Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500
LAUGARDAGUR
ODDALEIKIR Í ÚRSLITAKEPPN-
INNI Tveir oddaleikir fara fram í 8 liða
úrslitum í handbolta karla í dag. KA tekur
á móti Fram í KA-heimilinu og Valur og
FH eigast við í Valsheimilinu. Báðir leik-
irnir hefjast klukkan 16.15.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
SVALT FRAM YFIR HELGI Þá hlýnar
hægt og sígandi. Í dag má búast við slyddu
eða snjókomu, einkum á Norður- og Aust-
urlandi. Úrkomulítið í Reykjavík. Napurt um
allt land. Sjá síðu 6
17. apríl 2004 – 104. tölublað – 4. árgangur
● haldið síðast á íslandi 1975
Guðmundur Pálsson:
▲
SÍÐA 14
Evrópuþing
skáta
● er samt bara kát
Finna B. Steinsson:
▲
SÍÐA 36
Sýning helguð
þunglyndi
● flutningar, tónleikar og beinbrot
Sigtryggur Baldursson:
▲
SÍÐA 43
Annasöm vika
ALLT Í ÓVISSU Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra segir það jákvætt að
Bush forseti Bandaríkjanna hafi hringt í
Davíð Oddsson. Vilji sé til að komast að
niðurstöðu um varnarmálin en óvissunni
hafi þó ekki verið eytt. Sjá síðu 2
BRIGSLAÐ UM BROT Dómsmálaráð-
herra var á Alþingi í gær sakaður um brot á
jafnréttislögum og að ganga á svig við jafn-
réttisákvæði stjórnarskrárinnar. „Ég braut
ekki jafnréttislögin,“ sagði Björn Bjarnason.
Sjá síðu 4
HÚSFÉLAG ALÞÝÐU Samþykktir
stjórnar Húsfélags alþýðu eru „meingallað-
ar“ og ganga freklega gegn lögum og jafn-
vel stjórnarskránni, að mati lögmanns Hús-
eigendafélagsins. Sjá síðu 6
GIGTARLYF Landsmenn slógu öll met í
notkun gigtarlyfja í fyrra. Kostnaður vegna
þeirra jókst um 90 milljónir frá fyrra ári.
Notkun nýjustu gigtarlyfjanna hefur þre-
faldast á síðustu þremur árum. Sjá síðu 8
● bílar ● matur
Eyþór Gunnarsson:
▲
Í MIÐJU BLAÐSINS
Með súpu uppi
í erminni
UNNIÐ Í TURNI SKUGGAHVERFIS Uppsteypu fyrsta áfanga í byggingu 250 íbúða hverfis í Skuggahverfinu er nú lokið. Í fyrsta áfanga
eru 79 íbúðir og samkvæmt upplýsingum frá byggingarfyrirtækinu 101 Skuggahverfi er búið að selja um helming þeirra.
NAUÐGUNARLYF Allt að fimmtán
konum er nauðgað árlega eftir að
hafa verið gefin nauðgunarlyf,
samkvæmt upplýsingum frá neyð-
armóttöku vegna nauðgana á
Landspítala - háskólasjúkrahúsi.
Nokkur dæmi eru um að tveir
til þrír menn séu saman í því að ná
sér í fórnarlamb, að sögn Eyrúnar
Jónsdóttur, umsjónarhjúkrunar-
fræðings neyðarmóttökunnar.
„Konur hafa lent í því að hafa
verið á skemmtistað þar sem þær
fá sér í glas án þess að telja sig
vera ölvaðar. Þær hafi hitt mann
sem jafnvel heldur að þeim drykk
sem líklegt er að lyf hafi verið sett
út í. Þær vakna síðan jafnvel við
athafnir sem þær hefðu aldrei
sjálfviljugar tekið þátt í. Þær
muna svo ekki tímabilið frá því að
þær voru á veitingastaðnum og
þar til þær ranka við sér,“ segir
Eyrún.
Hún segir að nákvæmar tölur
um nauðganir í kjölfar lyfjagjafar
séu ekki til því afar sjaldan séu
sýni rannsökuð með slíkt fyrir aug-
um. Ástæðan sé tvíþætt. Annars
vegar sé allsherjar lyfjaleit í blóð-
sýnum mjög dýr, en Eyrún segir
hana kosta allt að fjörutíu þúsund
krónum. Hins vegar sé erfitt að
greina leifar lyfjanna í sýnum eft-
ir einn og hálfan sólarhring, en
flestar konur komi á neyðarmót-
tökuna að þeim tíma liðnum.
„Lýsingar og upplifanir kvenn-
anna á líðan sinni og einkennum
gætu samræmst því að einhverju
hafi verið laumað í drykk þeirra,“
segir Eyrún.
Hún segir að flestar konur
velji að kæra ekki nauðgunina.
Ástæðan sé sú að konurnar viti
sem er að nauðgunarmál fá ekki
greiða leið gegnum réttarkerfið,
ekki síst þegar lítið er um sönn-
unargögn.
