Fréttablaðið - 20.12.2003, Síða 25

Fréttablaðið - 20.12.2003, Síða 25
11.00 Katrín Bryndís Sigurjónsdóttir frá Blálandi, Skagaströnd, verður jarðsungin frá Hólaneskirkju. 11.00 Unnur Sigurlaug Gísladóttir verð- ur jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju. 13.00 Sigríður Eyrún Guðjónsdóttir, Vesturbraut 1, Grindavík, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju. 14.00 Eiríkur Hallsson, Steinkirkju, Fnjóskadal, verður jarðsunginn frá Illugastöðum. 14.00 Jón Ársælsson frá Bakkakoti, verður jarðsunginn frá Akureyjar- kirkju, Vestur-Landeyjum. 14.00 Sigríður Kristjánsdóttir frá Ási, Breiðdalsvík, verður jarðsungin frá Heydalakirkju. ■ Jarðarfarir Ranglega var greint frá því í Fréttablað- inu síðastliðinn mánudag að Halldóri Björnssyni, Engihlíð, Vopnafirði, yrði haldin kveðjuathöfn þann dag. Hið rétta er að Halldóri var haldin kveðjuathöfn í Bústaðakirkju síðastliðinn þriðjudag en hann verður jarðsunginn frá Vopnafjarð- arkirkju næstkomandi mánudag, 22. desember, klukkan 13.00. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. ■ Afmæli ■ Leiðrétting Teitur Þorkelsson upplýsingafulltrúi, 34 ára. Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, 34 ára. Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleik-ari er stödd á kammermúsík- hátíð í Bombay á Indlandi. Er- indið er að kynna kammermúsík fyrir Indverjum, en þar er ekki rík hefð fyrir slíkri tónlist. Þetta er þriðja árið í röð sem hún dvelur þar í desember ásamt nokkrum Indverjum sem hún kynntist í músíknámi í Banda- ríkjunum en eru nú frægir hljóðfæraleikarar í Bretlandi. Á svokölluðum „masterclass“- námskeiðum hefur hún kynnst mörgum hæfileikaríkum nem- endum sem fremur fátæklega tilsögn hafa fengið en spila samt af hjartans list. Undanfarin tvö ár hefur Sigrún dvalið í Bombay frá nóvemberlokum fram að jól- um en nú er viðstaðan styttri því Þýskalandsferð með Sinfóníu- hljómsveit Íslands tafði hana. Hún er væntanleg heim á Þor- láksmessu og heldur því heilög jól með ástvinum hér heima. ■ Tímamót SIGRÚN EÐVALDSDÓTTIR Á Indlandi kynnist hún mörgum hljóðfæra- leikurum sem lítið hafa lært en leika frá hjartanu. Kynnir kammermúsík fyrir Indverjum LAUGARDAGUR 20. desember 2003 25 SIGRÚN EÐVALDSDÓTTIR ■ Hún er í Bombay þar sem hún kynnir kammermúsik fyrir Indverjum. Straumhvörf í gerð teiknimynda Fyrir 66 árum síðan frum-sýndi Walt Disney teikni- mynd um Mjallhvíti og dverg- ana sjö. Þetta var fyrsta teikni- myndin í fullri lengd, í lit með hljóði. Myndin er 83 mínútur og hefur svo sannarlega staðist tímans tönn. Myndin olli straumhvörfum í gerð teiknimynda um allan heim og þótti tæknilega séð gallalaus. Teiknimyndin er byggð á sögu Grimmsbræðra og fyrirmynd Mjallhvítar var íslensk kona. ■ ■ Kvikmyndir MJALLHVÍT Teiknimyndin um Mjallhvít var frumsýnd á þessum degi árið 1937. Út er komin í kilju hjá Máli ogmenningu bókin Úrvalssögur eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Ólafur Jóhann Sigurðsson var eitt helsta skáld þjóðar- innar á 20. öld. Það voru þó ekki síst smá- sögur Ólafs Jóhanns sem skópu orðstír hans sem rithöfundar og hann er ótvírætt meðal bestu smásagna- höfunda íslenskra bókmennta. Ólafur Jóhann hafði frábær tök á hinu knappa og kröfuharða formi, og sögur hans fjalla um þau raunsæislegu efni sem gjar- na eru aðall góðra smásagna, feg- urðarþrá og ljótleika, mannúð og samkennd, rangsleitni og sundur- lyndi. Ólafur Jóhann Ólafsson, sonur skáldsins, hefur valið bestu smásögur hans í eitt safn og fylg- ir þeim úr hlaði með formála. Guðmundur Andri Thorsson rit- höfundur skrifar eftirmála um höfundinn og smásögur hans. ■ Nýjar bækur Um ánauð viljans, 54. lær-dómsrit bókmenntafélagsins, er komið út. Um ánauð viljans er hluti af ritdeilu milli Lúthers og Erasmusar frá Rotterdam. Rit- deilan varðaði grundvöll kristinn- ar kenningar, sér í lagi þá spurn- ingu hvort vilji mannsins væri frjáls eða ánauðugur. Erasmus hafði haldið því fram að vilji mannsins væri frjáls en Lúther taldi hann vera ánauðugan og að þessi ánauð fælist í því að ein- ungis náð Guðs gæti gert mann- inn frjálsan. Um ánauð viljans ber vitni um skarpa ritskýringu Lúthers og sem slíkt hefur ritið ótvírætt gildi fyrir hvern þann sem vill skilja Biblíuna. Jón Árni Jónsson og Gottskálk Þór Jens- son þýða verkið. Sá síðarnefndi ritar einnig inngang ásamt Sigurjóni Árna Eyjólfssyni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.