Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2003, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 20.12.2003, Qupperneq 72
68 20. desember 2003 LAUGARDAGUR Bakarinn og sjónvarpskokk-urinn Jói Fel er vanur því, eins og svo margir aðrir, að borða hamborgarhrygg á að- fangadag. Í ár ætlar hann að bregða út af vananum. „Við verðum með hreindýr í jólamat- inn,“ segir Jói Fel. „Konan og ég verðum ein í kotinu ásamt litla barninu okkar og þess vegna ætlum við að prófa eitthvað nýtt,“ segir Jói sem skaut hrein- dýrið austur á héraði og mat- reiðir það sjálfur. „Hreindýrið elda ég eins lítið og hægt er því ég vil hafa það vel blóðugt. Svo ber ég fram með því eplasalat, villisveppa- og púrtvínssósu og rösti kartöflur sem eru alveg svakalega góðar.“ Jói Fel ætlar sér líka að elda hamborgarhrygg yfir jólatím- ann. „Helgina eftir aðfangadag verður stórfjölskyldan hjá mér í mat og þá verðum við með hamborgarhrygg“ og blaða- manni leikur forvitni á að vita hvernig meistarakokkurinn handleikur hamborgarhrygg- inn. „Ég sýð hann í 20 mínútur í rauðvíni og vatni og set hann svo inn í ofn og elda hann ró- lega. Næst tek ég kjötið af bein- inu og sker í sneiðar sem ég legg á fat. Ég smyr sneiðarnar með púðursykursblöndu sem samanstendur af sinnepi, púð- ursykri og rauðvíni og set fatið svo inn í sjóðheitan ofninn.“ Aðspurður um hvort Jóa finnist eins og hann sé í vinn- unni á aðfangadag segir hann. „Þetta er náttúrlega það skemmtilegasta sem ég geri og yfir hátíðirnar nýt ég að sjálf- sögðu dyggrar aðstoðar og fé- lagsskapar konunnar minnar í eldhúsinu.“ ■ OSTAKAKA MEÐ PIPARMYNTU- BRJÓSTSYKRI Oskakökur eru alltaf lystugar og gott er að grípa til þeirra, hvort heldur sem eftirréttar eða á kaffiborð. Þessi er dálítið sér- stök. Hún er búin til í 24 cm formi með klemmu og best er að fóða botn formsins með smjör- pappír. Botn 1 bolli hafrakexmylsna 2-3 msk. kakó 5 msk. smjör Bræðið smjörið við vægan hita og hrærið mylsnu og kakói saman við. Setjið síðan volga kexblönduna í formið og þrýstið henni vel að botninum. Látið botninn kólna áður en fyllingin er sett á Fylling 1 msk. matarlímsduft 1/3 dl kalt vatn 500 hreinn rjómaostur 100 gr sykur 3/4 dl mjólk 3/4 mulinn piparmyntubrjóstsykur 2 1/2 dl rjómi, þeyttur 60-70 g mjólkursúkkulaði, saxað Leysið upp matarlímið. Hrærið rjómaosti og sykri vel saman og síðan matarlíms- blöndu, mjólk og brjóstsykri saman við. Látið þetta kólna þar til það þykknar að- eins. Blandið þá súkkulaðinu saman við og því næst rjómanum varlega. Hellið yfir kexbotninn og látið kökuna kólna í sólar- hring áður en þið takið hana úr forminu og skreytið með þeyttum rjóma og muld- um brjóstsykri. Úr bæklingi frá Osta- og smjörsölunni GOTT AÐ VITA UM OSTAKÖKUR Ostakökur eru bestar þrem- ur til fjórum dögum eftir að þær eru búnar til. Best er að hafa ostakökur í kæli í 12 klst. áður en þær eru teknar úr forminu. Kökurnar geymast vel í kæli í 3-4 vikur. Hægt er að frysta kökurnar þótt óneitanlega séu þær betri ófrystar. Látið ostakökur aldrei standa lengur í forminu en sólarhring þar sem formið fer að ryðga eft- ir það. Komi dökkir blettir á kökuna