Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2003, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 20.12.2003, Qupperneq 40
Útlitið var frekar dökkt hjáhinu tvístraða föruneyti Hringsins þar sem áhorfendur skildu við það í lok The Lord of the Rings: The Two Towers. Aragorn, álfurinn Legolas, dverg- urinn Gimli og Gandálfur leiddu álfa og menn í mikilvægum áfangasigri þegar þeir hrundu áhlaupi hins illa á Hjálmsvirki. Fróði og Sámur stefndu á sama tíma ótrauðir áfram inn í Mordor til þess að eyða Hringnum eina í Dómsdyngju. Staða hobbitanna tveggja var þó heldur bágborin þar sem dregið var af Fróða, sem var að sligast undan byrðum Hringsins, og til þess að bæta gráu ofan á svart var þeim félögum nauðugur einn sá kostur að þiggja leiðsögn slímuga og undirförla geðklofans Gollris, sem hefur það eina takmark að koma höndum aftur yfir hringinn eftirsótta. Sauron ekki af baki dottinn Þráðurinn er tekinn upp í The Return of the King þar sem frá var horfið í The Two Towers. Gandálfur og Aragorn gera sér ljóst að hinn illi Sauron muni ekki láta ósigurinn við Hjálmsvirki setja sig út af laginu og byrja strax að safna saman liði til að verjast næsta áhlaupi. Þeir vita fyrir víst að óvinurinn muni nú láta til skarar skríða af alefli og lokaorrustan um framtíð mann- kyns og Miðgarðs er í uppsiglingu. Þeir félagar eru einnig meðvit- aðir um að öll þeirra andspyrna er til einskis nema Fróða takist ætl- unarverk sitt; að eyða Hringnum illa í hraunflóði Dómsdyngju. Þeir hafa hins vegar ekkert til að styðj- ast við nema vonina þar sem þeir hafa engar spurnir haft af Fróða og Sámi, sem gætu allt eins verið dauðir. Hobbitarnir þrauka þó enn og þokast nær áfangastað sínum þó hætturnar leynist við hvert fót- mál og Gollrir sé til alls líklegur og bruggi þeim banaráð. Stórfengleg orrusta við Minas Tirith Gandálfur kemst að því að Sauron hyggst stefna orkaherjum sínum til Minas Tirith og því leggja hann og Aragorn allt kapp á að sameina sundurleitan liðsafla mannkynsins fyrir úrslitaorrust- una. Mennirnir mega sín þó ekki mikils gegn orkafjöldanum og Aragorn verður því að gangast við því að blátt blóð rennur í æðum hans og krefjast liðveislu her- skara gamalla liðhlaupa sem eiga eftir að efna vilyrði sem þeir gáfu forföður Aragorns um liðveislu í bardaga. Þessum fylkingum lýstur síðan öllum saman í stórbrotnasta bar- dagatriði sem sést hefur í kvik- myndahúsi. Það var ekkert til sparað í átakasenum millikaflans en Jackson tekst hér hið ómögulega og toppar fyrri af- rek sín gjörsamlega. Hávær krafa um viðurkenningu The Return of the King er lang- lengsta myndin í þríleiknum en stendur fyllilega undir þremur klukkutímum og tuttugu mínútum þannig að þessi glæsilegu sögulok gulltryggja The Lord of the Rings sem eina allra bestu myndaröð sem gerð hefur verið. Óskarsverðlaunaakademían hefur gengið fram af aðdáendum myndanna í tvígang með því að velja hvorki The Fellowship of the Ring né The Two Towers bestu myndina og það mun teljast til meiriháttar tíðinda ef þetta verð- ur ekki leiðrétt í vor nú þegar hægt er að gera snilldarverk Jacksons upp í heild sinni. Gamla brýnið Christopher Lee, sem leikur Saruman hinn hvíta í þríleiknum, segir í viðtali við breska kvikmyndatímaritið Empire að hann sé þess fullviss að þríleikurinn muni ríða feitum hesti frá verðlaunaafhend- ingunni á næsta ári. „The Return of the King verður valin besta myndin og Peter Jackson fær verðlaun sem besti leikstjórinn.