Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 17. apríl 2004 GÆÐAVARA – BETRA VERÐ! G. FORCE profiler eru ný og glæsileg High-Performance-dekk frá BFGoodrich. Þú færð þessi dekk á ótrúlegu verði hjá okkur. LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI JEPPADEKK • FÓL KSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK Garðatorgi, Garðabæ - sími 565 6550 FÍN FYRIR SUMARDAGINN FYRSTA stærðir 92-128 Nýkomið mikið úrval af Petepino barnafötum. daga. Má þar meðal annars nefna vörur á borð við gos- drykkina Súkkó sem var með súkkulaðibragði, Seltzer, Ískóla svo og fiskinasl og ýmsa mysu- drykki á borð við Mangósopa. Finnur Árnason, fram- kvæmdastjóri Hagkaupa, segir að hlutfall nýrra vörutegunda sem teknar eru úr sölu stuttu eftir að þær koma á markað sé á bilinu 80-90%. „Ég held að flest- ar rannsóknir sýni að af hverj- um hundrað vörum sem koma á markað séu um tíu vörur sem halda velli í nokkur ár,“ segir Finnur. Hagkaup hafa lagt tals- verða áherslu á að kynna nýjar vörur og á síðustu árum voru nýjar vörur í Hagkaupum um tvö þúsund talsins. „Þessi hreyf- ing á vöruvali er miklu meiri en fólk gerir sér grein fyrir. Það geta bæði verið alveg nýjar vör- ur eða ný og bætt vara sem leys- ir eldri vöru af hólmi. Það er ansi mikill fjöldi sem rennur í gegn.“ Finnur segir ákveðna vöru- flokka vera í miklum vexti og auðveldara sé að koma vörum í þeim að. Undanfarið hefur til dæmis selst mikið af vörum sem tengjast heilsu, fegurð og þæg- indum. Finnur segir íslenska fram- leiðendur marga hverja vinna vel að vöruþróun og markaðs- setningu og tekur sem dæmi fyrirtæki í mjólkuriðnaði. Líf- tími mjólkurvara er samt skammur og hluti þeirra sem er á markaði í dag verður ef til vill ekki lengur til á næstu árum. Hugur neytenda kortlagður Hjá Hagkaupum er reynt að kortleggja hug neytenda og rýna í kauptengdar ákvarðanir þeirra. Finnur segir að einnig sé fylgst með þróun á erlendum mörkuðum. „Það eru flokkar hér eins og ferskar kryddjurtir sem hafa vaxið mikið eins og í Bret- landi og Bandaríkjunum. Fæðu- bótaefni eru líka flokkur sem hefur vaxið mikið, sem og líf- rænar vörur,“ segir Finnur. Hann segir að hvorki hér á landi né annars staðar sé hægt að vita fyrir fram hvort vara sé komin til að vera eða sé bóla sem eigi eftir að springa. „Nú er til dæmis mikil umræða um það æði sem gripið hefur um sig hjá Bandaríkjamönnum með kol- vetnasnautt fæði. Margir fram- leiðendur, sérstaklega í Banda- ríkjunum, eru farnir að fram- leiða kolvetnasnauðar vörur og spurning er hvort æðið sé komið til að vera eða verði búið eftir smá tíma.“ Finnur segir vöxt vera í þeim vöruflokkum þar sem mikið er um nýjar vörur. Minni vöxtur sé hins vegar í þeim vöruflokkum þar sem nýjungar eru fáar. „Þrátt fyrir að nýjungarnar lifi ekki allar hafa þær jákvæð áhrif á vöruflokkinn í heild sinni og framleiðendur hagnast á því. Það er samt engin regla í þessu. Stundum virðist allt mjög auð- velt og bjart en þegar kemur að því að koma vörunni áfram virk- ar markaðurinn allt öðruvísi,“ segir Finnur. Ekki nógu nákvæmar upp- lýsingar Hallgrímur Óskarsson, stundakennari í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, hefur í samvinnu við háskóla og fyrir- tæki erlendis rannsakað af hverju svo margar vörur eiga ekki upp á pallborðið hjá neyt- endum. Hallgrímur segir skýr- ingarnar geta verið margar, til dæmis að fyrirtæki rannsaki markaðinn ekki nægilega vel áður en vöruframleiðsla hefst. „En það getur samt ekki verið nægilegur hluti skýringarinnar því fjárfesting í markaðsrann- sóknum í Bandaríkjunum hefur aukist um 40% frá árinu 1995 til 2003. Skýring margra er því sú að þau tól sem fyrirtæki nota til að rannsaka þarfir viðskipta- vina skili ekki nægilega ná- kvæmum upplýsingum,“ segir Hallgrímur og á þá við tól eins og skoðanakannanir og rýni- hópa. Hallgrímur er jafnframt framkvæmdastjóri markaðs- fyrirtækisins Fortuna sem hef- ur einkarétt á Íslandi á svokall- aðri ZMET-aðferðafræði sem Harvard-prófessorinn Gerald Zaltman hannaði. Samkvæmt Zaltman ná tól eins og rýnihópar aðeins að fanga 5% af þeim hugsunum sem tengjast kaup- tengdum ákvörðunum. „Að- ferðafræði Zaltmans felst í því að reyna að fanga þær hugsanir sem eru í undirmeðvitundinni á meðan hefðbundnar markaðs- rannsóknir reyna að lesa hvað er fremst í meðvitaðri hugsun neytandans,“ útskýrir Hallgrím- ur. „Fólk getur sagt í skoðana- könnunum að það hafi áhuga á tiltekinni vöru en þegar reynir á kaupir það hana í mörgum til- fellum ekki. Upplýsingarnar um að fólk ætli ekki að kaupa vör- una leynast oft í undirmeðvit- undinni.“ Betra fyrir neytendur? Hallgrímur býst við að á næsta áratug verði þróunin sú að hlutfall á þeim vörum sem falla af markaði lækki úr 80% niður fyrir 50%. „Það á að vera forgangskrafa allra fyrirtækja að markaðsfé beri ávöxtun en ekki neikvæða ávöxtun,“ segir Hallgrímur. En má þá búast við að það komi neytendum til góða? „Vörur sem neytendur hafa ekki áhuga á hverfa í það minnsta að hluta til þannig að það eru meiri líkur á að nýjar vörur sem koma á markað gangi eftir og neytendur hafi þörf fyrir þær. Ein af niður- stöðunum sem ég bind vonir við er að með breyttu landslagi lækki fyrirtæki markaðskostn- aðinn og nýti hann betur, sem skilar sér síðan vonandi í lægra vöruverði.“ kristjan@frettabladid.is engan hljómgrunn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.