eftir formið má skera þá burt. 12 RÉTTIR Í PÓLLANDI Í Póllandi er hefðbundið að bjóða upp á tólfréttaða máltíð á aðfangadags- kvöld, og tákna réttirnir hina tólf mánuði ársins. Ekkert kjöt er borið fram í þessari máltíð, að- eins fiskur. Síld, vatnakarpi og gedda sjást á borðum, sveppa- eða fiskisúpa, súrkál með villi- sveppum eða baunum og Kutia, eftirréttur með rúsínum, hnetum, hunangi og kryddi. Það er talið boða gæfu að smakka á öllum réttum og því meira sem þú borðar þeim mun meiri ham- ingja liggur í framtíð þinni. Ásgeir Sandholt, konditori-meistari og matgæðingur í Sandholtsbakaríim er vel þekkt- ur fyrir sérstakar uppskriftir. Ásgeir notar súkkulaði óspart í matargerð og gefur lesendum uppskrift að sérstæðum humar- rétti með súkkulaði. Í réttinn þarf 24 humra. ■ Ánítjándu öld þegar Evrópu-búar voru yfir sig heillaðir af rómantísku stefnunni stofnaði Eleterio Marínez Azok vínfyrir- tækið Bodegas Faustino, nánar tiltekið árið 1861. Fyrirtækið hefur æ síðan verið í eigu Martinez-fjölskyldunnar. Það var raunar ekki fyrr en 1957 að vörumerkið Faustino var fyrst sett á markað og í dag er það fjórða kynslóð fjöskyldunnar sem situr við sjórnvöldin. Ástríða fjölskyldunnar frá upp- hafi til vínræktunar og víngerð- ar er hvað best sýnileg í vand- legu vali á eigin landi til ræktun- ar svo og fjárfestinga á sviði tækni og þróunar. Fyrirtækð er vottað gæðastöðlum á flestum stigum framleiðslunnar og eru vín þeirra gjarnan val hinna kon- ungbornu við hátíðleg tækifæri og býður Jóhann Karl Spánar- konungur gestum ósjaldan upp á Faustino. Vin frá Rioja hafa þá sérstöðu að lögum samkvæmt eru þau geymd hjá framleiðanda í ákveð- in tíma eða þar til þau eru tilbúin til drykkjar og sett á markað. Orð eins og Crianza, Reserva og Gran Reserva skilgreina geymlustímann en á bak við þessi orð eru vandlega skilgrein- dur lágmarkstími sem vínið er geymt á tunnu og í flösku fyrir alla framleiðendur. Bodegas Faustino styðst við þessi lög um lágmarksgeymslutíma á vínum sínum og gott betur. Þess er gætt að setja vínin aldrei á markað fyrr en þau eru fullkomlega til- búin til neyslu. Þetta þýður oft á tíðum mun lengri geymslutíma en reglur gera ráð fyrir. Úrval vína frá Bodeg- as Faustino fæst í Vín- búðum hérlendis: Faustino I Gran Reserva 1982 Þetta vín fékk gull- verðlaun á VinExpo 1989 sem eitt af 100 bestu vín- um heims og ber flaskan medalíuna. Fátt annað er hægt að segja um þetta vín annað en það er him- neskt og vert að spá í. Verð í Vínbúðum 4.190 kr. Faustino I Gran Reserva 1994 Fékk 92 stig af 100 mögulegum hjá hinu virta tímariti Wine Ent- husiast. 1994 var besti ár- gangurinn á þeim áratug og því ekki úr vegi að eiga kassa til geymslu næstu 20 árin. Verð í Vínbúðum 1.990 kr. Faustino V Reserva Faustino V Reserva kemur frá frekar gömlum víngarði þar sem meðaldur vínvið- arins er um 23 ára. Þetta gerir það að verkum að rætur ligg- ja djúpt hjá vínviðin- um sem gefa víninu ákveðinn karakter. Verð í Vínbúðum 1.490 kr. Faustino VII Góður kostur með reyktu kjöti! Verð í Vínbúðum 1.090 kr. Faustino I Gran Reserva 1982: Valið eitt af 100 bestu vínum heims! Óvenjulegur forréttur: