Fréttablaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 2
2 17. apríl 2004 FÖSTUDAGUR
„Það vildi svo til að við vorum í New
York en hann hefur örugglega sparað.“
Illugi Gunnarsson er aðstoðarmaður Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra. George Bush Banda-
ríkjaforseti notaði tækifærið og hringdi í Davíð
þegar hann var í Bandaríkjunum.
Spurningdagsins
Illugi, tímdi Bush ekki
millilandasímtali?
Enn ríkir óvissa
um varnarmálin
Halldór Ásgrímsson segir það jákvætt að Bush Bandaríkjaforseti hafi
hringt í Davíð Oddsson. Sýnir að það sé vilji til að komast að niðurstöðu
um varnarmálin en óvissunni hefur þó ekki verið eytt, segir Halldór.
VARNARMÁL „Það er jákvætt að for-
seti Bandaríkjanna hringi í for-
sætisráðherra Íslands að fyrra
bragði út af þessu máli. Það hefur
verið á hans borði frá því fyrir
síðustu alþingiskosningar, eða eft-
ir að George Robertson, þáver-
andi framkvæmdastjóri NATO,
fór í málið að minni beiðni,“ segir
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra.
Halldór segir það líka jákvætt
að forseti Bandaríkjanna staðfesti
það sem íslensk stjórnvöld hafi
áður talið, að það væri vilji til að
ná niðurstöðu um
varnarmálin sem
báðir aðilar geti
sætt sig við.
„Málið er hins
vegar ekki í höfn
og það ríkir ennþá
óvissa um það.
Þeirri óvissu hefur
ekki verið eytt með þessu samtali,
en að mínu mati var samtalið þýð-
ingarmikið,“ segir Halldór.
Utanríkisráðherra bendir á að
niðurstaða um framtíð varnar-
samningsins fáist ekki með ein-
hverjum endanlegum sannleika
um það hvaða varnir séu nauð-
synlegar landinu. Hann minnir á
að Colin Powell, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, hafi á sín-
um tíma sagt að vera flugvélanna
hér væri pólitísk skilaboð og
merki um vináttu og sam-
starfsvilja þjóðanna.
„Samtal Bush staðfestir að
málið er á réttri leið og á réttum
stað, en niðurstaðan er langt frá
því fengin,“ segir Halldór.
Engir formlegir fundir hafa
verið boðaðir í tengslum við málið
að sögn utanríkisráðherra. Banda-
rísk stjórnvöld hafa tekið skýrt
fram að frekari fundarhöld bíði
þar til úttekt á umsvifum Banda-
ríkjahers á erlendri grund er lok-
ið, en þau hafa verið að endur-
meta sína stöðu, ekki síst vegna
baráttunnar við hryðjuverka-
menn.
„Það er fyrst þá sem Banda-
ríkjamenn verða tilbúnir til frek-
ari viðræðna. Við verðum að sjálf-
sögðu að bíða þar til úttektinni
lýkur, en okkur er ekkert að van-
búnaði í þeim efnum. Við erum
ekki að leggja til breytingar og
höfum tekið það skýrt fram að við
viljum óbreytta stöðu þessara
mála. Við teljum það nauðsynlegt
vegna öryggis landsins. Enn sem
komið er hefur engin veruleg
breyting orðið á. Það er vitaskuld
jákvætt í ljósi þess að Bandaríkja-
menn lýstu því yfir, skömmu fyrir
síðustu alþingiskosningar, að flug-
vélarnar færu innan nokkurra
vikna,“ segir Halldór.
bryndis@frettabladid.is
ÍRAK Óttast er að Dana og kaupsýslu-
manni frá Sameinuðu arabísku
furstadæmunum hafi verið rænt í
Írak. Uppreisnarmenn slepptu í
gær nokkrum erlendum ríkisborg-
urum sem teknir höfðu verið í gísl-
ingu á síðustu dögum.
