Fréttablaðið - 20.12.2003, Qupperneq 2
2 20. desember 2003 LAUGARDAGUR
„Nei. Það er ekki svo gott.“
Runólfur Jóhannsson, íbúi á Suðurgötu, er ósáttur
við girðingu sem kínverska sendiráðið er að láta
byggja yfir tennisvöll í bakgarðinum. Hann og
fleiri nágrannar sendiráðsins íhuga nú hvað skuli
taka til bragðs.
Spurningdagsins
Runólfur, áttu kínaskó?
Lífeyrisréttindi allra
launþega verði bætt
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar, segist hafa skilning
á þeirri gagnrýni sem eftirlaunamálið hefur í för með sér. Segir að
tíminn græði öll sár
STJÓRNMÁL „Ég dreg enga dul á að
málið var umdeilt í röðum Sam-
fylkingarinnar og vakti hörð við-
brögð okkar góðu félaga í verka-
lýðshreyfingunni. Í stjórnmálum
verður stundum vík milli vina en
tíminn græðir öll sár,“ segir Öss-
ur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingar, vegna úrsagna
tuga félaga úr Samfylkingu í
tengslum við
samþykkt um-
deilds frum-
varps um eftir-
laun æðstu
embættismanna.
Formenn stjórn-
málaflokkanna
hafa verið gagn-
rýndir fyrir að
s a m þ y k k j a
frumvarpið í upphafi en það færir
þeim verulegar kjarabætur. Sér-
staklega hafa formenn stjórnar-
andstöðunnar orðið harkalega úti
í þeirri gagnrýni. Stjórnarand-
staðan hvarf frá stuðningi sínum
við frumvarpið þegar mótmæli
gusu upp vegna þess. Samfylking-
in óskaði eftir því að málinu væri
frestað en við því var ekki orðið.
Guðmundur Árni Stefánsson, al-
þingismaður Samfylkingar og
einn flutningsmanna þess, hélt þó
sínu striki og studdi frumvarpið
einn stjórnarandstæðinga.
„Guðmundur Árni fylgdi sann-
færingu sinni í þessu máli og
sýndi þá staðfestu sem að hefur
verið aðalsmerki hans,“ segir Öss-
ur.
Hann segir að afleiðingar þess
séu þegar séðar. Nú verði allt aðr-
ar áherslur í kjarasamningum.
„Allt þetta mál hefur sett líf-
eyrisréttindi Íslendinga almennt í
forgrunn og hefur leitt til áherslu-
breytinga í kröfugerð næsta
kjarasamninga. Nú er algjörlega
nauðsynlegt að bæta lífeyrisrétt
launþega almennt og ekki síst á al-
mennum vinnumarkaði,“ segir
Össur.
Hann segist hafa skilning á
þeirri gagnrýni sem gosið hefur
upp vegna málsins.
„Auðvitað er auðvelt að vera
vitur eftir á og ég skil vel þá sem
segja að allir flokkar hafi gert ein-
hver mistök í þessu máli,“ segir
Össur.
rt@frettabladid.is
Bóksalan gengur vel:
Mikil sala og meiri breidd
Hátt í fimm hundruð íslenskarbækur voru gefnar út nú fyr-
ir jólin og hefur bóksala það sem
af er „vertíðinni“ verið góð. Sig-
ríður Gröndal, innkaupastjóri sér-
vöru hjá Hagkaupum, segir að
vaxandi þungi sé í versluninni og
að líklegt sé að um helmingur
heildarsölunnar fari fram á síð-
ustu fjórum til fimm dögunum
fyrir jól.
„Það eru margir titlar að selj-
ast vel enda mikið af góðum og
spennandi bókum að koma út,“
segir Sigríður.
Hún segir að metsölulisti Hag-
kaups sé uppfærður vikulega.
Hún telur líklegt að innbyrðis röð
bókanna á metsölulista verði svip-
uð þegar upp er staðið eins og nú
er. Þó segir hún að sala á skáld-
sögum hafi jafnan verið hlutfalls-
lega meiri á síðustu dögunum fyr-
ir jól.
Margrét, verslunarstjóri hjá
Pennanum í Smáralind, tekur und-
ir að mikil dreifing sé í sölunni.
Hún segir að það sé einnig áber-
andi að fólk kaupi í auknum mæli
erlendar bækur til gjafa, en það
hafi ekki tíðkast fyrir nokkrum
árum. ■
Endurgreiðslur vegna
öryrkjadóms:
Greitt eftir
helgi
ÖRYRKJADÓMUR Tryggingastofnun
ríkisins gat ekki innt af hendi
greiðslur fyrir helgi vegna ör-
yrkjadóms sem kveðinn var upp
16. október.
Fram kom í fjölmiðlum að
væntanlega yrði greitt út í gær en
það reyndist ekki unnt af tækni-
legum orsökum. Nú standa vonir
til að fólk fái greiðslur á mánudag
eða í síðasta lagi á þriðjudag. Í
kjölfarið verða send bréf þar sem
greiðslur hvers og eins eru sund-
urliðaðar. Ekki liggur fyrir hvern-
ig farið verður með þá dráttar-
vexti sem ber að greiða sam-
kvæmt dómi Hæstaréttar, hvort
eða að hve miklu leyti þeir koma
til skerðingar á lífeyrisgreiðslum
næsta árs. ■
Leikmaður Man. Utd.:
Fær átta
mánaða bann
ÍÞRÓTTIR Rio
Ferdinand, leik-
maður Manchest-
er United, hefur
verið úrskurðað-
ur í átta mánaða
keppnisbann af
Enska knatt-
spyrnusamband-
inu fyrir að hafa
ekki mætt í lyfja-
próf 23. septem-
ber síðastliðinn.