“ Lee er gamall í hett- unni og gerði garðinn til að mynda frægan í hlutverki Dracula í Hammer-hryllingsmyndunum og hefur sýnt snilldartilþrif upp á síðkastið bæði í Lord of the Rings og öðrum hluta nýja Star Wars-þrí- leiksins. „Ég var að vinna með George Lucas ekki alls fyrir löngu og hann sagði við mig að hann hefði ekki getað gert Lord of the Rings með þessum glæsibrag.“ Lee komst í fréttir um daginn þegar hann lýsti óánægju sinni með að öll atriði með Saruman voru klippt út þegar The Return of the King var stytt niður í þá rúmu þrjá klukkutíma sem eftir standa. Hann ber þó leikstjóranum vel sög- una og segir Jackson hafa frábært skopskyn og ótrúlegt úthald. Framlenging á ævintýrinu Þeir sem sakna Sarumans úr lokakafl- 36 20. desember 2003 LAUGARDAGUR PETER JACKSON Leikstjórinn er sáttur við afrakstur sjö ára vinnu og leggur verk sitt og sýn á Hringa- dróttinssögu Tolkiens ósmeykur fyrir dóm áhorfenda. Sjö ár í Hringnum Síðustu sjö ár ævi minnar hafafarið í að skrifa, leikstýra og framleiða þríleikinn um Hringa- dróttinssögu. Þetta hefur verið erf- ið ferð, ekki ólíkt þeirri sem sögu- persónurnar okkar, Fróði og Sámur, fóru. Það hefur ekki verið mikið um svefn, lítill tími fyrir venjulegt líf og það komu dagar þar sem við ef- uðumst öll um að við kæmumst nokkurn tíma á leiðarenda,“ segir leikstjórinn Peter Jackson þegar hann fylgir The Return of the King úr hlaði. „Eftir tveggja ára undirbúnings- vinnu tóku við 274 tökudagar og að þeim loknum hófst þriggja ára eftir- vinnsla. Á hverju framleiðslustigi komu upp erfið viðfangsefni og ótrúlegar hindranir. Ég spurði sjálf- an mig oft að því hvort ég vildi held- ur vera að fást við eitthvað annað en gerð Hringadróttinssögu. Svarið var alltaf „nei“. Ástæðan er einfald- lega sú að ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vinna með mörgu af því hæfileikaríkasta fólki sem nokkur kvikmyndagerðarmað- ur gæti óskað sér. Í gegnum öll þessi löngu ár var það ljóst að við áttum eitt sameiginlegt; mikla og langlífa ást á bókunum sem skilaði sér í skilyrðislausri viðleitni til að gera okkar allra besta við gerð myndanna. Ég verð alltaf þakklátur New Line Cinema fyrir að gefa mér tækifæri til að færa mína sýn á Hringadróttinssögu á hvíta tjaldið,“ segir Peter Jackson og heldur áfram: „Þríleikurinn er svo sannar- lega úr mínum höndum núna og er kominn til þeirra sem hann var gerður fyrir; fólksins sem elskar bækurnar og hefur alltaf þótt vænt um bíómyndir.“ ■ Hringnum lokað með glæsibrag FRÓÐI Hetjan litla burðast enn með Hringinn eina og veit varla í hvorn loðfótinn hann á að stíga enda Hringurinn þekktur fyrir að hafa í meira lagi slæm áhrif á þá sem ganga með hann. GANDÁLFUR Ian McKellen fer sem fyrr hamförum í hlut- verki vitkans og sýnir hörkutilþrif í stór- orrustum magnaðs lokakaflans. Þriðji hlutinn af Hringadróttinssögu kemur í bíó á annan í jólum. Útlitið var dökkt hjá söguhetjunum í lok annars hluta en lokaorrustan er eftir. Heimildir herma að bíóunnendur megi búast við einhverri stór- brotnustu bardagasenu kvikmyndasögunnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.