Dönsk stjórnvöld segjast hafa
undir höndum upplýsingar um að
danskur kaupsýslumaður á fertugs-
aldri hafi verið tekinn í gíslingu
þegar hann var að aka í bíl skammt
frá Bagdad. Uppreisnarmenn dul-
búnir sem lögreglumenn námu
arabískan kaupsýslumann á brott af
hóteli í borginni Basra.
Þremur tékkneskum sjónvarps-
fréttamönnum, sem saknað hafði
verið síðan á sunnudag, var veitt
frelsi í gær. „Við erum allir heilir á
húfi,“ sögðu mennirnir, sem fluttir
voru í tékkneska sendiráðið í
Bagdad. Þremenningarnir voru í
leigubíl á leið frá Bagdad til Jórdan-
íu þegar mannræningjarnir gerðu
þeim fyrirsát.
Kanadískum hjálparstarfsmanni
af sýrlenskum uppruna, sem rænt
var í borginni Najaf 8. apríl, var
einnig sleppt í gær. Mannræningj-
arnir fóru með hann á skrifstofu
sjíaklerksins Moqtada al-Sadr í
Najaf. „Fyrst börðu þeir mig og síð-
an fluttu þeir mig á milli staða á
nokkurra klukkutíma fresti,“ sagði
gíslinn í samtali við Reuters. Ekkert
hefur spurst til Palest-
ínumanns sem tekinn
var í gíslingu ásamt
Kanadamanninum.
Á þriðja tug er-
lendra ríkisborgara er
enn saknað í Írak og er
talið að þeir séu í haldi
uppreisnarmanna. ■
HERMENN SPJALLA SAMAN
Bandarískur hermaður lýsir skotbardaga
fyrir félögum sínum í Fallujah í Írak.
Umsátrið í Fallujah:
Formlegar
samninga-
viðræður
FALLUJAH, AP Fulltrúar frá Banda-
ríkjaher og borgaralegum yfirvöld-
um í Írak funduðu með leiðtogum
uppreisnarmanna í Fallujah í gær.
Bandaríkin samþykktu að flytja
hermenn sína til að tryggja íbúum
borgarinnar beinan aðgang að aðal-
sjúkrahúsi borgarinnar. Viðræðum
verður haldið áfram í dag en mark-
miðið er að stöðva blóðbaðið í Fallu-
jah og koma á lögum og reglu í
borginni, að sögn talsmanns banda-
rísku samninganefndarinnar. ■
Pharmaco:
Setur lyf á
markað
VIÐSKIPTI Pharmaco hefur sett á
markað nýtt samheitalyf í Evr-
ópu. Tilkynning um þetta var gef-
in út eftir lokun markaða í gær.
Einkaleyfi á lyfinu féll úr gildi í
gær en um er að ræða hjarta- og
þvagræsilyf.
Lyfið er framleitt af dótturfyr-
irtæki Pharmaco á Möltu og er
fyrirhugað að flytja út fimmtíu
milljón töflur á markaði í Evrópu.
Í Vegvísi Greiningardeildar
Landsbankans er Pharmaco gagn-
rýnt fyrir að frétt um samheitalyfið
hafi birst á heimasíðu dótturfyrir-
tækisins á Möltu áður en tilkynning
var send á Kauphöll Íslands. ■
Sólveig Pétursdóttir:
Tímabær
skilaboð
STJÓRNMÁL Sólveig Pétursdóttir,
formaður utanríkismálanefndar
Alþingis, segir samtal Banda-
ríkjaforseta við Davíð Oddsson
hafa verið mikilvægt og að í þeim
hafi falist jákvæð skilaboð.
Hún segir sérstaklega atyglis-
vert hve vel forsetinn sé inni í
þessum málum. „Það var mjög gott
að forsetinn skyldi tjá sig á þennan
hátt því skilaboðin frá Bandaríkj-
unum hingað til hafa verið nokkuð
óljós svo ekki sé meira sagt. Það
var því fyllilega tímabært að við
fengjum þau skilaboð að finna yrði
viðunandi lausn,“ segir Sólveig.
