Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 12
12 20. desember 2003 LAUGARDAGUR
Hjálparsími Rauða krossins:
Haldreipi á erfiðum stundum
HJÁLP Þeir sem haldnir eru kvíða
eða sjálfsvígshugsunum eða
þurfa af öðrum ástæðum ein-
hvern til að tala við geta leitað til
Hjálparsíma Rauða krossins. Sím-
inn er opinn allan sólarhringinn
allan ársins hring. Þeir sem finna
fyrir einmanakennd yfir hátíðirn-
ar eða finnst lífið erfitt eru hvatt-
ir til að hringja í 1717.
Valgerður Sverrisdóttir iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra afhenti
nýlega Rauða krossinum 250.000
króna ávísun sem ráðuneytið
sparaði sér í jólakortasendingum
og ákvað að leggja í Hjálparsím-
ann. Valgerður segir gott að vita
til þess að fé sem annars hefði
farið í staðlaðar jólakortasending-
ar yrði í staðinn nýtt til hjálpar-
starfs. ■
Hildur G. Eyþórsdóttir:
Metaðsókn í Mæðrastyrks-
nefnd
„Það er búið að vera mikið að
gera og fjöldinn aldrei verið
meiri,“ segir Hildur G. Eyþórs-
dóttir, formaður Mæðrastyrks-
nefndar Reykjavíkur. Hún segir
1.300 manns þegar hafa leitað
sér aðstoðar. „Það fengu 1.150
manns úthlutað í fyrra. Þá er
viðbúið að hátt í 230 manns leiti
til okkar á mánudag þegar síð-
asta úthlutun fer fram.
Hildur segir að vegna anna
verði ekki hægt að afgreiða alla.
Gripið hefði verið til þess ráðs
að fólk fái afgreiðslunúmer.
„Við höfum þurft að hafa há-
marksfjölda á degi úthlutunar
en samt höfum við unnið langt
fram á kvöld. Eins hefur þetta
verið nauðsynlegt af því
frystikistur og kælar taka tak-
markað magn af matvörum.“
Sú nýjung er hjá Mæðra-
styrksnefnd að opnað verður að
nýju fyrir úthlutun miðvikudag-
inn 14. janúar. „Það hefur sýnt
sig að þörfin þá er ekki síður
nauðsynleg. Eftir það verður
síðan opið einu sinni í viku.“
Hildur segir almenning í
landinu bregðast vel við og
hefur stungið jólapakka undir
jólatrén bæði í Smáralind og
Kringlunni. „Við erum þegar
búnar að fá 35 stóra plastpoka
fulla af gjöfum og eigum von á
heilmiklu í viðbót. Við erum
afar þakklátar öllum þeim sem
hafa gefið bæði fjármuni og
matvæli.“
Vilborg Oddsdóttir:
Allir aldurshópar sækja
aðstoð
„Ég get ímyndað mér þegar
uppi er staðið að við afgreiðum
eitt þúsund matarpakka. Það er
aðeins minna en í fyrra en þess
ber að geta að þá var óvenju
mikil aukning,“ segir Vilborg
Oddsdóttir hjá Hjálparstofnun
kirkjunnar.
Vilborg segir allan aldur
sækja sér aðstoð. „Við erum að
sjá allt frá ungum og atvinnu-
lausum körlum upp í fólk á ní-
ræðisaldri. Það eiga margir um
sárt að binda. Yfirleitt er um að
ræða fólk sem lifir á strípuðum
öryrkjabótum, atvinnuleysis-
bótum eða er á framfærslu
sveitarfélaganna. Fólk er ekki
að framfleyta sér á 70.000 krón-
um á mánuði.“
Hjálparstofnun kirkjunnar
hefur verið með úthlutun allan
desembermánuð. Vilborg segir
flesta einungis sækja sér aðstoð
fyrir jólin. Um sé að ræða ríf-
lega matarpakka í stað hefð-
bundins jólamats. „Þessu fólki
munar um hverja krónu til þess
að geta keypt jólagjafir handa
börnunum sínum. Með þessari
desemberúthlutun losum við um
peninga hjá fólki og eins að það
geti valið sér þann jólamat sem
það sjálft kýs að kaupa.“
Formlegri úthlutun lauk í
gær. Á mánudag verður opið
milli klukkan 14 og 16 og segir
Vilborg þá úthlutað þeim vörum
sem eftir standa.
