Fréttablaðið - 20.12.2003, Side 54

Fréttablaðið - 20.12.2003, Side 54
50 20. desember 2003 LAUGARDAGUR Megas heldur tónleika á Hótel Borg á Þorláksmessu og sent verður beint út frá þeim á Rás 2. Nýr kafli í sögu Borgarinnar er þar með hafinn, því Bubbi hefur yfirgefið pleisið og er kominn á Nasa. Borgin er pöbblikk dómein Já, Bubbi hefur snúið baki viðþeirri hefð og núna er þetta pöbblikk dómein,“ segir Megas, sem nú undirbýr sig af kappi fyr- ir tónleika sem verða á Borginni á Þorláksmessu. Megas leggur á það áherslu að hann sé síður en svo einn heldur haldi drengirnir í Súkkat tónleik- ana með sér . „Já, Súkkat, Meg- as... Megasukk. Þeir byrja, svo ég og svo verður sameiginlegt Mega- sukk þar sem við komum allir saman.“ Með Megasi eru snilling- arnir Magnús Einarsson, Mikki Pollock og á bassa verður Gunnar Hrafnsson. „Við erum þarna Emmin í þriðja veldi: Mikki, Maggi og Maggi og svo Gunni. Nei, engar trommur. Það þarf ekki í svona strengjabandi. Rytmagítarleikarinn heldur bít- inu gangandi.“ Megas hefur áður verið með tónleikahald á Þorláksmessu. „Já, maður hefur svo sem verið með í því geimi. Eru ekki einmitt oft tónleikar á þessum tíma?“ Hefðin rofin Jú, sannarlega. Enda sætir þetta nokkrum tíðindum í tónlist- arheiminum og kannski ekki síður í tengslum við jólahald í Reykja- vík. Bubbi Morthens hefur nú snúið baki við Borginni en hann var nánast búinn að slá eign sinni á staðinn á þessum tíma. Í hugum margra er þetta hefð: Bubbi Morthens á Borginni á Þorláks- messu. Eldri en skatan segja sum- ir. Bubbi mun vera á Nasa á þess- um tíma og ætlar Bylgjan að út- varpa þeim tónleikum. Megas lætur það lítt trufla sig, kemur honum ekki hið minnsta við, og æfir hann sig nú og sína menn af kappi fyrir tónleikana. „Já, ég held að allir sem þátt taka í þessu vilji æfa í þaula. Perfek- sjónisti? Nei, ég er það nú ekki. En stefnan er í þá áttina.“ Intens og konsentrerað Tónleikarnir taka um tvo tíma ... „intens og konsentrerað,“ segir Megas en hann er sem kunnugt er nýr á lista Alþingis yfir heiðurs- listamannalaunþega. „Jújú, það er lítið hægt að spyrja mig út í það.“ Það vakti nokkra athygli um árið, þegar Megas hlaut viður- kenningu og úthlutun úr sjóði í tengslum við dag íslenskrar tungu kenndan við sjálfan Jónas Hall- grímsson. Við það tækifæri fengu margir hland fyrir hjartað þegar Megas sagði það hafa þá þýðingu að þetta væri ‘böns af monní’. „Já, ég var að gera grein fyrir þessu í lítilli þakkarræðu sem ég flutti. ‘Böns’ er góð íslenska og ‘monní’ er gjarnan notað yfir ákveðna sýn á peninga.“ Gerir athugasemdir eftir sem áður Megas hefur verið einn helsti tákngervingur þeirra sem vilja fetta fingur út í kerfið. Er ekki einfaldlega verið að kaupa hann? Er hann ekki orðinn partur af establismentinu? „Ég get sagt það sem mig langar. Þó að kerfið setji mig á einhverja umbun sem ég tel mig eiga inni hjá þessu átoríteti sem reprísenterast af fólkinu í land- inu. Ég sé ekkert athugavert við það.“ Meistarinn lítur sem sagt ekki svo á að hann sé orðinn einhver augnakarl kerfisins. „Marga titla minna er enn bannað að spila í útvarpi. Þetta breytir stöðu minni ekkert. Hagur minn batn- ar sem nemur þessum mánaðar- greiðslum. Minnkar harkið. Hlutirnir hafa að öðru leyti ekk- ert breyst. Ég geri athugasemdir við það sem böggar mig ef ég tel mig þurfa að gera athugasemd- ir.“ Ekkert verður um það sagt hvort ný plata sé á leiðinni. Ekki skortir efni. „Ég sé ekki mögu- leika á hagstæðum samningum. Svoldið latur við að vinna fyrir einhver fyrirtæki og bera ekkert úr býtum. Maður gerði það ung- ur en er orðinn roskinn og vill að rétt sé rétt.