Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 4
4 17. apríl 2004 LAUGARDAGUR Mun samtal Davíðs Oddssonar við George W. Bush greiða fyrir lausn í varnarliðssamningunum? Spurning dagsins í dag: Ertu fylgjandi gerð jarðganga milli lands og Eyja? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 62% 38% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is HEILBRIGÐISMÁL Stjórn Lyfjafræð- ingafélags Íslands telur að fyrir- hugaðar aðgerðir heilbrigðisráðu- neytisins til lækkunar á lyfja- kostnaði stangist á við lög um réttindi sjúklinga og þvingi fólk í heilbrigðiskerfinu til að taka upp vinnuaðferðir sem tíðkast í þróun- arríkjum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn félagsins. Hún telur að tillögurnar séu van- hugsaðar, enda þykir ljóst að þær eigi eftir að koma verst niður á efnalitlum sjúklingum. Stjórnin bendir á að með lækk- un álagningar lyfja í smásölu og heildsölu sé mjög sennilegt að - apótekin lækki eða afnemi af- slætti sína til sjúklinga. Þar verði ellilífeyrisþegar og öryrkjar hvað verst úti og það stangist klárlega á við fyrrnefnd lög. Þá telur stjórnin mjög var- hugavert að tekið verði upp við- miðunarverð fyrir lyf með „sam- bærileg meðferðaráhrif“, því svo geti farið að sjúklingurinn neyðist hreinlega til að greiða mismuninn á verði ódýrasta lyfsins og því lyfi sem hentar honum betur. „Verði tillögur heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis að veruleika telur LFÍ að ákvörðunarréttur sé tekinn af læknum og öðrum með- ferðaraðilum,“ segir í yfirlýsing- unni. „Um leið hverfi réttur sjúk- lings til að fá „þjónustu sem mið- ast við ástand hans og horfur á hverjum tíma og bestu þekkingu sem völ er á“, óháð efnahag.“ ■ ALÞINGI „Það er áfall fyrir réttar- kerfið og stjórnsýslureglur að réttarvitund og viðhorf sjálfs dómsmálaráðherra og forsætis- ráðherra sé jafn hraksmánarlegt gagnvart jafnréttislögunum og raun ber vitni,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingunni á Alþingi í gær í utandagskrárum- ræðu um úrskurð kærunefndar jafnréttismála um skipan hæsta- réttardómara. „Viðhorf æðstu ráðamanna þjóðarinnar er mikið áfall fyrir jafnréttisbaráttuna og lítilsvirð- ing við þjóð sem kennir sig við jafnréttindi og mannréttindi,“ sagði Jóhanna. Ráðherra skipaði Ólaf Börk Þor- valdsson í embættið, en meðal um- sækjenda var Hjördís Hákonardótt- ir héraðsdómari sem talin var jafn- hæf. Jóhanna sagði túlkun dóms- málaráðherra á jafnréttislögunum með ólíkindum. „Veikburða rök ráðherrans eru ámátleg þegar hann snýr öllu á hvolf í jafnréttislögunum og mis- skilur þau og mistúlkar sundur og saman eftir eigin geðþótta,“ sagði Jóhanna. Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra var spurður að því hvort hann væri reiðubúinn að semja um skaðabætur, án þess að til þyrfti að koma dómsniðurstaða Hæstaréttar. „Ég hafna því að ég hafi brotið jafnréttislögin. Við skipan í emb- ætti hæstaréttardómara byggði ég á lögmætum og málefnalegum sjón- armiðum, enda tel ég þann, sem skipaður var, hæfastan umsækj- enda til að gegna embættinu,“ sagði Björn og benti á að ráðherrar hefðu meira svigrúm til málefnalegra ákvarðana um embættisveitingar, en kærunefnd jafnréttismála teldi í þessu máli. Ljóst er að Björn er ekki reiðu- búinn að greiða Hjördísi skaðabæt- ur. Hann sagðist nýlega hafa skipað hana í embætti dómsstjóra á Suður- landi og eftir því sem hann kæmist næst væru heildarlaun hennar þar hærri en nemur launum hæstarétt- ardómara. Björn sagði ráðherra bera pólitíska ábyrgð á athöfnum sínum eða athafnaleysi gagnvart Al- þingi. „Ábyrgðin er pólitísk, en ekki lagalegs eðlis.“ Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænum, sagði að dómsráðherra yrði að horfast í augu við það að hann hefði ekki frjálsar hendur í þessum efnum. Birkir J. Jónsson Framsóknarflokki sagði jafnrétt- islögin góð. „Við þurfum að styðjast við jafnréttislög og jafnréttisáætl- anir og fara eftir þeim,“ sagði Birk- ir. Gunnar Örn Örlygsson, Frjálslynda flokknum, sagðist hafa brotið lög sem hann var á móti, en hann hefði gert sér grein fyrir brotinu og viður- kennt það. „Það vekur furðu mína að dómsmálaráðherra sýni ekki þann manndóm að viður- kenna afglöp sín. Enginn er haf- inn yfir lög,“ sagði Gunnar Örn Örlygsson. bryndis@frettabladid.is Fjárdráttarmál: Ágóðinn fór í spilafíkn DÓMSMÁL Maður var í gær dæmdur til tíu mánaða fangelsisvistar, þar af sjö skilorðsbundið, fyrir að hafa dregið sér alls yfir sex milljónir króna í störfum sínum sem launa- fulltrúi hjá 10-11 annars vegar og Lyfju hins vegar. Maðurinn var einnig dæmdur til að endurgreiða féð. