Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 22
Fjöldi landsmanna hefur kom-ið sér upp heimasíðum þar sem þeir segja frá sjálfum sér, lífi, störfum og áhugamálum. Sumir ganga lengra og skrifa greinar um samfélagsmál eða halda úti dagbók þar sem við- burðir hvers dags fyrir sig eru raktir. Nokkrir alþingismenn hafa fetað þennan veg en sann- ast sagna eru þeir misduglegir við að endurnýja efnið á síðun- um. Á heimasíðu Alþingis skrá 28 þingmenn sig fyrir heimasíð- um en því fer fjarri að þeir séu í raun svo margir. Síðum sumra hefur verið lokað og aðrir eru einfaldlega með vísanir inn á síður flokka sinna eða ráðu- neyta. Og allur gangur er á hversu duglegir menn eru við skrifin, sumir hafa í raun ekki skrifað stakan staf síðan árið 2002 á meðan aðrir setja inn efni á degi hverjum. Margir ritlatir Séu þingmenn með heimasíður taldir eftir stjórnmálaflokkum kemur í ljós að Samfylkingar- menn hafa vinninginn, 12 slíkir halda úti síðum. Fjórir koma úr röðum Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks, tveir úr VG og einn úr Frjálslynda flokknum. Stjórn- arliðarnir eru sumsé átta og stjórnarandstæðingar fimmtán. Fjórir ráðherrar halda úti síðum. Í þessari upptalningu er ekki tekið tillit til virkni skrifara. Sé dugur- inn hinsvegar athugaður má sjá að sex þessara þingmanna hafa ekki skrifað á sínar síður í háa herrans tíð. Þetta eru Árni R. Árnason, Bryndís Hlöðversdóttir, Guðjón A. Kristjánsson, Guð- mundur Hallvarðsson, Lúðvík Bergvinsson og Rannveig Guð- mundsdóttir. Árni R. hefur reynd- ar verið frá störfum vegna veik- inda og því ekki nema von að hann sinni ekki síðuskrifum, en hinir þingmennirnir eru við góða heil- su, eftir því sem best er vitað. Hressari Nokkrir þingmenn skrásetja hugleiðingar sínar með regluleg- um hætti; vikulega eða þar um bil. Í þeim hópi eru t.d. Ágúst Ólafur Ágústsson, Ásta R. Jó- hannesdóttir, Björgvin G. Sig- urðsson, Guðmundur Árni Stef- ánsson, Guðrún Ögmundsdóttir, Helgi Hjörvar, Hjálmar Árna- son, Jóhanna Sigurðardóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir og Þórunn Svein- bjarnardóttir. Í flestum tilvikum eru skrifin gagnrýni á pólitíska andstæðinga eða upplýsing um eigin verk, þingmál, fyrirspurn- ir eða aðrar skoðanir. bjorn@frettabladid.is 22 17. apríl 2004 LAUGARDAGUR Hvað eru þau að skrifa? - nokkrar tilvitnanir Nokkrir hópar í okkar ríkasamfélagi verða ætíð út und- an hjá núverandi ríkisstjórnar- flokkum. Þessir hópar eiga þó það sameiginlegt að aðstoð við þá er ein helsta réttlæting á til- vist ríkisvaldsins.“ Ágúst Ólafur Ágústsson á agustolafur.is Mér varð ekki um sel í dagþegar sjávarútvegsráðherra tilkynnti mér að hann myndi ekki svara fyrirspurn minni um útselsstofninn við Íslandsstrend- ur. Selurinn heyrði ekki undir sig heldur landbúnaðarráðherra.“ Ásta R. Jóhannesdóttir á althingi.is/arj (FRÁ 29. MARS SL..) Það vakti sérstaka athyglimína í fréttaflutningi páska- helgarinnar, þegar ég fór yfir hana, hve Baugsmiðlunum er orðið uppsigað við mig. Þeir líta greinilega á vefsíðu mína sem sérstaka ögrun við sig fyrir utan að gera lítið úr mér og skoðunum mínum.“ Björn Bjarnason á bjorn.is Það er hreint með ólíkindumað fylgjast með fulltrúum stórútgerðanna í landinu þessa dagana. Þeir taka beinan þátt í kosningabaráttunni með því að koma hver á fætur öðrum í við- talsþætti og ausa hræðsluáróðri yfir land og þjóð.“ Bryndís Hlöðversdóttir á bryndis.is (ÁRSGÖMUL GREIN) Ég átti alveg ótrúlega gottpáskafrí. Það hófst með því að ég lagði af stað frá Reykjavík á miðvikudaginn ásamt Birnu systur minni og dóttur hennar, Hrafnhildi Olgu. Sú stutta varð eftir í Varmahlíð enda ætlaði hún að eyða páskunum hjá pabba sín- um. Við Birna héldum áfram austur. Að sjálfsögðu var stoppað á Akureyri og verslað í matinn.“ Dagný Jónsdóttir á xb.is/dagny Réttilegur ótti margra snýr aðtilhneigingu einstakra „blok- ka“ til að skipta íslenskum neyt- endamarkaði á milli sín. Því mið- ur sjáum við vaxandi að 1–3 fyr- irtæki hreinlega eigi markaðinn – hafa skipt honum á milli sín. Haldi sú þróun áfram munum við sjá hér 1–2 blokkir ráðandi á flestum sviðum atvinnulífsins. Það er ekki sú virka samkeppni sem þarf að vera til staðar.“ Hjálmar Árnason á althingi.is/hjalmara Í svari félagsmálaráðherra tilmín um aðstæður heimilis- lausra kemur fram að alls voru 102 fullorðnir taldir heimilislaus- ir í fjórum sveitarfélögum, þ.e. Reykjavík, Kópavogi, Hafnar- firði og á Akureyri. Karlar eru 74 en konurnar 28 og í hópnum eru þrjár einstæðar mæður, sem búa á gistiheimili með eitt barn hvert á framfæri.