Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 16
16 17. apríl 2004 LAUGARDAGUR
Sokkabönd, varalitur, eiturlyf,smokkur, hauskúpa. Þetta er
meðal muna á sýningu um bækur
Arnaldar Indriðasonar í Gerðu-
bergi. Sýningin er opnuð í kjölfar
ritþings um Arnald sem hefst
klukkan hálftvö í dag en þar munu
Katrín Jakobsdóttir íslenskufræð-
ingur og Kristín Árnadóttir fram-
haldsskólakennari spyrja rithöf-
undinn út í verk hans undir stjórn
Örnólfs Thorssonar bókmennta-
fræðings.
Hólmfríður Ólafsdóttir hefur
haft veg og vanda af uppsetningu
sýningarinnar en hugmyndin
kviknaði í spjalli hennar og Arn-
aldar fyrir ári. „Við vorum að tala
um hvernig við ættum að standa
að þessu ritþingi og honum datt í
hug að sýna glerlyklana sína,“
segir Hólmfríður en glerlyklarnir
eru Norræn bókmenntaverðlaun
sem Arnaldi hafa hlotnast í tví-
gang. „Upp úr þessu spjalli spratt
svo sýningin.“
Lík á gólfinu
Eins og áður var nefnt má sjá
ýmsa muni á sýningunni en þeir
eru fengnir úr bókum Arnaldar,
koma ýmist beint við sögu eða
snerta sögusviðið á einhvern hátt.
Hólmfríður hefur unnið um langt
skeið að því að finna réttu mun-
ina: „Ég las mig í gegnum allar
bækurnar og reyndi að finna eitt-
hvað sem átti við hverja bók fyrir
sig. Suma hluti liggur beint við að
sýna en fólk sem lesið hefur bæk-
urnar gæti þurft að hugsa „bíddu,
hvenær kom þetta fyrir í sög-
unni?“ þegar það sér aðra hluti.
Það er sem sagt ekki allt mjög
augljóst.“ Sex verk höfundar eru
„sýnd“ í sérstökum kössum en
glæpavettvangur sjöundu sögunn-
ar, Mýrinnar, hefur verið settur á
svið, lík liggur á gólfinu, sterkum
kösturum er beint að því og allt
afmarkað með gula lögregluborð-
anum. „Svo er einn kassinn utan
um Erlend. Í honum verður
Chartreuse-líkjör, djassplata,
peysa með bótum og bókin Hrakn-
ingar á heiðavegum. Hana fékk ég
hjá Gvendi dúllara.“
Hauskúpa og fleira
Við röltum meðfram sýningar-
kössunum og Hólmfríður bendir á
einstaka muni og segir frá tengsl-
um við sögurnar. „Hér í Bettýar-
skápnum eru sokkabönd og eiga
þau að minna á fyrsta atriðið með
þeim saman,“ segir hún og bendir
líka á varalitinn sem undirstrikar
kynþokka og jafnvel tál. „Hér í
Raddarskápnum er jólaskraut
enda gerist sagan um jól. Plöturn-
ar með Robertino segja sitt en
hann er einna þekktasta erlenda
barnastjarnan og þetta er ágætt
dæmi um hvernig við reynum að
finna þessar tengingar.“
Áfram göngum við og komum
næst að Grafarþögn. „Þetta er nú
einna hrikalegasti vettvangur-
inn, við erum líka með bein og
hauskúpu og rifsberjarunna, þeir
segja sína sögu. Og svo eru þarna
mjólkurbrúsar, hermannahúfa,
sokkabuxur og skæri.“
Já, í glerskápnum hvíla manna-
bein og hauskúpa sem ekki er al-
geng sjón í íslenskum listasöfn-
um. Hvaðan kemur þetta? „Það
fylgir ekki sögunni, það er leynd-
armál. Eigandinn vill ekki láta
nafns síns getið,“ segir Hólmfríð-
ur. Hún spurði fyrst lögregluna
hvort hún gæti útvegað henni bein
en kom að tómum kofanum þar.
Erindi hennar spurðist hins vegar
út og góð kona úti í bæ varð henni
innan handar. Bróðir hennar átti
víst bein. En við fáum ekki að vita
meira.
Starfsfólk Gerðubergs er hins
vegar ekki alveg rólegt yfir þessu
og óttast að atvik úr Tinnabókinni
Sjö kraftmiklum kristalskúlum
eigi sér stað og umgengst beinin
því af ríkri virðingu.
Napóleonsskjölunum eru gerð
skil t.d. með tækjum úr fjar-
skiptasafni Símans og þýsku her-
mannamerki sem fékkst á Árbæj-
arsafni. „Annars held ég að ég
hafi farið á 30 staði til að finna
muni,“ segir hún um leið og hún
hugar að því sem tengist Dauða-
rósum. „Þetta er óhuggulegast,
allt fullt af dópi.“ Í kassa má
greina pillur, lím, duft og sprautur
auk torkennilegra skjala. „Þetta
eru eyðublöð um skýrslur um
áætlaðan afla á úthafsveiðum,
skjöl frá Fiskistofu,“ segir Hólm-
fríður en brask kemur mjög við
sögu í bókinni. Synir duftsins eru
svo sýndir með gömlum bókum en
aðalpersónan vinnur í fornbóka-
verslun. Einnig má sjá gamla
kladda, krítar, lýsispillur, hvíta
skyrtu og þrjár snældur.
Skemmtilegt verkefni
„Þetta er það skemmtilegasta
sem ég hef nokkurn tíma gert um
ævina, fyrir utan að vinna sem
túlkur í skipasmíðastöð á Spáni,“
segir Hólmfríður, spurð um
hvernig það hafi verið að vinna
sýningu upp úr bókum. Viðbúið er
að margir leggi leið sína í Gerðu-
berg á næstunni og berji „bæk-
urnar“ augum enda nýtur Arnald-
ur hylli breiðs lesendahóps. Og
skólafólk hefur þegar boðað komu
sína: „Skólarnir eru byrjaðir að
bóka sig, það eru fleiri hundruð
manns væntanleg í leiðsögn um
sýninguna,“ segir Hólmfríður en
verk Arnaldar eru víða á náms-
skrám.
bjorn@frettabladid.is
Ritþing um verk Arnaldar Indriðasonar verður í Gerðubergi í dag.
Í kjölfarið verða bækurnar gæddar lífi með ljósmyndum og
munum sem tengjast sögunum með einum
eða öðrum hætti.
Skyggnst inn í
glæpaveröld Arnaldar
HÓLMFRÍÐUR OG
HAUSKÚPAN
Það er leyndar-
mál hvaðan
kúpan kemur.
Eigandinn
vill ekki
láta nafn
síns getið
BETTÝ
Hér má sjá nokkra muni úr bókinni, handjárn, varalit og hælaháa skó.
RÖDDIN
Robertino og verja eru meðal muna sem koma fyrir í Röddinni.
GRAFARÞÖGN
Fjarskiptatæki minna á hersetuliðið.
Á VETTVANGI
Lögreglan í Reykjavík kemur að sýning-
unni, og er þar um einstakan samruna
lista og lögreglu að ræða.