Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 24
Audi hannaður fyrir árið 2035. Í kvikmyndinni „I, ROBOT“ ekur Will Smith á Audi RSQ sportbíl, hugmyndabíl sem Audi hefur þróað sérstaklega með myndina í huga í samstarfi við Twentieth Century Fox. Myndin verður kynnt í Bandaríkjunum 16. júlí.                         ! "#$% Vinnuvélanámskeið Kvöldnámskeið. Námskeiðsstaður, Þarabakki 3. 109 Reykjavík (Mjódd). Verð 39.900.- Upplýsingar og innritun í síma: 894-2737 Flest verkalýðsfélög styrkja nemendur á vinnuvélanámskeið, einnig atvinnuleysistryggingasjóður Ný kynslóð af Volkswagen Golf er kominn á götuna, árangur 30 ára þróunar stærsta bílaframleið- anda heims. Nýi Golfinn hefur verið end- urhannaður. Bíllinn er talsvert sportlegri í útliti en hann hefur verið hingað til og setja áberandi tvöföld framljós sterkan svip á bílinn. Nýi Golfinn er stærri en bíll- inn var í næstu kynslóð á undan, hefur breikkað, hækkað og lengst. Stækkunin nýtist sérstak- lega vel í farþegarýminu og var það samdóma álit farþega að ein- staklega rúmt væri um fætur. Annars er gott rými fyrir öku- mann, farþega og farangur eitt af einkennum bílsins um leið og hann fer afskaplega vel í borg- arakstri vegna þess hversu nett- ur hann í raun er. Nýi Golfinn fæst bæði tveggja og fernra dyra og með mismun- andi frágangi og búnaði í útgáf- unum Trendline, Comfortline og Sportline. Í öllum útgáfunum eru þó sömu alhliða þægindin og ör- yggisbúnaður, meðal annars sex loftpúðar og fimm hnakkapúðar. Allur búnaður bílsins ber með sér að vera vandaður og öruggur. Sætin í bílnum eru nokkuð hörð en halda örugglega við og venjast vel. Tilfinningin sem ökumaður nýja Golfsins fær er einmitt að vera á ferð í afskaplega öruggu ökutæki, jafnvel aðeins stærri bíl en Golfinn raunverulega er steinunn@frettabladid.is sigridur@frettabladid.is 1974 Fyrsti Golfinn kemur á markaðinn og sló strax í gegn. Alls voru framleiddir 6,8 milljónir af þessari gerð. Hún er enn í framleiðslu í breyttri mynd og seld í Suður- Afríku. 1976 Golf númer 500.000 smíðaður í mars og milljónasti Golfinn smíðaður í október. 1983 Golf af annarri kynslóð kynntur til sögunnar. Alls voru 6,3 milljónir af honum smíðaðar á næsta áratug. 1984 Fyrsti Golf með hvarfakút með lokaðri hringrás kynntur til sögunnar. 1987 Andlitslyfting Golfsins. 1991 Þriðja kynslóðin kynnt á helstu markaðssvæðum. Alls voru 4,8 milljónir bíla smíð- aðar af þeirri kynslóð. Hann var smíðaður samhliða fjórðu kynslóðinni fyrst eftir að hann var settur á markað. 1992 Loftpúðar fáanlegir fyrir ökumann og farþega í framsæti. 1997 Fjórða kynslóð af Golf kynnt. Alls hafa verið smíðaðir 4,3 milljónir Golfa af fjórðu kynslóð til dagsins í dag. Fyrsti Golf með fimm strokka vél. 2003 Golfinn til í sjö útgáfum, Golf, Trendline, Comfortline, Highline, GTI, V6 og R32 2003 Heimskynning á fimmtu kynslóð Golf Fjórar kynslóðir af Golf Fyrirrennarar nýja Golfsins. 30 ára saga VW Golf: Fimmta kynslóðin komin Volkswagen hitti á réttan streng þegar Volkswagen Golf var kynntur til sög- unnar árið 1974. Bíllinn sló strax í gegn, hefur í þrjá áratugi verið mest seldi bíllinn í Þýskalandi og mest seldi þýski bíllinn. Að meðaltali hafa um 2.100 manns keypt Golf á hverj- um degi undanfarin 30 ár. Golf er smábíll með ýmsa kosti stærri bíla og hefur, að sögn framleiðanda, alltaf notið vinsælda í öllum sam- félagshópum. Hér á Íslandi eru yfir 5000 Volkswagen Golf bifreiðar skráðar. Volkswagen Golf Þriggja og fimm dyra Beinskiptur / sjálfskiptur Verð frá 1.860.000 (1.4FSI þriggja dyra Trendline) til 2.680.000 (2.0FSI fimm dyra Sportline) Auk þess er margvíslegur aukabúnaður í boði sem hækkar verðið. Kostir Fallegur bíll. Rými fyrir farþega í aftursæti mjög gott. Liggur vel á vegi. Gallar Nokkuð þungur í akstri miðað við stærð. Ekið um á Volkswagen Golf: Stór bíll í litlum Volkswagen Golf Nýi Golfinn er sportlegri í útliti en fyrirrennarar hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.