Fréttablaðið - 20.12.2003, Qupperneq 45
LAUGARDAGUR 20. desember 2003
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
17.830 kr. á mannVer› frá*
Sumarhúsaeigendur á Spáni!
Beint leiguflug til Alicante.
Ver›-
lækkun
á sumar
og sól
Sala hefst á Netinu í dag á ód‡ru sumarfargjöldunum til
Alicante. A›eins 200 sæti í bo›i.
Flugdagar eru: 2., 15. og 25. apríl, 19. maí og sí›an alla
mi›vikudaga í sumar. Flogi› er í beinu leiguflugi me›
Icelandair í morgunflugi.
Muni› a› hjá Plúsfer›um er unnt a› grei›a 7.500 kr.
me› Atlasávísunum og VR ávísunum a› eigin vild
og lækka fer›akostna›inn.
www.plusferdir.is
N E T
25.330 kr. - 7.500 kr. VR ávísun = 17.830 kr.
Gildir í ferðir frá 15. apríl til 15. október.
24.940 kr. á mann m.v. að 2 fullorðnir og 2 börn ferðist saman.
15.230 kr. á mann
*Verð miðast við að bókað sé á Netinu, sé bókað með öðrum
leiðum bætast við þjónustugjöld á hverja bókun.
22.730 kr. - 7.500 kr. VR ávísun = 15.230 kr.
25. apríl - 50 sæti í boði.
NetPlús er eingöngu bókanlegur á Netinu.
Al
ic
an
te
■ Sagt og skrifað
RITHÖFUNDUR
FORDÆMDUR
Pólitískur rétt-
trúnaður á ekki
beinlínis upp á
pallborðið hjá
metnaðarfullum
rithöfundum.
Enska skáld-
konan Monica
Ali hefur brugð-
ist illa við ásök-
unum um að
hún hafi gert
innflytjendur
frá Bangladess að stereótýpum í
skáldsögu sinni Brick Lane.
Brick Lane, sem er fyrsta skáld-
saga Ali, hefur fengið frábæra
dóma og var tilnefnd til hinna
virtu Booker-verðlauna. Nú hafa
bresk samtök, sem segjast vera
fulltrúar 500.000 innflytjenda frá
Bangladess, sent frá sér harðort
bréf þar sem bók Ali er fordæmd
vegna klisjukenndra lýsinga á
samfélagi innflytjenda. Bréfið
var sent til The Guardian. Blaðið
gerði mikið úr bréfinu og setti
samasemmerki milli þess og hót-
ana í garð Salmans Rushdies fyr-
ir Söngva Satans. Ali er lítt hrifin
af þessari samlíkingu blaðsins
enda neyddist Rushdie til að ráða
sér lífverði vegna líflátshótana.
„Ég á tvö ung börn. Gerir þessir
menn sér ekki grein fyrir því að
þeir eru að leika sér að lífi
fólks?“ spyr Ali.
Ali er fædd í Bangladess og
fyrr á þessu ári neituðu yfirvöld
þar í landi henni um vegabréfsá-
ritun. Í Brick Lane talar ein per-
sónan, sem er frá Bangladess,
niðrandi um landa sína, reyndar á
gamansaman hátt. Ali er skiljan-
lega bæði undrandi og sár vegna
þess að orð sögupersónu eru gerð
að hennar eigin skoðunum. Hún
segir að Brick Lane sé skrifuð af
ást og að hún hafi samúð og skiln-
ing á öllum persónum verksins.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Sænskir gagnrýnendur hafa val-ið Mýrina bestu glæpasögu
ársins þar í landi. Þetta kom fram
í þættinum Deadline í sænska rík-
isútvarpinu, sem fjallar einkum
um glæpasögur. Hlustendur þátt-
arins velja á hverju ári bestu
glæpasögu, kvikmynd og leikrit
ársins sem hljóta Caliber-verð-
launin en að þessu sinni var hópur
gagnrýnenda fenginn til að út-
hluta verðlaununum. Verðlaunun-
um fylgir bikar sem er eins og
skothylki í laginu og nefnist
Patrónan. Mýrin er meðal tíu
bestu glæpasagna ársins í Svíþjóð
að mati gagnrýnanda Aftonbladet
og þá var bókin tilnefnd til Martin
Beck-verðlaunanna sem besta
þýdda glæpasagan í ár. Áður hef-
ur Glerlykillinn, Norrænu glæpa-
sagnaverðlaunin, fallið Arnaldi í
skaut fyrir Mýrina 2002 og Graf-
arþögn fyrr á þessu ári. Enginn
höfundur hefur áður fengið verð-
launin tvívegis.