Bannið mun
taka gildi 12. janúar, en Ferdinand
hefur 16 daga að til að áfrýja
banninu og það mun hann gera.
Keppnisbannið þýðir að Ferdin-
and missir ekki einungis af því
sem eftir er af keppnistímabili
ensku úrvalsdeildarinnar heldur
einnig Evrópukeppni landsliða í
Portúgal næsta sumar.
Auk þess að fá átta mánaða
keppnisbann fékk Ferdinand rúm-
lega sex milljóna króna sekt. ■
SJÁVARÚTVEGUR Fjölmargir lögðu
leið sína á hafnarskrifstofurnar í
Fjarðabyggð í gær, en þar var
boðið upp á kaffi og tertur í til-
efni þess að tekið hefur verið á
móti tæplega 450.000 tonnum af
fiski það sem af er árinu. Það er
um 40.000 tonnum meira en á öllu
síðasta ári, en það var einnig
metár í lönduðum afla í Fjarða-
byggð.
Talað er um Evrópumet, en
það eru óstaðfestar fregnir. Tekj-
ur hafnarsjóðs Fjarðabyggðar
fyrstu ellefu mánuði ársins eru
um 142 milljónir króna en voru
109.7 milljónir á sama tíma í
fyrra. Hlutfallslega er um tekju-
minnkun að ræða sem stafar af
lægra verði á sjávarafurðum í ár.
Öll skip Samherja á Akureyri
hafa landað í Fjarðabyggð í vik-
unni og þar af hefur Björgvin EA
landað ísfiski tvisvar. ■
Al-Kaída:
Bendluð við
eiturlyfja-
smygl
BANDARÍKIN Bandaríski herinn
lagði hald á hátt í tvö tonn af hassi
um borð í seglskipi í Persaflóa.
Grunur leikur á að hassið tengist
hryðjuverkasamtökunum al-
Kaída. Tólf menn voru handteknir
um borð.
Í yfirlýsingu frá hernum kem-
ur fram að sterkar vísbendingar
séu um að farmurinn tengist al-
Kaída. Gefið er í skyn að samtök-
in hafi stundað smygl á eiturlyfj-
um til að fjármagna starfsemi
sína en söluverðmæti hassins er
áætlað sem nemur um 740 millj-
ónum íslenskra króna.
Ekki liggur fyrir hvers vegna
bandarísku hermennirnir fóru um
borð í seglskipið. ■
Hafnarfjörður:
Tekinn með
maríjúana
FÍKNIEFNI Rúmlega tvítugur maður
var tekinn með tæplega 100
grömm af tilbúnu maríjúana í fór-
um sínum í Hafnarfirði á fimmtu-
dagskvöld. Grunur leikur á að
hann hafi verið að selja efnin.
Maðurinn játaði eign efnisins
og var honum sleppt að yfir-
heyrslum loknum í gærdag. Málið
er enn í rannsókn lögreglu. ■
LANDAÐ Á NESKAUPSTAÐ
Landað úr Björgvini EA.
Fjarðabyggð:
Metafli
á land
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
LM
A
G
U
Ð
M
U
N
D
SD
Ó
TT
IR
„Ég skil vel
þá sem segja
að allir flokk-
ar hafi gert
einhver
mistök.
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Hefur, líkt og aðrir þingmenn, sætt harðri gagnrýni vegna eftirlaunamálsins.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
RIO FERDINAND
Knattspyrnumað-
urinn mun áfrýja
úrskurðinum.
GÓÐ BÓKSALA
Sigríður Grönvald, innkaupastjóri
sérvöru hjá Hagkaupum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
LD
A
LÓ
A
LÍTRINN Á 37 KRÓNUR Í tilefni af
opnunar nýrrar þjónustustöðvar
Esso að Háholti 11 í Mosfellsbæ
verður skatturinn tekinn af
bensíni tímabundið. Alls verður
því veittur 62% afsláttur af
bensíni en á milli klukkan 14 og
15 í dag. Þetta þýðir að við-
skiptavinir munu fá bensínlítr-
ann á 37 krónur.
■ Bensín
Alvarlegt umferðarslys:
Ekið á konu
við Kringluna
SLYS Ekið var á konu á Kringlu-
mýrarbraut í gærkvöld.
Skömmu áður en Fréttablaðið
fór í prentun sagði vakthafandi
læknir á gjörgæsludeild
Landspítalans að ástand kon-
unnar væri mjög alvarlegt.
Slysið varð á vegarkaflanum á
milli Kringlunnar og Húss versl-
unarinnar. Konan var að fara yfir
götuna þegar hún varð fyrir bíl
sem kom úr suðurátt. Að sögn lög-
reglunnar í Reykjavík varð slysið
skömmu eftir klukkan 17 og var
vegarkaflanum lokað um hríð
vegna slyssins. ■