Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 17. apríl 2004
Opið alla daga kl. 10-20
Mikil veiði
REYNISVATN
S: 56107520 / 6937101
www.reynisvatn.is
Komið við hjá Evró í Skeifunni og kynnið ykkur allt það nýjasta fyrir
sumarið á okkar árlegu sumar stórsýningu. Í fyrsta sinn býður Evró
upp á húsbíla og hjólhýsi af öllum gerðum og stærðum frá þekktum
framleiðendum í Evrópu, draumur ferðamannsinns.
STÓRSÝNING
UM HELGINA
Erum að leita starfsmanni í vinnu við móttöku
á skóviðgerðum, Lyklasmíði og í almenn af-
greiðslustörf.
Vinnustaðir:
Grettisgata og Kringlan.
Viðkomandi þarf að hafa bílpróf.
Uppl. í síma 822-4982
Íslandsmót yngri flokka:
Krakkablak
í Digranesi
BLAK Keppt verður í „krakka-
blaki“ í íþrótthúsinu í Digranesi
um helgina. „Krakkablak“ er ný
útfærsla á blaki sem miðast við
yngstu aldurshópana.
Spilað verður „krakkablak“ í
4. og 5. flokki en 3. flokkur mun
spila hefðbundið blak. Það er
blakdeild HK sem hefur veg og
vanda af þessu Íslandsmóti
yngri flokka. Mótið hefst klukk-
an tíu í dag en lýkur um tvöleyt-
ið á morgun. Nánari upplýsingar
um krakkablakið má finna á
heimasíðunni www.krakka-
blak.is. ■
FÓTBOLTI „Það er ákveðin meðferð
í gangi fyrir félögin í landinu og
önnur fyrir okkur,“ sagði Alex
Ferguson, framkvæmdastjóri
Manchester United. „Við eigum
von á að Paul Scholes eigi erfiða
yfirheyrslu fyrir höndum. Við
getum orðað þetta þannig að ég
eigi ekki von á að hann fái sams
konar yfirheyrslu og aðrir,“ sagði
Ferguson.
Framkvæmdastjórinn hefur
lengi átt í deilum við enska knatt-
spyrnusambandið og fær varla
mörg prik fyrir þessa yfirlýs-
ingu. Þegar leikmenn Arsenal
voru dæmdir í leikbann eftir
slagsmálin á Old Trafford í byrj-
un leiktíðar sagði Ferguson að
þeir hefðu sloppið vel. Hann
bætti því við að það væri á allra
vitorði að knattspyrnusambandið
og Arsenal hefðu lengi samið um
málefni félagsins. Þetta féll í
grýttan jarðveg hjá forkólfum
enskrar knattspyrnu og varð
Skotinn að biðjast afsökunar á
ummælunum.
Scholes er ákærður fyrir að
hrinda Doriva, leikmanni Midd-
lesbrough, og gæti fengið þriggja
leikja bann. Ferguson hefur lýst
því yfir að hann muni verja Scho-
les og bendir á að dómarinn hafi
ekki gert athugasemdir þó hann
hafi staðið skammt frá. ■
Alex Ferguson:
Við fáum aðra meðferð
Bú
dape
st
43.150 kr.
Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is
Netver› á mann frá
Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Hótel Lieget í október
í 2ja manna herbergi með morgunverði,
flugvallarskattar og ísl. fararstjórn.
FÓTBOLTI Arsenal náði í gærkvöld tíu
stiga forystu í ensku úrvalsdeild-
inni með 5-0 sigri á Leeds á heima-
velli. Arsenal hefur tvisvar áður
unnið Leeds með þessum mun í
deildinni, 5-0 á Elland Road í nóv-
ember árið 1980 og 6-1 á Highbury í
desember 1924 þegar félögin mætt-
ust í fyrsta sinn. Metburstið er hins
vegar 7-0 sigur Arsenal á Leeds í
deildabikarleik haustið 1979.
Robert Pires skoraði fyrsta
mark Arsenal þegar á sjöttu mínútu
eftir sendingu frá Dennis Berg-
kamp. Thierry Henry skoraði tvis-
var með fimm mínútna millibili,
fyrst eftir sendingu Laurens og síð-
an úr vítaspyrnu sem dæmd var á
Michael Duberry. Í seinni hálfleik
skoraði Henry tvö áþekk mörk eftir
sendingar Gilberto Silva og Robert
Pires inn fyrir Leeds-vörnina.
Henry stakk varnarmennina af og
renndi boltanum auðveldlega fram-
hjá Paul Robinson, markverði
Leeds. ■
ÚRSLIT Í GÆR
Arsenal - Leeds 5-0
1-0 Robert Pires (6.), 2-0 Thierry Henry
(27.), 3-0 Thierry Henry, vsp. (32.), 4-0
Thierry Henry (50.), 5-0 Thierry Henry
(67.).
LEIKIR Í DAG
Portsmouth - Man. United
Blackburn - Leicester
Bolton - Tottenham
Charlton - Birmingham
Chelsea - Everton
Liverpool - Fulham
Man. City - Southampton
Wolves - Middlesbrough
LEIKUR Á SUNNUDAG
Aston Villa - Newcastle
THIERRY HENRY
Þrennur eða fleiri mörk fyrir Arsenal
26.12.2000 Arsenal - Leicester 6-1 (3)
27.11.2002 Roma - Arsenal 1-3 (3)
19.1.2003 Arsenal - West Ham 3-1 (3)
9.4.2004 Arsenal - Liverpool 4-2 (3)
16.4.2004 Arsenal - Leeds 5-0 (4)
Staðan
L U J T Mörk Stig
Arsenal 33 24 9 0 67:22 81
Chelsea 33 22 5 6 60:27 71
Man. Utd 32 21 5 6 59:31 68
Liverpool 33 13 10 10 48:36 49
Newcastle 32 12 13 7 45:33 49
Aston Villa 33 13 9 11 44:40 48
Charlton 32 13 8 11 43:40 47
Birmingh. 33 12 10 11 39:41 46
Middlesbr. 33 12 9 12 40:40 45
Fulham 33 12 8 13 47:44 44
Southampt.32 11 9 12 35:32 42
Bolton 33 10 11 12 38:51 41
Everton 33 9 11 13 42:47 38
Tottenham 33 11 5 17 42:52 38
Man. City 33 7 13 13 46:47 34
Blackburn 33 9 7 17 47:57 34
Portsm. 32 9 7 16 36:47 34
Leeds 34 8 8 18 35:69 32
Leicester 33 5 13 15 41:58 28
Wolves 33 5 10 18 31:71 25
Yfirburðir Arsenal
Thierry Henry skoraði fjögur í stærsta sigri Arsenal á Leeds í rúm 23 ár
PIRES, HENRY
OG GILBERTO
Robert Pires skoraði fyrsta
mark Arsenal í gær og
Thierry Henry hin fjögur.
Gilberto Silva lagði upp
eitt marka Henry.