frá grunni; þó eru ýmsar meginreglur sem halda sér, eins og að hafa sterkt miðborð, að koma mönnunum fljótt fram og veikja ekki kóngsstöðuna, en að- ferðin til að gera það verður allt öðruvísi í víkingaskák.“ Lokastaða: 1. Gunnar Fr. Rúnarsson 4 vinn 2. Sveinn Ingi Sveinsson 3 vinn 3. Sigurður Narfi Rúnarsson 2. vinn 4. Halldór Ólafsson 1. vinn 5. Ólafur Guðmundsson 0 vinn GUNNAR FREYR RÚNARSSON, Álftamýri 12, Reykjavík. Víkinga- skák Frá Gunnari Frey Rúnarssyni: RÍKIDÆMI Íslendinga hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum. Það þurfti sérstakan skatt og tutt- ugu ár til að koma upp þjóð- arbókhlöðu fyrir um tuttugu til fjörutíu árum. Í dag er næsta sjálf- sagður hlutur að byggja Tónlistar- hús, Óperuhús, Hátæknisjúkrahús, Flugstöð og bara nefndu það. Til skoðunar hefur verið að að grafa göng milli lands og Vest- mannaeyja. Kostnaður við slíka framkvæmd er sagður gríðarlegur og berglögin, sem þarf að fara gegnum, óhagstæð; sprungin og laus í sér á köflum. Í þessari grein er kynntur annar valkostur, bygg- ing Landeyjar við suðurströndina tengdrar fastlandinu með brú. Suðurlandsundirlendið er stærsta byggilega, samfellda láglendi Ís- lands og jafnframt stærsta land- búnaðarsvæði landsins. Ekki vantar byggingarland, nægt land er fyrir borgarbyggð, íbúðarhús, atvinnu- og þjónustuhúsnæði að ótöldu rými fyrir flugvöll og jafnvel álver. Vöruhöfn tryggði flutninga beint inn á svæðið, eitthundrað sjómílum styttri sigling er frá Evrópu heldur en til Reykjavíkur. Frá Vest- mannaeyjum til Landeyjar yrðu allt eftir staðsetningu fimmtán til tutt- ugu sjómílur. Sigling með hrað- skreiðri ferju á milli tæki um eina klukkustund. Frá Suðurkjálka austur á Höfn í Hornafirði hefur Vestmannaeyja- höfn verið eina lífhöfnin. Í Landey yrði önnur lífhöfn og hver veit þeg- ar nýir tímar renna nema nýjar eyjar með lífhöfn verði byggðar austar, t.d. við Vík og jafnvel Ing- ólfshöfða. Að gera höfn beint inn í Suður- ströndina getur reynst erfiðleikum bundið vegna þess að stöðugur efn- isflutningur náttúruaflanna fer meðfram ströndinni, bæði möl og sandur. Ef byggð væri höfn beint inn í ströndina þyrfti stöðugt að vinna við dýpkun innsiglingarinnar. En höfn í Landey mundi á óveru- legan hátt hindra efnisflutninginn utan og innan eyjarinnar. Hugmyndin að slíkri lausn er ekki mín, en vonandi vekur þessi grein umræðu og athugun. HALLGRÍMUR AXELSSON, verkfræðingur hjá Fagtúni ehf. Landey Frá Hallgrími Axelssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.