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kom fram að maðurinn hefði játað brot sitt greiðlega en hann væri eignalaus og hefði sólundað fénu sem hann dró að sér í spilafíkn. Spilafíknin var ekki talin manninum til málsbóta en að mati dómsins út- skýrði hún að hluta til brot hans. ■ JOHN KERRY Forsetaframbjóðanda demókrata verður boðið í heimsókn til Ísrael. Sharon snýr heim frá Washington: Kerry boðið til Ísrael JERÚSALEM, AP Ísraelsk stjórnvöld hafa ákveðið að bjóða John Kerry, frambjóðanda Demókrataflokks- ins í bandarísku forsetakosning- unum, í heimsókn til Ísrael. Kerry hafði óskað eftir fundi með Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísrael, þegar hann var staddur í Washington fyrr í þess- ari viku. Að sögn ísraelskra emb- ættismanna hafði Sharon ekki tök á því að hitta Kerry í Washington þar sem hann varð að snúa heim til Ísrael til að afla stuðnings flokksbræðra sinna við áætlunina um brotthvarf frá Gaza-strönd- inni. Likud-flokkur Sharons mun greiða atkvæði um brotthvarfið 2. maí. ■ Lyfjafræðingafélag Íslands: Tillögur ráðuneytis stangast á við lög LYFJAKOSTNAÐUR Enn er tekist á um ákvarðanir heilbrigðis- ráðuneytisins til verðlækkunar á lyfjum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R SI G U RÐ SS O N Áfall fyrir réttarkerfið og jafnréttisbaráttuna Björn Bjarnason var sakaður um brot á jafnréttislögum og að ganga á svig við jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar á Alþingi í gær. „Ég braut ekki jafnréttislögin,“ sagði Björn. „Við verðum að fara eftir jafnréttislögunum,“ sagði stjórnarliði. BJÖRN BJARNASON Dómsmálaráðherra var harkalega gagnrýndur á Alþingi í gær fyrir að hafa brotið jafnrétt- islögin við skipan í embætti hæstaréttardómara. „Ég tel þann sem skipaður var hæfastan umsækjenda til að gegna embættinu,“ sagði Björn. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Jóhanna sagði viðhorf dómsmálaráðherra og forsætisráðherra gagnvart jafnréttislög- unum hraksmánarlegt. Bush og Blair funda í Washington: Friðsöm þjóð í frjálsu landi WASHINGTON George W. Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ætla ekki að hvika frá áformum sínum um að framselja völdin í Írak í hendur heimamanna fyrir 30. júní. Leiðtogarnir ávörpuðu blaðamenn að loknum fundi í Hvíta húsinu í Washington í gær. Bush sagði að nauðsynlegt væri að koma á lýðræði í Írak til að koma í veg fyrir að einræðis- herrar og hryðjuverkamenn kæmust þar aftur til valda. „Ég og forsætisráðherrann höfum gert upp hug okkar. Írak verður frjálst. Írak verður sjálfstætt. Íraska þjóðin verður friðsöm og við munum ekki láta ótta og ógn- anir buga okkur,“ sagði Bush. Blair lagði áherslu á að Samein- uðu þjóðirnar yrðu að gegna lykil- hlutverki í valdaframsalinu og þróun lýðræðis í Írak og sagðist vonast til þess að Öryggisráðið samþykkti nýja ályktun um Írak. Leiðtogarnir hvöttu Palestínu- menn til að fallast á áætlanir Ariels Sharon, sem fela í sér brotthvarf frá Gaza-ströndinni og hluta af Vesturbakkanum, til að koma skriði á friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. ■ TUTTUGU METRAR AÐSKILDU FLUGVÉLAR Litlu mátti muna að farþegaþota svissneska flugfé- lagsins Swiss International ræk- ist á litla flugvél í aðflugi að flug- vellinum í Brussel. Að sögn tals- manns flugfélagsins skildu að- eins tuttugu metrar vélarnar að þegar þær voru í 1.800 metra hæð yfir höfuðborginni. ■ Evrópa BLAIR OG BUSH HORFAST Í AUGU Tony Blair, forsætisráðherra Breta, og George W. Bush Bandaríkjaforseti héldu sameigin- legan blaðamannafund í Hvíta húsinu í Washington í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.