Ásgerður Jóna Flosadóttir:
Þjónum fólki óháð aldri,
kyni og búsetu
Umsóknirnar sem við erum bún-
ar að afgreiða eru sjö hundruð tals-
ins. Við reiknum með að baki þess-
ari tölu standi í kringum 1800
manns,“ segir Ásgerður Jóna Flosa-
dóttir, framkvæmdarstjóri Fjöl-
skylduhjálpar Íslands. Hún segir
fólk á öllum aldri leita aðstoðar.
„Við þjónum fólki óháð aldri, kyni
og búsetu. Áberandi margir hafa
komið bæði frá Hveragerði og Þor-
lákshöfn.“
Ásgerður segir Fjölskylduhjálp-
ina úthluta hefðbundnum mat,
mjólkurvörur, brauð og grænmeti.
Minna sé um jólamat. „Þá höfum við
getað hjálpað öllum með jólapakka,
jólaskraut, sælgæti, kerti og fleira.“
Ásgerður segir konur og karla
eiga jafnan aðgang að Fjölskyldu-
hjálpinni. „Karlar er sá hópur sem
hefur gleymst í hinum hefðbundnu
úthlutunum. Áberandi eru feður
sem ekki hafa forræði yfir börnum
sínum. Þeir fá börnin til sín aðra
hverja helgi og leita þá til okkar en
margir eiga hreinlega ekki fyrir
mat.“ Ásgerður segir hlutfall þeirra
karla sem leita til Fjölskylduhjálpar
milli 30 og 35 prósent.
Síðasta úthlutun hjá Fjölskyldu-
hjálp Íslands fer fram á mánudag
klukkan 14–16. „Ég veit ekki hvað
verður mikið eftir af matvælum í
boði en í staðinn leggjum við áherslu
á jólapakka.“ Hún bendir á að allir
pakkar verði teknir undan jólatrján-
um sem eru í Kringlunni og Smára-
lind að kvöldi 21. desember.
kolbrun@frettabladid.is
AÐSTOÐ Í STAÐ JÓLAKORTASENDINGA
Helga G. Halldórsdóttir, yfirmaður hjá RKÍ,
veitti ávísuninni viðtöku úr hendi Valgerðar
Sverrisdóttur.
BEÐIÐ EFTIR AÐSTOÐ
Neyðin er mikil í samfélaginu. Þeir sem þurfa á aðstoð að halda bíða oft í marga klukkustundir eftir að fá úthlutað.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Fleiri þúsund
leita aðstoðar
Talsmenn hjálparstofnana eru sammála um að mikil neyð ríki í sam-
félaginu. Fleiri þúsund manns hafa þegar leitað sér aðstoðar. Áberandi
fleiri karlmenn sækja nú eftir neyðaraðstoð.
ARGENTÍNSKUR JÓLASVEINN
Ungur drengur spjallar við argentínskan
jólasvein. Ekki er vitað hvað þeir voru að
ræða en ólíklegt er að það hafi verið at-
vinnumál. Útlitið í argentínsku atvinnulífi
er hins vegar aðeins bjartara nú en áður.
Atvinnuleysi hefur minnkað úr tæpum
16% í vor í 14%.
Mjólkurlítrinn:
130 krónur
með öllu
NEYTENDUR Bændur fá að lágmarki
tæpa 81 krónu fyrir hvern lítra af
mjólk sem þeir skila inn til afurða-
stöðva frá og með næstu áramótum
samkvæmt ákvörðun verðlagsnefnd-
ar búvara. Afurðastöð greiðir bænd-
um 42,71 krónu fyrir lítrann og að
auki fá bændur 38,03 krónur á hvern
lítra sem beingreiðslu úr ríkissjóði.
Út úr búð kostar hver lítri af ný-
mjólk í kringum 90 krónur. Hver
lítri því um 130 krónur þegar hvort
tveggja er tekið tillit til þess sem
neytendur greiða við búðarborðið
og þess sem greitt er í gegnum
skattkerfið og stuðning við land-
búnað. ■
BÖRNIN VERNDUÐ
Taívanar hafa tekið fram sóttvarnargrím-
urnar að nýju af ótta við annan faraldur
bráðalungnabólgu.
