Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 39
Fýlupúkinn Doddi segir að vinsældir Love Guru hafa komið sér í opna skjöl- du. „Með Ding-Dong reyndum við að gefa út nokkur lög en þau gengu aldrei. Þegar Pétur hætti fór þetta allt í einu að ganga,“ seg- ir Doddi sem hætti fjögurra ára samstarfi með Pétri Jóhanni þeg- ar sá síðarnefndi færði sig um set yfir á Popptívi. „Pétur vildi fara í sjónvarpið og ég vildi fara heim á X-ið,“ segir Doddi um aðskilnað þeirra félaga. „Það var ekki erfitt að hætta fyrstu vikuna því eftir fjögurra ára samstarf kemur upp ákveðin þreyta. En síðan var ég alveg tilbúinn að fara aftur í loft- ið og aðallega af því að Pétur er svo skemmtilegur. Stundum hafði ég baksað í marga klukkutíma við að gera sketsa sem Pétur kom ekki nálægt og þeir gengu misvel. Pétur mætti síðan óundirbúinn og var með endalaust grín sem sló í gegn.“ Doddi segir að þeir Pétur séu ágætir félagar í dag. „Hann er mjög skemmtilegur strákur og það er mjög erfitt að vera óvinur hans. Hann fer aldrei í fýlu og ég er algjör fýlupúki. Það má hrósa honum fyrir það að sama hversu fýldur og þunglyndur ég var þá var hann alltaf í góðu stuði.“ Fleiri fýlupúkar Doddi starfar nú á X-inu með kvöldþætti og sem tæknimaður hjá Tvíhöfða. Hann lofar samstarfið við þá Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr þótt stund- um komi upp erfiðleik- ar. „Ég og Sigurjón erum báðir miklir fýlupúkar og hann kennir mér um alla þá tæknilegu örðugleika sem koma upp. Við erum báðir tæknimenn en þótt ég sé léleg- ur er hann enn verri. En þeir eru alveg frá- bærir og mér finnst það mikil snilld fyrir ís- lenskt útvarp að þeir séu komnir aftur í loftið. Það er mikill heiður fyrir mig að fá að vera karlinn í kassanum,“ segir Doddi litli að lokum. kristjan@frettabladid.is LAUGARDAGUR 17. apríl 2004 ■ Nafnið mitt 27 LOVE GURU Love Guru á upphaf sitt að rekja til þess að Doddi reyndi að herma eftir Barry White í einum Ding Dong þáttanna með Pétri Jóhanni Sigfússyni. Síðan hefur boltinn rúllað. „Love Guru er eiginlega algjör andstæða við mig. Ég er eins óspennandi karakter og til er en hann telur sig vera ákaflega spennandi.“ DODDI LITLI Doddi segist sjálfur vera mikill fýlupúki, þó svo að hin hliðin á honum, hinn eldhressi Love Guru, sé það alls ekki. Skírður í höfuðið á keyrara Nafnið er komið frá langafa mín-um í móðurætt,“ segir Bogi Ágústsson, forstöðumaður frétta- sviðs Ríkisútvarpsins, sem er al- nafni langafa síns. „Langafi minn var keyrari eins og það var kallað norður á Akureyri. Hann var í flutn- ingum og það var í ættinni því tveir ef ekki þrír synir hans voru viðloð- andi flutningastarfsemi og voru meðal stofnenda að bifreiðastöðinni Stefni fyrir norðan.“ Forstöðumaðurinn hefur aldrei verið kallaður neitt annað en Bogi enda stutt og þjált nafn. Nafnið er ekki algengt en samkvæmt Hag- stofunni eru 97 sem bera Boga nafnið sem fyrsta eiginnafn en 30 sem annað. Nafnið er heiti á vopni. Bogi segist alltaf hafa sloppið við alla stríðni er tengist nafninu. „Nema kannski Bogi og Örvar sem gengur aftur í Spaugstofunni núna,“ segir Bogi sem er afar sátt- ur við nafn sitt. „Nafn er grund- vallarþáttur í sjálfsmynd hvers einstaklings enda er það eitt af því fyrsta sem hann lærir. Það hefur því aldrei komið upp þessi spurning hvort ég sé sáttur við að heita þessu nafni. Fólk veit líka um hvern er verið að tala þegar minnst er á Boga Ágústsson en það er öllu erfiðara ef minnst er á Sigurð Jónsson.“ ■ BOGI ÁGÚSTSSON Hann hefur aldrei verið kallaður annað en Bogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.