Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2003, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 20.12.2003, Qupperneq 38
Þetta eru auðvitað ólíkar bækuren það má alveg segja það að þessi bók hlaut að koma í kjölfar- ið,“ segir Guðni Elísson, lektor við Háskóla Íslands og ritstjóri greinasafnsins Áfangar í kvik- myndafræðum, sem Forlagið gef- ur út, þegar hann er spurður hvort Áfangarnir komi í rökréttu fram- haldi af hinu risavaxna greina- safni Heimur kvikmyndanna sem hann ritstýrði árið 1999. Áfangar í kvikmyndafræðum er safn 26 þýddra greina sem all- ar hafa sætt tíðindum í sögu kvik- myndafræðinnar. Höfundar greinanna eru helstu hugmynda- smiðir, leikstjórar og fræðimenn kvikmyndasögunnar en yfir 20 þýðendur koma að verkinu og það er ekki ofsögum sagt að þeir hafi hér unnið þrekvirki til eflingar ís- lenskri kvikmyndamenningu. Klassísk kvikmyndafræði „Það þurfti að koma bók sem væri með klassíska kvikmynda- fræði á boðstólum og þá greinar sem væri kannski búið að vera að lesa og kynna úti í heimi í hálfa öld og lengur. Elstu greinarnar eru frá því í kringum 1920 eins og til dæmis greinar Eisensteins. Hugmyndin var að gefa svolítið gott yfirlit yfir það besta sem skrifað hefur verið í fræðunum á erlendum tungum.“ En eru greinasöfnin of fræði- leg og sérhæfð fyrir hinn almenna íslenska kvikmyndaáhugamann að glugga í? „Nú hlýt ég auðvitað að segja nei, en við getum samt orðað það svo að greinarnar eru misþungar. Þær allra rosalegustu er á fárra færi að komast í en svo eru líka ansi margar mjög að- gengilegar og ef menn bara hafa vilja til ættu þeir að geta sett sig inn í næstum hverja einustu grein þarna og þær opna allar sýn á kvikmyndirnar, en því er ekki að neita að sumar þeirra eru þung- ar.“ Bíóþjóðin kann að lesa Íslendingar eru annáluð bíó- þjóð og fara manna mest í kvik- myndahús miðað við hina sígildu höfðatölu en eru þeir vel læsir á myndmálið? „Já, ég held að Ís- lendingar séu vel læsir á mynd- mál en kannski ekkert voðalega góðir í að túlka það sem þeir eru að sjá, færa það í orð, skilja það og setja í samhengi. Við höfum ekkert sérstaklega góða sögulega yfirsýn yfir viðfangsefnið en ég held reyndar að Íslendingar séu mjög flinkir að lesa kvikmyndir. Ég finn það bara í minni kennslu að nemendur eru oft miklu flinkari í því að lesa í kvikmynda- myndmál heldur en bókmenntir. Þeir eru í rauninni þjálfaðari í því en sjá kannski ekki alltaf hvaðan hlutirnir koma og þá skortir oft yfirsýn til að ná dýpt í lesturinn.“ Löngu fallnir múrar Afþreyingarmenningin hefur rutt sér til rúms í fræðunum und- anfarið en þurfti hún ekki að gera áhlaup á þykka varnarmúra akademíunnar? „Það þurfti það ef- laust á sínum tíma en nú þegar þessi bók kemur út eru varnar- veggirnir löngu brostnir. Það má í rauninni segja að stóra holskeflan í kvikmyndafræðunum komi upp úr 1970 og svo á móti kemur auð- vitað líka að þeir sem voru að skrifa í Frakklandi á fimmta, sjötta og kannski sjöunda áratugn- um voru mjög önnum kafnir að benda á listina sem býr í Hollywoodmenningunni. Þeir voru samt alltaf að tala um hámenningu á einhvern máta, finna kvik- myndahöfunda og svo framvegis.