Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2003, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 20.12.2003, Qupperneq 2
2 20. desember 2003 LAUGARDAGUR „Nei. Það er ekki svo gott.“ Runólfur Jóhannsson, íbúi á Suðurgötu, er ósáttur við girðingu sem kínverska sendiráðið er að láta byggja yfir tennisvöll í bakgarðinum. Hann og fleiri nágrannar sendiráðsins íhuga nú hvað skuli taka til bragðs. Spurningdagsins Runólfur, áttu kínaskó? Lífeyrisréttindi allra launþega verði bætt Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar, segist hafa skilning á þeirri gagnrýni sem eftirlaunamálið hefur í för með sér. Segir að tíminn græði öll sár STJÓRNMÁL „Ég dreg enga dul á að málið var umdeilt í röðum Sam- fylkingarinnar og vakti hörð við- brögð okkar góðu félaga í verka- lýðshreyfingunni. Í stjórnmálum verður stundum vík milli vina en tíminn græðir öll sár,“ segir Öss- ur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar, vegna úrsagna tuga félaga úr Samfylkingu í tengslum við samþykkt um- deilds frum- varps um eftir- laun æðstu embættismanna. Formenn stjórn- málaflokkanna hafa verið gagn- rýndir fyrir að s a m þ y k k j a frumvarpið í upphafi en það færir þeim verulegar kjarabætur. Sér- staklega hafa formenn stjórnar- andstöðunnar orðið harkalega úti í þeirri gagnrýni. Stjórnarand- staðan hvarf frá stuðningi sínum við frumvarpið þegar mótmæli gusu upp vegna þess. Samfylking- in óskaði eftir því að málinu væri frestað en við því var ekki orðið. Guðmundur Árni Stefánsson, al- þingismaður Samfylkingar og einn flutningsmanna þess, hélt þó sínu striki og studdi frumvarpið einn stjórnarandstæðinga. „Guðmundur Árni fylgdi sann- færingu sinni í þessu máli og sýndi þá staðfestu sem að hefur verið aðalsmerki hans,“ segir Öss- ur. Hann segir að afleiðingar þess séu þegar séðar. Nú verði allt aðr- ar áherslur í kjarasamningum. „Allt þetta mál hefur sett líf- eyrisréttindi Íslendinga almennt í forgrunn og hefur leitt til áherslu- breytinga í kröfugerð næsta kjarasamninga. Nú er algjörlega nauðsynlegt að bæta lífeyrisrétt launþega almennt og ekki síst á al- mennum vinnumarkaði,“ segir Össur. Hann segist hafa skilning á þeirri gagnrýni sem gosið hefur upp vegna málsins. „Auðvitað er auðvelt að vera vitur eftir á og ég skil vel þá sem segja að allir flokkar hafi gert ein- hver mistök í þessu máli,“ segir Össur. rt@frettabladid.is Bóksalan gengur vel: Mikil sala og meiri breidd Hátt í fimm hundruð íslenskarbækur voru gefnar út nú fyr- ir jólin og hefur bóksala það sem af er „vertíðinni“ verið góð. Sig- ríður Gröndal, innkaupastjóri sér- vöru hjá Hagkaupum, segir að vaxandi þungi sé í versluninni og að líklegt sé að um helmingur heildarsölunnar fari fram á síð- ustu fjórum til fimm dögunum fyrir jól. „Það eru margir titlar að selj- ast vel enda mikið af góðum og spennandi bókum að koma út,“ segir Sigríður. Hún segir að metsölulisti Hag- kaups sé uppfærður vikulega. Hún telur líklegt að innbyrðis röð bókanna á metsölulista verði svip- uð þegar upp er staðið eins og nú er. Þó segir hún að sala á skáld- sögum hafi jafnan verið hlutfalls- lega meiri á síðustu dögunum fyr- ir jól. Margrét, verslunarstjóri hjá Pennanum í Smáralind, tekur und- ir að mikil dreifing sé í sölunni. Hún segir að það sé einnig áber- andi að fólk kaupi í auknum mæli erlendar bækur til gjafa, en það hafi ekki tíðkast fyrir nokkrum árum. ■ Endurgreiðslur vegna öryrkjadóms: Greitt eftir helgi ÖRYRKJADÓMUR Tryggingastofnun ríkisins gat ekki innt af hendi greiðslur fyrir helgi vegna ör- yrkjadóms sem kveðinn var upp 16. október. Fram kom í fjölmiðlum að væntanlega yrði greitt út í gær en það reyndist ekki unnt af tækni- legum orsökum. Nú standa vonir til að fólk fái greiðslur á mánudag eða í síðasta lagi á þriðjudag. Í kjölfarið verða send bréf þar sem greiðslur hvers og eins eru sund- urliðaðar. Ekki liggur fyrir hvern- ig farið verður með þá dráttar- vexti sem ber að