Hún segir einnig að samtalið sé
til marks um hversu gott samband
sé á milli Davíðs og forseta
Bandaríkjanna. „Ég tel að þetta
samtal sé rós í hnappagatið hjá
Davíð Oddssyni og sýni hversu
vel hann hefur haldið á þessum
málum,“ segir hún. ■
BJARGAÐI FÓLKI ÚR LYFTU
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
var kallað út að Suðurlandsbraut
6 skömmu fyrir klukkan sex í
gærkvöldi til að aðstoða fólk sem
festst hafði í lyftu. Aðgerðir
slökkviliðsins tóku rúmar tuttugu
mínútur. Fjöldi fyrirtækja er með
aðsetur í húsinu.
TEKNIR FYRIR INNBROT Lögregl-
an á Akranesi handtók tvo menn í
gær vegna innbrots í fyrirtæki og
gröfu. Stolið var tölvubúnaði úr
fyrirtækinu og talstöð úr gröf-
unni. Mennirnir höfðu einnig gert
tilraun til innbrots í skip en var
stökkt á flótta. Málið telst upplýst.
SMÁBRUNI Á AKUREYRI Húsráð-
andi og nágranni hans réðu niður-
lögum elds sem kviknaði í eld-
húsi íbúðarhúss á Akureyri í gær.
Kviknað hafði í út frá eldavéla-
hellu. Minniháttar skemmdir
urðu en engan sakaði.
Göng milli lands og Eyja:
Ekki þjóðhagslega hagkvæm
SAMGÖNGUMÁL Hagfræðistofnun
Háskóla Íslands kemst í nýrri
skýrslu að þeirri niðurstöðu að
gerð jarðganga til Vestmannaeyja
væri þjóðhagslega óhagkvæm. Í
niðurstöðum skýrslunnar kemur
fram að kostnaður við gerð ganga
mætti nema allt að 25,6 milljörð-
um króna til þess að framkvæmd-
in teldist hagkvæm en samkvæmt
mati frá verktaka- og ráðgjafar-
fyrirtækinu Mott McDonald og
Línuhönnun nemur kostnaður við
gerð ganga um 38 milljörðum
króna.
Í þessum tillögum er gert ráð
fyrir átján kílómetra löngum
göngum frá Vestmannaeyjum
sem kæmu að landi við Kross í
Landeyjum. Í mati Hagfræði-
stofnunar er gert ráð fyrir að
framkvæmdirnar tækju sex ár og
hæfust nú þegar. Við rannsóknina
var til dæmis notast við ýmsar
leiðir til að leggja mat á umferð-
arþunga um ætluð göng.
Í forsendunum er gert ráð fyr-
ir því að veggjald um göngin yrði
tvö þúsund og fimm hundruð
krónur fyrir fólksbíla en þrisvar
sinnum hærra fyrir vöru- og
fólksflutningabíla. ■
FRELSINU FEGNIR
Uppreisnarmenn í Írak
slepptu í gær þremur tékk-
neskum sjónvarpsfrétta-
mönnum sem teknir voru í
gíslingu á sunnudag.
Á annan tug erlendra ríkisborgara í haldi uppreisnarmanna:
Dönskum kaupsýslumanni rænt
■ Lögreglufréttir
HERJÓLFUR
Samkvæmt mati Hagfræðistofnunar er lagning jarðganga til Vestmannaeyja ekki þjóð-
hagslega hagkvæm. Nú þarf að ferðast með Herjólfi eða flugvél til að komast til Eyja.
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
Utanríkisráðherra segir að samtal Bush bandaríkjaforseta við Davíð Oddsson sýni að við-
ræður um framtíð varnarliðsins hér á landi séu á réttri leið, en niðurstaða sé þó langt í frá
fengin.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
■
„Þetta samtal
Bush staðfestir
að málið er á
réttri leið og á
réttum stað, en
niðurstaðan er
langt frá því
fengin.“