Bráðalungnabólgutilfelli
í Taívan:
Sjúklingur-
inn skamm-
aðist sín
TÆVAN Taívanskur karlmaður sem
smitaðist af bráðalungnabólgu
dró það leita sér læknishjálpar af
ótta við að verða þjóð sinni til
skammar.
„Hann samþykkti loks að fara á
sjúkrahús eftir að ég hótaði að
svipta mig lífi,“ sagði faðir sjúk-
lingsins í viðtali við taívanska
sjónvarpsstöð. Maðurinn, sem
starfaði á rannsóknarstofu í Taív-
an, smitaðist fyrir tveimur vikum
þegar hann komst í snertingu við
vökva sem helltist úr til-
raunaglasi. Skömmu síðar fór
hann á ráðstefnu í Singapúr. Um
110 manns eru í sóttkví í Taívan
og Singapúr en ekkert bendir til
þess að einhver þessara einstak-
linga hafi smitast af HABL-
veirunni. ■
VARNARFLAUGAR
Japanar hafa ákveðið að byggja upp nýtt
eldflaugavarnarkerfi.
Japanar vígvæðast:
Aðeins til
varna
JAPAN Japanar hafa ákveðið að
byggja upp eigið eldflaugavarnar-
kerfi til þess að verja sig fyrir
hugsanlegum árásum og nýta til
þess bandaríska tækniþekkingu.
Talsmaður japanska varnarmála-
ráðuneytisins sagði að kerfið
væru einungis ætlað til varna og
alls ekki ætlunin að hægt verði að
nota það gegn öðrum þjóðum.
Áætlaður kostnaður við varn-
arkerfið er um 6,5 milljarðar doll-
ara og hefur stuðningur við upp-
byggingu þess aukist síðan Norð-
ur-Kóreumenn skutu stýriflaug
yfir Japan fyrir fimm árum í til-
raunaskyni. ■
BALDUR VILHELMSSON
Saga hans gengur vel í Vestfirðinga.
Bóksala á Ísafirði:
Vestfirðingar
söluhæstir
BÓKSALA Sjötta bindi nýrra vest-
firskra þjóðsagna Gísla Hjartar-
sonar, er þessa dagana mest selda
bókin í Bókhlöðunni á Ísafirði.
Þetta kemur fram á fréttavefnum
bb.is. Á hæla Gísla kemur saga
séra Baldurs Vilhelmssonar í
Vatnsfirði sem Hlynur Þór Magn-
ússon færði í letur. Harry Potter
og Fönixreglan er þriðja sölu-
hæsta bókin og bók Jóns Páls
Halldórssonar, Fiskvinnsla í sex-
tíu ár, er í fjórða sæti. ■
FYRSTI SAMNINGAFUNDURINN
Samninganefndir Starfsgreinasamabndsins
og ríkisins hittust í húsakynnum ríkissátta-
semjara í gær. Þetta var fyrsti fundur deilu-
aðila eftir að málinu var vísað til sátta-
semjara.
Kjaraviðræður:
Næsti fund-
ur á þrett-
ándanum
KJARASAMNINGAR Samninganefndir
Starfsgreinasambands Íslands og
ríkisins komu saman til stutts
fundar í húsakynnum ríkissátta-
semjara í gær. Starfsgreinasam-
bandið vísaði kjaraviðræðunum
til sáttasemjara á dögunum þar
sem ekkert þokaðist í viðræðum
aðila um jöfnun lífeyrisréttinda
og aðrar kröfur sambandsins.
Starfsgreinasambandið endur-
skoðaði áður framlagðar kjara-
kröfur eftir að frumvarp um eftir-
laun æðstu ráðamanna ríkisins
var lagt fram á Alþingi. Nú er
þess krafist að lífeyrisréttindi alls
launafólks verði samræmd við líf-
eyrisréttindi í A-deild Lífeyris-
sjóðs starfsmanna ríkisins.
Hlé verður nú gert á kjaravið-
ræðum deilenda fram yfir hátíðir
og hittast samninganefndirnar
næst hjá sáttasemjara á þrettánd-
anum. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA