Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 43
31LAUGARDAGUR 17. apríl 2004
hvað?hvar?hvenær?
14 15 16 17 18 19 20
APRÍL
Laugardagur
Afganska karlalandsliðið í vanda:
Fjórir leikmenn horfnir
FÓTBOLTI Fjórir meðlimir afganska
karlalandsliðsins í fótbolta eru
enn ófundnir fimm dögum eftir að
hafa látið sig hverfa skömmu fyr-
ir æfingaleik í borginni Verona á
Ítalíu.
Fimm aðrir leikmenn liðsins
sem hurfu á sama tíma eru komnir
í leitirnar. Að sögn landsliðsþjálf-
arans Ali Asger voru þeir hand-
teknir eftir að hafa óskað eftir
hæli í Þýskalandi. Íþróttayfirvöld í
Afganistan hafa fordæmt hegðun
leikmannanna en landsliðið fór í
æfingaferðina til Ítalíu til að safna
fjár til byggingar sjúkramiðstöðva
í höfuðborginni Kabúl.
Heimsókn liðsins til Ítalíu var
fyrsta Evrópuferð þess í 20 ár en
fótbolti var bannaður í Afganistan
eftir að stjórn talibana tók völdin
árið 1996. „Það eru 20 ár síðan
landsliðið spilaði síðast í Evrópu
og almenningur í landinu þarf á
fótbolta að halda til að öðlast von,“
sagði Asger. ■
FÓTBOLTI „Það er ákveðin meðferð í
gangi fyrir félögin í landinu og önn-
ur fyrir okkur,“ sagði Alex Fergu-
son, framkvæmdastjóri Manchest-
er United. „Við eigum von á að Paul
Scholes eigi erfiða yfirheyrslu fyr-
ir höndum. Við getum orðað þetta
þannig að ég eigi ekki von á að hann
fái sams konar yfirheyrslu og aðr-
ir,“ sagði Ferguson.
Framkvæmdastjórinn hefur
lengi átt í deilum við enska knatt-
spyrnusambandið og fær varla
mög prik fyrir þessa yfirlýsingu.
Scholes er ákærður fyrir að hrinda
Doriva, leikmanni Middlesbrough,
og gæti fengið þriggja leikja bann.
Ferguson hefur lýst því yfir að
hann muni verja Scholes og bendir
á að dómarinn hafi ekki gert at-
hugasemdir þótt hann hafi staðið
skammt frá. ■
Alex Ferguson:
Við fáum aðra meðferð
You make it a Sony
Kringlunni 588 7669 www.sonycenter.is
Gildir eingöngu fyrir
kort frá Símanum. Fæst einnig
ólæstur á aðeins 33.995,-
Þriggjabanda – 900/1800/1900 GSM
92,5 grömm
Innbyggð myndavél
Rafhlaða: Li-Poly, Biðtími: allt að 315 klst Taltími: allt að 14 klst
GPRS: 4 + 1 (Class 10)
Blátannarbúnaður og innrautt tengi
65000 lita TFT skjár, 128 x 160 punktar
MMS, EMS, SMS, POP3/IMAP4 tölvupóstur,
WAP 2.0, Vit (SIM Toolkit)
2000 kr. út og 3999 kr. á mánuði
vaxtalaust 6 mánuði á kreditkort
samtals 25.994 kr.
Sony Ericsson T630 er ný og endurbætt útgáfa af Sony
Ericsson T610 sem var valin besti farsími í heimi á GSM
ráðstefnunni í Cannes 2004.
Helgartilboð
■ ■ LEIKIR
14.00 FH og Keflavík eigast við í
Fífunni í deildabikarkeppni karla í
fótbolta.
14.00 ÍBV og FH eigast við á gervi-
grasvellinum í Laugardal í deilda-
bikarkeppni kvenna í fótbolta.
15.15 Þór mætir Víkingi í Bogan-
um í deildabikarkeppni karla í fót-
bolta.
16.15 KA-menn taka á móti Fröm-
urum í oddaleik liðanna í 8 liða
úrslitum karla í handbolta.
16.15 Valsarar og FH-ingar eigast
við í oddaleik í 8 liða úrslitum
karla í handbolta.
■ ■ SJÓNVARP
11.15 Enski boltinn á Sýn.
Portsmouth og Manchester
United eigast við í beinni útsend-
ingu.
13. 25 Þýski fótboltinn. Bein út-
sending frá leik Dortmund og
Bayern München í Bundeslig-
unni.
13.45 Enski boltinn á Stöð 2. Bein
útsending frá leik Liverpool og
Fulham.
15.30 Heimsbikar fatlaðra á skíð-
um 2003 í Sjónvarpinu. Saman-
tekt frá mótinu sem haldið var í
Austurríki í fyrravor.
16.10 Íslandsmótið í handbolta í
Sjónvarpinu. Bein útsending frá
oddaleik Vals og FH í 8 liða úrslit-
um karla.
19.20 Spænski boltinn í beinni á
Sýn. Atletico Madrid og Real
Madrid eigast við í miklum ná-
grannaslag.
21.55 NBA á Sýn. Bein útsending
frá leik Indiana og Boston í úr-
slitakeppninni.
23.10 Hnefaleikar á Sýn. Viðureign
MA Barrera og Pacquiao.
VINÁTTULEIKUR
Afganinn Fazel, til vinstri, í baráttu við Em-
iliano Salvetti, leikmann Verona, í vináttu-
leik liðanna sem var háður á dögunum.
Aðgangseyrir frá leiknum rennur til bygg-
ingar sjúkramiðstöðva í Kabúl.
ALEX FERGUSON
Beinir skotum sínum enn og aftur að
enska knattspyrnusambandinu.