“ Jóhanna Sigurðardóttir á althingi.is/johanna Skrapp í Bónus í Kópavogi aðversla með Hákoni. Bökuðum svo saman fullt af skinkuosta- hornum og snúðum til að frysta. Seinnipartinn fórum við með mömmu, Ingunni systur og Simma í langan göngutúr í skóg- ræktinni í Hafnarfirði.“ Siv Friðleifsdóttir á siv.is Bandaríski blaðamaðurinn RayHanina segir í nýbirtri grein augljóst hvað vaki fyrir ísra- elska forsætisráðherranum: Að framkalla ofbeldi af hálfu Palest- ínumanna. Með því móti styrki hann stöðu þeirra Ísraela sem vilji meiri landtöku á herteknu svæðunum.“ Ögmundur Jónasson á ogmundur.is ÞESSIR ÞINGMENN HAFA HEIMASÍÐUR Ágúst Ólafur Ágústsson http://www.agustolafur.is Árni R. Árnason http://www.althingi.is/ara Ásta R. Jóhannesdóttir http://www.althingi.is/arj Björgvin G. Sigurðsson http://www.bjorgvin.is Björn Bjarnason http://www.bjorn.is Bryndís Hlöðversdóttir http://www.bryndís.is Dagný Jónsdóttir http://www.xb.is/dagny Guðjón A. Kristjánsson http://www.althingi.is/gak Guðmundur Hallvarðsson http://www.ghallvards.is Guðmundur Árni Stefánsson http://www.althingi.is/garni Guðrún Ögmundsdóttir http://www.althingi.is/go Helgi Hjörvar http://www.helgi.is Hjálmar Árnason http://www.althingi.is/hjalmara Jóhanna Sigurðardóttir http://www.althingi.is/johanna Katrín Júlíusdóttir http://www.katrin.co.is Kolbrún Halldórsdóttir http://www.valthingi.is/kolbrunh Lúðvík Bergvinsson http://www.bergmal.is Rannveig Guðmundsdóttir http://www.althingi.is/rannveig Siv Friðleifsdóttir http://www.siv.is Sturla Böðvarsson http://www.sturla.is Valgerður Sverrisdóttir http://www.valgerdur.is Þórunn Sveinbjarnardóttir http://www.althingi.is/tsv Ögmundur Jónasson http://www.ogmundur.is Einir 28 alþingismenn eru skráðir fyrir heimasíðum á netinu. Þar má sjá að sumir þingmennir hafa greini- lega eitthvað annað að gera heldur en að tjá sig við kjósendur á þessum nýja miðli. Aðrir láta gamminn geisa á degi hverjum. Nú bloggar þingheimur Heimasíða Björns Bjarnasonar er sjálfsagt ein frægasta heima- síða landsins enda reglulega til hennar vitnað í fréttum. Síðunni var komið á fót í janúar 1995 og hefur Björn fyrir vana að birta nýja pistla á sunnudögum þar sem hann fjallar um þjóðmálin og þá helst þau mál sem standa honum hvað næst. Einnig held- ur hann úti dagbók þar sem hann greinir frá störfum sínum og leik. Síða Björns er aðgengileg og var verðlaunuð af íslensku vefakademínunni á síðasta ári sem besti einstaklingsvefurinn. Ræður og greinar eru uppistaðan á síðu Sturlu Böðvarssonar en sama efni má finna á heimasíðu ráðuneytis hans. Dagbókin er eins þurr og mögulegt er, aðeins greint frá þeim fundum sem framundan eru. Nokkrar myndir eru á síðunni, einkum frá störf- um ráðherrans en einnig af fjölskyldu og vinum. Valgerður Sverrisdóttir er dugleg við að setja inn nýtt efni á sína síðu þó ekki geri hún það með reglubundnum hætti. Meira er um fréttir á síðunni en hugleiðingar um menn og málefni. Val- gerður heldur að auki úti dagbók og segir þar í grófum dráttum frá daglegum störfum sínum. Öfugt við stallsystur sína Siv held- ur hún fjölskyldu sinni að mestu fyrir utan skrifin. Siv Friðleifsdóttir hóf að færa inn í dagbók á síðu sinni fyrir rúm- um tveimur árum. Síða Sivjar er með nokkuð öðru sniði en síð- ur annarra þingmanna en hún er afar persónuleg í skrifum sín- um, segir frá smæstu atvikum, garðverkum, barnaafmælum, göngutúrum og því sem fjölskylda hennar borðar. Þá er hún dugleg við að taka og birta myndir og t.d. má finna myndir af flestum blaðaljósmyndurum landsins á síðunni hennar. Uppistaðan á síðu Dagnýjar Jónsdóttur er dagbók þar sem hún greinir frá því helsta sem hendir hana. Yfirleitt skrifar hún með nokkurra daga millibili en þó kemur fyrir að hún færi inn í bók- ina tvisvar á dag. Engar greinar eru á síðunni, né heldur myndir en lífshlaup Dagnýjar er rakið með upptalningu á búsetu, námi og fyrri störfum. Fjölbreytt efni er að finna á heimasíðu Ögmundar Jónassonar enda kallar hann síðuna ekki einvörðungu heimasíðu heldur líka málgagn. Ögmundur er duglegur við skrifin og lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi. Hann er með nokkra efnisflokka á síð- unni sem spanna helstu svið þjóðmálanna auk þess sem gesta- pennar leggja honum lið. Málgagn Ögmundar stenst hverjum vefmiðli snúning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.