greiða sam- kvæmt dómi Hæstaréttar, hvort eða að hve miklu leyti þeir koma til skerðingar á lífeyrisgreiðslum næsta árs. ■ Leikmaður Man. Utd.: Fær átta mánaða bann ÍÞRÓTTIR Rio Ferdinand, leik- maður Manchest- er United, hefur verið úrskurðað- ur í átta mánaða keppnisbann af Enska knatt- spyrnusamband- inu fyrir að hafa ekki mætt í lyfja- próf 23. septem- ber síðastliðinn. Bannið mun taka gildi 12. janúar, en Ferdinand hefur 16 daga að til að áfrýja banninu og það mun hann gera. Keppnisbannið þýðir að Ferdin- and missir ekki einungis af því sem eftir er af keppnistímabili ensku úrvalsdeildarinnar heldur einnig Evrópukeppni landsliða í Portúgal næsta sumar. Auk þess að fá átta mánaða keppnisbann fékk Ferdinand rúm- lega sex milljóna króna sekt. ■ SJÁVARÚTVEGUR Fjölmargir lögðu leið sína á hafnarskrifstofurnar í Fjarðabyggð í gær, en þar var boðið upp á kaffi og tertur í til- efni þess að tekið hefur verið á móti tæplega 450.000 tonnum af fiski það sem af er árinu. Það er um 40.000 tonnum meira en á öllu síðasta ári, en það var einnig metár í lönduðum afla í Fjarða- byggð. Talað er um Evrópumet, en það eru óstaðfestar fregnir. Tekj- ur hafnarsjóðs Fjarðabyggðar fyrstu ellefu mánuði ársins eru um 142 milljónir króna en voru 109.7 milljónir á sama tíma í fyrra. Hlutfallslega er um tekju- minnkun að ræða sem stafar af lægra verði á sjávarafurðum í ár. Öll skip Samherja á Akureyri hafa landað í Fjarðabyggð í vik- unni og þar af hefur Björgvin EA landað ísfiski tvisvar. ■ Al-Kaída: Bendluð við eiturlyfja- smygl BANDARÍKIN Bandaríski herinn lagði hald á hátt í tvö tonn af hassi um borð í seglskipi í Persaflóa. Grunur leikur á að hassið tengist hryðjuverkasamtökunum al- Kaída. Tólf menn voru handteknir um borð. Í yfirlýsingu frá hernum kem- ur fram að sterkar vísbendingar séu um að farmurinn tengist al- Kaída. Gefið er í skyn að samtök- in hafi stundað smygl á eiturlyfj- um til að fjármagna starfsemi sína en söluverðmæti hassins er áætlað sem nemur um 740 millj- ónum íslenskra króna. Ekki liggur fyrir hvers vegna bandarísku hermennirnir fóru um borð í seglskipið. ■ Hafnarfjörður: Tekinn með maríjúana FÍKNIEFNI Rúmlega tvítugur maður var tekinn með tæplega 100 grömm af tilbúnu maríjúana í fór- um sínum í Hafnarfirði á fimmtu- dagskvöld. Grunur leikur á að hann hafi verið að selja efnin. Maðurinn játaði eign efnisins og var honum sleppt að yfir- heyrslum loknum í gærdag. Málið er enn í rannsókn lögreglu. ■ LANDAÐ Á NESKAUPSTAÐ Landað úr Björgvini EA. Fjarðabyggð: Metafli á land FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E LM A G U Ð M U N D SD Ó TT IR „Ég skil vel þá sem segja að allir flokk- ar hafi gert einhver mistök. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Hefur, líkt og aðrir þingmenn, sætt harðri gagnrýni vegna eftirlaunamálsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T RIO FERDINAND Knattspyrnumað- urinn mun áfrýja úrskurðinum. GÓÐ BÓKSALA Sigríður Grönvald, innkaupastjóri sérvöru hjá Hagkaupum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A LÍTRINN Á 37 KRÓNUR Í tilefni af opnunar nýrrar þjónustustöðvar Esso að Háholti 11 í Mosfellsbæ verður skatturinn tekinn af bensíni tímabundið. Alls verður því veittur 62% afsláttur af bensíni en á milli klukkan 14 og 15 í dag. Þetta þýðir að við- skiptavinir munu fá bensínlítr- ann á 37 krónur. ■ Bensín Alvarlegt umferðarslys: Ekið á konu við Kringluna SLYS Ekið var á konu á Kringlu- mýrarbraut í gærkvöld. Skömmu áður en Fréttablaðið fór í prentun sagði vakthafandi læknir á gjörgæsludeild Landspítalans að ástand kon- unnar væri mjög alvarlegt. Slysið varð á vegarkaflanum á milli Kringlunnar og Húss versl- unarinnar. Konan var að fara yfir götuna þegar hún varð fyrir bíl sem kom úr suðurátt. Að sögn lög- reglunnar í Reykjavík varð slysið skömmu eftir klukkan 17 og var vegarkaflanum lokað um hríð vegna slyssins. ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.