Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 6
6 17. apríl 2004 LAUGARDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 73,06 -1,18% Sterlingspund 130,67 -0,53% Dönsk króna 11,74 -0,77% Evra 87,38 -0,76% Gengisvísitala krónu 123,06 -0,69% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 332 Velta 6.243 milljónir ICEX-15 2.676 0,63% Mestu viðskiptin Pharmaco hf. 211.752 Burðarás hf. 179.850 Bakkavör Group hf. 162.585 Mesta hækkun Pharmaco hf. 4,29% Fjárfestingarfélagið Atorka hf. 1,71% Bakkavör Group hf. 0,94% Mesta lækkun Kaldbakur, fjárfestingarfélag hf -5,65% Kögun hf. -2,32% Flugleiðir hf. -1,33% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.443,3 0,4% Nasdaq* 2.000,2 -0,1% FTSE 4.537,3 0,7% DAX 4.034,0 0,7% NK50 1.468,9 0,0% S&P* 1.135,5 0,6% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hvað heitir utanríkisráðherra Ítalíu? 2Hvaða heimsfrægi maður hafði síma-samband við Davíð Oddsson forsætis- ráðherra þegar hann var í New York? 3Hvaða handboltalið er það eina sembúið er að tryggja sér þátttöku í und- anúrslitum Remax-deildarinnar? Svörin eru á bls. 42 BRETLAND Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, hyggst fara fram á það að Sameinuðu þjóð- irnar samþykki nýja ályktun sem á að tryggja að valdafram- salið í Írak verði 30. júní. Blair fundaði með Kofi Ann- an, framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna, í New York. Eftir fundinn sagði Blair að það ætti að vera sameiginlegt markmið alþjóðasamfélagsins að fram- selja valdið til Íraka. Uppreisn- in í Írak kallaði á það að Samein- uðu þjóðirnar samþykktu nýja ályktun. Kofi Annan tók undir með Blair. Hann sagði að ágrein- ingurinn sem Íraksstríðið hefði valdið í upphafi væri að mestu að fjara út og því vonaðist hann eftir því að samstaða næðist innan Sameinuðu þjóðanna um nýja ályktun. Enn er alls óvíst hvernig valdaframsalið mun fara fram. Lakhdar Brahimi, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak, hefur hins vegar lýst því yfir að hann sé bjartsýnn á að það muni takast að mynda íraska bráðabirgða- stjórn fyrir 30. júní. Brahimi tel- ur æskilegt að virtir Írakar stýri landinu fram að kosningum í jan- úar á næsta ári en vill að íraska framkvæmdaráðið verði lagt nið- ur við valdaframsalið. ■ FÉLAGSMÁL „Á undanförnum árum hafa félagsmenn í Húsfélagi al- þýðu verið almennt mjög ánægð- ir,“ sagði Kristín Róbertsdóttir, formaður félagsins, um staðhæf- ingar um mikla og viðvarandi óánægju hjá hópi félagsmanna. „Ég hef ekki orðið vör við að fólk væri að flytja úr hverfinu vegna óánægju. Menn hafa aftur á móti verið ánægðir með það sem hefur verið gert.“ Fréttablaðið fjallaði í gær um harða valdabaráttu innan félags- ins. Stjórn þess mun leggja sam- þykktir fyrir aðalfund á mánudag, þar sem hún vill taka sér „alræðis- vald“ um viðhald og framkvæmdir eins og viðmælendur blaðsins nefna það. Óánægðir íbúar hafa leitað til Húseigendafélagsins um lögmæti þessara samþykkta. Lög- maður félagsins telur þær brot á lögum um fjöleignarhús og þær standist því ekki. Félagið hefur sent öllum félagsmönnum álits- gerð, þar sem segir að samþykkt- irnar séu „meingallaðar“ og brjóti „mjög gróft og freklega“ í bága við fjöleignarhúsalögin og jafnvel stjórnarskrána, sem sé grafalvar- legt mál. Síðan segir: „Alvarlegast er þó að með þessum svokölluðu samþykktum er miðað að því að færa stjórninni mikið vald og ríkar heimildir á kostnað félagsmanna og er grímulaust verið að ganga á lögvarinn rétt þeirra og hags- muni.