“ Öflugt þýðingastarf Áfangar í kvikmyndafræðum hefur að geyma lykiltexta í fræð- unum en dregur ekki úr þörfinni fyrir heildstætt yfirlit yfir kvik- myndasöguna en þar kemur Bók- menntafræðistofnun Háskólans til skjalana. Guðni ritstýrir ritröð- inni Þýðingar á vegum stofnunar- innar en hún hefur gefið út sex fræðirit í einum rykk. „Saga kvik- myndalistarinnar eftir David Parkinson kemur út í þessari röð núna þannig að það eina sem á í rauninni eftir að setja saman er kennslubók í kvikmyndafræðum.“ Ritin í röðinni tengjast bók- menntafræði, kvikmyndafræði, kynjafræði, listfræði, leiklistar- fræði, menningarfræði, miðalda- fræði og þýðingafræði þannig að það er af nógu að taka. „Þetta er bara upphafið og að þessu kemur fjöldinn allur af fólki. Á hverri bók er einn þýð- andi og einn ritstjóri sem ritrýnir í rauninni þýðinguna, les hana yfir og ber hana saman við frum- textann. Ég geri ráð fyrir að sjö- unda bindið komi út í vor og við erum með styrkumsóknir fyrir næstu sjö bækur í gangi. Eins og ég sé þetta fyrir mér verða komn- ir 20 titlar í þessari röð árið 2007.“ Guðni segir að útgáfa af þessu tagi sé mjög kostnaðarsöm og sé því háð styrkjum en þessi mikli kostnaður hefur haft þau áhrif að framboðið á vönduðum þýddum fræðiritum hefur alla tíð háð Ís- lendingum. Skortur á þýddum fræði- textum „Á fræðasviðinu er ekki hægt að fara út í dýrari vinnu og það er ofboðslega lítið til af þýddum fræðitextum. Það er skemmtilegt við þessar bækur að þær hafa gildi í dag. Það má til dæmis nefna bókina Stríð og kvikmyndir en lestur hennar getur sagt okkur ýmislegt um Íraksstríðið og það hvernig stríði er miðlað sjónrænt. Þetta er mikilvæg bók sem hjálpar okkur að átta okkur á umheimi okkar og því hvernig efni er miðlað sjónrænt.“ Guðni dregur hagnýtt gildi þess að vera læs á myndmál ekki í efa og bendir á að ef fólk er þjálfað í því að lesa myndmál lesi það til dæmis dagblöð öðruvísi. „Fólk les fréttir frá útlöndum öðruvísi og ég held að það að vera fær í því að lesa myndmál geri þig að færari borgara. Það gerir þig færari að búa í lýðræðisríki og taka og melta upplýsingar. Og svo er líka bara gaman að lesa bókmenntir og kvikmyndir.“ thorarinn@frettabladid.is Ég held að það að vera fær í því að lesa mynd- mál geri þig að færari borg- ara. Það gerir þig færari að búa í lýðræðisríki og taka og melta upplýsingar. ,, 38 20. desember 2003 LAUGARDAGUR Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands gaf á dögunum út sex þýdd fræðirit og stefnt er að því að ritin í þessum flokki verði orðin 20 talsins árið 2007. Guðni Elísson heldur utan um ritröðina en hann ritstýrir einnig Áföngum í kvikmyndafræði sem hefur að geyma fjöl- breytt safn fræðigreina sem ættu að höfða til bíóþjóðarinnar miklu. Bíóþjóðin er vel læs á myndmál GUÐNI ELÍSSON Segir kvikmyndafræðanámskeið sem kennd eru í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands njóta mikilla vinsælda: „Við vonumst til þess að geta komið á aukagrein í kvikmyndafræðum á næstu árum. Það fer í rauninni bara eftir fjárhagsstöðu Háskólans og vinsældum slíkra greina. Ég held að það sé að minnsta kosti æskilegt að svona nám fari fram í að minnsta kosti einum háskóla í hverju þjóðríki. Kvikmyndafræðin kemur seint inn í háskólanámið en er í sókn alls staðar.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.