„Konur eru frekar að koma til
að leita sér aðstoðar og fá and-
legan stuðning til þess að byggja
sig upp aftur eftir áfallið,“ segir
hún.
sda@frettabladid.is
Sjá nánar síður 10 og 11
Fimmtán lyfja-
nauðganir á ári
Tíu til fimmtán konum er árlega gefið nauðgunarlyf og þær síðan misnotaðar, oft af fleiri en
einum manni. Fæstar kæra nauðgunina því sönnunarbyrðin er þung. Ekki er leitað að lyfjum í
blóðsýnum nema kært sé því rannsóknin þykir of dýr. Hún kostar fjörutíu þúsund krónur.
Kvikmyndir 38
Tónlist 36
Leikhús 36
Myndlist 36
Íþróttir 30
Sjónvarp 40
Vörur sem slá ekki í gegn
Margir muna efir Eplajóga, Mangó-
sopa og súkkulaðigosdrykknum
Súkkó. Þessar vörur hurfu af markaði.
Allt að 80% af nýjum vörum fá engan
hljómgrunn meðal neytenda.
Markaðsmál: Hamborgarabúllan opnuð:
Tómas Tómasson veitingamaður er
snúinn aftur í hamborgarabransann.
Hann grillar borgarana sjálfur í
búllunni sinni á Geirsgötu.
Tommi aftur í
hamborgarana
SÍÐA 18 & 19
▲SÍÐUR 24 og 25
▲
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Uppsagnir hjá ÚA vegna sameiningar við Tjald:
Sextíu ára saga ÚA brátt öll
SJÁVARÚTVEGUR Ákveðið hefur ver-
ið að sameina Útgerðarfélag Ak-
ureyringa og Útgerðarfélagið
Tjald undir nafni Brims hf. og
tekur breytingin gildi um næstu
mánaðamót. Guðmundur Krist-
jánsson, einn eigenda ÚA, kynnti
starfsmönnum áformin í gær.
Útgerðarfélag Akureyringa er
í hópi stærstu útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækja landsins. Sögu
þessa óskabarns Akureyringa
má rekja allt aftur til ársins 1945
en brátt verður saga þess öll.
Í tengslum við breytingarnar
var átta starfsmönnum ÚA sagt
upp; þremur starfsmönnum í
bókhaldi, þremur á tæknisviði,
einum á útgerðarsviði og einum
á landvinnslusviði. Alls vinna
rúmlega 300 manns hjá ÚA en
ekkert liggur fyrir um frekari
uppsagnir.
Eftir sameininguna verða átta
fiskiskip í rekstri Brims.
Guðmundur Kristjánsson
verður forstjóri Brims og Gunn-
ar Larsen, sem verið hefur fram-
kvæmdastjóri ÚA, verður
rekstrarstjóri landvinnslu. Sæ-
mundur Friðriksson, útgerðar-
stjóri ÚA, og Gunnar Gunnars-
son, útgerðarstjóri Tjalds, verða
rekstrarstjórar skipa Brims.
Sirrý Hrönn Haraldsdóttir, sem
hefur starfað á skrifstofu Út-
gerðarfélagsins Tjalds í Reykja-
vík, verður fjármálastjóri Brims
með aðsetur á Akureyri. ■
Stækkun Norðuráls:
Stefnt að
undirritun
STÓRIÐJA Stefnt er að undirritun
samninga um flutning og sölu á
raforku vegna fyrirhugaðrar
stækkunar Álvers Norðuráls á
Grundartanga í dag. Alfreð Þor-
steinsson, stjórnarformaður
Orkuveitu Reykjavíkur, segir að
samningar liggi fyrir.
Í gærkvöld var enn unnið að
lokafrágangi samninganna. Ragn-
ar Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri fjármálasviðs Norðuráls,
staðfesti að samningar lægju í
megindráttum fyrir en gat ekki
fullyrt um að undirritun yrði í dag
þar sem lögfræðingar væru enn
að hnýta lausa enda. ■
Hjúkrunarfræðingar á
Landspítala:
Hætta um
mánaðamót
HEILBRIGÐISMÁL Nær allir hjúkr-
unarfræðingar á skurðstofu
Landspítalans við Hringbraut,
22 af 25, ætla að hætta störfum
um næstu mánaðamót. Þá hafa
þrír af fjórum hjúkrunarfræð-
ingum barna- og unglingageð-
deildar sagt upp og hætta þeir
að óbreyttu í lok júní. Ástæða
uppsagnanna er óánægja með
sparnaðaraðgerðir. Hjúkrunar-
fræðingarnir líta svo á að breyt-
ingar sem gerðar voru á vakta-
kerfi þeirra 1. febrúar hafi jafn-
gilt uppsögn. Þeir hafi því fullan
rétt á því að ganga út. Fundur
með hjúkrunarforstjóra er boð-
aður á mánudag. Óánægjuna má
meðal annars rekja til breytinga
sem gerðar voru á vöktum
skurðhjúkrunarfræðinganna. ■