Jómfrúrhumar með chilli og caraïbe-súkkulaði sósugljái olífuolía 1 matskeið tómatpurra hálfur -1 rauður ferskur chilli hálf flaska pilsner eða bjór 50 g engifer safi og börkur af 1 sítónu/ hálf vanillustöng 2 l fiskifondur 2 dl rjómi hálf flaska hvítvín 100 g kalt smjör ganaché (ekki nauðsynlegt) 80 g súkkulaði 100 g sósugljái 1 msk. lavander-hunang Fylling 200 g grænar baunir vorlaukur litlar gulrætur 150 g dökkt súkkulaði (helst pur caraïbe 66% súkkulað) Aðferð Pillið humarinn og fjarlægið þarmana, leggið humarhalana í skál og kælið geymið skelina Sósugljái Hitið olíu í stórum þykkbotna potti og ristið humarskelina vel við háan hita og bætið tómatpurru og chilli út í. Bætið í bjór og sjóðið burt. Bætið hvítvíni og sjóðið niður til helm- inga, bætið vanillu, engifer, og sítrónu við og sjóðið í ca 30 mín. Sigtið soðið og bætið í rjóma. Sjóðið þar til einungis tæpleg 1 l er eftir. Pískið kalt smjörið við, haldið heitu en sjóðið ekki. Lokahöndin Blancerið gróft saxað grænmetið og baunirnar í léttsöltu vatni, sigtið og bætið í sósuna. Bætið hökkuðu súkkulaðinu við og smakkið til með salt og pipar. Ganaché Hitið sósu og hunang að suðu og blandið varlega við súkkulaðið í smá skömmtum. Framreiðsla Léttsteikið humarinn á pönnu eða grilli, setjið sósu og örlítið af grænmeti á disk. Setjið fjóra humarhala á hvern disk og eina þunna rönd af ganaché hringinn í kringum á diskinum. ÁSGEIR SANDHOLT Hefur notað súkkulaði í matargerð og þróað marga nýstárlega rétti. Hann er konditori- meistari í Sandholtsbakaríi Jólamatur Jóa Fel: Bregður út af vananum og eldar hreindýr JÓI FEL Matreiðir meðal annars hreindýr og hamborgarhrygg yfir hátíðarnar ■ Bakað til jóla ■ Jólamatur erlendis VATNAKARFI Í AUSTURRÍKI Í Austurríki er algengt að vera með steiktan vatnakarfa í aðal- rétt á aðfangadagskvöld. en hin fræga Sacher súkkulaðiterta er vinsæll eftirréttur. Þá eru sér- stakar jólasmákökur afar vinsæl- ar, en þær kallast „Weihnachts- bäckerei“. KALKÚNN Á ENGLANDI Enskur jólamatur er kalkúnn með beikonvöfðum pylsum, ofn- bakaðar kartöflur og grænmeti. Desertinn er svo að sjálfsögðu jólabúðingur, „Christmaspudd- ing“ með koníakssmjöri. FISKUR Á ÍTALÍU Á Ítalíu er algengt að borða marga litla fiskrétti á aðfanga- dagskvöld. Í Róm er hefðbundið að bjóða upp á grillaðan, bakaðan eða steiktan ál. Í norðurhluta landsins er svínakjöt algengara eða kalkúnn með hnetufyllingu. Á Ítalíu er algengt að fólk gæði sér á jólasælgæti af ýmsu tagi en yf- irleitt eru hnetur og möndlur í því sælgæti. Gömul þjóðsaga seg- ir að hnetuát örvi frjósemi jarð- arinnar. BRÚN LAGTERTA 330 g smjörlíki 425 g sykur 675 hveiti 3 egg 1 1/2 tesk. natron 1 1/2 tsk. kanill 3 tsk. negull 4 msk. kakó 3 dl mjólk Þurrefnunum blandað saman. Smjörlíkið mulið í og vætt í með eggjunum og mjólkinni. Hnoðað deig og flatt út á fjórar plötur sem lagðar eru saman með smjör- kremi. Tryggvi Freyr Jónsson „Hamborgarhryggur á aðfangadag og hangikjöt á annan í jólum. Í eftirmat er frómasís. Konan mín eldar.“ Hvað verður í matinn á jólunum ■ Jólamatur erlendis ■ Bakað til jóla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.