Fréttablaðið - 20.12.2003, Side 71

Fréttablaðið - 20.12.2003, Side 71
Flestir kannast við Dumle-karamellurnar bragðgóðu og kallar minnið eflaust þær fram þegar smakkað er á Dooleyís- líkjörnum, enda er grunnupp- skriftin að bragðinu sú sama. Dooleyís er kremaður toffí líkjör sem hefur það fram yfir vinsælustu rjómalíkjörana á markaðnum í dag að vera 50% fituminni enda gerður úr mjólk en ekki rjóma. Dooleyís-líkjörinn er ljúfur einn og sér sem fordrykkur en einnig með kaffinu eða út í kaff- ið. Afar vinsælt er að nota hann út á ís í stað fitumeiri súkku- laðisósu. Í baksturinn fyrir jólin er Dooleyís einstaklega góður kostur og er sérstaklega vert að benda á fjölbreyttar uppskriftir þar sem Dooleyís er notað í kökur á ísrétti í Kökublaði Gestgjafans sem nýverið kom út. Þær eru búnar til af hinni víðkunnu matreiðslukonu Marentzu Poulsen. ■ LAUGARDAGUR 20. desember 2003 GERARD LEMARQUIS Annar af forréttunum á aðfangadagskvöld er humar í Thermidor-sósu. „Þetta er svolítill einkabrandari, því ég er þekktur fyrir að vera róttækur í pólitík. Í Frakklandi er orðið Thermidor hins vegar tengt handtöku Robespierre og gagnbyltingunni.“ Jólamaturinn: Andalifrarkæfa, hum- ar og appelsínuönd Þetta er mjög einfalt hjá okkur,“segir Gerard Lemarquis frönskukennari þegar hann er spurður um matseðilinn á að- fangadagskvöld. „Sem lystauka erum við með paté de foie gras, eða franska andalifrarkæfu, sem er jólagjöf frá systur minni. Hún kaupir kæfuna hjá bónda í Suð- vestur-Frakklandi. Með þessu drekkum við múskatvín. Síðan eru tveir humarforréttir, humar í Thermidor-sósu og humar í smjördeigi, en hugmyndina að þeim rétti fékk ég úr myndinni Gestaboð Babette og hef verið að þróa smám saman. Í aðalrétt er önd í appelsínusósu, svo ostur og salat og að lokum borðum við mousse au chocolat eða súkkulaði- mús, með möndlu. Á jólunum drekkum við alltaf rauðvín sem heitir Chateauneuf du Pape.“ Lýsingin hljómar hreint ekki einföld í eyrum blaðamanns og Gerard viðurkennir að byrja mat- reiðsluna deginum áður. „En það er ekki af því að hún taki svo lang- an tíma. Matur sem er búinn til daginn áður er bara betri. Það er einmitt þess vegna sem Íslending- ar borða úldinn mat, hann er betri því hann er búinn að bíða svo lengi.“ „Okkar heimili er sífelld mála- miðlun,“ segir Gerard þegar talið berst að auðsjáanlegum frönskum áhrifum þetta kvöld. „Ég elda á aðfangadagskvöld. Á Þorláks- messu borðum við hins vegar hangikjöt og laufabrauð og mér finnst það mjög gott.“ Uppskrift Gerards að „Humar Thermidor“ Sjóðið saxaða skallottulauka í hvítvíni þangað til vínið er næst- um því horfið. Kljúfið humarinn í tvennt eft- ir endilöngu. Steikið hann örstutt á pönnu í blöndu af olífuolíu og smjöri. Flamberið með koníaki. Finnið elfast fat. Veiðið hum- arinn upp af pönnunni með stór- um fiskispaða úr soðinu og setjið í fatið með kjötið upp og skelina niður. Setjið í fimm mínútur í heitan ofn (ég hef aldrei skilið af hverju ætti að gera það en það er sennilega ástæða). Búið til hvíta sósu í kastar- holu. Takið kastarholuna af eldin- um og bætið við soðinu af pönn- unni, matskeið af góðu Dijon- sinnepi, nokkrum greinum af fer- sku frönsku estragoni (fáfnis- grasi) og einum pela af íslensk- um úrvalsrjóma. Hrærið og bæt- ið við rifnum Óðalsosti. Bætið vínsoðna skallottulauknum út í. Hellið sósunni yfir þannig að humarinn baði vel í sósunni. Bæt- ið rifnum osti ofan á og gratíner- ið í ofni rétt áður en rétturinn er borinn á borð. Allar kynslóðir eru hrifnar af þessum rétti sem gleður bragð- lauka nautnaseggja og uppfyllir þarfir þeirra sem snobba fyrir lúxus og fínerí. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A Fitusnauðan Dooley´s á ísinn og í kökurnar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.