Fréttablaðið - 20.12.2003, Side 50

Fréttablaðið - 20.12.2003, Side 50
46 20. desember 2003 LAUGARDAGUR Okkur var bara sagt að viðættum afa sem hefði búið með ömmu minni en hefði verið farinn áður en ég fæddist,“ seg- ir Georgina Stefánsson, eitt barnabarna Vilhjálms Stefáns- sonar landkönnuðar. „Við heyrð- um aldrei frá honum og það var ekki talað mikið um hann dags- daglega en pabbi sagði okkur frá honum. Það hvíldi mikill hetjuljómi yfir honum og ég vissi að hann hefði farið þvers og kruss yfir heimskautasvæðið með ömmu. Við áttum engar myndir af honum þannig að ég vissi ekkert hvernig hann leit út fyrr en ég varð eldri og komst í bækurnar sem hann skrifaði. Þá er mér alltaf minnisstæð mynd- in sem birtist af honum á forsíðu Life skömmu eftir að hann dó. Það var mjög góð mynd,“ segir Georgina, sem var 15 ára gömul þegar Vilhjálmur lést árið 1962. Skemmtilegt að hitta ættingja Georgína er dóttir Alex Stef- ánssonar sem Vilhjámur eignað- ist með inúítakonunni Fanný Pannigablúk árið 1910. Hún er stödd á Íslandi þessa dagana en henni og eiginmanni hennar, Frank Thistle, var boðið til landsins í tengslum við útgáfu ævisögu Vilhjálms, Frægð og firnindi, eftir Gísla Pálsson mannfræðing og prófessor. Georgina býr í Inuvik í Kanada og Ísland er fyrsta Evr- ópulandið sem hún heimsækir en hún hefur meðal annars not- að tímann til að heimsækja heimaslóðir forfeðra sinna og hitta íslenska ættingja sína í fyrsta sinn. Henni líst bæði vel á land og þjóð. „Það er alls ekki jafn kalt hérna og ég átti von á, miklu hlýrra en heima en ég kem það- an úr rúmlega 30 stiga frosti. Landslagið hérna er í góðu lagi en mér hefur þótt skemmtileg- ast að hitta ættingja mína. Það hafa allir verið svo duglegir að útskýra fyrir mér hvernig ég tengist þeim en skyldleikinn nær allt aftur til Jóhanns lang- afa míns. Þau eru líka búin að segja mér fjölmargar sögur og hafa gefið mér myndir af afa með ættingjum mínum hérna á Íslandi.“ Landkönnuður á norðurslóð Gísli Pálsson fann barnabörn Vilhjálms í Kanada þegar hann vann að gerð bókarinnar um ævi og störf Vilhjálms. „Ég frétti fyrst af þessari inúítafjölskyldu árið 1987 og var að leita að þeim öðru hverju en tókst ekki að hafa uppi á þeim fyrr en nokkrum árum seinna fyrir röð tilviljana með aðstoð og ábend- ingum vina og kollega vestan- hafs. Ég var svo í Vancouver þegar ég hitti eina af frænkum Georginu og komst þannig loks- ins í samband við barnabörnin.“ Gísli segir að Vilhjálmur hafi líklega hitt ömmu Georginu á Herschel-eyju árið 1908 eða 1909 þegar hann var að taka mál af höfuðbeinum og skrá hlutföll- in í líkamsbyggingu inúítanna. „Hann ræður hana síðan sem saumakonu en landkönnuðurnir komust ekki af á þessum slóðum án góðra saumakvenna þar sem þeir dóu þá einfaldlega úr kulda. Hún virðist svo vera komin í einhvers konar vist hjá honum og nokkru síðar fæðist Alex.