Mýrin kom út í Svíþjóð nú í
haust og hefur fengið góðar mót-
tökur þarlendra lesenda. Gagn-
rýnendur hafa lofað hana í hástert.
Meðal annars sagði gagnrýnandi
Syd svenska dagbladet, Jan Bro-
berg, að Mýrin væri ein besta
glæpasaga sem hann hefði nokkurn
tíma lesið og að ef Svíar ætluðu sér
að kaupa eina glæpasögu þetta
haustið þá ætti það að vera Mýrin.
Þá ritaði gagnrýnandi Aftonbladet
að Mýrin væri vel skrifuð og léti
engan ósnortinn.
Mýrin hefur nú verið seld til
fjórtán landa og hafa viðtökur
hvarvetna verið góðar. Þess má
geta að bókin hefur nú verið seld í
meira en 140.000 eintökum í Þýska-
landi og fyrsta prentun á Grafar-
þögn þar í landi, sem út kemur í
mars, verður 100.000 eintök. ■
Óttarr Proppé, starfsmaðurMáls og menningar og fyrrum
söngvari Ham, er lesandi vikunn-
ar, enda annálaður lestrarhestur.
Óttarr nefnir sjö bækur sem uppá-
haldsbækurnar sínar um þessi jól,
af þeim sem hann hefur þegar les-
ið. Hér eru umsagnir hans:
Landslag er aldrei asnalegt eftir
Bergsvein Birgisson
Ótrúlega flott byrjendaverk
sem nær því að vera hvorki kunn-
uglegt né framandi. Dálítið eins og
Ísbjarnarblús Bubba Morthens
nema bara með færri karakterum
og minni kjaft. Ein af þessum frá-
bæru bókum sem er ekki beint um
neitt en er samt ekki hægt að
leggja frá sér. Eftir lesturinn
læddist að mér sá grunur að ein-
hver sjóaður rithöfundur hefði
komið sjálfum sér svo á óvart að
hann hefði gefið hana út undir dul-
nefni. Var rosa ánægður þegar það
reyndist ekki á rökum reist. Ótrú-
lega flott byrjendaverk.
Áhrif mín á mannkynssöguna eftir
Guðmund Steingrímsson
Ég vissi ekki alveg hvað ég átti
að halda með þessa eða af hverju
mér fannst hún svona skemmtileg.
Svo sagði einhver að það væri tá-
fýla af henni og þá kveikti ég. Það
er nefnilega táfýla af henni og þótt
táfýla sé kannski dálítið súrt fyrir-
bæri þá virkar hún eins og ferskur
andblær á mig. Flott að fá táfýlu í
staðinn fyrir þessa yfirgengilegu
hversdags fýlu sem er alltaf verið
að bera á borð fyrir mann á skítug-
um skónum.
Skuggabaldur eftir Sjón
Hafi Sjón verið sögu ríkari, þá
gæti þetta verið sagan. Ég hef
alltaf verið skotinn í Sjón sem höf-
undi en nú hefur honum tekist að
búa til einn af þessum bók-
menntalegu gullmolum sem er
stærri en höfundurinn. Þessi
saga gæti verið eftir Benedikt
Gröndal eða næstum hvaða
lykilhöfund okkar sem er.
