Fréttablaðið - 20.12.2003, Síða 65
LAUGARDAGUR 20. desember 2003
Guðlaugur Hannesson
„Nei, ég á allar eftir. Ætli ég byrji ekki
núna og verði að fram á Þorláksmessu.“
Ert þú búinn að
kaupa jólagjafir?
61
Íslensk hönnun:
Leikfanga-
sængurver
Þessi leikfangasængurversvokölluðu eru hönnun Hildar
Jonz myndlist-
arkonu, en hún
fékk hug-
myndina eftir
að hún eignað-
ist sjálf barn.
Sængurverin
eru úr bómul
og þunnu ull-
arfilti á þeirri
hlið sem snýr
að barninu, en
ofan á þeim
eru litskrúð-
ugar og mjúkar keilur sem barnið
getur leikið sér með. Sængurverin
eru hlý viðkomu en ef barninu
hættir til að
svitna verð-
ur verið ekki
kalt og stíft,
heldur sýgur
það í sig
bleytu. Leik-
fangasæng-
urverið hef-
ur vakið
mikla lukku
en er ennþá í
þróun, að
sögn Hildar. ■
FALLEG OG PRAKTÍSK
Halda hita á barninu og
hafa ofan af fyrir því um
leið.
KEILUM OG KÚLUM ER SMELLT Á
VERIÐ
Leikfangasængurverin eru enn í þróun.
SNIÐUG LEIKFÖNG
Hægt að nota sem
geymslu fyrir snuð.
Mynd: Gunnar Karlsson fyrir Jólahefti Rauða krossins.
Vísurnar eru eftir Jóhannes úr Kötlum og teknar upp úr
bókinni Jólin koma sem gefin var út af Máli og menningu.
Bjúgnakrækir
Níundi var Bjúgnakrækir,
brögðóttur og snar.
Hann hentist upp í rjáfrin
og hnuplaði þar.
Á eldhúsbita sat hann
í sóti og reyk
og át þar hangið bjúga,
sem engan sveik.
Til byggða í nótt
Margir vinahópar hafa tekið uppþann sið að hittast fyrir jól og
hafa það huggulegt, jafnvel skiptast
á smágjöfum eins og gert var í
barnaskóla. Ef þið viljið krydda upp
á þessi gjafaskipti fylgir hér tillaga
að teningaspili fyrir fullorðna, sem
líklega á rætur að rekja til Dan-
merkur. Mikilvægt er að gjafirnar
séu hvorki dýrar né merkilegar og
að enginn í hópnum sé sérstaklega
tapsár.
Allir koma með einn pakka og
eru þeir settir í hrúgu á borð. Þátt-
takendur raða sér svo kringum
borðið, með einn spilatening. Er ten-
ingurinn látinn ganga réttsælis og
hver þátttakandi kastar einu sinni
þegar röðin er komin að honum. Í
hvert skipti sem einhver fær sex
má hann velja sér pakka.
Teningurinn er látinn ganga þar
til allir pakkarnir eru komnir í
hendur þátttakenda. Þá er vekjara-
klukka stillt þannig að hún muni
hringja eftir 10 til 15 mínútur og
hefst þá sá hluti leiksins sem er
mest spennandi. Teningurinn er lát-
inn ganga eins og áður en nú mega
þátttakendur taka einn pakka frá
einhverjum öðrum keppanda þegar
þeir fá sex. Þegar klukkan hringir
er leiknum lokið og þeir sem eru
með pakka mega taka þá upp og
njóta innihaldsins.
Yfirleitt situr einhver eftir með
sárt ennið og enga pakka. Því er
ráðlegt að gestgjafinn hafi á tak-
teinum skammarverðlaun til að lina
sárustu kvalirnar. ■
LEIKURINN SKAPAR MIKLA SPENNU
Stærstu pakkarnir verða oft mjög eftirsóttir og skipta oft um hendur.
Öðruvísi litlu jól:
Spilað upp á pakkana