“ Týnda fjölskyldan Vilhjálmur yfirgaf þennan vettvang endanlega 1918 og kvaddi um það leyti son sinn, sem þá var 8 ára gamall. Alex hafði líklega haft mikið af föður sínum að segja á þessum árum og Vilhjálmur hefur kennt honum að lesa og tala ensku. Fjölskyldan virðist hins vegar ekki hafa haft neinar spurnir af Vilhjálmi eftir þetta. „Það eru að vísu til vísbending- ar um að hann hafi greitt reikn- inga fjölskyldunnar í gegnum Hudson Bay,“ segir Gísli, „sem var nokkurs konar kaupfélag norðurslóða. Hann gerði einnig fjárhagslega upp við alla heim- ildarmenn sína áður en hann fór og virðist ekki hafa talað um inúítafjölskyldu sína á Íslandi nema bara undir það síðasta og þá í trúnaði við nána vini. Íslendingar hafa því lítið vitað af þessu fólki fyrr en kannski núna en það hefur þó komið á daginn eftir að Georg- ina kom hingað að nokkrir ættingja hennar, bæði í Reykja- vík og fyrir norðan, vissu af þessu fólki og hafði lengi langað að hafa samband við frændfólk sitt vestar en vissu ekki hvernig þeir ættu að hafa uppi á þeim.“ Upphafið skoðað í endinum Gísli segir að hugmyndin að því að bjóða einu barnabarna Vilhjálms hingað hafi komið upp fyrir mánuði síðan. „Mér finnst ég vera að ljúka verkefni mínu með því að sýna einhverj- um úr fjölskyldunni landið og endurgjalda um leið gestrisn- ina, fyrirgreiðsluna og aðstoð- ina sem þau veittu mér vestra. Þetta hefur gengið blessunar- lega upp með aðstoð margra góðra manna og kvenna en þetta er kostnaðarsamt ferða- lag. Georgina hefur svo fengið ótrúlega hlýjar móttökur hérna. Það er skemmtilegt hversu ætt- ingjar hennar taka henni opn- um örmum en hún hefur fengið mikið af heimboðum og góðum gjöfum.“ Búin að vera lengi á leiðinni Georgina segir að það hafi lengi staðið til hjá sér að sækja Ísland heim. „Maðurinn minn á ættir að rekja til Skotlands og við höfum verið að bræða það með okkur að skoða þessi upp- runalönd okkar. Við höfðum alltaf hugsað okkur að gera þetta að sumri til en Gísli hringdi í mig í lok nóvember og bauð mér að koma og taka þátt í kynningu bókarinnar. Ég tók mér smá tíma til að hugsa mál- ið þar sem ég hafði þegar ákveðið að eyða jólunum með dætrum mínum. Ég ráðfærði mig við þær og eiginmann minn og þau voru öll sammála um að ég ætti að drífa mig til Íslands. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og við verðum hjá frændfólki mínu á aðfanga- dagskvöld og förum svo aftur heim annan í jólum.“ thorarinn@frettabladid.is Fyrir sanna karlmenn Stálherraúr hert gler chronograph dagatal Verð kr 22.900 Karl R Guðmundsson Austurvegur 11 Selfossi, s. 482 1433 Georgina Stefansson er barnabarn Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar. Vilhjálmur kynntist ömmu Georginu í einum leiðangra sinna á norðurslóðum. Gísli Pálsson fann afkomendur Vilhjálms í Kanada þegar hann vann að ævisögu Vilhjálms og Georgina er því loksins komin á slóðir hins víðförla afa síns. Barnabarnið sem kom inn úr kuldanum GEORGINA OG GÍSLI PÁLSSON Ævisagnaritari Vilhjálms fylgdi barnabarni hans á slóðir langafa hennar og -ömmu en foreldrar Vilhjálms bjuggu á þremur bæjum í Eyja- firði. Myndin er tekin að Kroppi, þar sem þau bjuggu áður en þau brugðu búi og fluttust vestur um haf árið 1876. Vilhjálmur fæddist þremur árum síðar í Manitoba. Við heyrðum aldrei frá honum og það var ekki talað mikið um hann dags daglega en pabbi sagði okkur frá hon- um. Það hvíldi mikill hetju- ljómi yfir honum og ég vissi að hann hefði farið þvers og kruss yfir heimskauta- svæðið með ömmu. ,, GEORGINA STEFANSSON „Pabbi var hávaxnari og ljósari yfirlitum en gengur og gerist á okkar heimaslóðum og við vissum að hann hefði erft þetta útlit frá afa. Pabbi sagði okkur frá Vilhjálmi þannig að við vissum af honum þó við þekktum hann ekki neitt og sæjum hann aðeins á myndum.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.