Hún er það bara ekki, hún er
eftir Sjón. Hann lýgur mann
fullan og treður mann svo út af
sannleik. Ef einhverjum finnst
þessi bók of stutt, getur hann bara
lesið hana aftur!
Svartir Englar eftir Ævar Örn
Jósepsson
Ævari Erni hefur tekist að
skapa söguhetjur og atburðarás í
reykvískum krimma sem maður
trúir frá A til Ö. Einhvern veginn
kannast maður við þetta flest, ekki
síst það lygilegasta. Þetta er ofsa-
lega reykvísk bók, maður líður
fyrir það að fara með sögupersón-
unum upp fyrir Ártúnsbrekkuna,
en samt er þetta mjög veraldarvön
bók. Sem forfallinn krimmafíkill
var gaman að lesa íslenskan
krimma þar sem maður gleymdi
því oft að maður væri að lesa
krimma frá Íslandi.
Einræður Steinólfs
Þeim fer fækkandi sérvitring-
um íslenskum, hvað þá sérvitrum
snillingum. Steinólfur í Ytri-
Fagradal á Skarðsströnd er hvort
tveggja og í ofanálag er hann með
mælskari mönnum sem náðst hafa
á bók. Það er ekki nokkur
leið að taka ekki afstöðu
til þessarar bókar og
þess sem í henni er
sagt. Það er allt of
sjaldgæft að bækur
neyði mann til þess
núorðið.
Bobby Fischer Goes
to War eftir David
Edmonds & John
Eidinow
Bobby Fischer er
eitt af þessum flottu
undrabörnum og
furðu-
fuglum sem er ekki hægt að slíta
augun af. Hver man ekki þegar
hann skyrpti á skeytið frá banda-
ríska utanríkisráðherranum í
beinni. Þessi gaur fékk alla Íslend-
inga á móti sér með því að móðga
sovéska séntilmennið Spassky.
Svo sjarmeraði hann okkur öll
jafnharðan upp úr skónum aftur,
með því einu að bursta téðan
Spassky. Svona afreka bara snill-
ingar. Þessa bók prýða fróðleikur,
spenna og góður slatti af íslensk-
um lúðaskap, að ógleymdum þeim
KGB og Henry Kissinger að bralla
bak við tjöldin. Er hægt að hugsa
sér það betra? Ég var sjálfur of
ungur til að geta munað eftir
heimsmeistaraeinvíginu. Eftir að
hafa lesið þessa bók líður mér eins
og ég muni bara nokkuð vel eftir
því.
Da Vinci Code eftir Dan Brown
Þessi heldur spennunni svo vel
að manni hættir að standa á sama.
Stútfull af frábærri listasögu, dul-
málskóðapælingum með slatta af
samsæriskenningum. Þegar það
er svona mikið kjöt á beinunum
skiptir ekki öllu hvort
beinagrindin er sæt eða
ekki. Á köflum þegar
flækjan er orðin
álíka ólíkleg og í
James Bond, þá
kann manni að
blöskra eitt andar-
tak. En svo dettur
maður ofan í ein-
hverja flækju frá
miðöldum og áttar
sig ekki á pirringnum
fyrr enn 50 síðum síð-
ar. Þá er maður bara
gáttaður á sjálfum sér,
hristir hausinn og les
áfram. ■
MONICA ALI
Samtök innflytjenda
frá Bangladess for-
dæma rómaða
skáldsögu hennar,
Brick Lane.
Jólabækur Óttars Proppé
ÓTTARR PROPPÉ
Hann er starfsmaður Máls og
menningar og á sér þó nokkrar
uppáhaldsbækur um þessi jól.
Sænskir gagnrýnendur velja bestu glæpasöguna í ár:
Mýrin er best
ARNALDUR INDRIÐASON
Sænskir gagnrýnendur völdu
Mýrina bestu glæpasögu ársins.