Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 19
ætluðu þeir aldrei að komast í gegnum tollinn af því að Ámundi, umboðsmaður þeirra, var eitthvað að pexa við tollverðina. Mig minn- ir að þetta hafi verið 1975. Ein- hverjir þeirra voru með grímur og Egill Ólafsson söng í sundbol. Húsið var gjörsamlega yfirfullt og stemningin frábær.“ Tæpum 20 árum og mörgum veitingastöðum síðar keypti Tómas Hótel Borg og rak hana í um áratug. Hvernig líkaði honum hótelreksturinn? „Það var æðis- legt. Það var gjörsamlega dásam- legt að vera á Hótel Borg. Ég reisti mér reyndar hurðarás um öxl og réði ekki við það sem ég gerði en var þarna samt í 10 ár. En það var virkilega gaman að fá að taka þátt í að gera Hótel Borg aftur að al- vöru hóteli.“ Og enn kom áætlana- gerðin Tómasi í koll: „Þetta átti að kosta 20 milljónir en fór í 142 milljónir. Það er talsverður munur þar á. Það var líka bullandi tap á rekstrinum fyrstu árin. Svo vor- um við að rembast við að reka fín- an veitingastað þarna sem var of- boðslega vinsæll en það var held- ur enginn gróði af honum. En þetta var eitt allsherjar ævintýri.“ Tapaðirðu miklu á þessu? „Það má deila um hvað er gróði og hvað er tap. Ég veit það ekki, hef bara ekki hugmynd um það. Ég skildi hins vegar við hótelið í skemmtilegum rekstri og er sáttur við þetta.“ 21 stóll og Stórval Það kostar blóð, svita og tár, svo ekki sé nú talað um peninga, að koma veitinga- eða skemmti- stað á koppinn. Tómas Tómasson hefur ráðist í mörg slík verkefni um ævina og virðist þrífast að ein- hverju leyti á breytingum og nýj- ungum. „Ætli megi ekki segja að sé hálfgert flökkudýr í mér. Ég hef vissa tilhneigingu til að taka að mér svona verkefni í ákveðinn tíma og ráðast svo í annað. Þetta er náttúrlega aðallega vegna þess að mér finnst svo gaman að þessu. Það er svo ofboðslega gaman að sjá veitingastað eða hótel verða flott.“ Og Tommi er ánægður með nýjasta afrekið. „Ég er rosalega stoltur af þessari búllu,“ segir hann. Umhverfið er látlaust og innréttingarnar í takt við húsnæð- ið. Inni er 21 stóll en það er líka hægt að standa. Á veggjunum eru myndir af Blúsbræðrum, Sópranósgenginu og Johnny Cash auk málverks eftir Stórval, Stefán Jónsson, sem drakk kaffi í húsinu í þá daga er hamborgarar voru enn bara eitthvað sem sást í bandarískum kvikmyndum. Og við grillið stendur Tommi, einbeittur á svip, og leggur sig fram við að hamborgarinn verði eins í dag og hann var í gær. bjorn@frettabladid.is LAUGARDAGUR 17. apríl 2004 ■ Næsta stopp 19 Tómas Andrés Tómasson er55 ára hrútur. Hann lærði matreiðslu á Íslandi og hótel- og veitingarekstur í Bandaríkjun- um. Meðal áfangastaða hans í lífinu eru: TOMMI Á ÁRUM ÁÐUR Árið 1981 keyrði Tommi um á flottum Bens og uppgangstími Tommahamborgara var að hefjast. Apinn var eins konar lukkudýr staðanna. Staðirnir í lífi Tomma Flugeldhús Loftleiða Veisluþjónusta Félagsheimilið Festi í Grindavík Winny’s borgarar Potturinn og pannan Tommahamborgarar Hard Rock Café Amma Lú Grillhús Guðmundar Hótel Borg Kaffibrennslan Hamborgarabúllan er eini staðurinn á snærum Tómasar um þessar mundir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA STAÐIÐ OG STEIKT „Það er rosalega skemmtilegt að steikja hamborgara,“ segir Tommi, sem stendur sjálfur við grillið í Hamborgarabúllu Tómasar. Ef slíkt tækifæri byðist myndiég hiklaust hoppa upp í flugvél og enda í Salzburg í Austurríki,“ segir Hugi Hreiðarsson, markaðs- og kynnningarstjóri Atlantsolíu, aðspurður hvert yrði hans næsta stopp ef honum byðist að leggja land undir fót á morgun. „Þaðan myndi ég aka Autobahn A1 í um klukkustund og taka hægri beygju af þjóðveginum skömmu áður en maður kemur að bænum Vöclabruck. Eftir það myndi ég fylgja sveitaveginum þar sem hann endar við vatnið Attersee, stundum kallað Kammersee.“ Hugi segir Attersee vera í hug- um margra Austurríkismanna þeirra Þingvallavatn, en vatnið er jafnframt stærsta stöðuvatn aust- urrísku Alpanna, um 46 ferkíló- metrar. „Það er um 20 kílómetra langt, 2-3 kílómetrar á breidd og dýpst um 170 metrar. Þangað flykkjast þúsundir innfæddra um hverja helgi yfir sumartímann og njóta þess sem umhverfið hefur upp á að bjóða. Ólíkt Þingvallavatni eru þarna 10-15 strendur eða víkur sem eingöngu eru skipulagðar sem áningarstaðir fyrir þá sem vilja leggja frá sér handklæðið, baða sig í sólinni og taka sundsprett.“ Vatnið er umlukið háum fjöllum á þrjá vegu og í júlí getur orðið þarna mjög heitt eða allt upp í 40 gráður. „Nokkur ár eru síðan síð- asta sumarhúsið var byggt við vatnið,“ segir Hugi, „en því fer fjarri að hver fermetri sé nýttur. Mikið hefur verið lagt í að halda umhverfi Attersee sem mest óspjölluðu og þykja gríðarmikil forréttindi að eiga þar athvarf. Þannig er mikið um sumarhús sem hafa verið í eigu sömu fjölskyld- unnar í margar aldir. Fyrstu kynni mín af Attersee átti ég sumarið 1994 en það sama ár starfaði ég um nokkra mánaða skeið í Austurríki. Vinsælt var meðal vinnufélaga að hjóla í kringum vatnið, sem tók svo til daginn enda fjölmargir staðir á leiðinni sem kalla á áningu. Lítið er um stórar brekkur en landslagið þeim mun stórbrotnara. Í suðvestri gnæfir Schafberg sem er 1.783 metra klettastál og í suðaustri er Höllengebirge, um 1.860 metra hátt. Hægt er að fara með kláfi upp á báða fjallgarðana og á góðum degi má sjá þar allt niður til Ítalíu.“ ■ Sundsprettur í Attersee HUGI HREIÐARSSON Markaðs- og kynningarstjóri Atlantsolíu myndi bregða sér til Salzburg og keyra þaðan til Attersee. ATTERSEE Þetta vatn er í hugum margra Austurríkismanna þeirra Þingvallarvatn, nema hvað að í Attersee er hægt að baða sig á sumrin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.