“ jakob@frettabladid.is Guðmundur Magnússon, fyrrverandi fræðslufulltrúi, er borinn og barnfæddur Reyðfirðingur og hefur skráð sögu staðarins frá 1883 til dagsins í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem heildstæð saga staðarins er gefin út. Álver, hernám og kirkjudeilur Ég byrjaði á bókinni 1999 oghef verið að skrifa hana síð- an en var búinn að safna heim- ildum svolítið áður í frítíma mínum austur á landi á meðan ég var þar að störfum sem fræðslustjóri,“ segir Guðmund- ur Magnússon, sem hefur skráð sögu Reyðarfjarðar frá árunum 1883-2003. „Áður var ég búinn að skrifa skólasöguna, Hundrað ára skólahald á Reyðarfirði, sér- staklega en hún kom út árið 1998, þannig að það má segja að þessi bók sé síðari hluti sögu staðarins.“ Saga vaxtar og uppbyggingar „Það hefur ekkert verið skrif- að um sögu Reyðarfjarðar fyrr en þetta. Saga Kaupfélags Hér- aðsbúa kom að vísu út fyrir 50 árum og svo þessi skólasaga en síðan engar bækur um staðinn, þannig að þetta er fyrsta heild- stæða sagan sem nær alveg frá 1883 þegar Wathne-bræður komu en Friðrik Wathne, bróðir Ottós, er í raun faðir þéttbýlis- ins þarna. Síðan koma fyrirtæki eins og Rolf Johansen og Kaup- félag Héraðsbúa. Samgöngu- byltingin hefur gífurleg áhrif þegar farið er að fara yfir Fagradal á bílum út á firðina.“ Róstur á Reyðarfirði Það hefur oft gustað um Reyðfirðinga áður en fram- kvæmdirnar við Kárahnjúka komu til tals og Guðmundur nefnir til dæmis átök um prests- embættið á Hólmum árið 1880 en bændur sættu sig ekki við þann prest sem biskup hugðist skipa í embættið og hófu öfluga undirskriftasöfnun. Í bókinni segir að hér hafi ekkert venju- legt mál verið á döfinni. „Upp- reisn gegn kirkju- og landsins yfirvöldum og jafnvel konungi.“ Deilan þótti snúast um grund- vallar lýð- og mannréttindi og í kjölfar hennar voru lögð drög að stofnun fyrsta fríkirkjusafnað- arins á Íslandi. Hernámsárin „Hernámstímabilið frá 1940 til 1945 var einnig geysilega merkilegt og litríkt tímabil. Ég nálgast það á öðrum forsendum en áður hefur verið skrifað um hernám. Ég er með upplýsingar frá fólkinu sem lifði tímann á staðnum. Ég styðst við dagbók, frá ágætum manni, sem aldrei hefur litið dagsins ljós áður og er með viðtöl við marga sem voru í hernámsvinnunni og geta sagt nákvæmlega frá því hvern- ig þetta var; loftárásunum sem voru yfirvofandi lengi og ákvörðun hreppsnefndarinnar að skipuleggja strax flutninga á börnum og gamalmennum upp á hérað og byggingu loftvarnar- byrgja út um allt þorp. Þetta er mjög merkileg saga sem aldrei hefur verið tíunduð fyrr en nú.“ Gengur ekki að einblína á álið Reyðarfjörður hefur verið í brennidepli undanfarið sem aldrei fyrr. „Það er nú líkast til, verðandi álverksmiðja þarna og fyrirtæki eins og Byko komin á staðinn. Þarna er verið að byrja á einni átta hæða blokk af fjórum sem búið er að ákveða að reisa og fleiri, fleiri verktakar eru búnir að kaupa lóðir upp á milljónir þannig að það virðist vera mikið í uppsiglingu.“ En hvernig horfa þessar gríð- arlegu framkvæmdir við göml- um Reyðfirðingi? „Ég fagna því náttúrlega að atvinnuuppbygg- ing verði á staðnum, á Austur- landi og yfirleitt í dreifbýlinu. Menn geta deilt um leiðir en ég trúi ekki öðru en að þetta verði til að styrkja atvinnulífið mjög. En menn mega ekki einblína ein- göngu á þetta. Það þarf að koma meira til en þetta er risafyrir- tæki, þessi Kárahnjúkavirkjun.“ thorarinn@frettabladid.is MEGAS Segir engu breyta þó hann sé kominn á heiðurslistamannalaun. Eftir sem áður mun hann gera athugasemdir sé eitthvað sem böggar hann. BUBBI Farinn af Borginni og kominn á Nasa. „Þetta er pöbblikk dómein,“ segir Megas. „Perfeksjónisti? Nei, ég er það nú ekki. En stefnan er í þá áttina.“ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Er fæddur og uppalinn á Reyðarfirði en var kennari og skólastjóri í 28 ár áður en hann flutt- ist aftur austur þar sem hann starfaði í 20 ár, meðal annars sem fræðslustjóri. Hann hætti störfum fyrir aldurs sakir árið 1996 og flutti ári síðar í Kópavoginn þar sem hann býr núna. Það er nú líkast til, verðandi álverk- smiðja þarna og fyrirtæki eins og Byko komin á stað- inn. ,, F RÉ TT AB LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.