Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 17. apríl 2004 Opið alla daga kl. 10-20 Mikil veiði REYNISVATN S: 56107520 / 6937101 www.reynisvatn.is Komið við hjá Evró í Skeifunni og kynnið ykkur allt það nýjasta fyrir sumarið á okkar árlegu sumar stórsýningu. Í fyrsta sinn býður Evró upp á húsbíla og hjólhýsi af öllum gerðum og stærðum frá þekktum framleiðendum í Evrópu, draumur ferðamannsinns. STÓRSÝNING UM HELGINA Erum að leita starfsmanni í vinnu við móttöku á skóviðgerðum, Lyklasmíði og í almenn af- greiðslustörf. Vinnustaðir: Grettisgata og Kringlan. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf. Uppl. í síma 822-4982 Íslandsmót yngri flokka: Krakkablak í Digranesi BLAK Keppt verður í „krakka- blaki“ í íþrótthúsinu í Digranesi um helgina. „Krakkablak“ er ný útfærsla á blaki sem miðast við yngstu aldurshópana. Spilað verður „krakkablak“ í 4. og 5. flokki en 3. flokkur mun spila hefðbundið blak. Það er blakdeild HK sem hefur veg og vanda af þessu Íslandsmóti yngri flokka. Mótið hefst klukk- an tíu í dag en lýkur um tvöleyt- ið á morgun. Nánari upplýsingar um krakkablakið má finna á heimasíðunni www.krakka- blak.is. ■ FÓTBOLTI „Það er ákveðin meðferð í gangi fyrir félögin í landinu og önnur fyrir okkur,“ sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United. „Við eigum von á að Paul Scholes eigi erfiða yfirheyrslu fyrir höndum. Við getum orðað þetta þannig að ég eigi ekki von á að hann fái sams konar yfirheyrslu og aðrir,“ sagði Ferguson. Framkvæmdastjórinn hefur lengi átt í deilum við enska knatt- spyrnusambandið og fær varla mörg prik fyrir þessa yfirlýs- ingu. Þegar leikmenn Arsenal voru dæmdir í leikbann eftir slagsmálin á Old Trafford í byrj- un leiktíðar sagði Ferguson að þeir hefðu sloppið vel. Hann bætti því við að það væri á allra vitorði að knattspyrnusambandið og Arsenal hefðu lengi samið um málefni félagsins. Þetta féll í grýttan jarðveg hjá forkólfum enskrar knattspyrnu og varð Skotinn að biðjast afsökunar á ummælunum. Scholes er ákærður fyrir að hrinda Doriva, leikmanni Midd- lesbrough, og gæti fengið þriggja leikja bann. Ferguson hefur lýst því yfir að hann muni verja Scho- les og bendir á að dómarinn hafi ekki gert athugasemdir þó hann hafi staðið skammt frá. ■ Alex Ferguson: Við fáum aðra meðferð Bú dape st 43.150 kr. Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is Netver› á mann frá Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Hótel Lieget í október í 2ja manna herbergi með morgunverði, flugvallarskattar og ísl. fararstjórn. FÓTBOLTI Arsenal náði í gærkvöld tíu stiga forystu í ensku úrvalsdeild- inni með 5-0 sigri á Leeds á heima- velli. Arsenal hefur tvisvar áður unnið Leeds með þessum mun í deildinni, 5-0 á Elland Road í nóv- ember árið 1980 og 6-1 á Highbury í desember 1924 þegar félögin mætt- ust í fyrsta sinn. Metburstið er hins vegar 7-0 sigur Arsenal á Leeds í deildabikarleik haustið 1979. Robert Pires skoraði fyrsta mark Arsenal þegar á sjöttu mínútu eftir sendingu frá Dennis Berg- kamp. Thierry Henry skoraði tvis- var með fimm mínútna millibili, fyrst eftir sendingu Laurens og síð- an úr vítaspyrnu sem dæmd var á Michael Duberry. Í seinni hálfleik skoraði Henry tvö áþekk mörk eftir sendingar Gilberto Silva og Robert Pires inn fyrir Leeds-vörnina. Henry stakk varnarmennina af og renndi boltanum auðveldlega fram- hjá Paul Robinson, markverði Leeds. ■ ÚRSLIT Í GÆR Arsenal - Leeds 5-0 1-0 Robert Pires (6.), 2-0 Thierry Henry (27.), 3-0 Thierry Henry, vsp. (32.), 4-0 Thierry Henry (50.), 5-0 Thierry Henry (67.). LEIKIR Í DAG Portsmouth - Man. United Blackburn - Leicester Bolton - Tottenham Charlton - Birmingham Chelsea - Everton Liverpool - Fulham Man. City - Southampton Wolves - Middlesbrough LEIKUR Á SUNNUDAG Aston Villa - Newcastle THIERRY HENRY Þrennur eða fleiri mörk fyrir Arsenal 26.12.2000 Arsenal - Leicester 6-1 (3) 27.11.2002 Roma - Arsenal 1-3 (3) 19.1.2003 Arsenal - West Ham 3-1 (3) 9.4.2004 Arsenal - Liverpool 4-2 (3) 16.4.2004 Arsenal - Leeds 5-0 (4) Staðan L U J T Mörk Stig Arsenal 33 24 9 0 67:22 81 Chelsea 33 22 5 6 60:27 71 Man. Utd 32 21 5 6 59:31 68 Liverpool 33 13 10 10 48:36 49 Newcastle 32 12 13 7 45:33 49 Aston Villa 33 13 9 11 44:40 48 Charlton 32 13 8 11 43:40 47 Birmingh. 33 12 10 11 39:41 46 Middlesbr. 33 12 9 12 40:40 45 Fulham 33 12 8 13 47:44 44 Southampt.32 11 9 12 35:32 42 Bolton 33 10 11 12 38:51 41 Everton 33 9 11 13 42:47 38 Tottenham 33 11 5 17 42:52 38 Man. City 33 7 13 13 46:47 34 Blackburn 33 9 7 17 47:57 34 Portsm. 32 9 7 16 36:47 34 Leeds 34 8 8 18 35:69 32 Leicester 33 5 13 15 41:58 28 Wolves 33 5 10 18 31:71 25 Yfirburðir Arsenal Thierry Henry skoraði fjögur í stærsta sigri Arsenal á Leeds í rúm 23 ár PIRES, HENRY OG GILBERTO Robert Pires skoraði fyrsta mark Arsenal í gær og Thierry Henry hin fjögur. Gilberto Silva lagði upp eitt marka Henry.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.