“ Fer félagið þess á leit við stjórnina að hún „dragi þennan óskapnað til baka,“ eins og segir í álitsgerðinni. Kristín sagði að oftsinnis hefði verið ítrekað við félagsmenn á fundum að þeir hefðu aðgang að öllum gögnum félagsins. Samþykk- is þeirra væri ætíð leitað áður en farið væri út í framkvæmdir. Hvað varðaði lögmæti sam- þykktanna sem lagðar yrðu fyrir aðalfund vísaði Kristín á lögmann félagsins. „Þetta kom alveg aftan að mér og ég er verulega áhyggjufull sé það satt að félagið starfi ekki sam- kvæmt lögum,“ sagði Linda Blön- dal, einn félagsmanna í Húsfélagi alþýðu. „Sé það rétt sem Húseig- endafélagið segir þarf að koma þessu í lag hið fyrsta, því hér er ákaflega gott að búa. En almennt er það umhugsunarefni fyrir fólk sem greiðir tilskildar upphæðir í húsfélög að það skuli vera jafn illa upplýst um húsfélagið sitt og raun ber vitni í þesu tilviki.“ Allmargir félagsmenn höfðu samband við blaðið í kjölfar um- fjöllunarinnar í gær. Nokkrir lýstu ánægju með störf formannsins og félagsins, en aðrir gagnrýndu hvorutveggja, sumir hverjir harð- lega. jss@frettabladid.is Klámiðnaðurinn í uppnámi: Leikarar smit- aðir af HIV BANDARÍKIN Klámiðnaðurinn í Bandaríkjunum er í uppnámi eftir að tveir leikarar greindust með HIV-veiruna. Hugsanlega verður hlé gert á framleiðslu klámmynda í Kaliforníu í tvo mánuði á meðan aðrir leikarar gangast undir al- næmispróf. Klámiðnaðurinn í Kali- forníu veltir milljörðum Banda- ríkjadala og skilar töluvert meiri hagnaði en kvikmyndaiðnaðurinn í Hollywood. Tveggja mánaða hlé á framleiðslu gæti þýtt tugmilljóna tap fyrir framleiðendur. Á annað þúsund klámmyndaleik- arar eru alnæmisprófaðir í Kali- forníu á þriggja vikna fresti. Í vikunni kom jákvæð niðurstaða úr prófunum í fyrsta sinn í fimm ár. ■ Netsalan ehf. Knarravogur 4, - 104 Reykjavík - Sími 517 0220 www.netsalan.com LANDSINS MESTA ÚRVAL AF HÚSBÍLUM OG HJÓLHÝSUM Sýnum í dag og sunnudag vinsælustu húsbílana á síðasta ári OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ KL. 13.00 - 16.00 Munið Viking fellihýsin, landsins lang besta verð 695.000 með bremsum Legan 251, lágþekja Legan 410, háþekja g p g ý Takma Verð Verð á BLAIR OG ANNAN Tony Blair, forsætisráherra Bretlands, fundaði með Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna, í New York í fyrradag. Tony Blair fundaði með Kofi Annan um ástandið í Írak: Vill nýja ályktun um Írak „Meingallaðar“ og ganga gegn lögum Samþykktir þær sem stjórn Húsfélags alþýðu leggur fyrir aðalfund eru „meingallaðar“ að áliti lögmanns Húseigendafélagsins. Hann segir þær ganga freklega gegn lögum og jafnvel stjórnar- skránni. Formaður Húsfélagsins segir félagsmenn almennt mjög ánægða. HÚSFÉLAG ALÞÝÐU Húsfélag alþýðu á umtalsverðar fasteignir á því svæði sem það starfar á, meðal annars nokkrar íbúðir og fyrrverandi verslunar- og þjónustuhúsnæði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R SI G U RÐ SS O N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.